Af hverju fékk hópur að kaupa í Símanum áður en félagið er skráð á markað?

siminn2.jpg
Auglýsing

Greint var frá því í lok síð­ustu viku að Arion banki hefði selt fimm pró­sent hlut í Sím­anum til hóps fjár­festa sem settur hafði verið saman af Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, á rúm­lega 1,3 millj­arða króna. Á meðal þeirra ­sem eru í kaup­enda­hópnum eru nokkrir lyk­il­stjórn­endur innan Síma­sam­stæð­unn­ar, erlendir fjár­festar með reynslu af fjar­skipta­geir­an­um, fyrrum for­stjóri Voda­fone á Íslandi, gam­all starfs­maður Kaup­þings og fjár­festir sem farið hefur mik­inn í því að hagn­ast á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði eftir hrun.

Það er ýmis­legt við söl­una sem hefur vakið athygli.

Frum­kvæðið kom frá Orra



Í fyrsta lagi voru kaupin ekki aug­lýst. Kjarn­inn beindi spurn­ingum til Arion banka, sem seldi hópnum hlut­inn, um hvernig við­skiptin hefðu komið til. Sam­kvæmt svörum hans kom frum­kvæðið að við­skipt­unum frá Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, sem sjálfur keypti 0,4 pró­sent hlut.Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Í svörum bank­ans segir einnig að hann hafi séð ýmis­konar hag í þesum við­skipt­um. Í fjár­festa­hópnum séu aðilar sem alla jafna fjár­festi ekki á Íslandi sem hafi auk þess mikla reynslu úr fjar­skipta­heim­in­um. „Sú þekk­ing sem þeir koma með að rekstri Sím­ans var einn af þeim þáttum sem bank­inn leit til við ákvörðun um söl­una. Félagið stendur sterkara eftir með bæði lyk­il­stjórn­endur og ein­stak­linga með alþjóð­lega reynslu úr fjar­skipta­heim­inum í hluta­hafa­hópn­um,“ segir í svari bank­ans.

Auglýsing

Kaup­verðið talið lágt



Í öðru lagi hefur verðið sem hóp­ur­inn greiddi fyrir hlut­inn vakið athygli.  Hóp­ur­inn keypti fimm pró­sent hlut­inn á 1.330 millj­ónir króna, eða 2,5 krónur á hlut. Sam­kvæmt síð­asta birta upp­gjöri Sím­ans var eigið fé hans 29,9 millj­arðar króna. Miðað við kaup­verðið sem fjár­fest­arnir greiddu fyrir fimm pró­sent hlut er mark­aðsvirði félags­ins 26,6 millj­arðar króna, eða 0,89 sinnum eigið fé Sím­ans. Það þýðir í raun að ef Sim­inn hætti starf­semi í dag, seldi allar eignir sínar á raun­virði og greiddi hlut­höfum út reiðufé þá myndi hóp­ur­inn inn­leysa hagnað up á um 165 millj­ónir króna.

Margir virð­ast telja að kaup­verð­ið, miðað við hefð­bundna mæli­kvarða, sé nokkuð lágt. Aðspurður hvernig það hafi verið ákveðið segir í svari Arion banka: „Kaup­verðið byggði á samn­inga­við­ræðum milli aðila þar sem m.a. var horft til verð­lagn­ingar sam­bæri­legra félaga út frá ýmsum mæli­kvörðum sem og ann­arra skil­mála söl­unn­ar, s.s. sölu­hömlur til 1. jan­úar 2017“.

Hærri marg­fald­ari en í Voda­fone



Til á ákveða hvert mark­aðs­verð félaga er nota fjár­festar oft ákveðna marg­fald­ara, t.d. á hagnað fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magns­kostnað (EBIT­DA). Eitt fjar­skipta­fé­lag er skráð í íslensku kaup­höll­ina, Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi. Mark­aðsvirði Voda­fone er 14 millj­arðar króna, eða 4,5 sinnum EBIT­DA-hagn­aður félags­ins á árinu 2014. Þegar lang­tíma­skuldum er bætt við kemur út að EBIT­DA-marg­fald­ari félags­ins er um 5,9. Þá er mark­aðsvirði Fjar­skipta 1,6 sinnum eigið fé félags­ins. Til við­bótar eru ýmsir mark­aðs­að­ilar á því að virði Fjar­skipta sé van­met­ið. IFS grein­ing telur til að mynda að það ætti að vera 13 pró­sent hærra.

Sím­inn er félag með rúm­lega tvisvar sinnum meiri veltu og víð­fermari starf­semi en Voda­fo­ne. Það er því ekki að öllu leyti sam­bæri­legt við Voda­fo­ne. Félagið skuldar til að mynda 24 millj­arða króna í vaxtra­ber­andi skuld­ir, sem er mun meira en Voda­fo­ne. Að teknu til­liti til lang­tíma­skulda hans er virði hluta­fjár­ Sím­ans 50,6 millj­arðar króna og EBIT­DA-marg­fald­ar­inn 6.1, sem er hærra en marg­fald­ari Voda­fo­ne.Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone þegar það félag var skráð í Kauphöll Íslands. Nú er hann hluthafi í Símanum.

