Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn

Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur kynnt áform um laga­setn­ingu í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um að heim­ila vörslu tak­mark­aðs magns ávana- og fíkni­efna. Með frum­varp­inu er stigið skref í átt að frá refsi­stefnu í fíkni­efna­mál­um. Í rök­stuðn­ingi fyrir áformunum segir að mik­il­vægt sé að leggja áherslu á skaða­minnkun og að draga úr neyslu- og fíkni­vanda. „Einn liður í því er að líta á neyt­endur ávana- og fíkni­efna sem sjúk­linga fremur en afbrota­menn.“

Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf er varsla hvers kyns skammta af ávana- og fíkni­efnum óheimil og refsi­verð. Ekki er til­greint í áformum ráð­herra hvað mörkin verði dregin um hversu mikið magn ávana- og fíkni­efna ein­stak­lingur megi hafa undir höndum án þess að það sé refsi­vert, verði breyt­ing­arnar að veru­leika. 

Í fylgi­skjali sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt segir að frum­varpið muni byggja á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar, sem miði fyrst og fremst að því að draga úr heilsu­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­legum afleið­ingu, notk­unar lög­legra og ólög­legra vímu­efna, án þess að meg­in­mark­miðið sé að draga úr vímu­efna­notk­un. „Skaða­minnkun gagn­ast fólki sem notar vímu­efni, fjöl­skyldum þeirra, nær­sam­fé­lagi not­and­ans og sam­fé­lag­inu í heild. Með því að afnema mögu­lega refs­ingu vegna vörslu skammta ólög­legra vímu­efna ætl­aða til einka­nota væri stigið stórt skref í átt að við­horfs­breyt­ingu í íslensku sam­fé­lagi gagn­vart fólki sem notar vímu­efni, lög­leg sem ólög­leg.“

Auglýsing
Bent er á að vís­inda­rann­sóknir hafi ítrekað sýnt fram á að refs­ingar hafi lítil sem engin áhrif til breyt­ingar á hegðun ein­stak­linga heldur séu margir aðrir sam­verk­andi per­sónu­bundnir þættir sem hafa áhrif á áhuga­hvöt ein­stak­lings til breyt­inga.

Til stendur að leggja fram frum­varp um málið á yfir­stand­andi þingi.

Frum­varp fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka fékk ekki braut­ar­gengi

Lík­legt er að þverpóli­tísk sátt verði um að sam­þykkja frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra, þótt átök geti orðið um hversu langt eigi að ganga. Haustið 2019 lagði Hall­­dóra Mog­en­sen, þing­­maður Pírata, ásamt átta þing­­mönn­um úr þing­­flokk­um P­írata, Sam­­fylk­ing­­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins fram frum­varp þess efnis að fellt verði úr lögum bann við vörslu, kaupum og mót­­töku ávana- og fíkn­i­efna.

Frum­varp þing­­mann­anna fól í sér að stað þess að for­taks­­laust bann væri við vörslu efna þá sé varsla efna ein­ungis bönnuð þegar magn þeirra er umfram það sem getur talist til eigin nota. Þannig er tryggt að áfram verði hægt að refsa þegar aug­­ljóst er að efnin séu ekki ætluð til einka­nota. 

Áfram yrði hins ­vegar hægt að sak­­fella ­fyrir það sem kann að telj­­ast alvar­­legra brot á lögum um ávana og fíkn­i­efni, þar á meðal inn­­­flutn­ing­­ur, útflutn­ing­­ur, sala, skipti, afhend­ing, fram­­leiðsla og til­­­bún­­ingur efna. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins sagði að „brott­hvarf frá refsi­­stefnu sem gengur út á að jað­­ar­­setja neyt­and­ann víkur því nú um allan heim fyrir stefnu sem bygg­ist á því að veita neyt­endum sem á þurfa við­eig­andi þjón­­ustu. Með sam­­þykkt frum­varps þessa mundi Ísland skipa sér í fremstu röð hvað varðar heil­brigð­is­­þjón­­ustu og mann­úð­­lega nálgun gagn­vart þeim neyt­endum vímu­efna.“ 

Frum­varp stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fjög­urra, sem var efn­is­lega á nán­ast sömu slóðum og hug­myndir heil­brigð­is­ráð­herra, hlaut ekki braut­ar­gengi. Í fylgi­skjali í sam­ráðs­gátt stjórn­valda segir þó að höfð verði hlið­sjón af efni þing­manna­frum­varps­ins frá haustinu 2019 „og þeim athuga­semdum sem bár­ust vegna þess við þing­lega með­ferð“ við gerð nýs frum­varps.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímu­efna­vanda að stríða

Umræða um afglæpa­væð­ingu fíkni­efna­neyslu hefur staðið yfir hér­lendis árum sam­an. Árið 2014 gerði Kjarn­inn röð frétta um fang­els­is­mál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­­mála­­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkn­i­efna­brot. Það voru nán­­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkn­i­efna­brota.

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­­an­­­rík­­­is­ráð­herra, fyr­ir­­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­­lega 60 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­­lega 70 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­­sókn sér­­­fræð­inga.

Þegar umfjöll­unin Kjarn­ans um fang­els­is­mál var end­ur­tekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplán­uðu dóma eða höfðu hlotið óskil­orðs­bund­inn dóm gerðu það fyrir fíkni­efna­brot, eða 28 pró­sent fanga. Alls afplán­uðu 16 pró­­sent fanga dóma vegna auð­g­un­­ar­brota og sama hlut­­fall vegna umferð­­ar­laga­brota. Ell­efu pró­­sent fanga afplán­uðu dóma vegna mann­dráps eða til­­raunar til mann­dráps, 13 pró­­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­­sent vegna kyn­­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfs­hóps sem dóms­mála­ráð­herra fól að skila til­lögum um leiðir til að stytta boð­un­ar­lista til afplán­unar refs­ing­ar, sem birti nið­ur­stöður sínar í fyrra, sagði meðal ann­ars að „hlut­fall fanga fyrir fíkni­efna­brot hefur vaxið mjög í fang­elsum lands­ins á síð­ustu árum. Árið 2019 var hlut­fallið komið í 40 pró­sent allra fanga og vel á annað hund­rað afplán­aði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síð­ustu aldar sátu ein­ungis innan við tíu pró­sent fanga í fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar