Hvernig ógna loftslagsbreytingar friði og öryggi í heiminum?

7930149972_95c93b0700_b.jpg
Auglýsing

Halda má fram að lofts­lags­breyt­ingar ógni friði og öryggi í heim­in­um. Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, hefur sagt að ógnir vegna lofts­lags­breyt­inga séu að minnsta kosti jafn­miklar og ógnir vegna stríðs­á­taka. Þarna er vit­an­lega sam­hengi á milli eins og hér verður fjallað um. Breyt­ingar á veð­ur­fari og vist­kerfi með hækk­andi hita­stigi og yfir­borði sjáv­ar, munu leiða af sér ógn af völdum fólks­flótta og átaka vegna auð­linda, sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga.

Ætla mætti að þessar ógnir sem steðja að jarð­ar­búum þjöpp­uðu fólki saman en það er samt ekki svo ein­falt. Skipta má umræð­unni í tvennt. Ann­ars vegar kalli lofts­lags­breyt­ingar á aukið sam­starf ríkja og auki þannig sam­vinnu og gagn­kvæman skiln­ing, hins vegar geti þær haft „geópóli­tísk“ áhrif þegar tek­ist er á um hags­muni sem kunna að raskast í kjöl­far­ið.

Bráðnun íss á norð­ur­skaut­inu hefur verið nefnt sem dæmi um slíkt. Á norð­ur­skaut­inu, þar sem áður var ísbreiða og lítið til að takast á um, er nú útlit fyrir að breyt­ingar verði á með hugs­an­legri opnun sigl­inga­leiða og mögu­leikum á jarð­efna­vinnslu á hafs­botni.

Auglýsing

Einnig hefur verið bent á þá ógn við öryggi sem hlýst af ófyr­ir­séðum afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga, svo sem ef fjöldi fólks þarf að flytj­ast búferlum vegna nátt­úru­ham­fara, vegna auk­innar sam­keppni um auð­lindir sem spill­ast eða verða óað­gengi­legar með yfir­vof­andi skorti. Slík sam­keppni kann að kalla á átök milli fólks og hern­að­ar­um­svif til að verja þessa hags­muni - sem aftur eykur hættu á stríðs­á­tökum sem sann­ar­lega ógnar öryggi fólks.

Þau svæði sem helst munu verða fyrir barð­inu á þess­ari þróun eru Afr­íka og Mið-Aust­ur­lönd. Þó er vara­samst að líta á vanda­málið stað­bundið því flótta­fólk vill kom­ast þangað sem vænta má betra lífs og þá eru mörk á milli heims­álfa engin fyr­ir­staða.

Þurr árfarvegur í Kenya. Þurr árfar­vegur í Kenya.

Nær­tækt er að nefna hörm­ung­arnar í Sýr­landi og flótta­manna­straum­inn það­an, en rekja má hann að hluta til verstu þurrka í manna minnum á árunum 2007–2010. Þá leiddi vatns­skortur til upp­skeru­brests og þess að búpen­ingur féll. Ein og hálf milljón manna flosn­aði upp af jörðum sín­um, flykkt­ist til borg­anna og bætt­ist við þann flótta­manna­vanda sem Íraks­stríðið hafði þegar skap­að.

Við sjáum einnig afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­unum þar sem gríð­ar­legir þurrkar ógna vatns­bú­skap Kali­forn­íu­rík­is. Þarna skiptir meg­in­máli hvort um þróað sam­fé­lag sem hefur burði til að takast á við hætt­una sé að ræða. Inn­viðir séu traustir og ein­stak­lingar hafi mögu­leika á úrræðum til bóta, geti fluttst búferlum, séu tryggðir og svo fram­veg­is. Sé hins vegar um að ræða van­þróað sam­fé­lag, sem ekki hefur nein úrræði gagn­vart slíkum áföllum og íbú­arnir fátækir, er mikil hætta á áhrifin stig­magn­ist yfir í stór­felldan fólks­flótta, átök og jafn­vel stríð.

Hinn óþægi­legi sann­leikur - er hægt að snúa við blað­inu?



Segja má að við stöndum frammi fyrir þeirri þver­sögn að um leið og hættan er yfir­vof­andi og ógnar allri til­vist jarð­ar­búa, virð­ist fólk ekki vera til­búið að bregð­ast við henni - fyrr en það finnur afleið­ing­arnar á eigin skinni.

Til eru þeir sem halda því fram að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu upp­spuni, í besta falli stór­lega ýkt­ar. Þarna er þó mik­il­vægt að hafa í huga að þrátt fyrir að vís­inda­menn séu ekki sam­mála í einu og öllu þá telur yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu stað­reynd.

Ástæða þess hversu lífseig skoðun margra efa­semda­manna er gæti verið hversu mikið pláss raddir þeirra hafa fengið í fjöl­miðl­um, t.d. í Banda­ríkj­un­um. Vís­inda­leg rann­sókn sem gerð var árið 2004 leiddi í ljós að af 934 rit­rýndum greinum um lofts­lags­breyt­ingar studdu 75 pró­sent þeirra þær skoð­anir að þær væru af manna völdum en engin hið gagn­stæða. Á sama tíma fá bæði sjón­ar­mið álíka mikla umfjöllun í fjöl­miðlum sem hlýtur að gefa tals­vert skakka mynd af ástand­inu.

Af þessum sökum er gjarnan gripið til rót­tækra aðgerða þar sem reynt er að höfða til til­finn­inga fólks og birtar ógn­væn­legar myndir af bráðn­andi jöklum og umflotnu fólki í neyð. Það getur hins vegar verið tví­eggja sverð því hugs­an­legt er að of mikil til­finn­inga­semi kalli á þver­öfug við­brögð við það sem til var ætl­ast.

Þannig er að þegar tekst að sýna fram á hversu alvar­legt ástandið er þá er vit­neskjan um það svo óþægi­leg að hugs­an­lega er auð­veld­ara fyrir fólk að vísa henni á bug og grípa á lofti mál­flutn­ing þeirra sem hafna þessum hug­mynd­um.

Lækkandi vatnsborð í uppistöðulóni í Kaliforníu. Lækk­andi vatns­borð í uppi­stöðu­lóni í Kali­forn­íu.

Úrslita­stundin framundan



Nú stendur fyrir dyrum lofts­lags­ráð­stefna í París sem af mörgum er talin mjög mik­il­væg - þar geti ráð­ist hvort mann­kyni tak­ist að sam­ein­ast um aðgerðir til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­unum sem ógna vist­kerfi jarðar og afleið­ingum þeirra, sem þegar eru byrj­aðar að koma í ljós.

Til að ein­falda málið má segja að við færumst sífellt nær þeim mörkum að of seint verði að snúa þró­un­inni við og jafn­vel að lofts­lags­breyt­ing­arnar kom­ist á það stig að keðju­verkun fari í gang sem stig­magni þró­un­ina.

Þeir sem vara við umræddri hættu hafa stundum verið gagn­rýndir fyrir of mikla örygg­i­s­væð­ingu, en með örygg­i­s­væð­ingu er átt við að þær hug­myndir um ógn sem verið er að kynna séu teknar á dag­skrá og nái fót­festu - að hug­takið öryggi verði þar með þynnt út og missi jafn­vel marks fyrir vik­ið.

Þó er ákveðin örygg­i­s­væð­ing hugs­an­lega nauð­syn­leg til að skapa nægan slag­þunga í aðgerðum gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um. Til dæmis er hægt full­yrða að eftir að Al Gore fékk Nóbels­verð­launin fyrir starf sitt í þágu mál­efn­is­ins hafi orðið ákveð­inn við­snún­ingur og lofts­lags­breyt­ingar öðl­ast ákveðna „lög­gild­ingu“ - hafi hætt að vera eitt­hvert bar­áttu­mál sér­vit­urra hippa heldur orðið alvöru­mál sem vert sé að gefa gaum.

Umflotin stræti eftir fellibylinn Sandy árið 2012. Umflotin stræti eftir felli­byl­inn Sandy árið 2012.

Hafa margir sér­fræð­ingar og stjórn­mála­menn bent á að nú sé komið að skulda­dögum og síð­ustu for­vöð fyrir mann­kynið að bregð­ast við. Þó gagn­rýna megi Banda­ríkin fyrir seina­gang í lofts­lags­málum má samt segja að tals­verð hreyf­ing hafi kom­ast á málin þar að und­an­förnu. M.a. hefur Barack Obama Banda­ríkja­for­seti lagt áherslu á að nú verði þjóðir heims að taka höndum saman og að Par­ís­ar­fund­ur­inn ætti að marka þessi þátta­skil.

Það má lengi deila um hver sé söku­dólg­ur­inn en þó ætti öllum að vera ljóst að lofts­lags­breyt­ingar eru stað­reynd sem bregð­ast verður við. Næðu verstu afleið­ingar þeirra fram að ganga er á end­anum öllum íbúum jarðar ógn­að.

Mik­il­vægt er í því sam­hengi að áhrifin eru ekki ein­ungis bundin við veð­ur­far og líf­ríki, heldur geta þau á auga­bragði snúið við þeirri þróun í heim­inum sem verið hefur í átt til friðar og stöð­ug­leika á und­an­förnum ára­tug­um. Þá kann ástandið að verða svo slæmt að sterkir inn­viðir þró­aðra lýð­ræð­is­sam­fé­laga dugi ekki til að bregð­ast við og hver verði sjálfum sér næstur í bar­átt­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None