Hvað er Pútín að pæla?

Liðssafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu að undanförnu hefur vakið margar spurningar. Enginn veit svarið þótt margir óttist að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Forseti Rússlands þvertekur fyrir slíkt.

Pútín Rússlandsforseti hefur margoft sagt, síðast í samtali við forseta Ungverjalands fyrir nokkrum dögum, að sá möguleiki að Úkraína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evrópu.
Pútín Rússlandsforseti hefur margoft sagt, síðast í samtali við forseta Ungverjalands fyrir nokkrum dögum, að sá möguleiki að Úkraína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evrópu.
Auglýsing

Ráð­villtir stjórn­mála­menn, diplómat­ar, hern­að­ar­sér­fræð­ingar og margir fleiri klóra sér þessa dag­ana í koll­inum og velta fyrir sér hvað Vla­dimir Pútín for­seta Rúss­lands gangi til. Að minnsta kosti 100 þús­und rúss­neskir her­menn, ásamt tækjum og tól­um, eru nú við landa­mærin að Úkra­ínu. Enn­fremur eru um 30 þús­und rúss­neskir her­menn í Hvíta-Rúss­landi þar sem miklar her­æf­ingar standa nú yfir. Í til­kynn­ingu rúss­neska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að æfing­arnar séu „við­brögð við ögrunum utan­frá“.

Vilja aðild að NATO

Eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna 1991 og upp­lausn Aust­ur­blokk­ar­innar svo­nefndu ríkti óvissu­á­stand. Rússar reyndu hvað þeir gátu til að halda ítökum sínum og áhrifum en sum þeirra landa sem áður höfðu til­heyrt Aust­ur­blokk­inni höll­uðu sér til vest­urs. Rússar fengu lítið að gert, áttu nóg með eigin vanda­mál. Úkra­ína var meðal þeirra fyrrum Sov­ét­ríkja sem lýstu yfir sjálf­stæði eftir upp­lausn­ina árið 1991, en lýsti jafn­framt yfir hlut­leysi í alþjóða­mál­um. Ríkið hef­ur, með hléum þó, aukið tengslin við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Eftir átök í aust­ur­hluta Úkra­ínu árið 2014, þar sem Rússar her­námu hluta svæð­is­ins og inn­lim­uðu Krím­skag­ann sama ár lýsti for­sæt­is­ráð­herra Úkra­ínu yfir að landið myndi sækj­ast eftir aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Pútín Rúss­lands­for­seti hefur margoft sagt, síð­ast í sam­tali við for­seta Ung­verja­lands fyrir nokkrum dög­um, að sá mögu­leiki að Úkra­ína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evr­ópu. Úkra­ína yrði „yf­ir­full af vopn­um“ sagði Pútín.

Auglýsing

Löngu fyr­ir­séð hvar Rússar drægju mörkin

Hern­að­ar­sér­fræð­ingar hafa um ára­bil velt því fyrir sér hvernig Rússar myndu bregð­ast við ef svo færi að Úkra­ína fengi aðild að NATO. Einn þeirra sem fjallað hafa um þessi mál, í ræðu og riti, er Dan­inn Ole Wæver. Hann er pró­fessor í alþjóða stjórn­málum við Hafn­ar­há­skóla og þekktur víða um heim. Árið 2003 lýsti hann þeirri skoðun sinni að Rússar myndu ekki sætta sig við að Úkra­ína yrði aðild­ar­ríki NATO, þar drægju þeir mörk­in. Hann færði ýmis rök fyrir þess­ari skoðun sinni og margir fleiri fræði­menn tóku síðan undir þessa skoðun hans.

Danska dag­blaðið Information birti sl. mið­viku­dag (9.­febr­ú­ar) langt við­tal við Ole Wæver og rifj­aði upp ummæli hans um Úkra­ínu frá árinu 2003. Þar ítrek­aði hann þá skoðun sína að Rússar muni gera allt til að koma í veg fyrir að Úkra­ína teng­ist NATO sterk­ari bönd­um, hvað þá að landið fái aðild að banda­lag­inu.

Rússar eru með eina milljón hermanna við landamæri Úkraínu. Úkraínumenn sjálfir eru með 261 þúsund hermenn og um 400 þúsund manna varalið, mest fyrrverandi hermenn. Mynd: Shuttestsock.

Neyðir Vest­ur­veldin til að taka afstöðu

Ole Wæver segir að margir telji að Pútín vinni eftir fyr­ir­fram gerðri áætlun (masterplan). Þetta sé mis­skiln­ing­ur. Pútin fari fram eins og skák­mað­ur, hann hafi ákveðið fyrsta leik­inn, liðs­safn­að­inn við landa­mær­in. „Nokkrir leikir styrkja stöð­una og geta jafn­framt skapað sókn­ar­færi. Þetta er aðferð Pútíns. Með fjöl­mennu her­liði við landa­mæri Úkra­ínu hefur hann sett Vest­ur­veldin í stöðu, þar sem valið stendur um nokkra slæma kosti. Hann veit ekki endi­lega hvaða mögu­leiki, eða mögu­leikar verða fyrir val­inu. Þess vegna veit Pútín ekki hvernig þetta end­ar. Hann veit aftur á móti að hern­að­ar­að­gerðir af hálfu Vest­ur­veld­anna henta þeim ekki, kannski verði reynt að koma á fundum æðstu ráða­manna (ekki bara tveggja manna fund­um) en slíkir fundir myndu gefa Rúss­landi aukið póli­tískt væg­i“.

Vill að Rúss­land verði við­ur­kennt og virt sem stór­veldi

Í við­tal­inu við Ole Wæver full­yrðir hann að það sem vaki fyrir Pútín sé að Rúss­land verði við­ur­kennt sem stór­veldi. Pútín vill gjarna verða aðal­leik­ari í skipan örygg­is­mála í Evr­ópu. Það yrði hins­vegar meira en að segja það, fyrir Banda­ríkin og NATO að við­ur­kenna Rúss­land sem stór­veldi, ekki síst í ljósi for­dæm­ingar Vest­ur­landa á hern­að­ar­að­gerðum Rússa í Georgíu árið 2008 og Úkra­ínu 2014.

Engar opnar dyr

Í skrif­legu svari til stjórn­ar­innar í Moskvu í lið­inni viku sögðu Banda­ríkin og NATO að ekki verði hvikað frá því sem kall­ast „opnar dyr“ varð­andi aðild að NATO. Þar er vísað til áhuga Georgíu og Úkra­ínu fyrir aðild að banda­lag­inu. Ole Wæver seg­ist aldrei hafa tekið þetta með opnu dyrnar alvar­lega. „Það versta sem NATO gæti lent í væri að ráð­ist yrði á aðild­ar­ríki og NATO ætti að komi til varn­ar. Þetta er ástæða þess að Georgía og Úkra­ína eru ekki aðilar að NATO, banda­lagið gæti ekki varið þessi lönd. Það eru engar opnar dyr og aðild er ekki eitt­hvað sem hver sem er getur gert kröfu til.“

Tveir mögu­leikar

Að mati Ole Wæver eru tveir mögu­leikar í mynd­inni. Ann­ar, og sá verri, er ef Rússar færu með her inn í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þá yrði gripið til efna­hags­þving­ana gegn Rúss­um. Þær kæmu sér illa fyrir Rúss­land og Evr­ópu en skiptu Banda­ríkja­menn litlu. Hinn mögu­leik­inn er að ekk­ert ger­ist og spennan sem nú er uppi gufi hægt og rólega upp. Þá geta allir sagst vera sig­ur­veg­ar­ar, Rússar hreykja sér af því að hafa komið í veg fyrir að Úkra­ína gangi í NATO og sömu­leiðis getur NATO gumað sig af því að ekk­ert hafi orðið af inn­rás Rússa.

Hvað getur Pútín gert?

Að mati rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar Center for Stra­tegic & International Stu­dies (CS­IS) hefur Pútín ýmsa mögu­leika í stöð­unni sem nú er uppi:

Í fyrsta lagi: Aðstoð við aðskiln­að­ar­sinna. Ef ein­hvers konar samn­ingar nást milli Vest­ur­landa og Rúss­lands getur Pútín dregið hluta her­liðs síns frá landa­mær­unum en áfram stutt aðskiln­að­ar­sinna sem hafa yfir­ráð yfir hluta Aust­ur-Úkra­ínu og eru hlynntir Rúss­um.

Í öðru lagi: Frið­ar­sveit­ir. Rússar myndu senda ,,frið­ar­sveit­ir“ inn á þau svæði sem hafa lýst yfir sjálf­stæði, Donetsk og Luhansk. Þær yrðu til staðar um óákveð­inn tíma, það er að segja þangað til samn­ingar um form­legt vopna­hlé lægju fyr­ir.

Í þriðja lagi: Rússar myndu her­taka aust­ur­hluta Úkra­ínu allt að ánni Dnepr, það er fara fleiri hund­ruð kíló­metra inn í land­ið. Til­gang­ur­inn með þessu væri annað hvort að inn­lima hluta Úkra­ínu í Rúss­land eða nota svæðið sem lið í samn­ing­um. Þetta yrði meiri­háttar hern­að­ar­að­gerð og gæti kostað mikið mann­fall.

Í fjórða lagi: Rússar legðu undir sig úkra­ínskt land­svæði allt að ánni Dnepr. En legðu sömu­leiðis undir sig þann hluta Suð­ur­-Úkra­ínu sem liggur að Svarta­hafi. Þannig fengju þeir betri aðgang að Krím­skaga. Þetta svæði yrði síðan inn­limað í Rúss­land. Þetta myndi reyn­ast Úkra­ínu mjög erfitt.

Í fimmta lagi: Í stað þess að leggja undir sig Aust­ur-Úkra­ínu, sem gæti kostað harða bar­daga myndi her Rússa sækja suður á bóg­inn og leggja undir sig land­svæði með­fram Svarta­hafi allt að landa­mærum Búlgar­íu. Þá myndu Rússar loka fyrir aðgang Úkra­ínu að hafi.

Í sjötta lagi: Rússar myndu her­setja Úkra­ínu eins og hún leggur sig og sam­eina Rúss­landi. Þeir myndu njóta aðstoðar Hvíta- Rúss­lands. Þetta yrði mjög umfangs­mikil aðgerð og þótt rúss­neski her­inn hafi á nær öllum sviðum yfir­burði yfir her Úkra­ínu myndi þetta reyn­ast mjög erfitt. Og hvernig yrði eft­ir­leik­ur­inn? Úkra­ína er 600 þús­und fer­kíló­metrar (Ís­land er 104 þús­und) og íbú­arnir rúmar 40 millj­ón­ir.

Tím­inn vinnur gegn Rússum

Ef Pútín ætlar sér að ráð­ast inn í Úkra­ínu getur hann ekki beðið mjög lengi. Það er í mörg horn að líta varð­andi 100 þús­und manna her­lið, Úkra­ína fær með degi hverjum aukna aðstoð og svo er það veðrið. Skrið­drekar og far­ar­tæki Rússa eru engin létta­vara og þeim hentar best að fara um frosna jörð. Í byrjun mars byrjar að hlýna á þessum slóðum og þá verður land sem þung far­ar­tæki ferð­ast um eitt for­ar­svað. Allt vinnur þetta gegn Rúss­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar