Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá

Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.

borgartún
Auglýsing

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ýmsum annmörkum háð og leggja til að það nái ekki óbreytt fram að ganga. 

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­­eign­­­ar­rétti séu þjóð­­­ar­­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­skyni með lög­­­um, ekki í stjórn­­­­­ar­­­skrá.

Athugasemdir samtakanna, sem settar eru fram í umsögn um frumvarpið, snúa aðallega að setningu þessa auðlindaákvæðis í stjórnarskrá og skilgreiningu á hugtakinu „þjóðareign“, sem SFS telur að sé ekki skýr samkvæmt frumvarpinu. Undir umsögnina skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa líkað skilað inn umsögn um frumvarpið þar sem margháttaðar athugasemdir eru gerðar við áform um setningu auðlindaákvæði. Samtökin leggja til að auðlindaákvæðið verði einfaldlega fellt á brott úr frumvarpinu. Undir umsögn SA skrifar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtakanna. Samtökin gera ekki athugasemdir við önnur ákvæði frumvarps forsætisráðherra um stjórnarskrárbreytingar. 

Athugasemdir SA eru af sambærilegum toga og hjá SFS og sérstaklega fundið að notkun á hugtakinu „þjóðareign“. Í umsögn samtakanna segir í flestum tilfellum sé talað um ríkiseign í stjórnarskrám sem á annað borð hafa að geyma ákvæði um eignarhald að auðlindum. „Aðeins stjórnarskrár Eistlands og Slóveníu hafa að geyma þjóðareignarákvæði. Eina nágrannalandið sem hefur ákvæði af þessum toga í stjórnarskrá sinni er Írland, en þar er talað um ríkiseign. Það er varasamt að leita fyrirmynda að svona ákvæði til ríkja sem Ísland ber sig allajafna ekki saman við. Réttarkerfi þessara ríkja, þar á meðal stjórnskipunarréttur og eignarréttur, er allt annars eðlis en á Íslandi. Miklu eðlilegra er að líta til Norðurlanda þar sem réttarfarið er sambærilegt því íslenska.“

Auglýsing
Samtökin telja að stýra eigi auðlindanýtingu með lögum, ekki með því að setja ákvæði í stjórnarskrá. Þau tiltaka einnig að þau taki undir „almenn sjónarmið um auðlindanýtingu og náttúruauðlindir í þjóðareign sem reifuð eru í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.“

Varanleiki heimilda hornsteinn fiskveiðistjórnunarkerfis

SFS segir í sinni umsögn að ótækt sé að byggja rétt á óljósri skilgreiningu á „þjóðareign“. „Skortur á skýrleika hefur í för með sér óvissu sem er til þess fallin að hafa áhrif á fjölda sviða, enda er gert ráð fyrir því að allar náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti falli undir þessa tegund eignarhalds. Þá er á það að benda að allsendis óljóst er hvert samspil þessa frumvarpsákvæðis og 72. gr. stjórnarskrárinnar er.“

SFS segjast þó líka telja það mikilvægt að ná og viðhalda samfélagslegri sátt og samstöðu um sjávarútveg enda sé um að ræða undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. „Sjálfbær nýting, skynsamleg stjórnun veiða og nýsköpun í sjávarútvegi eru enda hagur bæði þeirra sem við atvinnugreina starfa og þjóðarinnar allrar. Stöðugt og fyrirsjáanlegt lagaumhverfi, þar sem hvati ríkir til þess að gera sem mest verðmæti úr sameiginlegri auðlind, öllum til hagsbóta, án þess að gengið sé á rétt komandi kynslóða til hins sama, er nauðsynlegt. Það hafa Íslendingar lagt áherslu á til þessa við fiskveiðistjórn og það er ljóst að margar þjóðir líta til Íslands þegar kemur að skipulagi veiða og vinnslu.“

Að mati samtakanna sé varanleiki heimilda til nýtingar á nytjastofnum sjávar einn af hornsteinum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Festa og fyrirsjáanleiki skipti miklu máli til að tryggja góða umgengni um auðlindina, rekstraröryggi fyrirtækja, atvinnuöryggi starfsmanna, fjármögnun, lánskjör fyrirtækja og nýsköpun. „Óvissa um rekstrarumhverfi greinar í harðri alþjóðlegri samkeppni mun bitna á samkeppnishæfni hennar og þar með þjóðarhag til lengri tíma litið, þvert á markmið frumvarpsins. Leggja ber sérstaka áherslu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki selja um 98% af afla á alþjóðlegum markaði og að langan tíma hefur tekið að byggja upp sterka markaðsstöðu og tryggja hæstu verð. Missi fyrirtækin fótfestu þar mun taka langan tíma að ná henni aftur, náist hún yfir höfuð.“

Telja misráðið að setja auðlindaákvæði

Viðskiptaráð Íslands er á svipuðum slóðum í sinni umsögn og segir að skýra þurfi náttúruverndar- og auðlindaákvæði frumvarpsins. Að mati ráðsins sé misráðið að auðlindaákvæðið fari óbreytt inn í stjórnarskrá lýðveldisins enda sé ekkert sem kemur í veg fyrir að markmiðum með hinu nýja hugtaki „þjóðareign“ verði náð fram með almennri lagasetningu. Viðskiptaráð vill því að frumvarpið verði endurskoðað með tilliti til athugasemda sinna. 

Að mati Viðskiptaráðs liggur fyrir að ekki hafi náðst nægileg pólitísk sátt um þær breytingar sem frumvarpið hefur að geyma. „Þannig hafa þrjár breytingartillögur komið fram í þinginu nú þegar og að þeim standa þingmenn úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum. Stjórnarskrám er ætlað að standast tímans tönn og löng hefð er fyrir því að breytingar á stjórnarskrám séu gerðar í sátt þvert á stjórnmálaflokka. Viðskiptaráð telur mikilvægt að stjórnarskrárbreytingar séu almennt gerðar í sem mestri sátt.“

Undir umsögnina ritar Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, en framkvæmdastjóri þess er Svanhildur Hólm Valsdóttir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar