Aðsend

„Ég man allt saman. Þó að ég hafi verið veikur“

Tveimur tímum fyrir brunann á Bræðraborgarstíg kom Marek Moszczynski „trítilóður“ og „ör“ til vinnuveitanda síns sem hafði aldrei áður séð hann í því ástandi. Hann hafi einmitt ávallt verið vinnusamur og áreiðanlegur rólyndismaður, segir hjartalæknirinn Gísli Jónsson sem var meðal þeirra fjölmörgu vitna sem komu fyrir fjölskipaðan héraðsdóm á fyrsta degi réttarhalda stærsta manndrápsmáls sögunnar.

Algjör heið­ríkja. Götu­sóparar suða eins og ryksugur yfir götum mið­borg­ar­inn­ar. Vor­hreinsun er haf­in. Það eru enn fáir á ferli. Nokkrir morg­un­hanar fara geispandi um á hlaupa­hjól­um, reið­hjólum eða fót­gang­andi. Bílar bíða í röðum við umferð­ar­ljósin á gatna­mótum Lækj­ar­götu og Banka­stræt­is. Rautt. Gult. Grænt. Bruna af stað. Hægja á sér á næstu ljós­um.

Þetta end­ur­tekur sig í sífellu. Eins­konar vél­rænn taktur borg­ar­innar sem lætur ekk­ert trufla sig.

Um leið og klukkan slær 8.30 eru dyr Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, dóms­húss­ins við Lækj­ar­torg með sínum marm­ara­lögðu göngum og fiski­beins­munstraða par­k­eti, opn­að­ar. Hópur frétta­manna er mættur nokkrum mín­útum síð­ar. Bíður fyrir utan dóm­sal 101, þess stærsta sem er að finna í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Starfs­maður dóms­ins minnir á fjar­lægð­ar­reglur og fjölda­tak­mark­an­ir. Það mega aðeins sextán vera inni í saln­um. Úti dansa geislar sólar og reyna að stinga sér inn í gegnum riml­ana á glugg­un­um. Það er blíður vor­dagur í upp­sigl­ingu.

Auglýsing

Sam­tím­is, í sal 101, eru að hefj­ast rétt­ar­höld í stærsta mann­dráps­máli sög­unn­ar. Rétt­ar­höld yfir Marek Moszczynski sem ákærður er fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps. Hann er mað­ur­inn sem er grun­aður um að hafa kveikt eld í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg 1 í lok júní í fyrra sem leiddi til þess að fólk á ris­hæð húss­ins varð inn­lyksa í eld­haf­inu og þrjár ungar mann­eskj­ur, sem voru pólskar líkt og Mar­ek, lét­ust. Þrír geð­læknar hafa lagt mat á geð­heilsu Mar­eks og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann hafi verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Það er hins vegar dóm­ar­anna að kveða end­an­lega upp úr með það, verði Marek fund­inn sek­ur.

Það er snúið að halda rétt­ar­höld í far­aldri kór­ónu­veirunnar þar sem tugir vitna þurfa að mæta fyrir fjöl­skip­aðan dóm­inn. Að ógleymdum öllum túlk­un­um.

Að Bræðra­borg­ar­stíg 1, í stóra hús­inu á horn­inu við Vest­ur­götu, bjó fjöldi manna er eld­ur­inn kvikn­aði. Flestir leigðu þar lítil her­bergi, sumir tveir eða tvö sam­an. Og flestir voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Úr þessum hópi eru vitni dags­ins og því þarf að túlka vitn­is­burði af pólsku, rúm­ensku og darí, móð­ur­máli tveggja ungra manna frá Afganist­an. Málin flækj­ast svo enn frekar því ekki fannst túlkur sem gat túlkað af darí yfir á íslensku. Það sem ungu menn­irnir segja á darí er því túlkað yfir á ensku og þaðan yfir á íslensku. Allt er svo túlkað á pólsku fyrir sak­born­ing­inn.

Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari sækir málið fyrir ákæru­vald­ið. Hún er með þeim fyrstu sem koma inn í dóm­sal­inn eftir að dyrum hans er lokið upp, klædd bláum kjól og með brúnt hár­band í hrokknu hár­inu. Einnig er mættur Guð­brandur Jóhann­es­son, rétt­ar­gæslu­maður íbú­anna sem voru heima er eld­ur­inn kvikn­aði. Hann er með dökkt hárið greitt aftur og flettir í gegnum blaða­bunka fyrir framan sig er hann hef­ur, líkt og Kol­brún, sveipað sig skikkj­unni sem verj­endur og sækj­endur klæð­ast við rétt­ar­höld.

Stefán Karl Krist­jáns­son, verj­andi Mar­eks, er einnig mætt­ur. Hann seg­ist þurfa að tala við Marek áður en hann kemur inn í dóm­sal­inn. Kol­brún og pólski túlk­ur­inn Sandra Pol­anska ræða sín á milli um eitt vitn­ið, þann íbúa húss­ins sem slas­að­ist hvað mest í elds­voð­an­um. Hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans. Hann er í sótt­kví vegna smits í fjöl­skyld­unni og á ekki að fara í sýna­töku fyrr en í dag eða á morg­un. Það mun þó ekki setja stórt strik í reikn­ing­inn, nægur tími er til stefnu því rétt­ar­höldin munu standa til föstu­dags, þó með hléi á fimmtu­dag.

Aðsend

Lög­reglu­maður kemur inn í dóm­sal­inn og til­kynnir að Marek sé kom­inn í dóms­hús­ið. Skömmu síðar gengur hann inn, grann­vax­inn, grá­hærður með dökkar auga­brún­ir. Hann er klæddur dökkum jakka­fötum og rúllu­kraga­bol. Hann er ekki með hand­járn en í salnum sest lög­reglu­maður með brúnt belti, fjötra, í hönd­un­um.

Ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn sjón­varps­stöðv­anna hóp­ast að borð­inu sem Marek fær sér sæti við ásamt túlkn­um. Hann er með grímu fyrir and­lit­inu, eins og flestir aðrir í dóm­saln­um, og tekur hana ekki niður fyrr en ljós­mynd­ar­arnir eru farnir úr saln­um.

Dóm­ar­arnir koma inn og ganga til sæta sinna. Bar­bara Björns­dóttir er for­maður þessa fjöl­skip­aða dóms en í honum situr einnig geð­lækn­ir.

Kol­brún stendur upp frá borði sínu og leggur fram lög­reglu­skýrslur tveggja ein­stak­linga sem Stefán Karl verj­andi Mar­eks hafði beðið um í fyr­ir­töku máls­ins í mars.

„Það eru að fæð­ast hug­myndir á nótt­unn­i,” segir Stefán Karl svo. „Mig langar að fá afrit af útkalls­beiðnum á lög­reglu­stöð, segjum tveimur vikum á undan [brun­an­um]. Hvort að það teng­ist ein­hverjum sér­stökum aðil­u­m.”

Það átti svo eftir að koma í ljós við hvaða aðila hann átti við þegar í upp­hafi skýrslu­taka dags­ins. Þá hina sömu og fjallað er um í lög­reglu­skýrsl­unum tveim­ur. Íslenskt par, karl og konu, sem bjó á jarð­hæð húss­ins er eld­ur­inn kom upp og var hand­tekið á vett­vangi fyrir að hlýða ekki fyr­ir­mælum lög­reglu.

Golli

Stefán Karl á ítrekað eftir að spyrja hvert vitnið á fætur öðru út parið og fátt ann­að. Hvort að það hafi mögu­lega komið inn á aðrar hæðir húss­ins, hvort að því hafi fylgt ólæti, lög­reglu­heim­sóknir og fleira í þeim dúr. Hann gerir þó ekki grein fyrir því þennan fyrsta dag rétt­ar­hald­anna hvernig og með hvaða hætti hann telur parið hafa komið að því sem gerð­ist hinn örlaga­ríka júní­dag.

Áherslur Kol­brúnar eru allt aðr­ar. Hún biður vitni að lýsa því hvar það var er eld­ur­inn kvikn­aði, hvernig það komst út og hvaða afleið­ingar atburð­ur­inn hefur haft á líf þeirra og heilsu. Hún spyr einnig nokkra út í kynni sín af Marek og hvort að hegðun hans hafi breyst stuttu áður en elds­voð­inn varð.

„Við byrjum með skýrslu af ákærða,“ segir Bar­bara dóms­for­mað­ur. Marek rís þegar í stað á fætur en þá segir Stefán Karl: „Ma­rek ætlar ekki að gefa skýrslu en ætlar kannski að segja örfá orð til rétt­ar­ins.“

Marek sest í vitna­stúk­una ásamt túlkn­um.

„Sæll Mar­ek,“ segir Bar­bara og minnir hann á að honum sé ekki skylt að svara spurn­ingum en ef hann geri það þurfi hann að segja rétt og satt frá. „Viltu svara spurn­ing­um?“

Stefán Karl svarar fyrir hann að bragði. „Sem sagt, hann ætlar upp­lýsa það að hann hafi nú þegar gefið skýrslu hjá lög­reglu í hljóð og mynd.“

Bar­bara heldur áfram að beina orðum sínum til Mar­eks. Hún horfir beint framan í hann, talar var­færn­is­lega og kurt­eis­lega líkt og hún á eftir að gera við öll þau vitni sem mæta fyrir dóm­inn. „Þú gafst skýrslu hjá lög­reglu í mál­in­u?“ spyr hún. „Þú manst eftir því? Var allt satt og rétt sem þar kom fram?“

Marek talar lágt. „Já, ég stað­festi það,“ segir hann og bætir svo strax við: „Hvað get ég sagt, ég er sak­laus. Þetta var mik­ill harm­leik­ur.“

Bar­bara spyr hann hvort hann muni eitt­hvað frá þessum degi. „Ég man allt sam­an. Þó að ég hafi verið veik­ur.“

Bar­bara: „Viltu segja okkur frá þessu?“

Mar­ek: „Nei, ég stað­festi fyrri fram­burð.“

Bar­bara: „Viltu segja okkur frá aðstæðum þín­um?“

Mar­ek: „Hvernig þá?“

Bar­bara: „Þú seg­ist hafa verið veik­ur, viltu greina nánar frá því?“

Mar­ek: „Það gerð­ist í fyrsta skipti á ævinni eitt­hvað svo­leið­is.“

Bar­bara: „Þennan dag?“

Mar­ek: „Já.“

Bar­bara: „Veistu hvað það var sem gerð­is­t?“

Mar­ek: „Veit það ekki. Mikið stress. Ég var á spít­ala.“

Hann seg­ist svo búinn að segja allt sem hann vilji segja. Hann hafi áður farið yfir þetta hjá lög­reglu. „Ekk­ert sem þú vilt bæta við?“ spyr dóm­ar­inn. Hann hristir haus­inn.

Þegar hann er að standa upp spyr Bar­bara áfram: „Ekk­ert frekar sem þú vilt segja?“ Aftur hristir Marek höf­uðið og gengur til sæt­is.

Auglýsing

Næsta vitni gefur skýrslu í lok­uðu þing­haldi. Það finnst Stef­áni Karli „ákveðin íron­ía“ þar sem ákæru­valdið hafi barist gegn lokun þing­halds­ins er hann óskaði eftir því í haust. „En þegar vitni fer fram á það þá er stokkið til og það gert.“ Hann segir þetta í „hróp­andi mót­sögn“ en taki þó ekki afstöðu til þess. Sú sem ber vitni fyrir luktum dyrum er kona sem bjó í hús­inu og var heima er eld­ur­inn kom upp. Hún er enn í miklu áfalli eftir atburð­ina.

Hvað gekk á áður en eld­ur­inn var kveiktur og hafði svo mikil áhrif á hana kemur í ljós í næsta vitn­is­burði. Það er eig­in­maður hennar sem sest í vitna­stúk­una. Hann var í vinn­unni þennan dag en fékk sím­tal frá eig­in­kon­unni. „Hún sagði mér að nágranni okkar væri að haga sér illa,“ segir hann. „Að hann væri agressíf­ur. Sá sem býr við hlið­ina á okk­ur. Það er Mar­ek.“

Hann heldur áfram. „Hvernig á ég að orða þetta? Þetta voru nokkur sím­töl. Fyrsta sím­talið þá sagði hún að Marek hefði verið að angra hana og kalla hana illum nöfn­um.“ Hún hafði hitt hann á gang­in­um. Í næsta sím­tali heyrð­ust högg og ösk­ur. „Hún sagði mér að Marek hefði viljað ryðj­ast inn í her­berg­ið.“

Fann að eitt­hvað var að brenna

Í þriðja sím­tal­inu var hún orðin hrædd. Búin að loka sig inn í her­bergi þeirra hjóna á annarri hæð Bræðra­borg­ar­stígs­ins. „Hún fann að eitt­hvað var að brenna. Fyrst, þá sagði ég henni að vera lokuð inni í her­bergi og ekki fara út. Útaf nágrann­an­um. Svo hann myndi ekki skaða hana. En svo þegar hún fann að það var eldur þá sagði ég henni að flýja úr her­berg­in­u.“

Hún opn­aði her­berg­is­hurð­ina í smá stund og sagði að það væri „mjög dimmt á gang­in­um,“ lýsir eig­in­mað­ur­inn. „Ég sagði henni að flýja.“ Hann tal­aði næst við hana þegar hún var komin út úr hús­inu.

„ Var þetta skrítna ástand Mar­eks þín upp­lifun af honum áður?“ spyr Kol­brún. „Nei,“ svarar hann, „það voru engin vanda­mál okkar á milli.“

Hann líkt og fleiri lýsti því hins vegar að stundum hefði lög­reglan komið á stað­inn vegna óláta. En þau hefðu verið bundin við jarð­hæð húss­ins.

Stefán Karl heldur áfram að spyrja um ónæðið af neðstu hæð­inni og átök sem þar hafi átt sér stað. „Tengir þú það við sér­staka aðila?“ spyr Stefán Karl. Því svarar mað­ur­inn neit­andi.

„Manstu eftir íslensku pari sem bjó þarna?“ spyr þá Stef­án. Því neitar mað­ur­inn einnig.

Golli

Næsta vitni er pólskt líkt og það fyrra. Það mæðir mikið á túlk­inum Söndru. Vitn­ið, karl­maður um sex­tugt, klæddur buxum með felu­lita­mynstri og í svartri hettu­peysu, svarar spurn­ingu dóm­ar­ans um dag­inn sem eld­ur­inn kom upp. Hann seg­ist hafa verið heima, inni í her­bergi sínu og með heyrn­ar­tól. Allt í einu sá hann reyk koma inn með­fram hurð­inni. „Ég opn­aði hana og þá kom reykur inn í her­berg­ið. Þetta var svartur þykkur reyk­ur. Þannig að ég lok­aði hurð­inni. Og ég fór út um glugg­ann út á þak á við­bygg­ingu. Ég var svona hepp­inn.“

Hann bjó á sömu hæð og Marek en seg­ist ekki hafa þekkt hann að ráði. Þegar Kol­brún spyr hann hvort hann hafi heyrt eitt­hvað, þrátt fyrir heyrn­ar­tól­in, „ein­hver öskur eða læti“ hugsar hann sig um and­ar­tak. „Ekki öskur en eins og radd­ir.“

Eftir að hafa brotið sér leið út á þak við­bygg­ing­ar­innar með aðstoð vinar síns og nágranna beið hann þar um hríð eftir aðstoð. Nágranni hafi komið með stiga og svo björg­un­ar­fólk sem mætt var á stað­inn.

Stefán Karl spyr þetta vitni einnig út í íbúa fyrstu hæðar húss­ins. „Kann­ast þú við að þar hafi verið íslenskt par?“ Mað­ur­inn er ekki viss.

Kol­brún er með fleiri spurn­ing­ar. Hún rifjar upp að í skýrslu hjá lög­reglu fimm dögum eftir brun­ann hafi mað­ur­inn sagst hafa hitt Marek þennan dag. „Þú sagðir að Marek hefði virkað reið­ur, væri kom­inn með nóg af öllu, vildi fara af land­inu, til Kaup­manna­hafn­ar.“ Mað­ur­inn segir að kannski hafi það verið þannig, „ég man það í alvör­unni ekki“ en hafi hann sagt þetta við lög­regl­una svona skömmu eftir elds­voð­ann hafi hann verið að segja sann­leik­ann.

„Í lok­in, hvaða áhrif hafði þetta á þig?“ spyr Kol­brún. „Upp­lifðir þú þig í hætt­u?“

Mað­ur­inn svarar því strax ját­andi. „Hafði þetta áhrif á þitt líf og gerir enn í dag?“ heldur Kol­brún áfram að spyrja. „Ég er búinn að upp­lifa ýmis­legt í líf­inu. Og maður þarf svona að bjarga sér með það. Lífið heldur áfram. Ég er ekki stress­aður eða þung­lynd­ur. Það varð sem að varð.“

Vasile Tibor Andor beið björgunar inni í logandi húsinu í þrettán mínútur.
Bára Huld Beck

Vasile Tibor Andor sem hafði búið á Bræðra­borg­ar­stígnum í sex ár, er næstur í vitna­stúk­una. Morg­un­inn hefur gengið hratt fyrir sig og Tibor er beð­inn að mæta fyrr. Hann hlýðir kall­inu eins og skot og kemur hlaup­andi úr vinn­unni á Kaffi­brennsl­unni á Lauga­vegi. Blæs þó ekki úr nös, klæddur app­el­sínu­gulum striga­skóm og bláum sport­legum jakka.

Hann er frá Rúm­eníu og við hlið hann sest kona sem túlkar af rúm­ensku yfir á íslensku. Sandra heldur áfram að túlka allt sem fram fer fyrir Mar­ek.

Tibor segir frá því þegar hann kom heim úr vinn­unni, sá unga nágranna­konu sína í eld­hús­inu á ris­hæð­inni þar sem þau bæði bjuggu og að þar hafi hún enn verið er hann sneri aftur úr stuttri búð­ar­ferð. Á meðan hann er að hita súpu inni í her­berg­inu sínu heyrir hann öskrað á pólsku. Hann vissi ekki nákvæm­lega hvað væri í gangi en hrópin verða hærri og hærri. Og hærri. „Þá taldi eg til­efni til að fara fram og sjá hvað væri að ger­ast,“ segir Tibor sem hefur áður lýst þess­ari erf­iðu reynslu sinni í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann. „Þegar ég opna hurð­ina fram sá ég ekki annað en reyk.“ Hann sá reyk, eld og nágranna­konu sína að reyna að kom­ast niður stig­ann. „En hún kom svo til baka því það var ekki hægt,“ segir Tibor. „Ég sá hana log­and­i,“ bætir hann við.

Tibor hörf­aði aftur inn í her­bergið og hringdi á neyð­ar­lín­una. Þar beið hann í yfir þrettán mín­útur eftir aðstoð. Hann heyrði nágranna sinn brjóta glugg­ann og reyndi að fá hann ofan af því að stökkva út. „En hann stökk nið­ur.“ Sjálfur braut hann lítið gat á glugg­ann. Beið eftir hjálp. Honum fannst tím­inn vera lengi að líða og „ég hélt að ég væri að deyja“.

Nágranna­kona Tibors var rétt rúm­lega tví­tug. Hún er ein þeirra þriggja sem lést í elds­voð­an­um.

Hann er enn að vinna úr áfall­inu. Vaknar ennþá á nótt­unni, dreymir illa og finnst eins og hann finni reykj­ar­lykt. „Vakna og finnst eins og húsið sé log­andi sem ég bý í. Og mér líður mjög illa enda­laust við að hugsa að ég hefði getað gert eitt­hvað.“

Tibor segir að stundum hafi verið partí­stand og hávaði á 2. hæð­inni. Stefán Karl vill vita hvort að fólk af jarð­hæð­inni hafi komið upp á efri hæð­irn­ar. Þess minn­ist Tibor ekki.

BJörgun Tibors.
Aðsent

Fyrsta vitni eftir hádeg­is­hlé er ungur maður sem bjó á ris­hæð­inni í her­bergi við hlið­ina á Tibor. Það er hann sem stökk. Hann var sof­andi en vakn­aði við ösk­ur. „Ég bara stóð upp af dýn­unni sem ég svaf á og hljóp að hurð­inni og opn­aði fram á gang­inn. Þá var bara svartur reykur á gang­in­um. Ekki hægt að sjá neitt. Ég hélt að það hefði kviknað í við end­ann á gang­in­um. Ég lok­aði hurð­inni. Svo sá ég reyk­inn koma frá gólf­inu inn í her­berg­ið. Ég tók stól og braut glugg­ann. Og ég halla mér fram og ætl­aði að bíða eftir slökkvi­lið­inu. En það var svo mik­ill kraftur á reyknum að ég gat ekki and­að. Þannig að ég ákvað að stökkva.“

Hann missti með­vit­und við fallið og komst ekki aftur til hennar fyrr en á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

„Getur þú sagt okkur frá afleið­ing­un­um?“ spyr Bar­bara dóm­ari. „Ertu þá að tala um heilsu­fars­legar eða fjár­hags­leg­ar?“ spyr ungi mað­ur­inn á móti. Hvort tveggja, segir dóm­ar­inn. „Ég missti eig­in­lega allt sem ég átti í eld­in­um. Heilsu­fars­lega, þá var ég viku á spít­ala og hef smám saman verið að jafna mig.“ Hann beri enn ör eftir skurði sem hann hlaut við að brjóta rúð­una og við fall­ið.

Hann seg­ist ann­ars hafa náð að jafna sig lík­am­lega. Aðra sögu er að segja um and­legu hlið­ina. Spurður um það hikar hann í fyrstu. „Það var ekki þannig áður að ég vakn­aði sveittur á nótt­unni. En það ger­ist nún­a.“

Hann hafi svo lent í atviki nýlega í hús­inu sem hann leigir í núna. Nágranni hans hafi gleymt pönnu á hellu. „Og þá kvikn­aði á bruna­kerf­inu og það var reykur á gang­in­um. Það voru mjög stressandi aðstæður fyrir mig. Ég fékk alveg mik­inn hjart­slátt.“

Öskrin sem Pat­rik vakn­aði við komu frá enda gangs­ins. Hann þekkti rödd­ina. Þetta var önnur nágranna­kona hans. Hún greip til sama örþrifa­ráðs og hann – að stökkva út. En hún lifði það ekki af.

Líkt og fleiri vitni greindi hann frá því að ólæti og hávaði hafi stundum átt sér stað á jarð­hæð húss­ins. Lög­regla hafi verið kölluð út. „Já, þetta voru Íslend­ing­ar, að öskra þarna eitt­hvað á nótt­unn­i,“ sagði hann um eina slíka upp­á­komu.

„Und­ar­leg spurn­ing kannski,“ segir verj­and­inn Stefán Karl þegar komið er að honum að yfir­heyra vitn­ið, „en manstu hvort að þau hafi verið mikið hár, lítið hár, sköll­óttur ...“

Það seg­ist hann ekki muna.

„Þú sást aldrei Marek kveikja neinn eld í hús­in­u?“ spyr Stefán svo. Nei, hann var sof­andi en seg­ist hafa verið „mjög hissa að þetta væri hann. Af því að eftir því sem ég þekkti af honum hefði mig ekki grunað að hann væri með and­leg veik­indi. Ég hef aldrei séð hann ofnota áfengi, veit ekki um önnur efni, en ég hef aldrei séð hann haga sér furðu­lega eða vera agressíf­ur.“

Golli

Enn einn íbúi húss­ins, eldri maður einnig frá Pól­landi, kemur í vitna­stúk­una og er spurður um kynni sín af Mar­ek. „Hann bjó á móti okk­ur. Hann var yfir­leitt hlé­dræg­ur.“ Hann man eftir að hafa hitt hann dag­inn fyrir elds­voð­ann og að þá hafi hann séð breyt­ingu á hon­um. „Hann hag­aði sér furðu­lega,“ segir hann. „Fyrir brun­ann var hann á spít­ala og svo kom hann til baka og var ein­hvern veg­inn, hvað ég á að segja, tauga­spennt­ari.

Stefán Karl spyr þetta vitni líka um lög­reglu­út­köll og hvort hann hafi tekið eftir íslensku pari sem bjó í hús­inu. Spyr hvort hann muni eftir sköll­óttum manni. Einnig spyr hann hvort að hann kann­ist við að raf­magnið í hús­inu hafi verið lélegt og því oft slegið út. Vitnið segir það hafa gerst nokkrum sinn­um.

Annar eldri Pól­verji sem bjó í hús­inu en var þó ekki heima er eld­ur­inn kom upp var á leið­inni heim eftir með­ferð á sjúkra­húsi er hann fékk sím­tal frá annarri ungu pólsku kon­unni sem bjó í ris­inu. „Hún öskr­aði „bjarg­aðu þér“ og svo slitn­aði sam­tal­ið,“ segir hann. „Þær voru tvær,“ segir hann spurður um þessar nágranna­konur sín­ar. „Þær dóu báð­ar.“

Hann hafði ekki kynnst Marek vel þó að þeir hafi búið á sömu hæð Bræðra­borg­ar­stígs 1. „Hann var skrít­inn eftir spít­ala­dvöl­ina,“ sagði hann. „Það var eitt­hvað skrít­ið. Hann var hrædd­ur. Hann var öðru­vísi áður.“

Hann seg­ist eiga erfitt með að útskýra það nán­ar.

„Varðst þú ein­hvern tím­ann var við fólk sem bjó á fyrstu hæð­inn­i?“

Það er Stefán Karl sem spyr. „Sástu ein­hvern tím­ann íslenskt par…“ heldur hann áfram að spyrja. Mað­ur­inn segir margt fólk hafa búið á jarð­hæð­inni. Þar hafi verið mörg her­bergi.

Sím­tal við tví­bura­bróður

Það er hringt í næsta vitni.

Don't leave me this way

I can't sur­vive I can't stay alive

Áður en það svarar óma þessar lag­línur um dóm­sal­inn. Hátt og skýrt.

„Hall­ó?“

Bar­bara: „Er það Ryaz­ard? Við erum að hringja í þig úr dóms­sal. Þess hefur verið óskað að þú gefir skýrslu í saka­máli.“

Hún heldur áfram: „Ryaz­ard, það er bróðir þinn sem er ákærður í máli hérna hjá okk­ur. Af því að þú ert svona tengdur honum þá hefur þú rétt á að skor­ast undan því að gefa skýrslu. Viltu gefa skýrslu eða viltu skor­ast und­an?“

Ryaz­ard velur síð­ari kost­inn.

„Röddin í þeim er meira að segja eins,“ segir túlk­ur­inn Sandra og snýr sér bros­andi að Mar­ek.

„Tví­burar,“ segir hann þá og brosir á móti.

Það er komið að tækni­lega flókn­ustu skýrslu­töku dags­ins. Tveir ungir afganskir menn bjuggu í við­bygg­ingu horn­húss­ins á Bræðra­borg­ar­stíg og Vest­ur­götu. Þeir hafa báðir lagt sig fram við íslensku­nám frá því þeir flúðu hingað til lands árið 2018. En þeirra móð­ur­mál er darí. Og eng­inn túlkur sem getur túlkað það yfir á íslensku fannst. Það þarf því tvo túlka til að koma vitn­is­burði þeirra yfir á íslensku.

„Sum­arið er að kom­a,“ segir lög­reglu­maður sem fylgir öðrum þeirra inn. Hann er á stutt­buxum enda er langt liðið á dag­inn og sól­ar­dag­ur­inn mikli að ná hámarki. „Góðan dag­inn,“ segir ungi mað­ur­inn hátt og skýrt á íslensku.

Þeir vin­irnir sluppu út úr hús­inu sem þá var að fyll­ast af reyk. Annar þeirra hjálp­aði nágrönnum sínum að kom­ast út. „Ég varð fyrir miklu áfalli en ég vissi ekki í raun­inni frá hverju ég hafði slopp­ið,“ sagði annar þeirra.

Stefán Karl vill vita um nágrann­ana á jarð­hæð­inni. Hvort þeir hafi átt í sam­skiptum við þá. Hvort það hafi verið Íslend­ing­ar. Annar þeirra segir að þar hafi búið par frá Íslandi en einnig annað fólk. „Getur þú lýst þessum Íslend­ing­um?“ spyr Stef­án. Mað­ur­inn seg­ist ekki treysta sér til þess en að hann myndi þekkja þá í sjón. Hann bætir því svo við að lög­reglan hafi þurft að færa kon­una úr hús­inu. Hún hafi ekki viljað fara út.

„Þrátt fyrir að kviknað væri í hús­inu þá hafi konan ekki viljað fara úr því?“ heldur Stefán áfram að spyrja. Mað­ur­inn seg­ist ekki vera viss um alla atburða­rás­ina en að hann hafi séð lög­regl­una draga hana út úr íbúð­inni.

„Já, það hefur ýmis­legt komið fram,“ segir Stefán Karl þá.

Aðgerðir á vettvangi.
Aðsent

Síð­asta vitni dags­ins er Gísli Jóns­son hjarta­lækn­ir. Hans vitn­is­burður er tek­inn í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Ákveðnir tækni­legir örð­ug­leikar ein­kenna fyrstu mín­útur þess sam­tals. Hann er á „mu­te“ eins og oft vill ger­ast. Þegar hljóðið er komið á vill dóm­ar­inn sjá meira af and­lit­inu á hon­um. „Við sjáum reyndar bara ennið á þér,“ segir Bar­bara og Gísli lagar það hið snarasta.

Gísli er ekki kom­inn fyrir dóm­inn vegna mennt­unar sinnar eða starfa. Hann er þangað kom­inn vegna þess að hann þekkir Mar­ek. „Hann byrj­aði að vinna fyrir mig ári fyrir brun­ann,“ segir hann. „Í garð­inum hjá mér.“ Þar hafi hann unnið í 4-5 mán­uði og allan tím­ann staðið sig „af­burða vel“.

Hann hafi verið mjög vinnu­samur og dag­far­sprúð­ur. En svo sá hann Marek allt í einu ekki í nokkra daga. Hann spurði vin hans og sam­starfs­fé­laga um hann og fékk þau svör að hann hefði verið með mikla kvið­verki. Gísli greip þegar í stað inn í og pant­aði tíma fyrir hann í maga­speglun og gerði gott betur því hann tal­aði líka við bróð­ur­dóttur hans og túlka­þjón­ustu til að létta honum líf­ið.

En svo hafi bróð­ur­dóttir­in, aðstand­andi Mar­eks, hringt í Gísla og sagt: „This is cancer – að hann væri með krabba­mein í mag­an­um. Þetta er í júní­mán­uði í fyrra. Þá var hann að kasta upp blóði og lá á Land­spít­al­anum í tíu daga.“

Gísli segir Marek hafa haldið að hann væri með krabba­mein en svo hafi ekki reynst vera heldur um alvar­legt maga­sár að ræða. Gísli heim­sótti Marek nokkrum sinnum á melt­inga­deild Land­spít­al­ans þar sem hann lá. Hann segir hann hafa verið fölan en í góðu jafn­vægi.

En svo breytt­ist allt. Gísli hitti hann svo 24. júní, dag­inn fyrir elds­voð­ann og einnig þann 25. Dag­inn sem brun­inn varð. „Þá var hann bara... hann var róleg­heita­maður en hann tal­aði þarna gíf­ur­lega hratt og mik­ið. Var ofboðs­lega hávær. Hann kom til mín og ég tók utan um hann og sagði að hann gæti ekki unnið hjá mér fyrr en hann myndi jafna sig.“

Stuttu síðar heyrði hann hávaða úti í garði og þá er Marek að „hnakk­ríf­ast“ við vinnu­fé­laga sinn. Hann kemur svo á glugg­ann hjá Gísla og var greini­lega í mjög slæmu jafn­vægi. „Hann var bara mjög veik­ur.“

Hann seg­ist hafa farið út til hans og þá hafi hann verið að tala í sím­ann og réttir Gísla sím­ann. „En það var eng­inn í sím­an­um,“ segir Gísli. „Hann var mjög manískur og ég held að hann hafi verið þjak­aður af [áfallastreitu] en ég er ekki geð­lækn­ir.“

Þetta var tveimur tímum fyrir brun­ann. Gísli segir Marek hafa verið alveg „trít­i­lóð­an“. Hann hafi verið „reiður og ofboðs­lega ör“.

Hann komst svo að því að það var Marek sem var hand­tek­inn grun­aður um íkveikj­una. Þá hafi hann heim­sótt hann á geð­deild. „Þá var hann í þokka­legu jafn­vægi og orð­inn gamli góði Marek aft­ur.“

Fyrsta degi rétt­ar­hald­anna yfir Marek Moszczynski er lok­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar