Ólympíueldurinn tendraður fyrir auðu húsi

Ólympíuleikarnir í Tókýó verða með töluvert öðru sniði í ár en áður. Fyrir utan að vera haldnir ári á eftir áætlun þá verða engir áhorfendur leyfðir. Auðir áhorfendabekkir eru líklegir til að hafa mismikil áhrif á keppendur eftir greinum.

Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Auglýsing

Opn­un­ar­há­tíð Ólymp­íu­leik­ana er jafnan mik­ill gleði­við­burð­ur, spennu­þrung­inn upp­haf­s­punktur stærstu íþrótta­há­tíðar ver­ald­ar. Íþrótta­menn­irnir ganga fullir stolti inn á leik­vang­inn og veifa upp á áhorf­enda­pall­ana. En ekki í ár, því það verður ein­fald­lega eng­inn til að veifa á áhorf­endapöll­un­um, þeir verða tóm­ir. Ólymp­íu­leik­arnir verða haldnir og þeir hefj­ast á ein­hvers konar opn­un­ar­há­tíð en allt verður þetta - eins og svo margt á tímum heims­far­ald­urs - öðru­vísi.

Fyrr í vik­unni var til­kynnt að engir áhorf­endur yrðu leyfðir á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó. Upp­haf­lega stóð til að heima­menn, Jap­an­ir, fengju að vera á áhorf­endapöll­unum með ákveðnum tak­mörk­un­um. En nú mega þeir ekki einu sinni vera við­staddir þennan stór­við­burð í heima­landi sínu sem hefur verið í und­ir­bún­ingi frá árinu 2011 þegar borgin var valin til að halda sum­ar­leik­ana 2020. Engir aðrir en kepp­end­ur, þjálf­arar og starfs­fólk fá að koma nálægt keppn­is­svæð­un­um. En hvaða áhrif hefur áhorf­enda­leysið?

Áhorf­endur stór hluti af mann­líf­inu á Ólymp­íu­leik­unum

Ólymp­íu­leik­arn­ir, sem kenndir eru við árið 2020 þótt þeir fari fram í ár, standa yfir dag­ana 23. júlí til 8. ágúst og Íslend­ingar eiga fjóra full­trúa. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringu­sundi, Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í skot­fimi með loft­skamm­byssu, Guðni Valur Guðna­son keppir í kringlu­kasti og Snæ­fríður Sól Jór­unn­ar­dóttir keppir bæði í 100m og 200m skrið­sundi.

Auglýsing

Andri Stefánsson aðalfararstjóri ÍSÍ með forsetahjónunum. Ljósmynd úr safni ÍSÍ

Aðal­far­ar­stjóri íslenska hóps­ins er Andri Stef­áns­son. Spurður um hvaða áhrif hann telji að áhorf­enda­leysi hafi á kepp­endur segir hann það ekki hafa verið rætt sér­stak­lega innan hóps­ins. Stemn­ingin sé almennt góð og allir spenntir þrátt fyrir að leik­arnir verði ólíkir öllum öðrum Ólymp­íu­leik­um.

Hann segir íþrótta­menn komna með tals­verða reynslu í því að þurfa að aðlaga keppnir að heims­far­aldri. „Allt síð­asta ár hefur verið öðru­vísi. Þau eru komin með ákveðna reynslu í að vera að keppa án áhorf­enda og í ýmsum aðstæð­u­m.“

„Það sem er kannski öðru­vísi á Ólymp­íu­leikum er að áhorf­endur eru ekki bara á sjálfum íþrótta­við­burð­unum heldur eru svo stór hluti af mann­líf­inu í kringum leik­ana. Þessir Ólymp­íu­leikar verða því ólíkir öllum öðrum í gegnum tíð­ina og við rennum svo­lítið blint í sjó­inn með hvernig þetta mun takast til. Það er mjög mis­jafnt eftir greinum hvaða áhrif áhorf­endur hafa. Í skot­fimi sem Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í þá eru vana­lega fáir áhorf­endur í keppn­is­saln­um, þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif. Á meðan ertu með tugi þús­unda áhorf­enda í frjálsum íþróttum til dæm­is. Áhorf­enda­leysið mun hafa mis­mun­andi áhrif á íþrótta­grein­arn­ar,“ segir Andri. Hann bendir einnig á að heima­þjóð hafi vana­lega verið dyggi­lega studd af áhorf­endum og því sé lík­legt að Jap­anir gætu liðið fyrir það að áhorf­endur vanti.

„En fyrir þjóðir sem væru hvort sem er ekki með þús­undir manna á bak­við sig þá skiptir þetta ekki öllu máli. Í okkar til­viki skiptir meira máli að vera með þjálf­ara og hóp sem styður vel við kepp­end­ur. Án þess að ég hafi rætt það við Ólymp­íu­far­ana þá held ég að þau muni kannski sjá þetta sem tæki­færi, þetta gæti jafnað leik­inn og við gætum þá alveg eins komið sterk­ari út en margir aðr­ir. Ég hef mikla trú á okkar fólki. Þetta er lít­ill en þéttur hópur og held að þau spjari sig við allar aðstæð­ur,“ segir far­ar­stjór­inn þegar Kjarn­inn náði tali af honum skömmu fyrir brott­för til Tókýó.

Sjón­varps­stöðv­arnar sem sýna frá Ólymp­íu­leik­unum hafa þó tölu­verðar áhyggjur af auðum áhorf­endapöll­um. Þeirra áhyggjur snúa þó ekki að and­legri líðan íþrótta­manna heldur hefur reynslan í heims­far­aldr­inum sýnt að íþrótta­keppnir án áhorf­enda njóta minni vin­sælda meðal sjón­varps­á­horf­enda en þegar pall­arnir eru pakk­að­ir. Til dæmis hrap­aði áhorf á úrslita­keppni NBA-­deild­ar­innar í körfu­bolta um 50% við það eitt að sleppa áhorf­end­um.

Ólympíufarar Íslands í Tókýó eru Anton Sveinn Mckee, Ásgeir Sigurgeirsson, Guðni Valur Guðnason og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd úr safni ÍSÍ.

Áhorf­enda­leysi getur virkað í báðar áttir

Ólymp­íu­leik­arnir eru miklu meira en bara íþrótta­keppni. Hugs­unin á bak­við þá í grunn­inn er að sam­eina þjóðir heims, að stuðla að friði og vin­áttu þvert á þjóð­erni. Í hópi áhorf­enda eru ekki aðeins áhan­gendur og íþróttaunn­endur heldur þjóð­ar­leið­tog­ar, kónga­fólk, fyrrum kepp­endur og svo mætti áfram telja. Mann­lífið í kringum Ólymp­íu­leik­ana er mik­il­vægt fyrir við­burð­ina. Fólkið sem horfir á staðnum tekur þátt, lifir sig inn í við­burð­ina og sú inn­lifun skilar sér heim í stofu til áhorf­enda sem fylgj­ast með á sjón­varps­skjá.

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ.

Ýmsar rann­sóknir hafa verið gerðar á áhrifum áhorf­enda á íþrótta­mótum en að sögn Við­ars Hall­dórs­sonar pró­fess­ors í félags­fræði við Háskóla Íslands eru nið­ur­stöð­urnar ekki á einn veg. „Rann­sóknir á þessu hafa mest verið gerðar í hóp­í­þróttum þar sem áhorf­endur mynda oft mikla stemn­ingu og virka hvetj­andi. Ein­stak­lings­í­þróttir byggja meira á ein­stak­lings­bundnum hæfi­leikum og ein­beit­ingu. Árangur þar byggir lík­lega ekki jafn­mikið á stemn­ing­unni eins og í hóp­í­þrótt­um. Þú þarft mikla ein­beit­ingu á það hvað þú ert að gera, og þá getur alveg verið að það hjálpi að sleppa áhorf­end­um.

Áhorf­enda­leysi getur þannig virkað í báðar átt­ir, ann­ars vegar leitt til verri frammi­stöðu því það dregur úr stemn­ingu og hvatn­ingu á vell­inum sjálf­um. En það getur líka bætt frammi­stöðu því að sama skapi dregur það úr streitu að hafa enga áhorf­end­ur. Mómentið þegar á að fara að gera eitt­hvað stór­kost­legt getur verið streitu­vald­ur.“

Minni hávaði geti dregið úr streitu og minnkað líkur á að fólk yfir­spenn­ist. Viðar telur þó engu hægt að slá föstu um áhrif þess að hafa enga áhorf­endur á svona stórum við­burði eins og Ólymp­íu­leik­arnir eru. Áhrifin verði ólík eftir greinum og einnig eftir ein­stak­ling­um.

„Þetta bitnar eflaust á þeim íþrótta­mönnum sem þríf­ast á stemn­ingu en getur aftur á móti hjálpað þeim sem eiga það til að fara yfirum í spennu. Kannski verður mun­ur­inn á milli þeirra bestu og þeirra lak­ari minni af þessum sök­um, það verður bara áhuga­vert að sjá. Kenn­ingar í sál­fræði sýna að ef þú ert svaka­lega góður í ein­hverju þá hjálpa áhorf­end­ur, en ef þú ert óör­uggur þá draga áhorf­endur úr árangri. Áhorf­enda­leysi gæti því alveg jafnað leik­ana,“ segir Við­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent