Rússneski björninn særður - Ríkir hagsmunir Íslands

putin.jpg
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd standa frammi fyrir miklum áskor­unum vegna nið­ur­sveiflu í hag­kerfi lands­ins óhjá­kvæmi­legt er að þau taki til hend­inni og hag­ræði í rekstri, og beiti auk þess stjórn­tækjum sem fram­kvæmd pen­inga­stefnu í seðla­banka lands­ins býður upp á til að sporna við slæmri þró­un. Þetta kemur fram í stöðu­mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins á horfum í Rúss­landi en hröð verð­lækkun á olíu, ofan í efna­hags­þving­anir Vest­ur­landa, hafa leikið hag­kerfi lands­ins grátt. Því er spáð að hag­kerfið minnki um 3,4 pró­sent í ár en hag­vöxtur verði aftur orð­inn sjá­an­legur á næsta ári. Sam­kvæmt spá sér­fræð­inga sjóðs­ins gæti hann orðið 1,5 pró­sent á næsta ári.

Kúvend­ing



Á innan við ári hefur fatið af olíu lækkað úr 110 Banda­ríkja­dölum niður fyrir 50 dali nú. Fyrir olíu­út­flutn­ings­ríki eins og Rúss­land eru þetta vondar frétt­ir, svo ekki sé meira sagt. Marg­feld­is­á­hrif olíu­geirans í Rúss­landi eru mikil um allt hag­kerfið þar sem ýmis þjón­usta og þekk­ing­ar­iðn­aður hefur byggst upp í kringum olíu­út­flutn­ing­inn. Það er ekki síst þar sem hefur orðið sam­dráttur vegna lækk­andi verðs, og ekki aug­ljóst að hann nái sér á strik aftur nema að miklar breyt­ingar verði á mörk­uð­um.

Höft á inn- og útflutn­ingi



Efna­hags­þving­anir Vest­ur­landa sam­eig­in­lega, alþjóða­stofn­anna og síðan sér­tækt hjá ein­stökum ríkj­um, hafa verið umfangs­miklar og ekki sér fyrir end­ann á þeim. Ástæðan eru átökin á Krím­skaga og fram­ferði Rússa í garð Úkra­ínu. Þá hafa ýmsir þjóð­ar­leið­togar varað við Vladímir Pútín, for­seta Rúss­lands, sér­stak­lega og gekk Ang­ela Merkel það langt að kalla hann veru­leikafirrt­an. Nauð­syn­legt væri að taka höndum saman gegnum valda­brölti hans, ann­ars væri voð­inn vís.

Aðgerð­irnar hafa birst í því að höft hafa verið sett á kaup á rúss­neskum vörum, sem hefur komið illa við útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins. Þá hafa eignir rúss­neskra auð­manna erlendis verið frystar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­unum. Rússar hafa brugð­ist við þessu með því að banna inn­flutn­ing á vörum frá Vest­ur­löndum til Rúss­lands, með und­an­tekn­ingum þó. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem inn­flutn­ings­bannið nær ekki til, eins og verið hefur til umræðu að und­an­förnu. Á skömmum tíma hefur Rúss­lands­mark­aður orðið mik­il­vægur fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, einkum þegar kemur að við­skiptum með mak­ríl. Í fyrra námu við­skipti við Rúss­land rúm­lega 21 millj­arði króna og er uppi­staðan vegna við­skipta með mak­ríl. Ljóst er að inn­flutn­ings­bann á Ísland gæti haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir mörg fyr­ir­tæki. En afstaða íslenskra stjórn­valda, og Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra, hefur verið skýr um að standa með Vest­ur­löndum í því að styðja efna­hags­legar þving­anir gagn­vart Rúss­um. Ekk­ert hefur breyst í þessum efnum enn­þá, en vax­andi þrýst­ingur hefur verið á íslensk stjórn­völd að end­ur­skoða afstöðu sína í ljósi þeirra við­skipta­legu hags­muna sem eru und­ir. Útgerð­ar­menn hafa fundað með Gunn­ari Braga og hans fólk, oftar en einu sinni, þar sem þessi mál hafa verið rædd og þá hafa ein­staka þing­menn, meðal ann­ars Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki, nefnt að Ísland verði að hugsa um sína hags­muni og hugs­an­lega draga sig út úr sam­eig­in­legum þving­un­ar­að­gerðum með Vest­ur­löndum og alþjóða­stofn­un­um, þar á meðal Evr­ópu­sam­band­inu og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Birgir Ármans­son Sjálf­stæð­is­flokki, for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is, hefur þó sagt að ekki sé ástæða til þess að end­ur­skoða afstöðu Íslands hvað þessi mál varð­ar.

Igor Morozov, þing­maður í Rúss­landi og flokks­bróðir Pútíns, hefur sér­stak­lega gert þátt Íslands í þving­un­ar­að­gerð­unum að umtals­efni að und­an­förnu vill að þeim verði svar­að. Meðal ann­ars með því að tak­marka ferða­manna­straum frá Rúss­landi hingað til lands og jafn­vel með öðrum aðgerð­um.

Auglýsing

Aug­ljós­lega er því póli­tískur titr­ingur hvað þátt Íslands varðar fyrir hendi.

Þessi mynd birtist í umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gang mála í Rússlandi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vandamál eru nú að einkenna rússneskan efnahag. Mynd/AGS Þessi mynd birt­ist í umfjöllun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um gang mála í Rúss­landi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vanda­mál eru nú að ein­kenna rúss­neskan efna­hag. Mynd/AGS

Stór mark­aður og dyr að enn stærri mark­aði



Rúss­lands­mark­aður er risa­vax­inn, á flesta mæli­kvarða, og er oft sagður vera mark­að­ur­inn fyrir Aust­ur-­Evr­ópu í heild og einnig mik­il­vægar dyr inn á aðra mark­aði, meðal ann­ars í Asíu. Vörur eru seldar til Rúss­lands, og síðan áfram ann­að. Tæp­lega 150 millj­ónir manna búa í Rúss­landi og hefur kaup­máttur vaxið hratt á und­an­förnum árum, með til­heyr­andi aukn­ingu í sölu á neyslu­vör­um. En á þessu hefur orðið hröð breyt­ing að und­an­förnu, þó enn sé þetta mik­il­vægt og stórt mark­aðs­svæði.

Aðgerð­irnar hafa bitið



Þó Pútín hafi sagt að Rússar hafi svarað efna­hags­legum þving­unum með sjálf­stæðum aðgerð­um, meðal ann­ars inn­flutn­ings­banni sem eigi að örva fram­leiðslu heima fyr­ir, þá telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að aðgerðir Vest­ur­landa hafi bitið veru­lega í rúss­neska björn­inn. Hann er nú særð­ur, en að mati sjóðs­ins hefur hag­vöxtur í land­inu minnkað um eitt til eitt og hálft pró­sentu­stig vegna aðgerð­anna. Það verður að telj­ast gríð­ar­mikið högg á skömmum tíma, enda ekki langt síðan að Rúss­land tald­ist til mest vax­andi mark­aðs­svæða heims­ins og Moskva á sama tíma höf­uð­vígi millj­arða­mær­inga. Þessi staða er nú breytt og fram­tíðin er óljós og lituð óvissu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None