Ekki á móti bólusetningum en tilbúinn að fórna fleiri titlum

„Ég var aldrei á móti bólusetningnum,“ segir Novak Djokovic, fremsti tennisspilari heims, í viðtali þar sem hann gerir upp brottvísunina frá Melbourne í janúar. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í líkama þinn.“

Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Auglýsing

Serbneski tenn­is­spil­ar­inn Novak Djokovic seg­ist aldrei hafa verið á móti bólu­setn­ingum en að hann myndi frekar fórna mögu­legum tennistitlum í fram­tíð­inni heldur en að láta bólu­setja sig gegn COVID-19.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali við Djokovic á BBC, sem er það fyrsta sem hann veitir eftir að land­vist­ar­leyfi hans í Ástr­alíu var aft­ur­kallað og hann þurfti að yfir­gefa landið áður en opna ástr­alska meist­ara­mótið í tennis hófst í jan­ú­ar.

Auglýsing

Bólu­setn­ing gegn COVID-19 var skil­yrði fyrir þátt­töku á mót­inu. Djokovic er óbólu­settur en sótti um und­an­þágu sem yfir­völd í Vikt­or­íu­fylki veittu hon­um, af lækn­is­fræði­legum ástæð­um, en Djokovic greind­ist með COVID-19 í des­em­ber.

Þegar hann kom til lands­ins var honum hins vegar meinuð inn­­­ganga af landamæra­vörð­­um. Scott Morri­­son, for­­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­­íu, var í fyrstu hlynntur ákvörðun yfir­­­valda í Vikt­or­­íu­­fylki um að veita Djokovic und­an­þágu en skipti síðar um skoðun þar sem hann sagði að eng­inn ætti að vera haf­inn yfir gild­andi regl­­ur. Það var svo í höndum Alex Hawke, inn­flytj­enda­ráð­herra Ástr­al­íu, að ógilda land­vist­ar­leyfið á þeim grund­velli að vera Djokovic gæti hvatt til upp­þota meðal almenn­ings og ýtt undir sjón­ar­mið þeirra sem eru á móti bólu­setn­ing­um.

Djokovic kærði ákvörð­un­ina en dóm­stóll stað­festi ákvörðun yfir­valda um að ógilda land­vist­ar­leyf­ið. Djokovic, sem dvaldi á umdeildu flótta­manna­hót­eli á meðan mál hans var til með­ferð­ar, hélt því heim á leið og tók ekki þátt á opna ástr­alska meist­ara­mót­inu í tennis að þessu sinni. Hann sagð­ist virða nið­ur­stöð­una sem væri engu að síður mikil von­brigði.

Til­bú­inn að fórna opna franska og Wimbledon

„Ég var aldrei á móti bólu­setn­ingn­um,“ segir Djokovic í BBC-við­tal­inu þar sem hann gerir upp dag­ana í Mel­bo­urne í síð­asta mán­uði. Hann seg­ist ekki vilja að fólk tengi hann við þá sem eru alfarið á móti bólu­setn­ing­um. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í lík­ama þinn,“ segir Djokovic.

Full­yrð­ing Djokovic stang­ast þó á við það sem hann hefur áður sagt. „Per­sónu­lega er ég á móti bólu­setn­ingum og myndi ekki vilja láta ein­hvern neyða mig í bólu­setn­ingu til að geta ferðast,“ sagði Djokovic í opnu streymi á Face­book í apríl 2020. „En ef það verður gert að skyldu, hvað þá? Ég mun þurfa að taka ákvörð­un. Ég hef mínar skoð­anir á mál­inu og hvort þær skoð­anir muni breyt­ast á ein­hverjum tíma­punkti á eftir að koma í ljós,“ sagði Djokovic jafn­framt.

Fyrir opna ástr­alska mótið var Djokovic sig­ur­sæl­asti tennis­maður á stór­mótum ásamt Roger Federer og Raf­ael Nadal með 20 risatitla. Nadal sigr­aði opna ástr­alska og er því, sem stend­ur, sig­ur­sæl­asti tennis­maður heims. Djokovic, sem er 34 ára, seg­ist vona að bólu­setn­ing­ar­kröfum á stór­mótum verði breytt og von­ast hann til að geta „spilað í mörg ár til við­bót­ar“.

Novak Djokovic og Rafael Nadal í undanúrslitleik á opna franska meistaramótinu í fyrra. Djokovic hafði betur en eftir sigur á opna ástralska mótinu í janúar er Nadal orðinn sigursælasti tennismaður heims með 21 risatitil. Mynd:EPA

Hann seg­ist þó til­bú­inn að fórna titlum og mögu­leik­anum á að verða far­sæl­asti tennis­maður sög­unnar ef til þess kæmi. Aðspurður hvort hann sé til­bú­inn að fórna vænt­an­legum stór­mótum á borð við opna franska meist­ara­mótið og Wimbledon svarar Djokovic ját­andi. „Grund­vall­ar­at­riði þegar kemur að ákvörð­unum sem varða lík­ama minn eru mik­il­væg­ari en nokkur tit­ill eða eitt­hvað ann­að. Ég er að reyna að vera í eins góðum tengslum við lík­ama minn eins og ég get,“ segir Djokovic.

Frelsi ein­stak­lings­ins eða hagur heild­ar­inn­ar?

Óhefð­bundnar aðferðir Djokovic til að ná árangri á ferl­inum hafa vakið athygli. Hann hefur til að mynda beðið bænir í þeim til­­­gangi að hreinsa mengað vatn. Þá hefur hann setið inni í egg­laga belg á stór­­mótum í til að auka blóð­­­streymi lík­­am­ans og auka fram­­leiðslu rauðra blóð­­korna. Hingað til hafa þessi upp­á­tæki mest mefgnis vakið upp kátínu meðal stuðn­­ings­­manna hans og sjálfur segir Djokovic að ákvörðun hans um að afþakka bólu­efni stafi meðal ann­ars af því að hann er ánægður með þær ákvarð­arnir sem hann hefur tekið sem varða eigin lík­ama. Í dag byrjar hann hvern dag á glasi af heitu vatni og tveimur skeiðum af manu­ka-hun­angi.

Að vissu leyti er hægt að full­yrða að hvað Djokovic varðar vegur frelsi ein­stak­lings­ins þyngra en hagur heild­ar­inn­ar. Sem afrek­s­í­þrótta­maður telur hann að lík­ami hans komi aðeins honum við og því sé honum frjálst að taka þær ákvarð­anir sem honum sýn­ist. Bólu­setn­ing gegn COVID-19 er þó ekki úti­lokuð í fram­tíð­inni að hans mati. „Við erum öll að reyna að finna bestu mögu­legu leið­ina til að enda far­ald­ur­inn.“

En sem stendur er það ekki inni í mynd­inni að láta sprauta sig.

Við­tal Amol Rajan við Djokovic verður sýnt í heild sinni á BBC One klukkan 20:30 í kvöld, þriðju­dags­kvöld. Við­brögð við brot­unum sem birt hafa verið í dag láta þó ekki á sér standa.

Íþrótta­sál­fræð­ing­ur­inn Bradley Busch segir eitt­hvað vera við eðli afrek­s­í­þrótta­fólks sem gerir það lík­legra til að aðhyll­ast „óhefð­bundnar lækn­ing­ar“. Hann segir afrek­s­í­þrótta­fólk á sínu sviði ávallt leit­ast eftir „þessu auka einu pró­sent­i“. „Þau eru í góðu formi og heil­brigð og ákvarð­anir sem þau hafa tekið hafa skilað sér á ferl­in­um. Það er því auð­velt fyrir þau að fest­ast í þeirri „búbblu“ sem lætur þau trúa að þau viti betur en lækna­vís­indin segja til um,“ segir Busch, sem veltir fyrir sér hvort þanka­gangur Djokovic verði hluti af „falli fer­ils hans á næstu árum“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar