Ný mótaröð fjármögnuð af Sádi-Aröbum veldur titringi í heimi golfsins

Nokkrir af þekktustu kylfingum heims leika nú á fyrsta móti LIV mótaraðarinnar. Mótið er með öðru sniði en þekkist á öðrum mótaröðum atvinnukylfinga og verðlaunaféð er mun hærra. Með þátttöku hafa kylfingar misst rétt sinn til að spila á PGA mótum.

Phil Mickelson er eitt af andlitum LIV mótaraðarinnar. Hann hefur þegið um 200 milljónir Bandaríkjadala, rúma 26 milljarða króna, fyrir það eitt að taka þátt á mótaröðinni.
Phil Mickelson er eitt af andlitum LIV mótaraðarinnar. Hann hefur þegið um 200 milljónir Bandaríkjadala, rúma 26 milljarða króna, fyrir það eitt að taka þátt á mótaröðinni.
Auglýsing

Fyrsta höggið á nýrri alþjóð­legri móta­röð í golfi, LIV móta­röð­inni, var slegið á fimmtu­dag á Cent­urion golf­vell­inum norður af Lund­ún­um. Mótið er það fyrsta af átta mótum sem haldin verða á móta­röð­inni á þessu ári. Þrátt fyrir þá stað­reynd að margir af þekkt­ustu kylfingum heims séu á meðal þátt­tak­anda er móta­röðin væg­ast sagt mjög umdeild meðal kylfinga. Ástæðan er fyrst og fremst sú að móta­röðin er fjár­mögnuð af opin­berum fjár­fest­ing­ar­sjóði Sádi-­Ar­ab­íu, Public Invest­ment Fund (PIF) og það eitt er víst að ekki skortir pen­inga á móta­röð­inni.

Sam­kvæmt umfjöllun the Guar­dian þá hafa Sádar dælt pen­ingum í auknum mæli í íþrótta­starf á und­an­förnum árum. Til dæmis keypti PIF ráð­andi hlut í enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Newcastle á síð­asta ári. PIF hefur einnig haft auga­stað á golf­heim­inum í nokkurn tíma. Félagið hefur til að mynda áður verið bak­hjarl á golf­mótum á móta­röðum karla og kvenna. Nú hefur sér­stök móta­röð fyrir karl­kylfinga litið dags­ins ljós og við það eru stjórn­endur stærstu mótarað­anna, PGA mótar­að­ar­innar í Banda­ríkj­unum og DP World Tour í Evr­ópu, allt annað en sátt­ir.

Kepp­endur úti í kuld­anum á PGA móta­röð­inni

For­svars­menn PGA mótar­að­ar­innar stigu niður fæti í vik­unni og felldu niður keppn­is­rétt þeirra kylfinga sem taka þátt á LIV móta­röð­inni. Þeir kylfingar sem hafa þegið boð um að keppa á LIV móta­röð­inni geta því ekki lengur keppt á virt­ustu móta­röð í heimi, banda­rísku PGA móta­röð­inni. Líkt og áður segir eru margar af þekkt­ustu stjörnum golf­heims­ins á meðal þátt­tak­enda á LIV móta­röð­inni, kylfingar á borð við Phil Mickel­son, Dustin John­son og Sergio Garcia. Þeir eru því nú án keppn­is­rétts á PGA móta­röð­inni.

Auglýsing

Til þess að keppa á móta­röð atvinnu­kylfinga, á borð við PGA móta­röð­ina og DP World Tour, þurfa kylfingar að vinna sér inn keppn­is­rétt. Það geta þeir gert með því að taka þátt í úrtöku­mót­um. Haldnar eru nokkrar umferðir af slíkum úrtöku­mótum og þurfa kepp­endur sem vilja kom­ast á eft­ir­sóttar mót­araðir að vera á meðal efstu manna á hverju stigi þess­ara úrtöku­móta, svo ferlið inn á slíka móta­röð er ansi stremb­ið. Á loka­úr­töku­mót­unum fær til­tek­inn fjöldi efstu kylfinga þátt­töku­rétt á móta­röð­inni en einnig geta þeir kylfingar sem ekki eru í efstu sæt­unum fengið tak­mark­aðan þátt­töku­rétt. Þegar keppn­is­réttur er tryggður geta kylfingar svo haldið honum með því að leika vel á mótum mótar­að­ar­inn­ar. Þannig tryggir góður árangur áfram­hald­andi keppn­is­rétt.

Styrkt­ar­að­ilar móta fá einnig tæki­færi til þess að bjóða kylfingum sem ekki hafa keppn­is­rétt að taka þátt í ein­stökum mót­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingu PGA mótar­að­ar­innar sem var send út á fimmtu­dag segir að þeir kylfingar sem taka þátt í mótum LIV mótar­að­ar­innar hafi einnig fyr­ir­gert rétti sínum til þess að spila á mótum PGA mótar­að­ar­innar sem gestir styrkt­ar­að­ila.

Mun meiri pen­ingar en á hinum móta­röð­unum

Þetta er því ansi stór fórn sem kylfing­arnir færa með því að ger­ast þátt­tak­endur á LIV móta­röð­inni. Eða hvað? Líkt og áður segir skortir ekki fjár­magnið og það end­ur­spegl­ast í verð­launa­fénu sem í boði er á mótum LIV mótar­að­ar­inn­ar. Í umfjöllun Guar­dian kemur fram að sig­ur­veg­ari móts­ins á Cent­urion vell­inum fái fjórar millj­ónir Banda­ríkja­dala í sinn hlut, það er um 530 millj­ónir króna. Kylfing­ur­inn sem lendir í öðru sæti fær rúmar tvær millj­ónir dala, um 280 millj­ónir króna, og fyrir þriðja sætið fæst ein og hálf milljón dala, tæpar 200 millj­ónir króna. Eftir því sem neðar dregur á list­anum lækkar verð­launa­féð. Þó fær sá sem lendir í síð­asta sæti 120 þús­und dali í sinn hlut, tæpar 16 millj­ónir króna.

Greg Norman er framkvæmdastjóri LIV mótaraðarinnar. Hann heilsar hér Dustin Johnson fyrir fyrsta hring fyrsta mótsins en Johnson er einn þekktasti kylfingurinn til að leika á LIV mótaröðinni. Mynd: EPA

Þetta eru umtals­vert hærri upp­hæðir en þekkj­ast á hinum stóru móta­röð­unum og það á ekki bara við um féð sem fellur í hlut sig­ur­veg­ar­ans. For­beshefur tekið saman með­al­tal verð­launa­fés kylfinga á ein­stökum golf­mótum í ár. Á fyrsta móti LIV mótar­að­ar­innar er með­al­tal verð­launa­fés á hvern þátt­tak­enda 521 þús­und dalir eða 69 millj­ón­ir. Á PGA móta­röð­inni er með­al­talið fyrir þá kepp­endur sem kom­ast í gegnum nið­ur­skurð­inn á bil­inu 156 til 288 þús­und dal­ir, eða frá 20,7 millj­ónum króna til 38,1 millj­óna.

Kepp­end­unum 48 á LIV móta­röð­inni hefur einnig verið skipt upp í tólf fjög­urra manna lið. Liðin keppa sín á milli og kylfing­arnir í þeim liðum sem standa sig best fá einnig vænar fúlg­ur. Það lið sem spilar á lægsta skori í fyrsta móti LIV mótar­að­ar­innar skiptir á milli sín þremur millj­ónum dala, um 400 millj­ónum króna.

Það er ekki bara verð­launa­féð sem sker LIV móta­röð­ina frá hinum móta­röð­unum því LIV mótin eru snarp­ari heldur en þau sem kylfingar eiga að venj­ast. Spil­aðir eru þrír hringir í stað fjög­urra eins og venja er. Kepp­endur leika því sam­tals 54 holur og þaðan er nafn mótar­að­ar­innar kom­ið, en 54 ritað með róm­verskum tölu­stöfum er LIV. Þar að auki er eng­inn nið­ur­skurður og því spila allir kepp­endur þrjá hringi. Þannig geta allir kepp­endur gert ráð fyrir að fá ágæta summu fyrir þátt­töku í LIV mótum en á öðrum móta­röðum er nið­ur­skurður eftir tvo keppn­is­daga. Þeir kepp­endur sem ekki kom­ast í gegnum nið­ur­skurð­inn á mótum PGA mótar­að­ar­innar og DP World Tour fá ekk­ert verð­launa­fé.

Segja fjár­mögnun íþrótta eina teg­und hvít­þvotts

Fyrri utan óvenju­hátt verð­launafé þá fá stærstu stjörn­u­rnar sem taka þátt í móta­röð­inni væna þóknun fyrir það eitt að spila. Heim­ildir herma að Phil Mickel­son fái 200 millj­ónir dala, um 26,5 millj­arða króna, í sinn hlut fyrir það eitt að taka þátt. Dustin John­son sem var um nokk­urt skeið efstur á heims­lista karla fær öllu minna en væna þóknun þó, 125 millj­ónir dala eða um rúm­lega 16,5 millj­arða króna.

Líkt og áður segir er móta­röðin svona umdeild vegna þess hvaðan fjár­magnið kem­ur. Krón­prins Sádi-­Ar­abíu Mohammed bin Salman situr í sæti stjórn­ar­for­manns fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins PIF. Krón­prins­inn hefur ver­ið, ásamt fleiri hátt­settum emb­ætt­is­mönnum í Sádi-­Ar­ab­íu, sak­aður um að bera ábyrgð á morð­inu á blaða­mann­inum Jamal Kashoggi en hann var Sádi-­Arabi og gagn­rýn­inn á þar­lend stjórn­völd.

Tiger Woods og Rory McIlroy takast í hendur að loknum hring á PGA meistaramótinu sem fram fór í maí á þessu ári. Hvorugur þeirra hefur áhuga á að taka þátt á LIV mótaröðinni eins og sakir standa. Mynd: EPA

Í umfjöllun BBC segir að Sádi-­Ar­abía hafi á nýliðnum árum ausið fjár­magni inn í íþróttir á borð við For­múlu-1, hnefa­leika, fót­bolta og golf til þess að hvít­þvo ímynd lands­ins og orð­spor. Í umfjöll­un­inni er vitnað í Greg Norman sem er fram­kvæmda­stjóri LIV mótar­að­ar­innar en hann á að baki far­sælan feril sem kylfing­ur. „Við gerum öll mis­tök,“ sagði Norman þegar hann var spurður út í stjórn­völd Sádi-­Ar­abíu og morðið á Jamal Kashoggi.

Tiger og Rory hafa ekki áhuga

Líkt og áður segir hafa for­svars­menn LIV mótar­að­ar­innar náð að sann­færa heims­fræga kylfinga um að taka þátt á móta­röð­inni, áður­nefnda Phil Mickel­son, Dustin John­son og Sergio Garcia, en einnig Louis Oost­huizen, Greame McDowell, Lee Westwood ,Martin Kay­mer og Ian Poult­er. Þetta eru allt þunga­vigt­ar­kylfingar en þó eru ekki allir til­búnir til þess að taka til­boði LIV mótar­að­ar­inn­ar. Tiger Woods hefur til dæmis ekki þekkst boðið og það sama hefur Rory McIl­roy gert.

„Ég held að mín afstaða hafi verið skýr frá upp­hafi. Þetta er ekki eitt­hvað sem ég vil taka þátt í,“ sagði McIl­roy á blaða­manna­fundi fyrir RBC Cana­dian Open mótið sem haldið er um helg­ina og er hluti af PGA móta­röð­inni. Hann sagð­ist skilja ákvörðun kylfinga sem ætla að taka þátt á LIV móta­röð­inni en hann hafi engan áhuga á því að snúa bak­inu við PGA móta­röð­inni hvar hann fær tæki­færi til þess að etja kappi við bestu kylfinga í heimi.

Hann bætti því við að ákvarð­anir sem teknar eru bara vegna pen­inga séu, þegar öllu er á botn­inn hvolft, yfir­leitt slæmar ákvarð­an­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar