762 bækur

Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.

Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
Auglýsing

Enid Mary Blyton hefur verið lýst sem rit­vél á yfir­snún­ingi. Hún skrif­aði upp undir 10 þús­und orð á dag. Á hverjum ein­asta degi. Afköstin voru slík að ýmsir héldu því fram að hún hefði fjölda manns í vinnu við skrift­irnar en öllu slíku neit­aði Enid Blyton. Eitt árið voru bæk­urnar 50. Til við­bótar bók­unum 762 sem hún sendi frá sér um ævina skrif­aði hún ótelj­andi blaða­greinar um nán­ast allt milli him­ins og jarð­ar. Um ára­bil var hún rit­stjóri, og jafn­framt aðal­höf­undur barna­tíma­rits­ins Sunny Stor­ies. Afköstin voru með ólík­ind­um. Bækur Enid Blyton hafa selst í hund­ruðum millj­óna ein­taka og verið gefnar út á að minnsta kosti 90 tungu­mál­um.

Enid Blyton með ritvélina í fanginu og dætur sínar sér við hlið. Mynd: Wikimedia.

Enid Blyton var fædd í suð­ur­hluta Lund­úna 11. ágúst 1897, elst þriggja systk­ina. Fað­ir­inn var sölu­mað­ur, seldi bús­á­höld og föt, móð­irin var heima­vinn­andi. Nokk­urra mán­aða gömul veikt­ist Enid alvar­lega af kíg­hósta og vart hugað líf. Í minn­ingum sínum sagði Enid eftir for­eldrum sínum að hún ætti líf­gjöf­ina föð­urnum að þakka. Í æviminn­ing­unum kemur líka fram að fað­ir­inn hafi haft mik­inn áhuga á blóm­um, fugl­um, tón­list og mynd­list. Og iðinn við að upp­fræða dótt­ur­ina og kennt henni að spila á píanó.

Íþróttir og píanó frekar en bækur

Þegar Enid Blyton var tveggja ára flutti fjöl­skyldan til Beck­ham, sem þá var lítið þorp sunnan við London. Enid lauk prófi frá St. Christopher skól­anum í Beck­ham átján ára göm­ul. Hún hafði ekki sér­lega mik­inn áhuga fyrir bók­lega nám­inu en því meiri fyrir íþrótt­um. Hún varð skóla­meist­ari í tennis og fyr­ir­liði skóla­liðs­ins í háfleik, lacrosse ( lík­ist hokkí og íshokki, leik­inn með priki með poka á end­an­um). Enid var einnig efni­legur píanó­leik­ari og íhug­aði að sækja um í Guild­hall tón­list­ar­skól­an­um. Sagði síðar að hún hefði ekki haft nægan áhuga fyrir að verða tón­list­ar­mað­ur. Þegar Enid hafði lokið leik­skóla­kenn­ara­námi starf­aði hún sem leik­skóla­kenn­ari. Þar upp­götv­aði hún hve auð­velt hún átti með að segja börnum sög­ur, sem hún samdi jafn­óð­um.

Háfleikur (e. lacrosse) líkist hokkí og íshokki. Mynd: EPA

Barna­hvísl

Fyrsta bók Enid Blyton kom út árið 1922, ljóða­bókin Child Whispers, Barna­hvísl. Hún hafði þá margoft fengið birt ljóð, og smá­sög­ur, í tíma­ritum en ekki fram til þessa tek­ist að fá útgef­anda að heilli bók. Phyllis Chase, vin­kona Enid frá skóla­ár­unum mynd­skreytti Barna­hvísl og hún átti síðar eftir að að mynd­skreyta all­margar bækur sem Enid sendi frá sér. Enid hafði þegar þarna var komið ákveðið að helga sig rit­störfum og sendi á næstu árum frá sér all­margar barna­bæk­ur. Flestar stuttar og ríku­lega mynd­skreytt­ar. Sumar þeirra vöktu tals­verða athygli, enn var þó tals­vert í að henni tæk­ist að festa sig í sessi sem rit­höf­und.

Bóka­flóð

Í stuttum pistli sem þessum verður að fara hratt yfir sögu. Fyrsta skáld­saga Enid Blyton í fullri lengd kom út árið 1938. Það var The Secret Island, Ævin­týra­eyjan eins og hún hét á íslensku. Bókin fékk ágæta dóma, einn breskur gagn­rýn­andi sagði hana „eins­konar Robin­son Cruso bók sem þó gerð­ist í England­i“. Ævin­týra­bæk­urnar áttu eftir að njóta mik­illa vin­sælda og á árunum fram til 1950 komu út sam­tals 6 bækur í þessum flokki. Til marks um afköstin má nefna að árið 1940 komu út 11 bækur undir hennar nafni og auk þess tvær undir dul­nefn­inu Mary Poll­ock (milli­nafn Enid og eft­ir­nafn þáver­andi eig­in­manns). Ugg­laust hefur Enid verið skemmt þegar gagn­rýn­andi nokkur sagði að „þessar bækur hennar Mary Poll­ock væru svo vin­sælar að nú mætti Enid Blyton fara að vara sig“. Síðar voru bæk­urnar sem fyrst voru gefnar út undir nafni Mary Poll­ock , sam­tals 6 tals­ins end­ur­út­gefnar undir nafni Enid Blyton.

Þrátt fyrir að Enid Blyton væri orðin þekktur rit­höf­undur sló hún ekki slöku við. Bæk­urnar streymdu frá henni: Fimm bæk­urnar (Fa­mous Five) urðu 21, Dul­ar­fullu bæk­urnar (Five find-Outers and Dog) urðu 15, Leyni­fé­lagið Sjö Saman (Secret Seven) sömu­leiðis 15 bæk­ur. Margar fleiri mætti nefna, t.d Bald­in­tátu­bæk­urnar (The Naughtiest Girl) að ógleymdum Dodda­bók­un­um, sem urðu vel á þriðja tug­inn. Sú fyrsta Doddi í Leik­fanga­landi (Noddy goes to Toyland) kom út 1949. Dodda­bæk­urnar voru ríku­lega mynd­skreyttar og Doddi og Eyrna­stór vinur hans urðu góð­kunn­ingjar millj­óna barna um allan heim. Enid Blyton lést 28. nóv­em­ber 1968.

Börn um allan heim þekkja Dodda í Leikfangalandi.

Hug­myndir og vinnu­að­ferðir

Enid Blyton var ekki mikið fyrir að útskýra hvernig sögur hennar urðu til. Í blaða­við­tali sagði hún ein­hverju sinni „ég loka aug­unum í nokkrar mín­út­ur, með rit­vél­ina á hnján­um, reyni að tæma hug­ann. Og þá lifna per­són­urnar í huga mér, rétt eins og þær standi fyrir framan mig. Fyrsta setn­ingin kemur upp í hug­ann og þá þarf ég ekki að hugsa neitt, allt kemur af sjálfu sér“.

Vinnu­að­ferðir Enid Blyton breytt­ust lítið gegnum tíð­ina. Hún byrj­aði yfir­leitt fljót­lega eftir morg­un­mat með litlu rit­vél­ina á hnjánum og lit­skrúð­uga sjalið frá Marokkó sér við hlið. Sagði að lit­irnir í sjal­inu gæfu sér inn­blást­ur. Eftir stutt mat­ar­hlé var haldið áfram við skrif­in, iðu­lega til klukkan fimm síð­deg­is. Þá voru venju­lega komin 6 til 10 þús­und orð á blað.

Hund­ruð millj­óna bóka

Enid Blyton var einn vin­sæl­asti barna­bóka­höf­undur 20. ald­ar­inn­ar. Bækur hennar eru þekktar um allan heim, hafa selst í rúm­lega 600 millj­ónum ein­taka og verið þýddar á meira en 90 tungu­mál. Fjöl­margar bækur hennar hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku. Sú fyrsta kom út árið 1945. Hún nefnd­ist Sveitin heillar og er úr bóka­flokknum um Leyni­fé­lagið Sjö Sam­an. Sumar þeirra bóka sem út hafa komið á íslensku hafa verið prent­aðar margoft og eru enn fáan­leg­ar.

Mis­mun­andi sjón­ar­mið

Á síð­ari árum hafa margir orðið til að gagn­rýna bækur Enid Blyton, fyrir þau við­horf sem þar koma fram. Stétta­skipt­ing, kynja­hlut­verk, kyn­þátta­við­horf, útlend­inga­hat­ur, skort á bók­mennta­legu gildi og fleira og fleira. Sögu­hetjur bókanna eru yfir­leitt af mið­stétt. Reyndar er þessi gagn­rýni ekki ný af nál­inni, árið 1960 neit­aði útgef­andi Enid Blyton að gefa út eina bóka hennar vegna orða­lags­ins. Annað for­lag gaf hins vegar út bók­ina, sem seld­ist vel og var end­ur­prentuð tvisvar.

Auglýsing

Aðrir segja að í bókum Enid Blyton sé að finna boð­skap um bjart­sýni og börn og ung­lingar um allan heim hafi lesið bæk­urnar sér til ánægju og afþrey­ingar og að upp­eld­is­hlut­verk bók­lest­urs verði seint ofmet­ið.

Höf­undur þessa pistils, fæddur um miðja síð­ustu öld, gleypti í sig bækur Enid Blyton. Lifði sig inn í þann ævin­týra­heim sem þar var að finna og var ekki að velta fyrir sér bók­mennta- og upp­eld­is­gildi text­ans. Lík­lega dæmi­gerður les­andi.

Enid Blyton er hluti af sögu Eng­lands og bækur hennar selj­ast enn í stórum stíl. Þess má geta að aðeins verk William Shakespe­are, Agöthu Christie og Jules Verne hafa verið þýdd á fleiri tungu­mál en bækur Enid Blyton.

Skildir og styttur

Víða um heim er að finna styttur og minn­ing­ar­skildi um ein­stak­linga sem á ein­hvern hátt hafa sett mark sitt á sög­una. Stjórn­mála­menn, oft í yfir­stærð, eru fyr­ir­ferð­ar­miklir á fótstöll­un­um, þjóð­höfð­ingjar sömu­leið­is. Rit­höf­und­ar, lista- og vís­inda­menn kom­ast líka oft á stall. Minn­inga­skildir eru af sama meiði, gjarna settir á hús þar sem þekktir ein­stak­lingar fæddust, bjuggu ein­hvern­tíma á ævinni eða síð­ustu ævi­ár­in.

Á allra síð­ustu árum hefur orðið mikil breyt­ing á við­horfi almenn­ings víða um um lönd varð­andi slík minn­is­merki. Þessa við­horfs­breyt­ingu rekja margir til Black Lives Matter hreyf­ing­ar­innar sem stofnuð var í Banda­ríkj­unum árið 2013. Þótt hreyf­ingin hafi fyrst og fremst verið stofnuð til að vekja athygli á ofbeldi lög­regl­unnar gagn­vart þeldökkum og margs konar mis­munun í garð þeirra hafa áhrifin náð langt út fyrir þessar rað­ir.

Enid Blyton minn­ing­ar­skild­irnir

Í London og nágrenni er að finna nokkra minn­ing­ar­skildi með nafni Enid Blyton. Á húsum þar sem hún bjó um lengri eða skemmri tíma. Suma skild­ina hafa við­kom­andi sveit­ar­fé­lög sett upp og gjarna til­tekið hvenær Enid Blyton bjó á þessum stað. Einn slíkur skjöldur er á húsi í Chess­ington sunnan við London og þar bjó Enid Blyton í upp­hafi rit­höf­und­ar­fer­ils síns. Skild­inum var komið þar fyrir að til­hlutan stofn­unar sem nefn­ist Eng­lish Herita­ge. Sú stofnun er hálf­op­in­ber og hefur á sinni könnu menn­ing­arminjar vítt og breitt um Eng­land. Í London og nágrenni eru 950 minn­ing­ar­skild­ir, bláir postu­líns­skildir með hvítri áletrun og merki Eng­lish Herita­ge.

Minningarskjöldurinn í Chessington. Mynd: English Heritage

Með sér­stöku smá­forriti (app) er hægt að nálg­ast ýmsar upp­lýs­ingar um ein­stak­ling­inn á við­kom­andi skilti. Eng­lish Heritage hefur und­an­farið í sumum til­vikum breytt upp­lýs­ing­um, eða bætt við þær. Meðal ann­ars upp­lýs­ing­unum um Enid Blyton. Í þessum við­bót­ar­upp­lýs­ingum má lesa að höf­und­ur­inn hafi verið gagn­rýnd­ur, meðal ann­ars fyrir ras­isma. Sömu­leiðis er nefnt að Kon­ung­lega mynt­sláttan hafi árið 2016 hafnað því að slá sér­staka 50 pensa mynt til heið­urs Enid Blyton. Eng­lish Heritage segir enn­frem­ur: „sumir segja að ekki sé hægt að neita þessum ásök­unum en vilja jafn­framt benda á að bækur hennar hafa glatt kyn­slóðir barna um allan heim og verið þeim hvatn­ing til að les­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar