Mynd: Bára Huld Beck

Borgin með 78 prósent félagslegra íbúða – en bara 56 prósent íbúa

Félagslegar íbúðir í eigu eða umsjá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru alls 3.798 talsins. Reykjavík slítur sig frá öðrum sveitarfélögum hvað varðar framboð á félagslegu húsnæði. Á hinum endanum er Garðabær svo í sérflokki.

Hlut­deild Reykja­vík­ur­borgar í fram­boði félags­legs hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur vaxið frá árs­lokum 2017, er um 76 pró­sent af félags­legum leigu­í­búðum voru í eigu eða umsjá borg­ar­inn­ar. Hlut­fallið nú fer yfir 78 pró­sent, sam­kvæmt svörum sveit­ar­fé­laga við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans.

Alls eru félags­legar íbúðir í eigu eða umsjá sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 3.798 tals­ins, en þetta geta verið félags­­­legar leig­u­í­­búð­ir, leig­u­í­­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­­ar­­fé­laga, leig­u­í­­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­­ar­­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­­aðar eru til nýt­ingar í félags­­­legum til­­­gangi.

Gögnin ekki lengur tekin saman á einum stað

Fram til árs­loka 2017 voru upp­lýs­ingar um fram­boð félags­legs hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu teknar saman af apparati sem sjaldan heyr­ist um, Vara­sjóði hús­næð­is­mála. Fjallað var um síð­ustu könnun sjóðs­ins í frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum árið 2018 en síðan þá hefur þetta ekki verið tekið saman með reglu­bundnum hætti.

Kjarn­inn leit­aði fanga bæði hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, sem fjallar reglu­lega um stöðu hús­næð­is­mála og sömu­leiðis Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en fékk þau svör að þar væri þessum upp­lýs­ingum ekki safnað reglu­bundið sam­an.

Þess í stað var leit­aði Kjarn­inn svara hjá sveit­ar­fé­lög­unum sex, Reykja­vík, Kópa­vogi, Garða­bæ, Mos­fells­bæ, Hafn­ar­firði og Sel­tjarn­ar­nesi og hafa þau verið að ber­ast und­an­farna daga.

Svörin sem bár­ust eru ekki öll full­kom­lega sam­bæri­leg, sum sveit­ar­fé­lög til­tóku til dæmis íbúðir sem væru í áfram­leigu en ekki í eigu sveit­ar­fé­lags­ins, til dæm­is, en fyr­ir­varar eru settir fram þar sem það á við í þess­ari umfjöll­un.

Virð­ist fækka í Kópa­vogi

Félags­legum leigu­í­búðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað í öllum sveit­ar­fé­lög­unum frá því við árs­lok 2017, nema í Kópa­vogi. Þar var fjöldi félags­legra íbúða sagður 451 í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en í síð­ustu könnun Vara­sjóðs hús­næð­is­mála voru íbúð­irnar taldar 470 tals­ins. Þarna er þó ef til vill ekki öll sagan sögð, þar sem svar­inu frá Kópa­vogi fylgdu ekki upp­lýs­ingar um fjölda íbúða fyrir fatl­aða eða aldr­aða í eigu bæj­ar­ins.

Í Kópa­vogi bjuggu 38.779 manns þann 1. ágúst, sem þýðir að 11,6 félags­legar íbúðir eru á hverja 1.000 íbúa bæj­ar­ins. Í þessum sam­an­burði er Kópa­vogur í öðru sæti á eftir Reykja­vík er kemur að félags­legum íbúðum sem eru í eigu eða umsjá sveit­ar­fé­lag­anna.

Nær nákvæm­lega tífalt fleiri félags­legar íbúðir eru á hverja þús­und íbúa í Kópa­vogi en Garða­bæ, þar sem félags­legar íbúðir eru 1,6 á hverja 1.000 íbúa – alls 30 tals­ins. Það er reyndar að frá­töldum íbúðum eða búsetu­úr­ræðum fyrir fatl­aða í eigu bæj­ar­ins þar sem sam­tals 19 manns búa. Að þeim íbúð­ar­ein­ingum með­töldum má segja að 2,6 félags­legar íbúðir séu á hverja þusund íbúa í Garðabæ – en þar bjuggu 18.194 manns í ágúst.

Í Reykja­vík eru íbúð­irnar alls 2.971 tals­ins. Almennar íbúðir eru 2.112, 431 eru svo útbúnar fyrir fatl­aða, 385 eru fyrir aldr­aða og 43 íbúð­ar­ein­ingar eru fyrir heim­il­is­laust fólk. Að öllu með­töldu er 22 félags­leg íbúð á hverja 1.000 íbúa Reykja­víkur – en þeir voru 134.162 tals­ins þann í upp­hafi ágúst. Heild­ar­fjöldi félags­legra íbúða í Reykja­vík við árs­lok 2017 var sagður 2.513 og hefur þeim því fjölgað um rúm­lega 450 síðan þá.

Félagslegar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu 2021
Infogram

Hafn­ar­fjörður kemur í kjöl­far Kópa­vogs með þriðja hæsta hlut­fall félags­legra íbúða á hvern íbúa. Í bænum eru 278 félags­legar íbúð­ir, þar af 269 sem eru í eigu bæj­ar­ins, en níu íbúðir eru leigð­ar. Í árs­lok 2017 voru íbúð­irnar 255 tals­ins í Hafn­ar­firði. Íbú­arnir voru 29.598 tals­ins í ágúst og því 9,4 félags­legar íbúðir á hverja 1.000 Hafn­firð­inga.

Garða­bær, Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fells­bær í sér­flokki

Garða­bær rekur lest­ina hvað hlut­fall félags­legra íbúða varð­ar, eins og áður var rak­ið, en bæði Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fellsbæ standa Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafn­ar­firði þó all­nokkuð að baki.

Á Sel­tjarn­ar­nesi eru 18 félags­legar íbúð­ir, sam­kvæmt svari bæj­ar­ins til Kjarn­ans. Þær voru 16 tals­ins undir lok árs 2017. Íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi voru 4.726 tals­ins í ágúst, sem þýðir að íbúð­irnar voru 3,8 á hverja 1.000 íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi.

Í Mos­fellsbæ eru félags­legar íbúðir svo 50 tals­ins, þar af 31 í eigu bæj­ar­ins en 19 sem eru leigð­ar. Þær voru 31 tals­ins undir lok árs 2017. Íbúar þar voru 12.914 í ágúst sem þýðir að félags­legar íbúðir á hverja 1.000 Mos­fell­inga eru 3,9 tals­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar