Kaupþing á 173,9 milljarða í krónum og 663,8 milljarða í erlendum myntum

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Bók­fært virði slita­bús Kaup­þings nam 837,7 millj­örðum króna og jókst um tæp­lega 38 millj­arða á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Hand­bært fé nemur um 408 millj­örðum króna og jókst um sjö millj­arða á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi slita­bús Kaup­þings, fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins, sem birtur var í dag.  Árs­hluta­reikn­ing­ur­inn er end­ur­skoð­aður af Ernst & Young ehf.

Slita­­stjórn Kaup­þings hef­ur sent Seðla­banka Íslands for­m­­lega beiðni um und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höft­um, til þess að geta fram­­fylgt því sam­komu­lagi sem gert var milli hluta kröf­u­hafa og sér­­staks fram­­kvæmda­hóps stjórn­­­valda um los­un fjár­­­magns­hafta. Kröfu­haf­ar Glitnis hafa sam­þykkt að greiða 200 millj­arða í stöð­ug­leika­fram­lag í rík­is­sjóð.

Auglýsing

Um­­sókn­in um und­an­þágu er byggð á til­­lögu kröf­u­hafa, og eru helstu atriði henn­ar, eins og þær birt­ust á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í júní síð­ast­liðn­um, eft­ir­far­andi:

„Kröfu­hafar í slitabú Kaup­þings myndu beita sér fyrir því að slita­búið leggi til stöð­ug­leika­fram­lag til íslenskra stjórn­valda sem myndi fel­ast í:







    • útgáfu og afhend­ingu veð­tryggðs skulda­bréfs í íslenskum krónum að fjár­hæð 84 millj­arða króna að nafn­virði, sem myndi lækka árlega í sam­ræmi við raun­veru­leg útgjöld (að und­an­skildum hvers konar hvata­kerf­um) Kaup­þings árin 2015, 2016 og 2017 í íslenskum krón­um, sem greidd væru inn­lendum íslenskum aðilum (þ.m.t. allar minni­háttar greiðslur í íslenskum krónum til inn­lendra kröfu­hafa í tengslum við nauða­samn­ing­inn) en sam­an­lögð heild­ar­fjár­hæð allra slíkra lækk­ana yrði hámörkuð við 5 millj­arða íslenskra króna,


    • fram­sal eigna, rétt­inda og krafna bús­ins á hendur til­teknum inn­lendum íslenskum gagn­að­ilum (þ.m.t. öðrum íslenskum slita­bú­um) að nafn­verði u.þ.b.  114,8 millj­arða íslenskra króna (hér eftir nefnd „fram­seld rétt­ind­i“) og


    • fram­sal allra fjár­hæða í íslenskum krónum sem Kaup­þing myndi end­ur­heimta að því er varðar ágrein­ings­kröfur á hendur inn­lendum aðilum og allar kröfur á hendur inn­lendum aðilum sem að öðrum kosti telj­ast til þeirra fram­seldu rétt­inda sem nefnd eru að ofan, en ekki var hægt að fram­selja með beinum hætti (þessi fjár­hæð væri til greiðslu að frá­dregnum öllum fjár­hæðum í íslenskum krónum sem Kaup­þing greiddi inn­lendum aðilum í tengslum við kröfur á hendur Kaup­þing­i).






  • Skil­málar veð­tryggða skulda­bréfs­ins myndu verða eft­ir­far­andi:






    • skal greið­ast með tveimur jöfnum afborg­unum ann­ars vegar á þeim degi þegar liðin eru tvö ár og hins vegar á þeim degi þegar liðin eru þrjú ár frá útgáfu þess,


    • 5.5% vextir og


    • það skal tryggt með veði í skulda­bréfum gefnum út í evrum til með­al­langs tíma, svoköll­uðum EMTN-skulda­bréfum sem mögu­lega Arion banki hf. gefur út til Kaup­þings (verð­mæti veðs­ins verður ekki lægra en sem nemur 115% af útistand­andi höf­uð­stól veð­tryggða skulda­bréfs­ins).“








Í árs­hluta­reikn­ingnum nú sést að eignir í íslenskum krónum eru 173,9 millj­arð­ar, en í evrum og öðrum erlendum mynt­um, 663,8 millj­arðar króna. Kröfur á hendur Kaup­þingi nema 2.806,3 millj­örðum króna og lækkuð þær um tæp­lega 20 millj­arða á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Arion.banki..Sm.ra.tib. Um 87 pró­sent eign­ar­hlutur slita­bús Kaup­þings í Arion banka, er stærsti hluti krónu­eigna búss­ins. Eitt af því sem til greina kem­ur, sem hluti af áætlun um losun fjár­magns­haft, er að íslenska ríkið eign­ist að stóru leyti Arion banka og þar með krónu­eignir slita­bús Kaup­þings. Mynd: Ant­on.

 

Hrein virð­is­breyt­ing eigna nam rúmum 44 millj­örðum

Bók­fært virði eigna Kaup­þings í lok júní 2015 nam 837,7 millj­örðum króna og jókst um 37,9 millj­arða eða um 4,7 pró­sent á fyrri helm­ingi árs­ins. Mælt í evrum jókst verð­mæti eigna­safns­ins um 507 millj­ónir eða um 9,8 pró­sent. Hrein virð­is­breyt­ing eigna var jákvæð á tíma­bil­inu og nam 44,4 millj­örðum króna. Til við­bótar bók­færðum eignum voru í lok tíma­bils­ins, 19,7 millj­arðar króna geymdir á vörslu­reikn­ing til að mæta umdeildum seint fram­komnum for­gangs­kröfum sam­an­borið við 19,2 millj­arða í lok árs 2014.

Hand­bært fé Kaup­þings stóð í 408,8 millj­örðum króna við lok tíma­bils­ins og jókst um 7 millj­arða eða um 1,8j pró­sent. Mælt í evr­um, hækk­aði hand­bært fé um 174 millj­ónir eða um 6,7 pró­sent. Af 837,7 millj­arða króna heild­ar­eign­um, eru eignir í erlendum gjald­miðlum metnar á 663,8 millj­arða króna en eignir í íslenskum krónum eru metnar á 173,9 millj­arða.

Rekstr­ar­kostn­aður nemur 0,7% af bók­færðu virði eigna

Rekstr­ar­kostn­aður Kaup­þings á fyrri helm­ing árs­ins nam 2,8 millj­örðum króna sam­an­borið við 2,7 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra. Rúm­lega helm­ingur rekstr­ar­kostn­að­ar­ins, eða um 1,5 millj­arður króna er vegna aðkeyptrar erlendrar sér­fræði­ráð­gjaf­ar. Rekstr­ar­kostn­aður Kaup­þings á árs­grund­velli nam 0,7% af bók­færðu virði eigna og er hlut­fallið óbreytt frá fyrra ári. Til við­bótar rekstr­ar­kostn­aði er gjald­færður virð­is­auka­skattur vegna fyrri tíma­bila sam­kvæmt úrskurði rík­is­skatt­stjóra að fjár­hæð 1,7 millj­arð­ur, að því er segir í til­kynn­ingu frá Kaup­þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None