Segir hlut­inn hafa verið til sölu fyrir áhuga­sama



En af hverju var hlut­ur­inn ekki bara boð­inn hæst­bjóð­anda til sölu? Á það ekki að vera hlut­verk banka að fá sem best verð fyrir eignir sem þeir sitja uppi með eftir að hafa end­ur­skipu­lagt fyr­ir­tæki sem lentu í fjár­hags­erf­ið­leik­um?

Arion banki segir að það hafi lengi legið fyrir að hlutur bank­ans í Sím­anum hafi verið til sölu. Því til stuðn­ings bendir bank­inn á und­ir­síðu á vef sínum þar sem eignir eru aug­lýstar til sölu. Á meðal þeirra hluta sem eru þar aug­lýstir er allur hlutur Arion banka í Sím­an­um. Því hafi ekk­ert verið til fyr­ir­stöðu fyrir áhuga­sama kaup­endur að setja sig í sam­band við bank­ann og bjóða í eign­ina. Í þessu til­felli hafi frum­kvæðið komið frá fjár­festa­hópnum og það hafi verið mat bank­ans að um „áhuga­verða aðila væri að ræða Sím­ann sem myndi styrkja félagið og voru skil­málar ásætt­an­legir bank­an­um.

Hópur fékk að kaupa í Högum í aðdrag­anda skrán­ingar



Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórn­endur og valin hópur fjár­festa fær að kaupa í félagi í aðdrag­anda skrán­ingar þess á markað á Íslandi eftir hrun. Og ekki í fyrsta sinn sem það ger­ist hjá Arion banka.

Í nóv­em­ber 2010 rann út óskuld­bind­andi frestur til að skila til­boðum í kjöl­festu­hlut í smá­söluris­anum Hög­um, sem Arion banki sat með í fang­inu eftir að undið hafði verið ofan af fjár­fest­inga­æv­in­týrum Baugs-­fjöl­skyld­unn­ar, fyrrum eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins. ­Tíu aðil­ar, inn­lendir og erlend­ir, gerðu til­boð. Einn þess­arra aðila var Stefn­ir, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í eigu Arion banka. Yfir­menn Stefnis buðu í kjöl­farið fjár­est­un­um Árna Hauks­syni og Hall­birni Karls­syni, að vera með í kaup­un­um. Þeir buðu vini sínum til ára­tuga, Sig­ur­birni Þor­kels­syni, og Trygg­inga­mið­stöð­inni að vera með sér og saman mynd­uðu þessir aðilar félagið Haga­mel.

Voga­bakki, fjár­fest­inga­fé­lag þeirra Árna og Hall­björns,hafði fjár­fest erlendis og gengið vel. Allar eignir þess voru utan hafta. Þeir vildu ekki þurfa að flytja neina pen­inga inn í gjald­eyr­is­höftin á þessum tíma og fengu því lánað fyrir kaup­unum hjá við­skipta­banka sín­um.Bónus er stærsta matvöruverslunarkeðja landsins. Alls eru 29 Bónusverslanir reknar um allt land. Hagar eiga Bónus að fullu.

Haga­melur leiddi hóp sem kall­að­ist Búvellir sem fékk að kaupa 34 pró­sent hlut í Högum á 10 krónur á hlut áður en félagið var sett á mark­að. Aðrir í Búvöllum voru líf­eyr­is­sjóðir og sjóðir í stýr­ingu hjá Stefni. Inni í sam­komu­lag­inu var líka for­kaups­réttur á 10 pró­sentum til við­bótar á geng­inu 11 krónur á hlut áður en restin af hlutafé Haga var skráð á markað í des­em­ber 2011. Þann for­kaups­rétt nýttu Búvellir sér. Félagið var síð­ast leyst upp og hver ein­ing hélt eftir það á sínum hlut. TM fór auk þess út úr Haga­mels­sam­starf­inu og eftir sátu þar þeir Árni, Hall­björn og Sig­ur­björn.

Hlutur þeirra var 8,2 pró­sent. Upp­runa­lega greiddi félagið fyrir hann 982 millj­ónir króna. Þegar Hagar voru skráðir á markað var byrj­un­ar­gengi bréf­anna 13,5 krónur á hlut. Áður en við­skipti hófust hafði því Haga­mels­hóp­ur­inn hagn­ast um 314 millj­ónir króna. Sá hagn­aður átti eftir að aukast mik­ið.

Til við­bótar fengu fimm lyk­il­stjórn­endur Haga gef­ins 1,4 pró­sent hlut í félag­inu frá Arion banka. T­veir þeirra, þeir Finnur Árna­son for­stjóri og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, voru á meðal þriggja stjórn­enda sem höfðu áður selt hluti í Högum til félags­ins sjálfs á rúm­lega einn millj­arð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008 og 2009. Flestir stjórn­end­anna fimm hafa selt að minnsta kosti hluta þeirra bréfa sem þeir fengu gef­ins frá bank­an­um.

Seldu með 2,3 millj­arða króna hreinum hagn­aði



Í byrjun árs 2014 fór Haga­mela­hóp­ur­inn að kanna þann mögu­leika á að selja hlut sinn í Hög­um. Af varð að félagið seldi um 6,6 pró­sent á geng­inu 42 krónur á hlut. Fyrir það feng­ust rúm­lega 3,2 millj­arðar króna.

Með söl­unni inn­leystu þeir um 2,3 millj­arða króna hreinan hagnað á fjár­fest­ingu sinni í félag­inu, en tæp þrjú ár voru þá frá því að þeir lögðu út í hana. Haga­melur hefur síðan minnkað stöðu sína hægt og rólega og á í dag 1,07 pró­sent hlut í Hög­um. Félagið er enn stærsti einka­fjár­festir­inn í félag­inu og mark­aðsvirði hlutar þess er um 492 millj­ónir króna miðað við gengi bréfa í Högum í dag, eða rúm­lega helm­ingur þeirrar upp­hæðar sem þeir fjár­festu upp­runa­lega í Hög­um.

Borgun seld á lágu verði



En það er ekki bara í við­skiptum með félög sem eru á leið á markað sem upp hafa komið aðdrottn­anir um rausn­ar­legt gjaf­mildi banka. Í lok árs 2014 greindi Kjarn­inn frá því í röð frétta­skýr­ingar að Lands­bank­inn, sem er í 98 pró­sent eigu íslenska rík­ið, hafi selt 31,2 pró­sent hlut sinn í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun til félags­ins Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf.

Aðdrag­andi þeirra var þannig að kaup­end­urn­ir, fjár­festa­hópur leiddur af manni sem heitir Magnús Magn­ús­son og stjórn­endur Borg­un­ar, hafi átt hug­mynd­ina að kaup­un­um, hafi viðrað hana við stjórn­endur Lands­bank­ans sem leiddi til þess að hóp­ur­inn fékk í kjöl­farið að kaupa hlut­inn í Borg­un. Þessi eign rík­is­bank­ans var ekki aug­lýst og öðrum áhuga­sömum kaup­endum var ekki gefið tæki­færi til að bjóða.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Verðið sem kaup­end­urnir greiddu fyrir hlut­inn þótti lágt bæði í inn­lendum og erlendum sam­an­burði. Félagið greiddi um 2,2 millj­arða króna fyrir hlut­inn en hagn­aður Borg­unar í fyrra var um einn millj­arður króna.

Þegar kaup­verðið á hlutnum í Borgum er mátað við mæli­kvarða sem fjár­festar styðj­ast oft við þegar þeir meta fjár­fest­inga­kosti virð­ist það vera lágt, bæði í sam­an­burði við virði erlendra greiðslu­korta­fyr­ir­tækja, virði ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja og félaga sem skráð eru á markað á Íslandi.

Hlut­hafar Borg­unar greiddu sér svo út 800 millj­ónir króna í arð í febr­úar vegna rekst­urs fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2014. Nýju hlut­haf­arnir höfðu þá átt í Borgun í rúma þrjá mán­uði. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem Borgun greiddi arð.

Sig­ur­björn með aftur



At­hygli vekur að Sig­ur­björn Þor­kels­son, sem var í Haga­mels­hópnum sem hagn­að­ist svo gríð­ar­lega vel á við­skiptum sínum með bréf í Hög­um, er lika í hópnum sem keypti hlut í Sím­anum í lok síð­ustu viku. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hvernig hlut­irnir skipt­ast á milli þeirra aðila sem eru í hópnum að öðru leyti en að Orri Hauks­son keypti 0,4 pró­sent hlut fyrir um 106 millj­ónir króna. Hann keypti mest allra stjórn­enda.

Aðrir í hópn­um, sem eru bæði inn­lendir og erlendir aðil­ar, keyptu því uppi­stöð­una af því sem Arion banki seldi. Það eru fimm erlendir fjár­festar (Bertrand Kan, Joe Ravitch, Adam Samu­els­son, Troels Askerud og Kaj Juul-Peder­sen) og þrír Íslend­ing­ar. Auk Sig­ur­björns eru það þeir Stefán Áka­son, sem var for­stöðu­maður skulda­bréfa­miðl­unar Kaup­þings ( sem síðar varð Arion banki) fyrir hrun, og Ómar Svav­ars­son, fyrrum for­stjóri Fjar­skipta, Voda­fone á Íslandi, og núver­andi fram­kvæmda­stjóri sölu- og ráð­gjafasviðs Sjó­vá.

Kjarn­inn spurði Arion banka hvort það kæmi til greina að selja þessum hópi stærri hlut áður en að útboð­inu í haust kæmi. Í svari bank­ans segir að ekk­ert slíkt liggi fyr­ir. „En bank­inn skoðar alla ákjós­an­lega mögu­leika sem honum bjóð­ast við ráð­stöfun eigna sinna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None