Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki

Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í lok júní að fella nauð­syn­legar sál­fræði­með­ferðir og aðrar klínískar við­tals­með­ferðir undir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga Íslands. Frum­varpið var sam­þykkt sam­hljóða með 54 atkvæðum en níu þing­menn voru fjar­stadd­ir.

Margir fögn­uðu frum­varp­inu enda er það ekki á allra færi að fara til sjálf­stæðs starf­andi sál­fræð­ings – en það getur verið mjög kostn­að­ar­samt. Þrátt fyrir sam­þykkt frum­varps­ins er þó ekki gert ráð fyrir eyra­merktu fjár­magni í þessa heil­brigð­is­þjón­ustu í fjár­laga­frum­varpi næsta árs.

Kjarn­inn spurði Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra í ítar­legu við­tali í vik­unni hvað stæði í vegi fyrir því að Sjúkra­trygg­ingar Íslands gerðu samn­inga við sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga.

Auglýsing

Svan­dís sagði að þegar frum­varpið var sam­þykkt og gert að lögum þá hefði henni fund­ist eins og fólk hefði haldið að þarna væri málið í höfn. „En þarna er í raun heim­ild sjúkra­trygg­inga til að semja við sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga eins og aðrar heil­brigð­is­stétt­ir.“

Hún telur að næstu skref í mál­inu séu þau að meta hvert umfang samn­ings­ins ætti að vera.

Ríkið sem kaup­andi tekur afstöðu til samn­ings­ins

Svan­dís sagði að hún hefði lagt áherslu á það á sínum tíma sem ráð­herra að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og sett í það fjár­muni.

„Það eru merktar háar fjár­hæðir á fjár­lögum næsta árs í að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga. Við höfðum til dæmis áform um það að draga ennþá úr kostn­aði aldr­aðra og öryrkja við tann­lækn­ing­ar. Við til dæmis felldum niður komu­gjöld þeirra hópa í heilsu­gæsl­una um síð­ustu ára­mót. Og við höfum verið að skoða ýmsar leiðir til þess hvar við ættum að bera niður varð­andi greiðslu­þátt­töku og þetta er eitt af því sem er á því borði. Ég vænti þess að það skýrist, að minnsta kosti áður en þingið afgreiðir fjár­laga­frum­varp­ið.“

Sam­kvæmt ráð­herra mun það skýr­ast hvert umfang samn­ings sjúkra­trygg­inga við sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga verð­ur. „Það yrði þá eitt­hvað sem ríkið sem kaup­andi slíkrar þjón­ustu myndi taka afstöðu til. Hversu stór slíkur samn­ingur ætti að vera og þá við hverja og svo fram­veg­is. Þannig að sú skoðun er í gangi ásamt öðru sem er til skoð­unar varð­andi það að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga.“

Vilji þings­ins skýr

Svan­dís sagði enn fremur að vilji þings­ins hefði verið mjög skýr í þessu máli þegar frum­varpið var sam­þykkt. „Ég hef sjálf verið þeirrar skoð­unar að það sé mik­il­vægt að efla sál­fræði­þjón­ustu almennt, eins og ég hef sýnt með því að stór­auka aðgengi að sál­fræð­ingum á heilsu­gæsl­unni og koma á þessum geð­heilsuteym­um. Öll þessi skref lúta að því að efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu og hafa þau verið mjög ofar­lega á dag­skrá hjá mér.“

Hún benti á að Sjúkra­trygg­ingar Íslands gerðu ramma­samn­ing um heil­brigð­is­þjón­ustu við hinar ýmsu stétt­ir, til að mynda sér­greina­lækna. Varð­andi það að gera samn­ing við sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga þá telur hún að taka verði ákvörðun fyr­ir­fram um hversu margir tímar yrðu keyptir hjá ákveðnum aðilum til þess að fjár­munum yrði varið með sem bestum hætti.

„Við þurfum að vita áður en við förum af stað í raun og veru hversu miklum pen­ingum við ætlum að ráð­stafa í þennan samn­ing.“

Mik­il­vægt að fólk fái lausn á vanda sínum sem fyrst

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mark­miðið sé að almenn sál­fræði­þjón­usta falli undir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga Íslands og verði þannig veitt á sömu for­sendum og önnur heil­brigð­is­þjón­usta. Sál­fræði­þjón­usta er nú und­an­skilin almennri greiðslu­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga.

