Rússneski björninn særður - Ríkir hagsmunir Íslands

putin.jpg
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd standa frammi fyrir miklum áskor­unum vegna nið­ur­sveiflu í hag­kerfi lands­ins óhjá­kvæmi­legt er að þau taki til hend­inni og hag­ræði í rekstri, og beiti auk þess stjórn­tækjum sem fram­kvæmd pen­inga­stefnu í seðla­banka lands­ins býður upp á til að sporna við slæmri þró­un. Þetta kemur fram í stöðu­mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins á horfum í Rúss­landi en hröð verð­lækkun á olíu, ofan í efna­hags­þving­anir Vest­ur­landa, hafa leikið hag­kerfi lands­ins grátt. Því er spáð að hag­kerfið minnki um 3,4 pró­sent í ár en hag­vöxtur verði aftur orð­inn sjá­an­legur á næsta ári. Sam­kvæmt spá sér­fræð­inga sjóðs­ins gæti hann orðið 1,5 pró­sent á næsta ári.

Kúvend­ingÁ innan við ári hefur fatið af olíu lækkað úr 110 Banda­ríkja­dölum niður fyrir 50 dali nú. Fyrir olíu­út­flutn­ings­ríki eins og Rúss­land eru þetta vondar frétt­ir, svo ekki sé meira sagt. Marg­feld­is­á­hrif olíu­geirans í Rúss­landi eru mikil um allt hag­kerfið þar sem ýmis þjón­usta og þekk­ing­ar­iðn­aður hefur byggst upp í kringum olíu­út­flutn­ing­inn. Það er ekki síst þar sem hefur orðið sam­dráttur vegna lækk­andi verðs, og ekki aug­ljóst að hann nái sér á strik aftur nema að miklar breyt­ingar verði á mörk­uð­um.

Höft á inn- og útflutn­ingiEfna­hags­þving­anir Vest­ur­landa sam­eig­in­lega, alþjóða­stofn­anna og síðan sér­tækt hjá ein­stökum ríkj­um, hafa verið umfangs­miklar og ekki sér fyrir end­ann á þeim. Ástæðan eru átökin á Krím­skaga og fram­ferði Rússa í garð Úkra­ínu. Þá hafa ýmsir þjóð­ar­leið­togar varað við Vladímir Pútín, for­seta Rúss­lands, sér­stak­lega og gekk Ang­ela Merkel það langt að kalla hann veru­leikafirrt­an. Nauð­syn­legt væri að taka höndum saman gegnum valda­brölti hans, ann­ars væri voð­inn vís.

Aðgerð­irnar hafa birst í því að höft hafa verið sett á kaup á rúss­neskum vörum, sem hefur komið illa við útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins. Þá hafa eignir rúss­neskra auð­manna erlendis verið frystar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­unum. Rússar hafa brugð­ist við þessu með því að banna inn­flutn­ing á vörum frá Vest­ur­löndum til Rúss­lands, með und­an­tekn­ingum þó. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem inn­flutn­ings­bannið nær ekki til, eins og verið hefur til umræðu að und­an­förnu. Á skömmum tíma hefur Rúss­lands­mark­aður orðið mik­il­vægur fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, einkum þegar kemur að við­skiptum með mak­ríl. Í fyrra námu við­skipti við Rúss­land rúm­lega 21 millj­arði króna og er uppi­staðan vegna við­skipta með mak­ríl. Ljóst er að inn­flutn­ings­bann á Ísland gæti haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir mörg fyr­ir­tæki. En afstaða íslenskra stjórn­valda, og Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra, hefur verið skýr um að standa með Vest­ur­löndum í því að styðja efna­hags­legar þving­anir gagn­vart Rúss­um. Ekk­ert hefur breyst í þessum efnum enn­þá, en vax­andi þrýst­ingur hefur verið á íslensk stjórn­völd að end­ur­skoða afstöðu sína í ljósi þeirra við­skipta­legu hags­muna sem eru und­ir. Útgerð­ar­menn hafa fundað með Gunn­ari Braga og hans fólk, oftar en einu sinni, þar sem þessi mál hafa verið rædd og þá hafa ein­staka þing­menn, meðal ann­ars Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki, nefnt að Ísland verði að hugsa um sína hags­muni og hugs­an­lega draga sig út úr sam­eig­in­legum þving­un­ar­að­gerðum með Vest­ur­löndum og alþjóða­stofn­un­um, þar á meðal Evr­ópu­sam­band­inu og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Birgir Ármans­son Sjálf­stæð­is­flokki, for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is, hefur þó sagt að ekki sé ástæða til þess að end­ur­skoða afstöðu Íslands hvað þessi mál varð­ar.

Igor Morozov, þing­maður í Rúss­landi og flokks­bróðir Pútíns, hefur sér­stak­lega gert þátt Íslands í þving­un­ar­að­gerð­unum að umtals­efni að und­an­förnu vill að þeim verði svar­að. Meðal ann­ars með því að tak­marka ferða­manna­straum frá Rúss­landi hingað til lands og jafn­vel með öðrum aðgerð­um.

Auglýsing

Aug­ljós­lega er því póli­tískur titr­ingur hvað þátt Íslands varðar fyrir hendi.

Þessi mynd birtist í umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gang mála í Rússlandi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vandamál eru nú að einkenna rússneskan efnahag. Mynd/AGS Þessi mynd birt­ist í umfjöllun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um gang mála í Rúss­landi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vanda­mál eru nú að ein­kenna rúss­neskan efna­hag. Mynd/AGS

Stór mark­aður og dyr að enn stærri mark­aðiRúss­lands­mark­aður er risa­vax­inn, á flesta mæli­kvarða, og er oft sagður vera mark­að­ur­inn fyrir Aust­ur-­Evr­ópu í heild og einnig mik­il­vægar dyr inn á aðra mark­aði, meðal ann­ars í Asíu. Vörur eru seldar til Rúss­lands, og síðan áfram ann­að. Tæp­lega 150 millj­ónir manna búa í Rúss­landi og hefur kaup­máttur vaxið hratt á und­an­förnum árum, með til­heyr­andi aukn­ingu í sölu á neyslu­vör­um. En á þessu hefur orðið hröð breyt­ing að und­an­förnu, þó enn sé þetta mik­il­vægt og stórt mark­aðs­svæði.

Aðgerð­irnar hafa bitiðÞó Pútín hafi sagt að Rússar hafi svarað efna­hags­legum þving­unum með sjálf­stæðum aðgerð­um, meðal ann­ars inn­flutn­ings­banni sem eigi að örva fram­leiðslu heima fyr­ir, þá telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að aðgerðir Vest­ur­landa hafi bitið veru­lega í rúss­neska björn­inn. Hann er nú særð­ur, en að mati sjóðs­ins hefur hag­vöxtur í land­inu minnkað um eitt til eitt og hálft pró­sentu­stig vegna aðgerð­anna. Það verður að telj­ast gríð­ar­mikið högg á skömmum tíma, enda ekki langt síðan að Rúss­land tald­ist til mest vax­andi mark­aðs­svæða heims­ins og Moskva á sama tíma höf­uð­vígi millj­arða­mær­inga. Þessi staða er nú breytt og fram­tíðin er óljós og lituð óvissu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None