Á meðan inn í blekkingarvefnum miðjum - Játningar seðlabankastjóra

bernanke.jpg
Auglýsing

Á meðan Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og nú sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, var að biðja Guð um að blessa Ísland, fyrir nákvæm­lega sjö árum í dag, og und­ir­búa neyð­ar­laga­setn­ingu sem bjarg­aði íslenska hag­kerf­inu, sátu tveir menn í myrkum bak­her­bergjum í banda­ríska þing­inu og reyndu finna lausnir á yfir­þyrm­andi vanda sem banda­ríska fjár­mála­kerfið stóð frammi fyr­ir. Þetta voru Henry M. Paul­son, þáver­and­i fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og Ben Bern­anke, þáver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna.

Á með­an, langt, langt í burtu



Á nákvæm­lega sama tíma og Geir hélt ræðu sína, var Bern­anke æfur af reiði vegna upp­lýs­inga sem hann fékk um bága stöðu trygg­ing­arris­ans AIG. Tveimur dögum síð­ar, 8. októ­ber, sam­þykkti banda­ríska þingið heim­ild til fjárinn­spýt­ingar og hluta­fjár­kaupa í AIG fyrir 38 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega fimm þús­und millj­örðum íslenskra króna.

Í nýrri bók ­sem Bern­anke var að senda frá sér, The Courage to Act: A Memoir of A Crisis and Its Aftermath, upp­lýsir hann að bæði hann og Paul­son hafi vís­vit­andi haldið upp­lýs­ingum frá almenn­ingi, þegar þeir svör­uðu spurn­ingum um stöðu  mála í banda­ríska þing­inu,  vegna áhrif­anna sem fram­köll­uð­ust við fall Lehman Brothers bank­ans. Þeir ótt­uð­ust að „við­kvæm“ staða yrði enn verri, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á mörk­uð­um. Þeir hafi auk þess verið báðir hálf nið­ur­brotnir yfir því að hafa ekki tek­ist að leysa vanda Lehman með því að þvinga fram sölu á honum til breska bank­ans Barclays. Paul­son hefur við­ur­kennt í sinni ævi­sögu, On The Brink, að hafa gjör­sam­lega brotnað saman þegar ljóst var að Lehman yrði ekki bjargað og hringt skít­hrædd­ur, með tárin í aug­un­um, í konu sína. Hún stapp­aði í hann stál­inu og sagði honum að halda áfram að vinna.

Stór­merki­leg játn­ing



Andrew Ross Sork­in, blaða­maður New York Times og höf­undur met­sölu­bók­ar­innar Too Big to Fail, segir í pistli á vef New York Times að þessar upp­lýs­ingar sem Bern­anke hefur nú greint frá, séu stór­merki­legar og sýni að ekki hafi verið allt sem sýnd­ist þegar dýpstu lægðir fjár­málakrepp­unnar gengu yfir. „Fyrri yfir­lýs­ingar Bern­anke segja allt aðra sög­u,“ segir Ross Sork­in.



Bern­anke heldur því fram í bók sinni að fjár­málakreppan á árunum 2007 til 2009 hafi verið hættu­leg­asta fjár­málakreppa í sögu Banda­ríkj­anna og lík­lega heims­ins alls. Aðeins for­dæma­laus inn­grip seðla­banka og rík­is­stjórna, og þá ekki síst í Banda­ríkj­un­um, hafi bjargað heim­inum frá aðstæðum sem fólk eigi erfitt með að átta sig á. Á svip­stundu hefðu hjólin geta stöðvast. Bern­anke seg­ist stoltur af störfum sín­um, og banda­ríska stjórn­valda, á þessum tím­um. Sumt hafi mátt fara bet­ur, og eftir á hyggja þá hefðu bæði hann og Paul­son mátt tala skýrar og koma fram með upp­lýs­ing­arnar og leggja þær á borð­ið. En ótt­inn við þá spennu sem var að mynd­ast hafi gert stjórnun á aðstæðum erf­iða.

Henry M. Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórnefndur bankanna á Wall Street  valdið sér miklum vonbrigðum með afneitun sinni. Bernanke lofar störf Paulson í nýrri bók sinni, og segir hann meðal annars hafa glímt við alvarlegan leka á upplýsingum. Mynd: EPA: Henry M. Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, segir að stjórnefndur bank­anna á Wall Street valdið sér miklum von­brigðum með afneitun sinni. Bern­anke lofar störf Paul­son í nýrri bók sinni, og segir hann meðal ann­ars hafa glímt við alvar­legan leka á upp­lýs­ing­um. Mynd: EPA:

Mis­tök að fara ekki á eftir banka­mönnum



Í bók sinni segir Bern­anke enn fremur að það hafi verið mis­tök hjá stjórn­völdum að höfða ekki mál gegn stjórn­endum stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna í Banda­ríkj­un­um, þar sem skýr gögn hafi bent til lög­brota. Þá hafi mörg þeirra fjöl­mörgu mála sem þegar hafa verið höfð­uð, beinst að of miklu leyti gegn fólki á gólf­inu, sem oft var að fram­kvæma hluti sem stjórn­endur bank­anna annað hvort lögðu til eða vissu af. Ábyrgðin á slíkum hlutum sé þeirra sem séu við stýr­ið.

Börð­ust við leka



Í bók Bern­anke kemur enn­fremur fram að póli­tískir aðstoð­ar­menn á skrif­stofu Paul­son hafi skapað mik­inn vanda með því að leka stans­laust upp­lýs­ingum í fjöl­miðla, um að ekki stæði til að setja svo mikið sem einn Banda­ríkja­dal úr vasa skatt­greið­enda inn í einka­fyr­ir­tæki til að bjarga mál­un­um. Segir Bern­anke að þetta hafi komið frá fólki sem hafi ekki haft hug­mynd um alvar­leika stöð­unn­ar, og hafi viljað slá póli­tískar keilur með vill­andi mál­flutn­ingi. Paul­son hafi fljót­lega áttað sig á því að þetta gæti hann, eða hans helstu trún­að­ar­menn, ekki ráðið við og því ákveðið að halda spil­unum þétt að sér og setja mikla tíma­pressu á þingið þegar þess hafi þurft. Aðeins þannig hafi verið mögu­legt að afstýra full­komnum glund­roða.

Póker and­litin



Líkt og á Íslandi, þá glímdu stjórn­völd og seðla­bank­inn í Banda­ríkj­un­um, við algjöra afneitun banka­manna þegar kom að stöð­unni. Eng­inn hafi verið heið­ar­legur gagn­vart seðla­bank­anum og stjórn­völd­um, og sagt að allt gæti hrunið ef ekki kæmi til fjárinn­spýt­ingar rík­is­ins. Samt segir Bern­anke, að það sé alveg öruggt, að allir hafi gert sér grein fyrir því að þannig hafi staðan ver­ið. Póker and­lit banka­manna hafi ekki gert neitt annað en að gera ákvarð­anir erf­ið­ari. Paul­son hefur sjálfur sagt, að það hafi verið mikil von­brigði, ekki síst í ljósi þess að hann var sjálfur banka­stjóri Gold­man Sachs bank­ans í um fimmtán ár, að stjórn­endur bank­anna hafi ekki verið trausts­ins verð­ir. Bless­un­ar­lega hafi hann og Bern­anke, metið málin þannig að aðeins umfangs­mikið inn­grip með sjóðum skatt­greið­enda, gæti bjargað Banda­ríkj­unum og raunar heim­inum meira og minna öll­um. Í ljós þess hvað þetta voru mikil inn­grip, þá muni taka efna­hag­inn mörg ár til við­bótar við þau sjö sem þegar eru liðin frá þessum atburð­um, að jafna sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None