Getur Ísland orðið leiðandi afl á norðurslóðum?

arctic.139396_1920.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórnin vinnur um þessar mundir að hags­muna­mati Íslands á norð­ur­slóð­um. Þær eru grund­vall­ar­þáttur í utan­rík­is­stefnu Íslands og í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að unnið verði að því að Ísland verði þar leið­andi afl. Slík yfir­lýs­ing hljómar væg­ast sagt mjög óraun­sæ, í besta falli djörf. Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði gengur svo langt að kalla hana barna­lega. Hvernig má það líka vera að Ísland eigi ein­hverja mögu­leika gagn­vart stór­veldum eins og Banda­ríkj­unum og Rúss­landi, þegar kemur að því að vera leið­andi afl, er það ekki tómt mál að tala um?

Eða hvað?



Hafa ber í huga að bæði Banda­ríkja­menn og Rússar hafa sýnt í verki að þeir vilji halda stjórnun á norð­ur­slóðum hjá form­legum stofn­un­um: stuðla að efl­ingu Norð­ur­skauts­ráðs­ins og leysa deilu­mál á vett­vangi Haf­rétt­ar­sátt­mál­ans. Má í því sam­hengi benda á frið­sam­legt norð­ur­slóða­sam­starf á und­an­förnum árar­tug­um, meðal ann­ars á sviði björg­un­ar­mála og umhverf­is­vís­inda. Þetta sam­starf ríkj­anna virð­ist ekki raskast að ráði þrátt fyrir spennu vegna atburða á Krím­skaga og jafn­vel á dögum kalda stríðs­ins gekk sam­starfið vel. Reynslan sýnir að þarna geti legið tals­verð tæki­færi fyrir Íslend­inga til áhrifa og það styðja kenn­ingar í alþjóða­sam­skipt­um.

Ef Ísland á að verða leið­andi ríki á norð­ur­slóðum þá gæti leiðin til þess verið að fram­fylgja vel ígrund­aðri og fag­legri stefnu sem gengi lengra en stefna ann­arra ríkja.

Til að útskýra þetta betur þá má segja að á norð­ur­slóðum hafi valda­stjórn­mál (e. power polit­ics) vikið fyrir náinni sam­vinnu ríkja. Það sé því eft­ir­spurn eftir fag­legri þekk­ingu þegar kemur að til dæm­is­ um­hverf­is­málum og borg­ara­legu öryggi. Ef Ísland á að verða leið­andi ríki á norð­ur­slóðum þá gæti leiðin til þess verið að fram­fylgja vel ígrund­aðri og fag­legri stefnu sem gengi lengra en stefna ann­arra ríkja. Þannig legði Ísland lín­una hvað varðar kröfur um umgengni um nátt­úru og auð­lindir á svæð­inu.

Auglýsing

Íslend­ingar hafa stigið skref í þessa átt en Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra hitti John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, í Was­hington fyrr í vik­unni. Þar voru sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna til umræð­u—­meðal ann­ars mál­efni norð­ur­slóða en Banda­ríkin tóku nýverið við for­sæti í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Utan­rík­is­ráð­herra til­kynnti þar að Ísland bjóði fram krafta sína til að taka þátt í að leiða vinnu ráðs­ins um mál­efni hafs­ins á næstu miss­er­um.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna á fundi með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum. Mynd: EPA Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, ræddi sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna á fundi með John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna á dög­un­um. Mynd: EPA

Fer þetta saman við öfl­uga atvinnu­upp­bygg­ingu og nýt­ingu auð­linda?



En hvað þá með olí­u­na, umskip­un­ar­hafn­irn­ar, skemmti­ferða­skipin og ferða­menn­ina, þarf þá ekki að tak­marka nýt­ingu þess­ara auð­linda, þrengja að þessum þátt­um? – Hvað með atvinnu­tæki­færin á lands­byggð­inni og hag­vöxt­inn? – Þetta eru meðal ann­ars þær póli­tísku spurn­ingar sem vakna þegar teflt er saman kröf­unni um að hjól atvinnu­lífs­ins þurfi að snú­ast og að gæta þurfi að sjálf­bærni og umhverf­is­vernd.

Þetta tvennt getur farið saman og Ísland hefur margt fram að færa vegna breyt­inga á norð­ur­slóð­um. Til að mynda eru mögu­leikar á að starf­rækja mið­stöð þjón­ustu fyrir svæðið og þá sér­stak­lega fyrir Græn­land vegna mik­illar upp­bygg­ingar þar. Ísland er mjög vel tengt hvað varðar flug­sam­göng­ur, getur boðið upp á stöðuga vist­væna orku, vinnu­afl og trausta inn­viði á borð við heil­brigð­is­þjón­ustu. Allt þetta er hægt að efla án þess að ganga í ber­högg við ábyrga og stranga umhverf­is­stefnu.

Ætli Ísland að verða hið umrædda leið­andi afl er hins vegar áríð­andi að vanda til verka.

Ætli Ísland að verða hið umrædda leið­andi afl er hins vegar áríð­andi að vanda til verka. Mögu­lega þyrfti að fórna tíma­bund­inni hag­vaxt­ar­aukn­ingu eða við­skipta­tæki­færum vegna þess að með strang­ari umhverf­is­lög­gjöf verður fjár­fest­ing hugs­an­lega ekki eins fýsi­leg. Það þyrfti jafn­vel að vísa á dyr ríkjum eða fyr­ir­tækjum sem hér bönk­uðu uppá með freist­andi til­boð um verk­smiðjur eða olíu­bor­an­ir.

Þetta kann að vera óhugs­andi í huga margra og auð­vitað þarf ekki að úti­loka auð­linda­nýt­ingu eins og mögu­legar olíu­bor­an­ir. En þarna er mik­il­vægt að vega og meta kost­ina í stóru sam­hengi með lang­tíma­hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi.

Það má gera því skóna að slík stefna sem hér er rædd myndi hafa jákvæðar afleið­ingar til lengri tíma lit­ið, einnig efna­hags­leg­ar. Íslend­ingar myndu ekki ein­ungis öðl­ast meiri trú­verð­ug­leika þegar kemur að form­legu aþjóða­sam­starfi um norð­ur­slóðir – og í umhverf­is­málum þar með – heldur mætti búast við því að ímynd lands­ins sem braut­ryðj­enda á þessum sviðum myndi styrkj­ast. Það gæti síðan haft jákvæð áhrif á útflutn­ings­greinar og ferða­manna­iðn­að.

Norð­ur­skauts­ráðið – mik­il­vægi trú­verð­ug­leika



Ís­lend­ingar ásamt Finnum og Svíum standa utan fimm ríkja-hóps­ins svo­kall­aða, en hann skipa Banda­rík­in, Dan­mörk (Græn­land), Kana­da, Nor­egur og Rúss­land. Ríkin fimm eru skil­greind sem strand­ríki að norð­ur­skauts­svæð­inu og eiga þar beinna hags­muna að gæta hvað varðar nátt­úru­auð­lind­ir.

Um leið og íslensk stjórn­völd hafa mót­mælt þessu fimm-­ríkja sam­starfi harð­lega hafa ýmsir bent á mögu­lega aðild að hópn­um. Norð­ur­slóða­stefna Íslands kveður á um að tryggja skuli stöðu Íslands sem strand­ríkis innan norð­ur­skauts­svæð­is­ins – Ísland eigi með réttu kröfu til bæði land- og haf­svæða norðan heim­skauts­baugs, sem m.a. bygg­ist á þeirri stað­reynd að efna­hags­lög­saga Íslands er innan norð­ur­skauts­svæð­is­ins og nær til Græn­lands­hafs við Norð­ur­-Ís­haf­ið.

Á það ber að líta að Banda­ríkja­menn hafa, þrátt fyrir að vera þar inn­an­borðs, varað harð­lega við því að fimm-­ríkja hóp­ur­inn verði of fyr­ir­ferð­ar­mik­ill í norð­ur­slóða­sam­starf­inu því það gæti einmitt skaðað Norð­ur­skauts­ráð­ið. Þarna er því mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að fara með gát. Því sæk­ist Íslend­ingar eftir að kom­ast í þennan fimm ríkja hóp gæti það grafið undan trú­verð­ug­leika gagn­vart Norð­ur­skauts­ráð­inu og þar með mögu­leikum Íslands til að verða hið leið­andi afl sem stefnt er að.

Mik­il­vægt að skoða lang­tíma­hags­muni



Þegar til lengri tíma er litið gætu hags­munir Íslands því best verið tryggðir með ábyrgri stefnu í umhverf­is­málum og öfl­ugu fram­lagi til norð­ur­slóða­sam­starfs. Mik­il­vægt er að kvika ekki frá því að gæta íslenskra hags­muna, en hafa þá ábyrga umhverf­is­stefnu í for­grunni. Má nefna hval­veiðar Íslend­inga í því sam­hengi. Það er vissu­lega óum­deildur réttur full­valda ríkis að nýta auð­lindir í sinni lög­sögu en mik­il­vægt er að meta kosti og galli í stærra sam­hengi. Banda­ríkja­menn hafa gagn­rýnt Íslend­inga harð­lega fyrir stefn­una í hval­veiði­mál­um, en Obama for­seti hefur gefið út til­mæli til emb­ætt­is­manna um að lág­marka form­leg sam­skipti ríkj­anna vegna hval­veið­anna.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA Barack Obama for­seti Banda­ríkj­anna. Mynd: EPA

Fyrir smá­ríki er trú­verð­ug­leiki senni­lega mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í sam­skiptum við önnur ríki. Þess vegna er nauð­syn­legt að spyrja alltaf þeirrar spurn­ing­ar, hvaða áhrif stefna og gjörðir muni hafa á hann. Það er til lít­ils fyrir Íslend­inga að bjóða Banda­ríkja­mönnum að verða leið­andi í starfi um mál­efni hafs­ins – á sama tíma og þrjóskast er við hval­veiðar vegna þjóð­arstolts, sem skilar tak­mörk­uðum ágóða og snið­gengur um leið þau við­mið sem ríki heims vilja setja um hval­veiðar og nátt­úru­vernd.

Nið­ur­staðan er því sú að Ísland gæti orðið leið­andi afl á norð­ur­slóð­um. En þá er líka mik­il­vægt að haga sér sem slíkt afl og vera leið­andi, ekki far­þegi á frí­miða og und­an­þágum eins og hefur gjarnan verið hjá Íslend­ingum í gegnum tíð­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None