Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá

Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.

borgartún
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ýmsum ann­mörkum háð og leggja til að það nái ekki óbreytt fram að ganga. 

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­­­eign­­­­ar­rétti séu þjóð­­­­ar­­­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­­skyni með lög­­­­um, ekki í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá.

­At­huga­semdir sam­tak­anna, sem settar eru fram í umsögn um frum­varpið, snúa aðal­lega að setn­ingu þessa auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá og skil­grein­ingu á hug­tak­inu „þjóð­ar­eign“, sem SFS telur að sé ekki skýr sam­kvæmt frum­varp­inu. Undir umsögn­ina skrifar Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa líkað skilað inn umsögn um frum­varpið þar sem marg­hátt­aðar athuga­semdir eru gerðar við áform um setn­ingu auð­linda­á­kvæði. Sam­tökin leggja til að auð­linda­á­kvæðið verði ein­fald­lega fellt á brott úr frum­varp­inu. Undir umsögn SA skrifar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna. Sam­tökin gera ekki athuga­semdir við önnur ákvæði frum­varps for­sæt­is­ráð­herra um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. 

Athuga­semdir SA eru af sam­bæri­legum toga og hjá SFS og sér­stak­lega fundið að notkun á hug­tak­inu „þjóð­ar­eign“. Í umsögn sam­tak­anna segir í flestum til­fellum sé talað um rík­is­eign í stjórn­ar­skrám sem á annað borð hafa að geyma ákvæði um eign­ar­hald að auð­lind­um. „Að­eins stjórn­ar­skrár Eist­lands og Sló­veníu hafa að geyma þjóð­ar­eign­ar­á­kvæði. Eina nágranna­landið sem hefur ákvæði af þessum toga í stjórn­ar­skrá sinni er Írland, en þar er talað um rík­is­eign. Það er vara­samt að leita fyr­ir­mynda að svona ákvæði til ríkja sem Ísland ber sig alla­jafna ekki saman við. Rétt­ar­kerfi þess­ara ríkja, þar á meðal stjórn­skip­un­ar­réttur og eign­ar­rétt­ur, er allt ann­ars eðlis en á Íslandi. Miklu eðli­legra er að líta til Norð­ur­landa þar sem rétt­ar­farið er sam­bæri­legt því íslenska.“

Auglýsing
Samtökin telja að stýra eigi auð­linda­nýt­ingu með lög­um, ekki með því að setja ákvæði í stjórn­ar­skrá. Þau til­taka einnig að þau taki undir „al­menn sjón­ar­mið um auð­linda­nýt­ingu og nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eign sem reifuð eru í umsögn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­veg­i.“

Var­an­leiki heim­ilda horn­steinn fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis

SFS segir í sinni umsögn að ótækt sé að byggja rétt á óljósri skil­grein­ingu á „þjóð­ar­eign“. „Skortur á skýr­leika hefur í för með sér óvissu sem er til þess fallin að hafa áhrif á fjölda sviða, enda er gert ráð fyrir því að allar nátt­úru­auð­lindir sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti falli undir þessa teg­und eign­ar­halds. Þá er á það að benda að alls­endis óljóst er hvert sam­spil þessa frum­varps­á­kvæðis og 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar er.“

SFS segj­ast þó líka telja það mik­il­vægt að ná og við­halda sam­fé­lags­legri sátt og sam­stöðu um sjáv­ar­út­veg enda sé um að ræða und­ir­stöðu­at­vinnu­veg þjóð­ar­inn­ar. „Sjálf­bær nýt­ing, skyn­sam­leg stjórnun veiða og nýsköpun í sjáv­ar­út­vegi eru enda hagur bæði þeirra sem við atvinnu­greina starfa og þjóð­ar­innar allr­ar. Stöðugt og fyr­ir­sjá­an­legt lagaum­hverfi, þar sem hvati ríkir til þess að gera sem mest verð­mæti úr sam­eig­in­legri auð­lind, öllum til hags­bóta, án þess að gengið sé á rétt kom­andi kyn­slóða til hins sama, er nauð­syn­legt. Það hafa Íslend­ingar lagt áherslu á til þessa við fisk­veiði­stjórn og það er ljóst að margar þjóðir líta til Íslands þegar kemur að skipu­lagi veiða og vinnslu.“

Að mati sam­tak­anna sé var­an­leiki heim­ilda til nýt­ingar á nytja­stofnum sjávar einn af horn­steinum núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is. Festa og fyr­ir­sjá­an­leiki skipti miklu máli til að tryggja góða umgengni um auð­lind­ina, rekstr­ar­ör­yggi fyr­ir­tækja, atvinnu­ör­yggi starfs­manna, fjár­mögn­un, láns­kjör fyr­ir­tækja og nýsköp­un. „Óvissa um rekstr­ar­um­hverfi greinar í harðri alþjóð­legri sam­keppni mun bitna á sam­keppn­is­hæfni hennar og þar með þjóð­ar­hag til lengri tíma lit­ið, þvert á mark­mið frum­varps­ins. Leggja ber sér­staka áherslu á að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki selja um 98% af afla á alþjóð­legum mark­aði og að langan tíma hefur tekið að byggja upp sterka mark­aðs­stöðu og tryggja hæstu verð. Missi fyr­ir­tækin fót­festu þar mun taka langan tíma að ná henni aft­ur, náist hún yfir höf­uð.“

Telja mis­ráðið að setja auð­linda­á­kvæði

Við­skipta­ráð Íslands er á svip­uðum slóðum í sinni umsögn og segir að skýra þurfi nátt­úru­vernd­ar- og auð­linda­á­kvæði frum­varps­ins. Að mati ráðs­ins sé mis­ráðið að auð­linda­á­kvæðið fari óbreytt inn í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins enda sé ekk­ert sem kemur í veg fyrir að mark­miðum með hinu nýja hug­taki „þjóð­ar­eign“ verði náð fram með almennri laga­setn­ingu. Við­skipta­ráð vill því að frum­varpið verði end­ur­skoðað með til­liti til athuga­semda sinna. 

Að mati Við­skipta­ráðs liggur fyrir að ekki hafi náðst nægi­leg póli­tísk sátt um þær breyt­ingar sem frum­varpið hefur að geyma. „Þannig hafa þrjár breyt­ing­ar­til­lögur komið fram í þing­inu nú þegar og að þeim standa þing­menn úr fjórum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Stjórn­ar­skrám er ætlað að stand­ast tím­ans tönn og löng hefð er fyrir því að breyt­ingar á stjórn­ar­skrám séu gerðar í sátt þvert á stjórn­mála­flokka. Við­skipta­ráð telur mik­il­vægt að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar séu almennt gerðar í sem mestri sátt.“

Undir umsögn­ina ritar Agla Eir Vil­hjálms­dótt­ir, lög­fræð­ingur Við­skipta­ráðs, en fram­kvæmda­stjóri þess er Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar