Ár af gámatruflunum

Truflanir í gámaflutningum á milli landa hafa valdið miklum usla um allan heim á síðustu tólf mánuðum, allt frá því að risaskipið Ever Given festist í Súesskurðinum. Nú eru blikur á lofti um frekari truflanir vegna smitbylgju og sóttvarna í Kína.

Ever Given
Auglýsing

Rúmt ár er liðið síðan eitt stærsta gáma­flutn­inga­skip heims, Ever Given, komst í heims­frétt­irnar eftir að hafa strandað í Súes­skurð­inum og setið þar fast í sex sól­ar­hringa.

Skips­strandið var fyrsta stóra fréttin af flösku­hálsum í alþjóð­legum vöru­við­skiptum í kjöl­far far­ald­urs­ins, en þeir hafa haft afdrifa­rík áhrif á heims­hag­kerfið síðan þá. Vegna þeirra hefur flutn­inga­kostn­aður á milli landa marg­faldast, sem er ein af ástæðum þess að verð­bólga hefur auk­ist hratt um allan heim.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr áhrifum þess­ara flösku­hálsa eftir að þau náðu hápunkti í fyrra­haust, gætir þeirra enn í gáma­flutn­ing­um. Ekki er búist við að þessir hnökrar í vöru­flutn­ingum hætti í náinni fram­tíð, en útgöngu­bann í kín­verskum hafn­ar­borgum á síð­ustu vikum hafa haldið uppi flutn­ings­kostn­aði vegna seink­unar á afgreiðslu í mik­il­vægum gáma­höfn­um.

Auglýsing

Seink­anir leiða af sér aðrar seink­anir

Kjarn­inn greindi frá strandi Ever Given um pásk­ana í fyrra. Skip­ið, sem hafði um 20 þús­und gáma um borð þegar það strand­aði, lok­aði á alla umferð um Súes­skurð­inn í Egypta­landi á seinni hluta mars­mán­aðar 2021 og olli því að um 400 gáma­skip komust ekki leiðar sinn­ar.

Stuttu eftir að skip­inu var komið úr skurð­inum og umferð um hann sneri aftur í eðli­legt horf var­aði for­stjóri danska skipa­fyr­ir­tæk­is­ins Mærsk, Lars Mik­ael Jen­sen, við þvi að áhrif þess á vöru­flutn­inga yrðu skamm­líf.

Sam­kvæmt Jen­sen tæki mán­uði að vinda ofan af þeim trufl­unum sem skips­strandið hafði á alþjóð­legt flutn­inga­kerfi, þar sem seink­anir skipa munu leiða af sér aðrar seink­anir og umferð­ar­taf­ir. „Við munum sjá afleidd áhrif af þessu fram í seinni hluta maí­mán­að­ar,“ sagði hann í við­tali við Fin­ancial Times.

Jen­sen bætti einnig við að þessi áhrif myndu smita út frá sér og að leiða til hökts í vöru­fram­boði, þar sem evr­ópskir vöru­fram­leið­endur þyrftu að bíða lengur eftir aðföngum vegna seink­unar gáma­skip­anna.

Meiri eft­ir­spurn og færri starfs­menn

Skips­strandið mark­aði upp­haf auk­innar fram­boðs­spennu í vöru­flutn­ing­um, en líkt og sést á mynd hér að neðan hækk­aði gáma­flutn­inga­verð hratt á seinni hluta árs­ins. Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey greindi frá stöð­unni í skýrslu í fyrra, en sam­kvæmt var spennan að mestu leyti til­komin vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir vörum og þjón­ustu í kjöl­far þess að áhrif far­ald­urs­ins fóru að fjara út.

Það hefur þó reynst höfnum og flutn­inga­fyr­ir­tækjum erfitt að manna nægi­lega margar stöður til að geta tekið á móti þess­ari eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu hnökra­laust. Ann­ars vegar var hefur það verið vegna útbreiðslu smita af kór­ónu­veirunni, en sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda hafa leitt til tak­mörk­unar á starf­semi ýmissa hafna í Asíu nokkrum sinnum á síð­ustu mán­uð­um.

Einnig vildu færri vinna í vöru­flutn­ingum á sömu kjörum á áður, þar sem álagið á starfs­fólkið í grein­inni jókst sam­hliða auk­inni eft­ir­spurn og fram­boðs­hökti. Sam­kvæmt vef­miðl­inum Vox var mik­ill skortur á starfs­fólki í vöru­bíla­flutn­ingum í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu vegna þessa. Því hækk­aði kostn­að­ur­inn við gáma­flutn­inga á milli landa enn frek­ar.

Myndin hér að neðan sýnir Baltic Dry vísi­töl­una, sem er alþjóð­legur stað­all á flutn­inga­kostnað gáma­skipa. Eins og sést lækk­aði flutn­inga­kostn­að­ur­inn tölu­vert á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins árið 2020, en fór svo aftur í sögu­legt með­al­tal þegar líða tók á árið.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Trading Economics.

Um mitt síð­asta ár stórjókst hins vegar flutn­ings­kostn­að­ur­inn. Hann náði hámarki í sept­em­ber í fyrra, en þá var hann orð­inn fjór­faldur því sem hann var á tíma­bil­inu 2017-2019. Á þessum tíma áttu gáma­skip erfitt með að koma varn­ingnum sínum á áfanga­stað á réttum tíma, en líkt og BBC greindi frá byrj­uðu langar biðraðir af skipum að mynd­ast fyrir utan helstu gáma­hafnir heims.

Vegna þess­ara vand­ræða fór að bera á skorti á ýmsum vörum sem eru fluttar á milli landa. Til að mynda átti hús­gagna­fram­leið­and­inn IKEA erfitt með að koma vör­unum sínum á réttan stað á réttum tíma, hér­lendis sem ann­ars stað­ar. Vöru­skort­ur­inn leiddi einnig til verð­hækk­ana á inn­fluttum vörum, en slíkar verð­hækk­anir hafa verið meg­in­drif­kraft­ur­inn í auk­inni verð­bólgu á ýmsum Vest­ur­löndum síð­ustu mán­uð­ina.

Smit­bylgja í Kína veldur áhyggjum

Á síð­ustu vikum hafa svo áhyggjur vaknað af nýjum vand­ræðum í alþjóð­legum gáma­flutn­ing­um. Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um í síð­asta mán­uði kom kín­verska rík­is­stjórnin á útgöngu­banni í hafn­ar­borg­inni Shenzhen vegna fjölg­unar kór­ónu­veirusmita þar, en borgin hefur að geyma fjórðu stærstu gáma­höfn heims.

Stuttu seinna var útgöngu­banni einnig komið á í Shang­hai eftir að smitum byrj­aði að fjölga þar einnig. Útgöngu­bannið í báðum borg­unum hefur leitt til skorts á hafn­ar­verka­mönnum og því tekur nú lengri tíma að afgreiða gáma­skipin sem fara um hafn­irn­ar. Sömu­leiðis hafa sótt­varn­ar­að­gerð­irnar valdið töfum á afgreiðslu vöru­bíl­stjóra í land­inu, svo lengri tíma tekur að fylla skip­in. Sam­kvæmt frétt Bloomberg biðu alls 477 gáma­skip afgreiðslu fyrir utan kín­verskar hafnir í vik­unni og hefur þeim fjölgað tölu­vert frá því í síð­asta mán­uði.

Hins vegar gæti verið að það dragi úr þessum trufl­unum á næst­unni, en yfir­völd í Shang­hai hafa lýst því yfir að útgöngu­bann­inu í borg­inni verði að hluta til aflétt á mánu­dag­inn. Hins vegar gæti það tekið nokkurn tíma að vinda ofan af þeim, en líkt og kemur fram í frétt Quartz um málið gæti gáma­skortur gert vart við sig um leið og fram­leiðsla og sam­göngur kom­ast í eðli­legt horf í Kína.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar