Drónar og skattsvik

Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.

Basil hassan
Basil hassan
Auglýsing

21. sept­em­ber 2017 var þrí­tugur leigu­bíl­stjóri, kall­aður Meh­met, hand­tek­inn á heim­ili sínu í Brøndby vestan við Kaup­manna­höfn, grun­aður um að hafa tekið þátt í und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Lög­reglan hafði um um langt skeið fylgst náið með Meh­met, meðal ann­ars í sam­starfi við tvo unga menn en Meh­met hafði keypt dróna í verslun þeirra á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. 

Hand­taka Meh­met, sem síðan hefur setið í gæslu­varð­haldi var upp­haf þess máls sem nú er komið til kasta dóm­stóla, Dróna­máls­ins svo­nefnda. Sam­tímis hand­töku Meh­met var annar maður úrskurð­aður i gæslu­varð­hald að honum fjar­stöddum (in absenti­a). Sá heitir Abdul Kadir Cesur (stundum kall­aður bíla­þvotta­mað­ur­inn), Tyrki sem bjó um ára­bil í Dan­mörku en er nú sagður búsettur í Tyrk­landi og eft­ir­lýstur af Alþjóða­lög­regl­unni, Inter­pol. Hann er tal­inn hafa afhent liðs­mönnum Íslamska ríks­ins (svo­nefnda) drón­ana sem Meh­met leigu­bíl­stjóri keypti í Kaup­manna­höfn. 

Í sept­em­ber í fyrra, ári eftir hand­töku Meh­met, voru tveir menn hand­teknir og úrskurð­aðir í gæslu­varð­hald, ásamt einum til við­bót­ar, sá var fjar­stadd­ur. Sá sem ekki hafði tek­ist að hand­taka var Basil Hass­an. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem nafn hans komst í bækur lög­regl­unn­ar. Hann hefur lengi verið eft­ir­lýstur á alþjóða­vett­vangi vegna til­raunar til að ráða af dögum danska rit­höf­und­inn Lars Hedegaar­d árið 2013. Sú til­raun mistókst því ekki vildi betur til en svo að þótt færið væri aðeins um einn metri fór kúlan úr byssu Hassan fram­hjá höfði rit­höf­und­ar­ins. Þrátt fyrir mikla leit náð­ist til­ræð­is­mað­ur­inn ekki og lög­reglan taldi sig vitað að hann hefði nær sam­stundis farið frá Dan­mörku. Basil Hassan er tal­inn hafa skipu­lagt dróna­hernað Íslamska rík­is­ins en sprengja sem dróni bar varð tveimur kúrdískum her­mönnum að bana í Írak í októ­ber 2016. Danska leyni­þjón­ust­an, PET, taldi á sínum tíma að drón­inn hafi verið keyptur í áður­nefndri verslun á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. 

Auglýsing

Basil Hassan er 32 ára, danskur rík­is­borg­ari af líbönskum upp­runa, og ólst upp í Dan­mörku. Hann lauk fyrri­hluta verk­fræði­náms og hefur einnig lært flug. 

Hand­tek­inn og sleppt

Eftir að Basil Hassan tókst að flýja frá Dan­mörku, eftir hið mis­heppn­aða til­ræði árið 2013 frétt­ist næst af honum í Tyrk­landi í byrjun apríl árið eft­ir. Þá var hann hand­tek­inn á flug­velli þar í land­i. Þegar Danir ósk­uðu eftir fram­sali hans kom í ljós að hann hafði verið lát­inn laus. Skýr­ingar Tyrkja á þeirri ákvörðun voru loðnar en síðar kom i ljós að um var að ræða fanga­skipti Tyrk­lands og Íslamska rík­is­ins. Að Basil Hassan skyldi lát­inn laus olli mik­illi reiði Dana, síðar kom í ljós að hann hefði að lík­indum farið strax til Sýr­lands. Talið er að hann hafi skipu­lagt og und­ir­búið fjöl­mörg hryðju­verk Íslamska rík­is­ins og tal­inn einn helsti sér­fræð­ingur sam­tak­anna varð­andi dróna­hern­að. 

Margoft hafa borist af því fréttir að Basil Hassan hafi verið felldur en slíkar fréttir hafa aldrei feng­ist stað­fest­ar. 

