Lego orðinn stærsti leikfangaframleiðandi í heimi

LEGO-Star-Wars-1.jpg
Auglýsing

Danski leik­fanga­fram­leið­and­inn Lego, sem er mörgum Íslend­ingum að góðu kunnur í gegnum klass­íska lego-kubba sem víða er að finna á heim­il­um, hefur átt góðu gengi að fagna að und­an­förnu, og sýna nýj­ustu rekstr­ar­tölur fyr­ir­tæk­is­ins að það er nú orðið að stærsta leik­fanga­fram­leið­anda í heimi. Mattel, sem meðal ann­ars fram­leiðir vörur undir merkjum Bar­bie og Fis­her-Price, hefur lengi verið stærsta fyr­ir­tæk­ið, en nú hefur Lego tekið fram úr banda­ríska ris­an­um, sé mið tekið af stöðu mála á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Breska fag­tíma­ritið Fin­ancial Times (FT) greinir frá því í dag, að hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins hafi verið 2,1 millj­arður Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 270 millj­örðum króna. Það er 23 pró­sent aukn­ing frá því á sama tíma­bili í fyrra.

https://www.youtu­be.com/watch?v=u­Y4R­bICf0wM

Auglýsing

Mögnuð saga end­ur­fæð­ingarStjórn­ar­for­maður Lego er reynslu­bolt­inn Niels Jac­ob­sen, for­stjóri danska fjár­fest­inga­fé­lags­ins William Dem­ant Hold­ing A/S, og hefur hann verið stjórn­ar­for­maður frá árinu 2008. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og er meðal ann­ars stjórn­ar­for­maður íslenska fyr­ir­tæk­is­ins Öss­ur­ar, sem nú er í meiri­hluta­eigu erlendra fyr­ir­tækja, einkum danskra.

Lego hefur danskar rætur sem rekja má aftur til 1932, eins og Kjarn­inn hefur fjallað um áður, en starf­semin hefur vaxið hratt á alþjóða­mörk­uð­um, ekki síst á síð­ustu árum, og er að mörgu leyti mögnuð saga end­ur­fæð­ingar lego-kubbs­ins, og um leið saga klókinda og nútíma­legrar mark­aðs­setn­ing­ar. Þar hafa sam­fé­lags­miðl­ar, mynd­bönd og vel heppnað sam­starf með alþjóð­legum útgáfurisum í afþrey­ing­ar­iðn­aði, skipta miklu máli, á sa.

Töl­urnar segja sína söguÁ árinu 2008 voru heild­ar­tekjur Lego 9,5 millj­arðar danskra króna, eða sem nemur um 180 millj­örðum króna. Í fyrra, sex árum síð­ar, voru tekj­urnar tæp­lega þrefalt hærri, eða sem nemur 28,6 millj­örðum danskra króna, eða um 530 millj­örðum króna. Allt bendir til þess að vöxt­ur­inn á þessu ári verði meiri en oft áður, þar sem stór sam­starfs­samn­ingur Lego vegna nýj­ustu Star Wars mynd­ar­inn­ar, sem frum­sýnd verður 18. des­em­ber, mun að lík­indum skila fyr­ir­tæk­inu miklum tekj­um, sem vaxa síðan inn á næsta ár, sam­kvæmt umfjöllun FT. Lego hefur átt í far­sælu sam­starfi við Lucas­film, fram­leið­enda Star Wars mynd­anna og eig­anda vöru­merk­is­ins, um gerð leik­fanga undir merkjum Lego-Star Wars, og var samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins við Lucas­film fram­lengdur í 12. febr­úar 2012, eftir vel heppnað sam­starf til tólf ára.

Mik­il­væg stefnu­mörkun um að vaxa með öðrumEkki nóg með að tekjur Lego hafi vaxið mik­ið, heldur hefur rekst­ur­inn styrkst mikið á sama tíma. Fyr­ir­tækið býr til mikla pen­inga og byggir vaxta­á­ætl­anir sínar  meðal ann­ars á sam­starfs­samn­ingum við vin­sæl vöru­merki. Þá hafa mynd­bönd, þætt­ir, tölvu­leikir og kvik­mynd í fullri lengd enn fremur styrkt vöru­merkið í sessi, og gert það enn stærra, ef svo má segja. Þessi stefna, að tengja lego-kubbana sígildu við vin­sæl vöru­merki og fram­úr­stefnu­lega mark­aðs­setn­ingu, hefur reynst afar mik­il­væg á stærsta ein­staka mark­aðs­svæð­inu, Banda­ríkj­un­um. Í skýrslu fram­kvæmda­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins, í árs­skýrsl­unni fyrir síð­asta ár, kemur fram að gert sé ráð fyrir vexti á öllum mark­aðs­svæðum á þessu ári, og sé mið tekið af hálfs­árs­upp­gjör­inu, þá hefur það gengið eft­ir.

En ekk­ert ger­ist af sjálfu sér hjá þessum risa í skap­andi iðn­aði Norð­ur­land­anna. Um 60 pró­sent af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins má rekja til nýrrar upp­færslu á vörum (new launches) og er mikið lagt upp úr því að fá til liðs við fyr­ir­tækið fram­úr­skar­andi hönn­uði. Hjá fyr­ir­tæk­inu eru rúm­lega 200 hönn­uðir frá 26 löndum sem sinna kjarna­vöru­þróun fyr­ir­tæk­is­ins en hún fer fram í höf­uð­stöðv­unum í Billund í Dan­mörku. Á heims­vísu eru starfs­menn­irnir rúm­lega 12.500 tals­ins, og fjölg­aði þeim um rúm­lega 800 milli áranna 2013 og 2014. Þetta ein­staka og gam­al­gróna fyr­ir­tæki, sem fagnar 83 ára afmæli á þessu ári, hefur lík­lega aldrei verið með stöðugri vind í seglum en um þessar mund­ir.

https://www.youtu­be.com/watch?v=r­Ur­G63UQK00

 

 

 

 

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None