„Vax­andi fjöldi fólks grein­ist með geð­rask­anir eða önnur and­leg veik­indi en aðgengi að úrræðum og þjón­ustu fyrir þennan hóp er tak­markað og kostn­að­ur­inn oft tölu­verð­ur. Mik­il­vægt er að tryggja að þeir sem eru með virk ein­kenni fái lausn á vanda sínum sem fyrst til að koma í veg fyrir víta­hring lyfja, þung­lyndis og óvirkni. Slíkt getur haft alvar­legar afleið­ing­ar, bæði fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda og sam­fé­lagið allt. Frum­varp­inu er því ætlað að tryggja aðgengi ein­stak­linga að sál­fræði­þjón­ustu.

Aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu er lyk­il­at­riði þegar kemur að því að greina kvilla snemma og tryggja nauð­syn­lega með­ferð eftir að grein­ing liggur fyr­ir. Sam­kvæmt klínískum leið­bein­ingum land­læknis á gagn­reynd sál­fræði­með­ferð (sem er sú með­ferð sem hefur í rann­sóknum sýnt mestan árang­ur) að vera fyrsti með­ferð­ar­kostur við kvíða, þung­lyndi og öðrum sál­rænum kvill­um. Sál­fræði­með­ferð í stað lyfja­gjafar gerir það að verkum að ráð­ist er að rótum vand­ans og getur komið í veg fyrir eða dregið veru­lega úr lyfja­gjöf. Þrátt fyrir það er slík með­ferð oft­ast ekki raun­hæfur kostur nema fyrir hluta almenn­ings þar sem fram­boð er of tak­markað innan heilsu­gæsl­unn­ar, með til­heyr­andi biðlistum og töfum á nauð­syn­legri með­ferð. Þar spilar einnig inn í að ekki er heim­ild til samn­inga sam­kvæmt gild­andi lögum um að sjúkra­trygg­ingar taki til nauð­syn­legrar sál­fræði­með­ferð­ar. Ólíkt annarri heil­brigð­is­þjón­ustu er því sál­fræði­þjón­usta fyrst og fremst í boði á starfs­stofum sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga, án opin­bers stuðn­ings við þá sem þurfa á þjón­ust­unni að halda,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Eng­inn á að neita sér um þjón­ustu vegna kostn­aðar

Enn fremur er bent á að algengi sjálfs­víga og geð­rænna veik­inda sé alvar­legt vanda­mál. Orsakir séu margar og mis­mun­andi, en ljóst sé að bregð­ast verður við þessum vanda. For­varnir í heil­brigð­is­málum skipti þar miklu máli, og eigi það jafnt við um lík­am­lega sjúk­dóma sem and­lega. Lyk­il­at­riði sé að greiða aðgengi fólks að fyr­ir­byggj­andi úrræðum og auka mögu­leika á því að takast strax á við sjúk­dóma eins og þung­lyndi og kvíða sem virð­ist vera að aukast meðal ungs fólks. Slíkt mundi án efa hafa jákvæð þjóð­hags­leg áhrif til lengri tíma.

„Koma þarf til móts við ósýni­lega sjúk­dóma líkt og komið er til móts við þá sem sýni­legir eru. Þannig má auka lífs­gæði fólks. Eng­inn á að neita sér um þjón­ustu vegna kostn­aðar eða skorts á aðgengi, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Hag­stofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta á sér­stak­lega við um ungt og tekju­lágt fólk. Algeng­ast þykir að ein­stak­lingur þurfi á bil­inu 10 til 15 með­ferð­ar­tíma hjá sál­fræð­ingi til að ná bata. Bein útgjöld vegna slíkrar með­ferðar eru því talin í hund­ruðum þús­unda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hend­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Skringi­legir tón­arnir varð­andi for­gangs­röðun frá rík­is­stjórn­inni

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins en með henni voru þing­menn Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks, Flokks fólks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Hún spurði heil­brigð­is­ráð­herra út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni. „Ég verð að við­ur­kenna að þeir eru svo­lítið skringi­legir tón­arnir varð­andi for­gangs­röðun frá rík­is­stjórn­inni. Í miðjum heims­far­aldri er verið að setja fram nið­ur­skurð­ar­kröfu upp á marga millj­arða á Land­spít­al­ann. Það er ekki hægt að horfa á þetta sem hag­ræð­ing­ar­kröfu, ekki ef hún er rýnd. Það þarf m.a. að fresta upp­bygg­ingu inn­viða, það er ekk­ert annað en nið­ur­skurð­ar­krafa. Og korteri eftir Landa­kots­skýrsl­una er þetta afar furðu­leg for­gangs­röð­un.“

Vís­aði hún í við­tal Kjarn­ans við ráð­herra þar sem Svan­dís sagði að fara þyrfti yfir það hversu miklum fjár­munum ætti að ráð­stafa í þennan samn­ing.

Spurði Þor­gerður Katrín hversu langt sú vinna væri kom­in. „Verður sviðs­myndin klár strax á nýju ári? Og við skulum hafa það hug­fast að heilsu­gæslan – ég geri mér grein fyrir því að hæst­virtur ráð­herra bendir sífellt þangað – annar ekki því fólki sem er á biðlist­un­um. Það má kannski segja að eitt af ein­kenn­is­merkjum þess­arar rík­is­stjórnar séu biðlistar í heil­brigð­is­kerf­inu. Af hverju? Af því að það má ekki leita til sjálf­stætt starf­andi heil­brigð­is­starfs­fólks hér á Íslandi.

Við verðum að horfa á vanda fólks­ins. Verið er að kalla eftir með­ferð­um, úrræð­um, og þá verðum við ein­fald­lega að kalla alla á dekk til að svo verði. Það þýðir ekki að úti­loka sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga eða annað heil­brigð­is­starfs­fólk til að taka á þessu. Ég spyr hæst­virtan ráð­herra: Munum við sjá skýra sviðs­mynd strax á nýju ári þannig að hægt verði að upp­fylla þau lög sem sam­þykkt voru sam­hljóða hér á þingi fyrir nokkrum vik­um?“ spurði hún.

Fjölda­margir samn­ingar í gangi

Svan­dís svar­aði og sagði þetta því miður ekki vera í fyrsta skipti sem farið væri rangt með um að engir samn­ingar væru í gildi við sjálf­stætt starf­andi aðila á heil­brigð­is­sviði.

„Það eru nátt­úr­lega fjölda­margir samn­ingar í gangi, ég held að þeir séu á annað hund­rað. Ég hef sjálf staðið fyrir því að gerðir væru samn­ing­ar, til að mynda við Ljósið sem aldrei höfðu verið gerðir samn­ingar við fyrr en í minni tíð, vegna þess að ég veit að það þarf margar hendur á dekk og ég hef alltaf talað fyrir því.

Varð­andi það hvað hátt­virtur þing­maður gerir lítið úr þjón­ustu heilsu­gæsl­unnar vil ég benda honum á að á þessu ári hafa 2.600 manns fengið þjón­ustu geð­heilsuteyma heilsu­gæsl­unn­ar, 2.600 manns sem hv. þing­maður telur ekki ástæðu til að nefna í fyr­ir­spurn sinni hér á Alþingi. Þetta fólk er að fá stuðn­ing og hjálp, fag­legan stuðn­ing, sál­fræð­i­stuðn­ing, stuðn­ing frá geð­læknum og fleiri stéttum sem það fékk ekki áður. Þetta er breyt­ing,“ sagði Svan­dís.

Benti heil­brigð­is­ráð­herra á að vil ég segja að hún studdi þetta mál vegna þess að hún taldi rétt að heil­brigð­is­ráð­herra hefði skýra heim­ild til að semja við sál­fræð­inga eins og aðrar heil­brigð­is­stétt­ir. „Það er það sem frum­varpið gekk út á og það sem laga­breyt­ingin frá Alþingi gekk út á. Það sner­ist ekki um að taka ákvörðun um nákvæm­lega hvaða upp­hæð ætti að ráð­stafa í slíkan samn­ing. Ég vil full­vissa hv. þing­mann um að það er minn vilji að sá rammi liggi fyrir við afgreiðslu fjár­laga nú í des­em­ber.“

Langir biðlistar – „Við þurfum allar hendur á dekk“

Þor­gerður Katrín sagð­ist þegar hún kom aftur í pontu frá­biðja sér það það að ráð­herra skyldi segja að hún væri að tala niður opin­bera heilsu­gæslu. „Það er bara ekki þannig. Hins vegar er stað­reyndin sú að fólk er á biðlist­um, meðal ann­ars eftir klínískri sál­fræði­með­ferð og fleira. Því er ekki að leyna að við í Við­reisn höfum ítrekað lagt fram til­lögur til þess að leysa biðlistana með því meðal ann­ars að sam­þætta opin­bera þjón­ustu og sjálf­stætt starf­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. Í því er engin ógn svo lengi sem mark­miðið er skýrt og mark­miðið er að losa fólk undan þján­ingum sem hefur verið mán­uðum og árum saman á biðlist­um. Þess vegna segi ég: Við þurfum allar hendur á dekk.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði að ítrekað hefði rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks fellt til­lögur þeirra sem stuðl­uðu meðal ann­ars að því að reyna að leysa þennan biðlista­vanda, hvort sem talað væri um lið­skipta­að­gerð­ir, mjaðma­að­gerðir eða sál­fræði­með­ferð.

„Það liggur alveg ljóst fyrir að ungt fólk er á biðlistum eftir sál­fræði­með­ferð. Verið er að segja að sam­hliða sótt­varna­að­gerðum þurfum við að huga að lýð­heilsu land­ans. Við þurfum að huga að líðan þjóð­ar. Eins og staðan er núna munu þau fjár­fram­lög sem eru áætluð í fjár­lög­um, ekki duga til þess að hjálpa fólki sem er að leita eftir þjón­ust­u,“ sagði hún og spurði Svandísi hvað hún ætl­aði að gera til að stuðla að því að allar hendur kæmu raun­veru­lega á dekk til að mæta þörfum fólks­ins.

„Óþarfi að berja á dyr sem eru opn­ar“

Svan­dís svar­aði í annað sinn og sagði að ein­hvern tíma hefði verið sagt við hana að það væri óþarfi að berja á dyr sem væru opn­ar.

„Það er dálítið það sem mig langar til að segja við hátt­virtan þing­mann. Við erum sam­mála um mik­il­vægi sál­fræði­þjón­ustu. Við erum sam­mála um að tryggja aðgengi að fag­legum stuðn­ingi vegna geð­heil­brigð­is­vanda og að hann sé mik­il­væg­ur. Við erum vænt­an­lega sam­mála um það, ef marka má orð hátt­virts þing­manns hér, að það sé mik­il­vægt að byggja upp sál­fræði­þjón­ustu í opin­bera heil­brigð­is­kerf­inu. Ég skil orð hátt­virts þing­manns þannig þegar hún frá­biður sér það að ég telji hana ekki vera nægi­lega styðj­andi að því er varðar upp­bygg­ingu og fjölg­un, tvö­föld­un, á fjölda sál­fræð­inga í heilsu­gæsl­unni og upp­bygg­ing nýrra geð­heilsuteyma á lands­vís­u.“

Taldi Svan­dís þar með að hún ætti stuðn­ing Þor­gerðar Katrínar vísan í því. Jafn­framt árétt­aði hún að það lægi fyrir við afgreiðslu fjár­laga nú í des­em­ber hversu há upp­hæð gengi til sér­stakra samn­inga við sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga.

Svar heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans varðandi samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga:

Þær breyt­ingar á lögum um sjúkra­trygg­ingar sem vísað er til í fyr­ir­spurn þinni fela í sér heim­ild til að semja um þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­inga á grund­velli lag­anna, líkt og á við um heil­brigð­is­þjón­ustu almennt. Í 2. gr. laga um sjúkra­trygg­ingar (Gild­is­svið og stefnu­mörk­un, sjá ákvæðið neðst í þessum pósti) kemur fram að ráð­herra skuli marka stefnu, innan ramma lag­anna og til að fram­fylgja henni sé ráð­herra heim­ilt að grípa til nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að fram­fylgja henni, m.a. hvað varðar skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu, for­gangs­röðun verk­efna innan henn­ar, hag­kvæmni, gæði og öryggi þjón­ust­unnar og aðgengi að henni.

Stefna heil­brigð­is­ráð­herra er sú að efla sál­fræði­þjón­ustu og bæta aðgengi að henni um allt land. Til að ná því mark­miði hefur áhersla verið lögð á að ráða sál­fræð­inga til starfa í heilsu­gæslu og setja á fót geð­heilsuteymi um allt land þar sem m.a. er veitt þjón­usta sál­fræð­inga. Aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu hefur með þessum hætti verið stór­bætt á lands­vísu og stefna ráð­herra er að halda áfram að efla þessa þjón­ustu innan opin­bera heil­brigð­is­kerf­is­ins. Á árunum 2017-2019 var fjár­veit­ing til sál­fræði­þjón­ustu innan fjár­mögn­un­ar­lík­ans fyrir rekstur heilsu­gæslu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stór­aukin í sam­ræmi við stefnu í geð­heil­brigð­is­mál­um. Í fjár­mögn­un­ar­lík­ani til rekst­urs heilsu­gæslu­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er gert ráð fyrir um 317 m.kr. fjár­veit­ingu til sál­fræði­þjón­ustu og í fjár­mögn­un­ar­kerfi fyrir lands­byggð­ina er fjár­hæðin 160 m.kr.  Fjár­veit­ingar til rekst­urs geð­heilsuteyma hafa verið veittar í öll heil­brigð­is­um­dæmi. Eitt geð­heilsuteymi er í hverju heil­brigð­is­um­dæmi og eru þrjú teymi starf­rækt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jafn­framt hefur verið lögð áhersla á að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga á kjör­tíma­bil­inu og er gert ráð fyrir 800 millj­ónum til þess á næsta í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021. Enn á eftir að útfæra að fullu hvernig því fjár­magni verður ráð­staf­að. Í ár var ráð­stafað 300 m.kr. til að lækka greiðslu­þátt­töku í heil­brigð­is­kerf­inu sem hafði áhrif víða, meðal ann­ars í lækkun komu­gjalda í heilsu­gæslu úr 1.200 kr. í 700 kr.

Frá árinu 2010 hefur verið í gildi ramma­samn­ingur sjúkra­trygg­inga við sál­fræð­inga um þjón­ustu við börn með alvar­legar geð- hegð­un­ar- og þroskarask­an­ir. Þjón­ustan er veitt að und­an­geng­inni grein­ingu og geð­heil­brigð­is­með­ferð hjá aðila sem er með samn­inga við Sjúkra­trygg­ingar Íslands um til­vís­anir og nær til sál­fræði­með­ferðar barns og/eða ráð­gjafar til for­ráða­manns barns. Sam­kvæmt úttekt Sjúkra­trygg­inga Íslands  nutu 337 ein­stak­lingar þjón­ust­unnar árið 2019 og fékk hvert barn að með­al­tali 6,1 með­ferð­ar­skipti. Virkir þjón­ustu­veit­endur voru 11 þ.a. 10 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 1 á Norð­ur­landi. Meiri­hluti þjón­ust­unn­ar  er veittur á einni sál­fræði­stofu þar sem fimm samn­ings­bundnir sál­fræð­ingar starfa.

2. gr. Gild­is­svið og stefnu­mörk­un.

Í lögum þessum er mælt fyrir um sjúkra­trygg­ingar almanna­trygg­inga, samn­inga um heil­brigð­is­þjón­ustu og end­ur­gjald rík­is­ins fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu. [Ráð­herra] 1) markar stefnu innan ramma laga þess­ara, laga um heil­brigð­is­þjón­ustu og ann­arra laga. Ráð­herra er heim­ilt að grípa til nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að fram­fylgja þeirri stefnu, m.a. hvað varðar skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu, for­gangs­röðun verk­efna innan henn­ar, hag­kvæmni, gæði og öryggi þjón­ust­unnar og aðgengi að henni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent