Mynd: Pexels

Starfsfólk Landsbankans má ekki taka þátt í útboðum sem bankinn annast

Fjármálaeftirlitið rannsakar mögulega hagsmunaárekstra sem áttu sér stað þegar starfsmenn söluráðgjafa eða umsjónaraðila lokaðs útboðs í Íslandsbanka tóku sjálfir þátt í útboðinu. Kjarninn spurði hina þrjá stóru banka landsins hvort starfsmenn þeirra mættu kaupa í útboðum sem þeir kæmu að, og ef svo væri hvaða reglur giltu um slík kaup?

Eng­inn starfs­maður Lands­bank­ans, sem var á meðal sölu­ráð­gjafa í sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars, óskaði eftir heim­ild til að taka sjálfur þátt í útboð­inu og eng­inn starfs­maður bank­ans fékk slíkt leyfi. Starfs­fólki Lands­bank­ans er óheim­ilt að taka þátt í almennum útboðum á fjár­mála­gern­ingum sem bank­inn gefur út og í almennum útboðum sem bank­inn annast, nema því aðeins að í útboði sé óskað eftir til­boðum í hluta­bréf á föstu gengi en ekki verð­til­boðum í hluta­bréf, gengi eða vaxta­kjör og að þeir gangi ekki fyrir sem fyrstir skrá sig.

Þetta kemur fram í svari Rún­ars Pálma­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa bank­ans, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvaða reglur gilda um þátt­töku starfs­manna Lands­bank­ans í útboðum sem hann sér um eða kemur að. Lands­bank­inn var einn fimm inn­lendra sölu­ráð­gjafa sem komu að lok­uðu útboði á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars.

Rúnar segir enn fremur að í útboðs­lýs­ingu vegna almennra útboða sem bank­inn ann­ist eigi að greina frá því hvort starfs­fólki sé heim­ilt að taka þátt í útboði og sam­kvæmt hvaða skil­málum og skulu til­boð starfs­manna ber­ast við upp­haf fyrsta til­boðs­dags. 

Þetta er hluti af reglu­verki sem Lands­bank­inn hefur sett sér um við­skipti starfs­fólks með fjár­mála­gern­inga og gjald­eyri. Í svar­inu segir að mark­mið regln­anna sé að forð­ast hags­muna­á­rekstra og draga úr hættu á við­skiptum sem geta gefið til­efni til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti, stjórn­endur og starfs­fólk eða stofna hags­munum við­skipta­vina í hættu. „Starfs­fólk skal afla sam­þykkis reglu­vörslu til við­skipta með fjár­mála­gern­inga fyr­ir­fram, þ.m.t. óskráða fjár­mála­gern­inga. Reglu­varsla metur hvort að til staðar séu hags­muna­á­rekstrar sam­kvæmt reglum bank­ans.

Reglu­varsla kann að setja frek­ari skorður við þátt­töku starfs­fólks ef hætta er talin á hags­muna­á­rekstr­um. Þannig hafa verið settar skorður á þátt­töku starfs­fólk sem ann­ast fram­kvæmd útboða eða kunna að hafa frek­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd­ina sem ekki eru opin­ber­ar.“

Starfs­fólk Lands­bank­ans sem vegna starfa sinna telst fag­legir ráð­gjafar útgef­anda fjár­mála­gern­ings, er auk þess óheim­ilt að eiga við­skipti með fjár­mála­gern­ing við­kom­andi útgef­enda frá því að verk­efni hefst og næstu þrjá mán­uði eftir að því lýk­ur, nema því aðeins að verk­efni ljúki fyrr með opin­berri útgáfu á upp­lýs­ing­um.

Tíðkast ekki erlendis

Til­efni fyr­ir­spurnar Kjarn­ans var þátt­taka átta starfs­manna Íslands­banka, eða aðila tengdum starfs­mönn­um, í lok­uðu útboði á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í bank­anum 22. mars síð­ast­lið­inn, en fyr­ir­tækja­ráð­­­gjöf og verð­bréfa­miðlun Íslands­­­­­banka voru á meðal umsjón­­­ar­að­ila útboðs­ins. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringir inn fyrstu viðskipti með bréf bankans í fyrrasumar.
Mynd: Nasdaq Iceland

Fjár­­­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­­banka Íslands er að rann­saka hátt­­­semi ein­hverra þeirra fimm inn­­­­­lendu sölu­að­ila sem Banka­­­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mög­u­­­lega hags­muna­á­­­rekstra, meðal ann­­­ars vegna þess að starfs­­­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u. Þar sé að minnsta kosti verið að horfa á þátt­­töku áður­­­nefndra átta starfs­­manna eða tengdra aðila innan Íslands­­­banka og kaup stærsta eig­anda Íslenskra Verð­bréfa, sem er einnig eig­in­­­kona for­­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, keypti auk þess hlut. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið frá Íslands­banki sagði að stjórn­endur hans hlusti á þá gagn­rýni sem fram hefur komið um þátt­­töku starfs­­fólks bank­ans í útboð­inu og að reglur um þátt­töku starfs­manna yrðu rýndar í kjöl­far þessa.  Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna birt­ingu á upp­gjöri bank­ans fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins, sem birt var á fimmtu­dag, var haft eftir Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, að vinna „við breyt­ingar á reglum bank­ans varð­andi verð­bréfa­við­­skipti starfs­­manna“ standi yfir. 

Á fundi fjár­­­laga­­­nefndar í apríl sagði Jón Gunnar Jóns­­son, for­­stjóri Banka­­sýsl­unn­­ar, að allir fimm inn­­­­­lendu sölu­ráð­gjaf­­­arnir hefðu fengið fyr­ir­­­spurnir frá Fjár­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­­banka Íslands vegna rann­­­sóknar þess, en að það lægi ekki fyrir að grunur væri um mög­u­­­leg brot á reglum eða lögum gagn­vart þeim öll­u­m. 

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar fyrir skemmstu.
Mynd: Skjáskot/Alþingi

Hann hafi rekið augun í nafn starfs­­manns Íslands­­­banka á væntum kaup­enda­lista þegar verið var að safna áskriftum og spurt bank­ann út í það, en fengið þau svör að reglu­vörður hefði sam­­þykkt þetta. Jón Gunnar sagði að erlendis hefði það aldrei tíðkast að starfs­­menn sölu­ráð­gjafa tækju þátt í útboði og að það hefði verið litið horn­auga. 

Starfs­menn fá ekki almenna heim­ild til að kaupa í til­boðs­sölu

Har­aldur Guðni Eiðs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Arion banka, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að bank­inn hafi sett sér sér­stakar reglu um verð­bréfa­við­skipti starfs­fólks. „Sam­kvæmt þeim er starfs­mönn­um, og nátengdum aðil­um, óheim­ilt að eiga við­skipti með verð­bréf búi þeir yfir trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem tengj­ast við­kom­andi við­skipt­um. Ætíð er horft til þess að verð­bréfa­við­skipti starfs­fólks séu hafin yfir gagn­rýni og skapi hvorki hættu á hags­muna­á­rekstrum né orð­sporðs­á­hætt­u.“

Þegar Arion banki hafi verið sölu­að­ili í almennum frumút­boð­um, sem standi almenn­ingi til boða, hafi reglan verið sú að heim­ila starfs­fólki þátt­töku án þess að óska eftir áliti reglu­vörslu fyrir að hámarki tíu millj­ónir króna. Þátt­taka umfram það kalli á sam­þykki reglu­vörslu. „Þessi fram­kvæmd skýrist af því að lýs­ing hefur verið gefin út og því eiga engar inn­herj­a­upp­lýs­ingar að vera til stað­ar. Starfs­mönnum sem halda utan um til­boðs­bók er þó óheim­ilt að taka þátt, til að fyr­ir­byggja að unnt sé að lesa út úr upp­lýs­ingum um þátt­töku eftir að útboðið er byrj­að. Í ákveðnum til­vikum hefur einnig verið sett sú tak­mörkun að starfs­mönnum er ein­göngu heim­ilt að taka þátt fyrsta dag útboðs. Það er líka regla í frumút­boðum að tekið er sam­tal við útgef­anda varð­andi mögu­lega frek­ari úti­lokun ein­hverra hópa starfs­manna.“

Í til­boðs­sölu gildi þó í öllum aðal­at­riðum sömu reglur nema hvað starfs­menn fái ekki almenna heim­ild til þátt­töku. „Þeirra þátt­taka er háð rík­ari tak­mörk­unum og heim­ild frá reglu­vörslu,“ segir Har­ald­ur. Arion banki var ekki á meðal þeirra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem veittu sölu­ráð­gjöf þegar hlutir í Íslands­banka voru seldir í mars.

Reglu­vörður hefur heim­ilað starfs­mönnum að kaupa

Það var Kvika banki ekki held­ur. Í svari Ernu Heiðrúnar Jóns­dótt­ur, reglu­varðar Kviku banka, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvaða reglur gildi um útboð sem bank­inn kemur að segir að hann hafi sett sér umfangs­miklar og ítar­legar innri reglur um eigið við­skipti starfs­manna með fjár­mála­gern­inga, þar sem þeim séu settar veru­legar skorð­ur. „Reglur þessar ná til þátt­töku starfs­manna í útboð­um. Þátt­taka er alltaf háð sam­þykki reglu­varð­ar. Í regl­unum er sér­stakt ákvæði sem kveður á um að starfs­mönnum sé óheim­ilt að taka þátt í útboðum sem bank­inn ann­ast (þ.e. er umsjón­ar­að­ili að), nema að upp­fylltum ákveðnum ströngum skil­yrð­um. Áður en kemur að útboð­inu sjálfu er mögu­leg þátt­taka starfs­manna rædd milli reglu­varðar og stjórn­enda, þ.e. hvort við­eig­andi sé að starfs­menn taki þátt og ef svo er hvort og hvernig umrædd skil­yrði séu upp­fyllt. Bank­inn hefur áður bannað þátt­töku starfs­manna undir þessum kring­umstæðu­m.“

Efn­is­at­riði regln­anna og breyt­ingar þar á séu ræddar í fram­kvæmda­stjórn bank­ans að við­stöddum reglu­verði og svo teknar fyrir og sam­þykktar af stjórn. Reglu­vörður og stjórn­endur ræða þátt­töku starfs­manna í útboðum sem bank­inn hefur umsjón með eða kemur að áður en til útboðs kem­ur. Í sam­ræmi við þessar reglur og verk­lag hafi reglu­vörður bank­ans heim­ilað starfs­mönnum að kaupa í útboðum sem bank­inn hafi séð um eða kom að. 

Sé Kvika ekki umsjón­ar­að­ili en hugs­an­lega ráð­gef­andi í útboðs­ferli eða komi að ferl­inu með öðrum hætti gilda reglur um eigin við­skipti starfs­manna með sama hætti og um önnur við­skipti starfs­manna með fjár­mála­gern­inga. „Fram­an­greind sér­skil­yrði eiga þá ekki við með beinum eða jafn ströngum hætti. Þátt­taka er heimil ef innri reglur koma ekki í veg fyrir það af ein­hverjum ástæð­um, t.a.m. hags­muna­á­rekstrum/orð­spors­á­hættu o.s.frv. Undir þessum kring­um­stæðum er einnig alla jafna farið almennt yfir hugs­an­lega þátt­töku starfs­manna áður en til útboðs kemur af reglu­verði og stjórn­end­um. Starfs­menn eru alla jafna háðir 90 daga lág­marks eign­ar­halds­tíma frá kaup­degi fjár­mála­gern­ings. Sú krafa gildir um fjár­mála­gern­inga sem starfs­menn eign­ast við þátt­töku í útboðum og mið­ast upp­hafs­dagur þá við þann dag sem bréfin eru tekin til við­skipta.“  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar