Hvernig ógna loftslagsbreytingar friði og öryggi í heiminum?

7930149972_95c93b0700_b.jpg
Auglýsing

Halda má fram að lofts­lags­breyt­ingar ógni friði og öryggi í heim­in­um. Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, hefur sagt að ógnir vegna lofts­lags­breyt­inga séu að minnsta kosti jafn­miklar og ógnir vegna stríðs­á­taka. Þarna er vit­an­lega sam­hengi á milli eins og hér verður fjallað um. Breyt­ingar á veð­ur­fari og vist­kerfi með hækk­andi hita­stigi og yfir­borði sjáv­ar, munu leiða af sér ógn af völdum fólks­flótta og átaka vegna auð­linda, sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga.

Ætla mætti að þessar ógnir sem steðja að jarð­ar­búum þjöpp­uðu fólki saman en það er samt ekki svo ein­falt. Skipta má umræð­unni í tvennt. Ann­ars vegar kalli lofts­lags­breyt­ingar á aukið sam­starf ríkja og auki þannig sam­vinnu og gagn­kvæman skiln­ing, hins vegar geti þær haft „geópóli­tísk“ áhrif þegar tek­ist er á um hags­muni sem kunna að raskast í kjöl­far­ið.

Bráðnun íss á norð­ur­skaut­inu hefur verið nefnt sem dæmi um slíkt. Á norð­ur­skaut­inu, þar sem áður var ísbreiða og lítið til að takast á um, er nú útlit fyrir að breyt­ingar verði á með hugs­an­legri opnun sigl­inga­leiða og mögu­leikum á jarð­efna­vinnslu á hafs­botni.

Auglýsing

Einnig hefur verið bent á þá ógn við öryggi sem hlýst af ófyr­ir­séðum afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga, svo sem ef fjöldi fólks þarf að flytj­ast búferlum vegna nátt­úru­ham­fara, vegna auk­innar sam­keppni um auð­lindir sem spill­ast eða verða óað­gengi­legar með yfir­vof­andi skorti. Slík sam­keppni kann að kalla á átök milli fólks og hern­að­ar­um­svif til að verja þessa hags­muni - sem aftur eykur hættu á stríðs­á­tökum sem sann­ar­lega ógnar öryggi fólks.

Þau svæði sem helst munu verða fyrir barð­inu á þess­ari þróun eru Afr­íka og Mið-Aust­ur­lönd. Þó er vara­samst að líta á vanda­málið stað­bundið því flótta­fólk vill kom­ast þangað sem vænta má betra lífs og þá eru mörk á milli heims­álfa engin fyr­ir­staða.

Þurr árfarvegur í Kenya. Þurr árfar­vegur í Kenya.

Nær­tækt er að nefna hörm­ung­arnar í Sýr­landi og flótta­manna­straum­inn það­an, en rekja má hann að hluta til verstu þurrka í manna minnum á árunum 2007–2010. Þá leiddi vatns­skortur til upp­skeru­brests og þess að búpen­ingur féll. Ein og hálf milljón manna flosn­aði upp af jörðum sín­um, flykkt­ist til borg­anna og bætt­ist við þann flótta­manna­vanda sem Íraks­stríðið hafði þegar skap­að.

Við sjáum einnig afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­unum þar sem gríð­ar­legir þurrkar ógna vatns­bú­skap Kali­forn­íu­rík­is. Þarna skiptir meg­in­máli hvort um þróað sam­fé­lag sem hefur burði til að takast á við hætt­una sé að ræða. Inn­viðir séu traustir og ein­stak­lingar hafi mögu­leika á úrræðum til bóta, geti fluttst búferlum, séu tryggðir og svo fram­veg­is. Sé hins vegar um að ræða van­þróað sam­fé­lag, sem ekki hefur nein úrræði gagn­vart slíkum áföllum og íbú­arnir fátækir, er mikil hætta á áhrifin stig­magn­ist yfir í stór­felldan fólks­flótta, átök og jafn­vel stríð.

Hinn óþægi­legi sann­leikur - er hægt að snúa við blað­inu?Segja má að við stöndum frammi fyrir þeirri þver­sögn að um leið og hættan er yfir­vof­andi og ógnar allri til­vist jarð­ar­búa, virð­ist fólk ekki vera til­búið að bregð­ast við henni - fyrr en það finnur afleið­ing­arnar á eigin skinni.

Til eru þeir sem halda því fram að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu upp­spuni, í besta falli stór­lega ýkt­ar. Þarna er þó mik­il­vægt að hafa í huga að þrátt fyrir að vís­inda­menn séu ekki sam­mála í einu og öllu þá telur yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu stað­reynd.

Ástæða þess hversu lífseig skoðun margra efa­semda­manna er gæti verið hversu mikið pláss raddir þeirra hafa fengið í fjöl­miðl­um, t.d. í Banda­ríkj­un­um. Vís­inda­leg rann­sókn sem gerð var árið 2004 leiddi í ljós að af 934 rit­rýndum greinum um lofts­lags­breyt­ingar studdu 75 pró­sent þeirra þær skoð­anir að þær væru af manna völdum en engin hið gagn­stæða. Á sama tíma fá bæði sjón­ar­mið álíka mikla umfjöllun í fjöl­miðlum sem hlýtur að gefa tals­vert skakka mynd af ástand­inu.

Af þessum sökum er gjarnan gripið til rót­tækra aðgerða þar sem reynt er að höfða til til­finn­inga fólks og birtar ógn­væn­legar myndir af bráðn­andi jöklum og umflotnu fólki í neyð. Það getur hins vegar verið tví­eggja sverð því hugs­an­legt er að of mikil til­finn­inga­semi kalli á þver­öfug við­brögð við það sem til var ætl­ast.

Þannig er að þegar tekst að sýna fram á hversu alvar­legt ástandið er þá er vit­neskjan um það svo óþægi­leg að hugs­an­lega er auð­veld­ara fyrir fólk að vísa henni á bug og grípa á lofti mál­flutn­ing þeirra sem hafna þessum hug­mynd­um.

Lækkandi vatnsborð í uppistöðulóni í Kaliforníu. Lækk­andi vatns­borð í uppi­stöðu­lóni í Kali­forn­íu.

Úrslita­stundin framundanNú stendur fyrir dyrum lofts­lags­ráð­stefna í París sem af mörgum er talin mjög mik­il­væg - þar geti ráð­ist hvort mann­kyni tak­ist að sam­ein­ast um aðgerðir til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­unum sem ógna vist­kerfi jarðar og afleið­ingum þeirra, sem þegar eru byrj­aðar að koma í ljós.

Til að ein­falda málið má segja að við færumst sífellt nær þeim mörkum að of seint verði að snúa þró­un­inni við og jafn­vel að lofts­lags­breyt­ing­arnar kom­ist á það stig að keðju­verkun fari í gang sem stig­magni þró­un­ina.

Þeir sem vara við umræddri hættu hafa stundum verið gagn­rýndir fyrir of mikla örygg­i­s­væð­ingu, en með örygg­i­s­væð­ingu er átt við að þær hug­myndir um ógn sem verið er að kynna séu teknar á dag­skrá og nái fót­festu - að hug­takið öryggi verði þar með þynnt út og missi jafn­vel marks fyrir vik­ið.

Þó er ákveðin örygg­i­s­væð­ing hugs­an­lega nauð­syn­leg til að skapa nægan slag­þunga í aðgerðum gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um. Til dæmis er hægt full­yrða að eftir að Al Gore fékk Nóbels­verð­launin fyrir starf sitt í þágu mál­efn­is­ins hafi orðið ákveð­inn við­snún­ingur og lofts­lags­breyt­ingar öðl­ast ákveðna „lög­gild­ingu“ - hafi hætt að vera eitt­hvert bar­áttu­mál sér­vit­urra hippa heldur orðið alvöru­mál sem vert sé að gefa gaum.

Umflotin stræti eftir fellibylinn Sandy árið 2012. Umflotin stræti eftir felli­byl­inn Sandy árið 2012.

Hafa margir sér­fræð­ingar og stjórn­mála­menn bent á að nú sé komið að skulda­dögum og síð­ustu for­vöð fyrir mann­kynið að bregð­ast við. Þó gagn­rýna megi Banda­ríkin fyrir seina­gang í lofts­lags­málum má samt segja að tals­verð hreyf­ing hafi kom­ast á málin þar að und­an­förnu. M.a. hefur Barack Obama Banda­ríkja­for­seti lagt áherslu á að nú verði þjóðir heims að taka höndum saman og að Par­ís­ar­fund­ur­inn ætti að marka þessi þátta­skil.

Það má lengi deila um hver sé söku­dólg­ur­inn en þó ætti öllum að vera ljóst að lofts­lags­breyt­ingar eru stað­reynd sem bregð­ast verður við. Næðu verstu afleið­ingar þeirra fram að ganga er á end­anum öllum íbúum jarðar ógn­að.

Mik­il­vægt er í því sam­hengi að áhrifin eru ekki ein­ungis bundin við veð­ur­far og líf­ríki, heldur geta þau á auga­bragði snúið við þeirri þróun í heim­inum sem verið hefur í átt til friðar og stöð­ug­leika á und­an­förnum ára­tug­um. Þá kann ástandið að verða svo slæmt að sterkir inn­viðir þró­aðra lýð­ræð­is­sam­fé­laga dugi ekki til að bregð­ast við og hver verði sjálfum sér næstur í bar­átt­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None