Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá

Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.

borgartún
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ýmsum ann­mörkum háð og leggja til að það nái ekki óbreytt fram að ganga. 

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­­­eign­­­­ar­rétti séu þjóð­­­­ar­­­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­­skyni með lög­­­­um, ekki í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá.

­At­huga­semdir sam­tak­anna, sem settar eru fram í umsögn um frum­varpið, snúa aðal­lega að setn­ingu þessa auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá og skil­grein­ingu á hug­tak­inu „þjóð­ar­eign“, sem SFS telur að sé ekki skýr sam­kvæmt frum­varp­inu. Undir umsögn­ina skrifar Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa líkað skilað inn umsögn um frum­varpið þar sem marg­hátt­aðar athuga­semdir eru gerðar við áform um setn­ingu auð­linda­á­kvæði. Sam­tökin leggja til að auð­linda­á­kvæðið verði ein­fald­lega fellt á brott úr frum­varp­inu. Undir umsögn SA skrifar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna. Sam­tökin gera ekki athuga­semdir við önnur ákvæði frum­varps for­sæt­is­ráð­herra um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. 

Athuga­semdir SA eru af sam­bæri­legum toga og hjá SFS og sér­stak­lega fundið að notkun á hug­tak­inu „þjóð­ar­eign“. Í umsögn sam­tak­anna segir í flestum til­fellum sé talað um rík­is­eign í stjórn­ar­skrám sem á annað borð hafa að geyma ákvæði um eign­ar­hald að auð­lind­um. „Að­eins stjórn­ar­skrár Eist­lands og Sló­veníu hafa að geyma þjóð­ar­eign­ar­á­kvæði. Eina nágranna­landið sem hefur ákvæði af þessum toga í stjórn­ar­skrá sinni er Írland, en þar er talað um rík­is­eign. Það er vara­samt að leita fyr­ir­mynda að svona ákvæði til ríkja sem Ísland ber sig alla­jafna ekki saman við. Rétt­ar­kerfi þess­ara ríkja, þar á meðal stjórn­skip­un­ar­réttur og eign­ar­rétt­ur, er allt ann­ars eðlis en á Íslandi. Miklu eðli­legra er að líta til Norð­ur­landa þar sem rétt­ar­farið er sam­bæri­legt því íslenska.“

Auglýsing
Samtökin telja að stýra eigi auð­linda­nýt­ingu með lög­um, ekki með því að setja ákvæði í stjórn­ar­skrá. Þau til­taka einnig að þau taki undir „al­menn sjón­ar­mið um auð­linda­nýt­ingu og nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eign sem reifuð eru í umsögn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­veg­i.“

Var­an­leiki heim­ilda horn­steinn fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis

SFS segir í sinni umsögn að ótækt sé að byggja rétt á óljósri skil­grein­ingu á „þjóð­ar­eign“. „Skortur á skýr­leika hefur í för með sér óvissu sem er til þess fallin að hafa áhrif á fjölda sviða, enda er gert ráð fyrir því að allar nátt­úru­auð­lindir sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti falli undir þessa teg­und eign­ar­halds. Þá er á það að benda að alls­endis óljóst er hvert sam­spil þessa frum­varps­á­kvæðis og 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar er.“

SFS segj­ast þó líka telja það mik­il­vægt að ná og við­halda sam­fé­lags­legri sátt og sam­stöðu um sjáv­ar­út­veg enda sé um að ræða und­ir­stöðu­at­vinnu­veg þjóð­ar­inn­ar. „Sjálf­bær nýt­ing, skyn­sam­leg stjórnun veiða og nýsköpun í sjáv­ar­út­vegi eru enda hagur bæði þeirra sem við atvinnu­greina starfa og þjóð­ar­innar allr­ar. Stöðugt og fyr­ir­sjá­an­legt lagaum­hverfi, þar sem hvati ríkir til þess að gera sem mest verð­mæti úr sam­eig­in­legri auð­lind, öllum til hags­bóta, án þess að gengið sé á rétt kom­andi kyn­slóða til hins sama, er nauð­syn­legt. Það hafa Íslend­ingar lagt áherslu á til þessa við fisk­veiði­stjórn og það er ljóst að margar þjóðir líta til Íslands þegar kemur að skipu­lagi veiða og vinnslu.“

Að mati sam­tak­anna sé var­an­leiki heim­ilda til nýt­ingar á nytja­stofnum sjávar einn af horn­steinum núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is. Festa og fyr­ir­sjá­an­leiki skipti miklu máli til að tryggja góða umgengni um auð­lind­ina, rekstr­ar­ör­yggi fyr­ir­tækja, atvinnu­ör­yggi starfs­manna, fjár­mögn­un, láns­kjör fyr­ir­tækja og nýsköp­un. „Óvissa um rekstr­ar­um­hverfi greinar í harðri alþjóð­legri sam­keppni mun bitna á sam­keppn­is­hæfni hennar og þar með þjóð­ar­hag til lengri tíma lit­ið, þvert á mark­mið frum­varps­ins. Leggja ber sér­staka áherslu á að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki selja um 98% af afla á alþjóð­legum mark­aði og að langan tíma hefur tekið að byggja upp sterka mark­aðs­stöðu og tryggja hæstu verð. Missi fyr­ir­tækin fót­festu þar mun taka langan tíma að ná henni aft­ur, náist hún yfir höf­uð.“

Telja mis­ráðið að setja auð­linda­á­kvæði

Við­skipta­ráð Íslands er á svip­uðum slóðum í sinni umsögn og segir að skýra þurfi nátt­úru­vernd­ar- og auð­linda­á­kvæði frum­varps­ins. Að mati ráðs­ins sé mis­ráðið að auð­linda­á­kvæðið fari óbreytt inn í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins enda sé ekk­ert sem kemur í veg fyrir að mark­miðum með hinu nýja hug­taki „þjóð­ar­eign“ verði náð fram með almennri laga­setn­ingu. Við­skipta­ráð vill því að frum­varpið verði end­ur­skoðað með til­liti til athuga­semda sinna. 

Að mati Við­skipta­ráðs liggur fyrir að ekki hafi náðst nægi­leg póli­tísk sátt um þær breyt­ingar sem frum­varpið hefur að geyma. „Þannig hafa þrjár breyt­ing­ar­til­lögur komið fram í þing­inu nú þegar og að þeim standa þing­menn úr fjórum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Stjórn­ar­skrám er ætlað að stand­ast tím­ans tönn og löng hefð er fyrir því að breyt­ingar á stjórn­ar­skrám séu gerðar í sátt þvert á stjórn­mála­flokka. Við­skipta­ráð telur mik­il­vægt að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar séu almennt gerðar í sem mestri sátt.“

Undir umsögn­ina ritar Agla Eir Vil­hjálms­dótt­ir, lög­fræð­ingur Við­skipta­ráðs, en fram­kvæmda­stjóri þess er Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar