Rússneski björninn særður - Ríkir hagsmunir Íslands

putin.jpg
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd standa frammi fyrir miklum áskor­unum vegna nið­ur­sveiflu í hag­kerfi lands­ins óhjá­kvæmi­legt er að þau taki til hend­inni og hag­ræði í rekstri, og beiti auk þess stjórn­tækjum sem fram­kvæmd pen­inga­stefnu í seðla­banka lands­ins býður upp á til að sporna við slæmri þró­un. Þetta kemur fram í stöðu­mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins á horfum í Rúss­landi en hröð verð­lækkun á olíu, ofan í efna­hags­þving­anir Vest­ur­landa, hafa leikið hag­kerfi lands­ins grátt. Því er spáð að hag­kerfið minnki um 3,4 pró­sent í ár en hag­vöxtur verði aftur orð­inn sjá­an­legur á næsta ári. Sam­kvæmt spá sér­fræð­inga sjóðs­ins gæti hann orðið 1,5 pró­sent á næsta ári.

Kúvend­ingÁ innan við ári hefur fatið af olíu lækkað úr 110 Banda­ríkja­dölum niður fyrir 50 dali nú. Fyrir olíu­út­flutn­ings­ríki eins og Rúss­land eru þetta vondar frétt­ir, svo ekki sé meira sagt. Marg­feld­is­á­hrif olíu­geirans í Rúss­landi eru mikil um allt hag­kerfið þar sem ýmis þjón­usta og þekk­ing­ar­iðn­aður hefur byggst upp í kringum olíu­út­flutn­ing­inn. Það er ekki síst þar sem hefur orðið sam­dráttur vegna lækk­andi verðs, og ekki aug­ljóst að hann nái sér á strik aftur nema að miklar breyt­ingar verði á mörk­uð­um.

Höft á inn- og útflutn­ingiEfna­hags­þving­anir Vest­ur­landa sam­eig­in­lega, alþjóða­stofn­anna og síðan sér­tækt hjá ein­stökum ríkj­um, hafa verið umfangs­miklar og ekki sér fyrir end­ann á þeim. Ástæðan eru átökin á Krím­skaga og fram­ferði Rússa í garð Úkra­ínu. Þá hafa ýmsir þjóð­ar­leið­togar varað við Vladímir Pútín, for­seta Rúss­lands, sér­stak­lega og gekk Ang­ela Merkel það langt að kalla hann veru­leikafirrt­an. Nauð­syn­legt væri að taka höndum saman gegnum valda­brölti hans, ann­ars væri voð­inn vís.

Aðgerð­irnar hafa birst í því að höft hafa verið sett á kaup á rúss­neskum vörum, sem hefur komið illa við útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins. Þá hafa eignir rúss­neskra auð­manna erlendis verið frystar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­unum. Rússar hafa brugð­ist við þessu með því að banna inn­flutn­ing á vörum frá Vest­ur­löndum til Rúss­lands, með und­an­tekn­ingum þó. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem inn­flutn­ings­bannið nær ekki til, eins og verið hefur til umræðu að und­an­förnu. Á skömmum tíma hefur Rúss­lands­mark­aður orðið mik­il­vægur fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, einkum þegar kemur að við­skiptum með mak­ríl. Í fyrra námu við­skipti við Rúss­land rúm­lega 21 millj­arði króna og er uppi­staðan vegna við­skipta með mak­ríl. Ljóst er að inn­flutn­ings­bann á Ísland gæti haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir mörg fyr­ir­tæki. En afstaða íslenskra stjórn­valda, og Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra, hefur verið skýr um að standa með Vest­ur­löndum í því að styðja efna­hags­legar þving­anir gagn­vart Rúss­um. Ekk­ert hefur breyst í þessum efnum enn­þá, en vax­andi þrýst­ingur hefur verið á íslensk stjórn­völd að end­ur­skoða afstöðu sína í ljósi þeirra við­skipta­legu hags­muna sem eru und­ir. Útgerð­ar­menn hafa fundað með Gunn­ari Braga og hans fólk, oftar en einu sinni, þar sem þessi mál hafa verið rædd og þá hafa ein­staka þing­menn, meðal ann­ars Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki, nefnt að Ísland verði að hugsa um sína hags­muni og hugs­an­lega draga sig út úr sam­eig­in­legum þving­un­ar­að­gerðum með Vest­ur­löndum og alþjóða­stofn­un­um, þar á meðal Evr­ópu­sam­band­inu og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Birgir Ármans­son Sjálf­stæð­is­flokki, for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is, hefur þó sagt að ekki sé ástæða til þess að end­ur­skoða afstöðu Íslands hvað þessi mál varð­ar.

Igor Morozov, þing­maður í Rúss­landi og flokks­bróðir Pútíns, hefur sér­stak­lega gert þátt Íslands í þving­un­ar­að­gerð­unum að umtals­efni að und­an­förnu vill að þeim verði svar­að. Meðal ann­ars með því að tak­marka ferða­manna­straum frá Rúss­landi hingað til lands og jafn­vel með öðrum aðgerð­um.

Auglýsing

Aug­ljós­lega er því póli­tískur titr­ingur hvað þátt Íslands varðar fyrir hendi.

Þessi mynd birtist í umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gang mála í Rússlandi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vandamál eru nú að einkenna rússneskan efnahag. Mynd/AGS Þessi mynd birt­ist í umfjöllun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um gang mála í Rúss­landi, í gær. Hún sýnir hversu mikil vanda­mál eru nú að ein­kenna rúss­neskan efna­hag. Mynd/AGS

Stór mark­aður og dyr að enn stærri mark­aðiRúss­lands­mark­aður er risa­vax­inn, á flesta mæli­kvarða, og er oft sagður vera mark­að­ur­inn fyrir Aust­ur-­Evr­ópu í heild og einnig mik­il­vægar dyr inn á aðra mark­aði, meðal ann­ars í Asíu. Vörur eru seldar til Rúss­lands, og síðan áfram ann­að. Tæp­lega 150 millj­ónir manna búa í Rúss­landi og hefur kaup­máttur vaxið hratt á und­an­förnum árum, með til­heyr­andi aukn­ingu í sölu á neyslu­vör­um. En á þessu hefur orðið hröð breyt­ing að und­an­förnu, þó enn sé þetta mik­il­vægt og stórt mark­aðs­svæði.

Aðgerð­irnar hafa bitiðÞó Pútín hafi sagt að Rússar hafi svarað efna­hags­legum þving­unum með sjálf­stæðum aðgerð­um, meðal ann­ars inn­flutn­ings­banni sem eigi að örva fram­leiðslu heima fyr­ir, þá telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að aðgerðir Vest­ur­landa hafi bitið veru­lega í rúss­neska björn­inn. Hann er nú særð­ur, en að mati sjóðs­ins hefur hag­vöxtur í land­inu minnkað um eitt til eitt og hálft pró­sentu­stig vegna aðgerð­anna. Það verður að telj­ast gríð­ar­mikið högg á skömmum tíma, enda ekki langt síðan að Rúss­land tald­ist til mest vax­andi mark­aðs­svæða heims­ins og Moskva á sama tíma höf­uð­vígi millj­arða­mær­inga. Þessi staða er nú breytt og fram­tíðin er óljós og lituð óvissu.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None