Auk þeirra Basil Hassan og Abdul Kadir Cesur og leigu­bíl­stjór­ans sem áður var getið eru tveir til við­bótar ákærðir í dróna­mál­inu. Nöfn þeirra hafa ekki verið birt opin­ber­lega en þeir ganga undir nöfn­unum hjóla­kaup­mað­ur­inn og kenn­ar­inn. Þeir eru báðir þrí­tugir að aldri og þekktir meðal múslima í Kaup­manna­höfn. Hjóla­kaup­mað­ur­inn hefur hlotið dóma fyrir skjala­fals og svindl, reyndi meðal ann­ars, fyrir nokkrum árum, að svíkja út bætur í nafni Basil Hass­an. Kenn­ar­inn hefur starfað við nokkra skóla í Kaup­manna­höfn, þar á meðal CBA við­skipta­há­skól­ann. Um tíma vann kenn­ar­inn hjá tölvu­fyr­ir­tæki á Frederiks­berg, en það fyr­ir­tæki telur lög­reglan að hafi staðið að ýmis­konar svindli tengdum pen­inga­yf­ir­færslum frá Sví­þjóð til Dan­merk­ur. Kenn­ar­inn er sagður náinn vinur Basil Hass­an.

Löng og flókin rétt­ar­höld

Eins og nefnt var í upp­hafi þessa pistils hófust rétt­ar­höldin yfir fimm­menn­ing­unum í síð­ustu viku, í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar. Búast má við að rétt­ar­höldin verði löng og flókin en gert er ráð fyrir 19 dögum í rétt­ar­saln­um, fram í jan­úar á næsta ári. ­Máls­skjölin fylla 18 þús­und blað­síður og ræða sak­sókn­ara við upp­haf rétt­ar­hald­anna tók þrjár klukku­stund­ir. Annar og þriðji dagur rétt­ar­hald­anna fóru í yfir­heyrslur yfir kenn­ar­an­um. Lög­reglan hafði lagt hald á minnis­lykil (USB) á heim­ili hans og kenn­ar­inn sagð­ist hafa fengið lyk­il­inn í Tyrk­landi, hann væri kom­inn frá Basil Hassan en Abdul Kadir Cesur hefði afhent sér hann, með kveðju frá Basil. Að sögn sak­sókn­ara er minnis­lyk­ill þessi mjög mik­il­vægt gagn í rétt­ar­höld­un­um.

Og svo er það skatta­svika­málið

Í ræðu sak­sókn­ara við upp­haf rétt­ar­hald­anna kom fram að auk ákærunnar um að taka þátt í hryðju­verkum tengdust, að minnsta kosti sumir hinna ákærðu, og hugs­an­lega fleiri, umfangs­miklu pen­inga­svindli. Það mál teygir anga sína til Sví­þjóðar og er flókin svika­mylla en það verður ekki fyrr en á síð­ari stigum rétt­ar­hald­anna sem fjallað verður um þau mál. Fram hefur komið að upp­hæðir sem um er að ræða hlaupi á að minnsta kosti tveimur millj­örðum danskra króna (37 millj­arðar íslenskir). 

Sænsk yfir­völd ákærðu danska konu, sem vann hjá sænsku fyr­ir­tæki, fyrir að hafa átt þátt í að svíkja á aðra milljón sænskra króna undan skatti en fyr­ir­tækið tengd­ist Íslamska rík­inu. Konan hlaut átta mán­aða fang­els­is­dóm fyrir bók­halds­svindl. Við rétt­ar­höldin yfir henni kom fram að hún hafði mikil tengsl við mann sem átti og var for­stjóri tölvu­fyr­ir­tækis á Frederiks­berg og talið var tengj­ast Íslamska rík­inu. Þessi for­stjóri, sem síðar er talið að hafi fallið í Sýr­landi kall­aði kon­una ætíð ,,Skat“ ,en það orð hefur fleiri en eina merk­ingu á dönsku, hún kall­aði hann hins­vegar ,,Moms“, sem sem er danska orðið yfir virð­is­auka­skatt. 

Við upp­haf rétt­ar­hald­anna sagði sak­sókn­ari þau marka tíma­mót í danskri rétt­ar­sögu. Þetta væri í fyrsta skipti sem danskir rík­is­borg­arar væru ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðju­verkum á erlendri grund.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar