Á meðan inn í blekkingarvefnum miðjum - Játningar seðlabankastjóra

bernanke.jpg
Auglýsing

Á meðan Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og nú sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, var að biðja Guð um að blessa Ísland, fyrir nákvæm­lega sjö árum í dag, og und­ir­búa neyð­ar­laga­setn­ingu sem bjarg­aði íslenska hag­kerf­inu, sátu tveir menn í myrkum bak­her­bergjum í banda­ríska þing­inu og reyndu finna lausnir á yfir­þyrm­andi vanda sem banda­ríska fjár­mála­kerfið stóð frammi fyr­ir. Þetta voru Henry M. Paul­son, þáver­and­i fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og Ben Bern­anke, þáver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna.

Á með­an, langt, langt í burtuÁ nákvæm­lega sama tíma og Geir hélt ræðu sína, var Bern­anke æfur af reiði vegna upp­lýs­inga sem hann fékk um bága stöðu trygg­ing­arris­ans AIG. Tveimur dögum síð­ar, 8. októ­ber, sam­þykkti banda­ríska þingið heim­ild til fjárinn­spýt­ingar og hluta­fjár­kaupa í AIG fyrir 38 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega fimm þús­und millj­örðum íslenskra króna.

Í nýrri bók ­sem Bern­anke var að senda frá sér, The Courage to Act: A Memoir of A Crisis and Its Aftermath, upp­lýsir hann að bæði hann og Paul­son hafi vís­vit­andi haldið upp­lýs­ingum frá almenn­ingi, þegar þeir svör­uðu spurn­ingum um stöðu  mála í banda­ríska þing­inu,  vegna áhrif­anna sem fram­köll­uð­ust við fall Lehman Brothers bank­ans. Þeir ótt­uð­ust að „við­kvæm“ staða yrði enn verri, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á mörk­uð­um. Þeir hafi auk þess verið báðir hálf nið­ur­brotnir yfir því að hafa ekki tek­ist að leysa vanda Lehman með því að þvinga fram sölu á honum til breska bank­ans Barclays. Paul­son hefur við­ur­kennt í sinni ævi­sögu, On The Brink, að hafa gjör­sam­lega brotnað saman þegar ljóst var að Lehman yrði ekki bjargað og hringt skít­hrædd­ur, með tárin í aug­un­um, í konu sína. Hún stapp­aði í hann stál­inu og sagði honum að halda áfram að vinna.

Stór­merki­leg játn­ingAndrew Ross Sork­in, blaða­maður New York Times og höf­undur met­sölu­bók­ar­innar Too Big to Fail, segir í pistli á vef New York Times að þessar upp­lýs­ingar sem Bern­anke hefur nú greint frá, séu stór­merki­legar og sýni að ekki hafi verið allt sem sýnd­ist þegar dýpstu lægðir fjár­málakrepp­unnar gengu yfir. „Fyrri yfir­lýs­ingar Bern­anke segja allt aðra sög­u,“ segir Ross Sork­in.Bern­anke heldur því fram í bók sinni að fjár­málakreppan á árunum 2007 til 2009 hafi verið hættu­leg­asta fjár­málakreppa í sögu Banda­ríkj­anna og lík­lega heims­ins alls. Aðeins for­dæma­laus inn­grip seðla­banka og rík­is­stjórna, og þá ekki síst í Banda­ríkj­un­um, hafi bjargað heim­inum frá aðstæðum sem fólk eigi erfitt með að átta sig á. Á svip­stundu hefðu hjólin geta stöðvast. Bern­anke seg­ist stoltur af störfum sín­um, og banda­ríska stjórn­valda, á þessum tím­um. Sumt hafi mátt fara bet­ur, og eftir á hyggja þá hefðu bæði hann og Paul­son mátt tala skýrar og koma fram með upp­lýs­ing­arnar og leggja þær á borð­ið. En ótt­inn við þá spennu sem var að mynd­ast hafi gert stjórnun á aðstæðum erf­iða.

Henry M. Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórnefndur bankanna á Wall Street  valdið sér miklum vonbrigðum með afneitun sinni. Bernanke lofar störf Paulson í nýrri bók sinni, og segir hann meðal annars hafa glímt við alvarlegan leka á upplýsingum. Mynd: EPA: Henry M. Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, segir að stjórnefndur bank­anna á Wall Street valdið sér miklum von­brigðum með afneitun sinni. Bern­anke lofar störf Paul­son í nýrri bók sinni, og segir hann meðal ann­ars hafa glímt við alvar­legan leka á upp­lýs­ing­um. Mynd: EPA:

Mis­tök að fara ekki á eftir banka­mönnumÍ bók sinni segir Bern­anke enn fremur að það hafi verið mis­tök hjá stjórn­völdum að höfða ekki mál gegn stjórn­endum stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna í Banda­ríkj­un­um, þar sem skýr gögn hafi bent til lög­brota. Þá hafi mörg þeirra fjöl­mörgu mála sem þegar hafa verið höfð­uð, beinst að of miklu leyti gegn fólki á gólf­inu, sem oft var að fram­kvæma hluti sem stjórn­endur bank­anna annað hvort lögðu til eða vissu af. Ábyrgðin á slíkum hlutum sé þeirra sem séu við stýr­ið.

Börð­ust við lekaÍ bók Bern­anke kemur enn­fremur fram að póli­tískir aðstoð­ar­menn á skrif­stofu Paul­son hafi skapað mik­inn vanda með því að leka stans­laust upp­lýs­ingum í fjöl­miðla, um að ekki stæði til að setja svo mikið sem einn Banda­ríkja­dal úr vasa skatt­greið­enda inn í einka­fyr­ir­tæki til að bjarga mál­un­um. Segir Bern­anke að þetta hafi komið frá fólki sem hafi ekki haft hug­mynd um alvar­leika stöð­unn­ar, og hafi viljað slá póli­tískar keilur með vill­andi mál­flutn­ingi. Paul­son hafi fljót­lega áttað sig á því að þetta gæti hann, eða hans helstu trún­að­ar­menn, ekki ráðið við og því ákveðið að halda spil­unum þétt að sér og setja mikla tíma­pressu á þingið þegar þess hafi þurft. Aðeins þannig hafi verið mögu­legt að afstýra full­komnum glund­roða.

Póker and­litinLíkt og á Íslandi, þá glímdu stjórn­völd og seðla­bank­inn í Banda­ríkj­un­um, við algjöra afneitun banka­manna þegar kom að stöð­unni. Eng­inn hafi verið heið­ar­legur gagn­vart seðla­bank­anum og stjórn­völd­um, og sagt að allt gæti hrunið ef ekki kæmi til fjárinn­spýt­ingar rík­is­ins. Samt segir Bern­anke, að það sé alveg öruggt, að allir hafi gert sér grein fyrir því að þannig hafi staðan ver­ið. Póker and­lit banka­manna hafi ekki gert neitt annað en að gera ákvarð­anir erf­ið­ari. Paul­son hefur sjálfur sagt, að það hafi verið mikil von­brigði, ekki síst í ljósi þess að hann var sjálfur banka­stjóri Gold­man Sachs bank­ans í um fimmtán ár, að stjórn­endur bank­anna hafi ekki verið trausts­ins verð­ir. Bless­un­ar­lega hafi hann og Bern­anke, metið málin þannig að aðeins umfangs­mikið inn­grip með sjóðum skatt­greið­enda, gæti bjargað Banda­ríkj­unum og raunar heim­inum meira og minna öll­um. Í ljós þess hvað þetta voru mikil inn­grip, þá muni taka efna­hag­inn mörg ár til við­bótar við þau sjö sem þegar eru liðin frá þessum atburð­um, að jafna sig.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None