Stefnubreyting hjá fyrirtækinu sem er að breyta heiminum

sundar.jpg
Auglýsing

Stefnu­breyt­ingin sem Google til­kynnti um í lok við­skipta­dags, 10 ágúst síð­ast­lið­inn, kom eins og þruma úr heið­skíru lofti, sé mið tekið af við­brögðum fjöl­miðla víð­ast hvar, en var samt eitt­hvað sem grein­endur og sér­fræð­ingar höfðu haft grun­semdir um að væri í bígerð. Það sem helst kall­aði á end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins var hröð þróun á sviði gervi­greind­ar, meðal ann­ars þróun sjálfa­kandi raf­bíla, og síðan tíma­bær end­ur­nýjun á stefnu­mótun félags­ins. Þó Google telj­ist fremur ungt félag þegar horft til margra þeirra sem risa­vöxnu fyr­ir­tækja sem eru skráð á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um, þá þarf stundum að minna á það sér­stak­lega að það varð til í bíl­skúr árið 1998, fyrir aðeins sautján árum.

Risi sem getur orðið að skrímsli?



Í blogg­færslu sem Larry Page og Sergey Bru­in, stofn­endur Goog­le, skrif­uðu á vef fyr­ir­tæk­is­ins í til­efni breyt­ing­anna segja þeirr að mark­miðið sé að láta hvert og eitt vöru­merki blómstra á sinn sjálf­stæða hátta. Und­ir væng móð­ur­fé­lags­ins, Alp­habet, verða t.d. Google Vent­­ur­es, sem mun leggja áherslu á að fjár­­­magna sprota­­fyr­ir­tæki, Google X, sem mun vinna að tækninýj­ung­um, Google Capital, sem mun fjár­­­festa í tækn­i­­geir­an­um til lengri tíma og síðan Google Inc. Und­ir væng Google Inc verður m.a. Android, Yout­u­be og aug­lýs­inga­­starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sem hefur verið grunnur að hröðum vexti þess allt frá stofn­un. Nýr for­stjóri Google er Sundar Pichai, 43 ára gam­all Ind­verji, sem hefur verið meðal lyk­il­stjórn­enda Google að und­an­förnu.

Tekj­ur­grunnur fyr­ir­tæk­is­ins er traust­ur, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Miðað við síð­ustu birtu til­kynn­ingu í kaup­höll, fyrir annan árs­fjórð­ung 2015, námu tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 17,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 2.300 millj­örðum króna. Það er um ell­efu ­pró­sent aukn­ing frá sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að fyr­ir­tækið sé fyrir löngu búið að festa við sig orðið risi, þá bendir margt til þess að það geti orðið stærra og áhrifa­meira en það er nú. Þá er orðið skrímsli lík­lega ekki langt und­an.

https://www.youtu­be.com/watch?v=M8Yjv­HYbZ9w

Auglýsing

Ekk­ert venju­legt fyr­ir­tæki



Einn af þeim sem fylgst hefur lengi fylgst með gangi mála í tækni­geir­anum á heims­vísu er Björg­vin Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar Íslands­banka og fyrr­ver­andi ráð­gjafi hjá McK­ins­ey. Hann segir stefnu­breyt­ing­una nú geta verið upp­haf „svaka­legrar“ sögu, ef Larry Page og félagar ná mark­miðum sín­um. „Google er auð­vitað ekk­ert venju­legt fyr­ir­tæki. Þetta hafa þeir Brin og Page sagt okkur allt frá því þeir skrif­uðu þetta í fyrstu setn­ing­unni í bréfi til fjár­festa í skrán­ing­ar­lýs­ingu félags­ins 2004. Alp­habet aðgerð Google er bara enn einn sönnun þess­ara orða. Page er að segja okkur að hann ætli að ein­beita sér að ævin­týrum og arf­leifð Google. Ef eitt­hvað af því tekst sem Page ætlar sér að vinna að verður saga Google enn svaka­legri en við getum ímyndað okk­ur. Pælið í því ef Google mun auka lang­lífi, bæta borga­skipu­lag eða bæta lífs­gæði með sjálf­keyr­andi bíl­um. Þetta eru meðal stóru mála Alp­habet. Á sama tíma mun hinn eit­ur­snjalli Sundar Pichai reka hið „hefð­bundna“ fyr­ir­tæki Google . Fyr­ir­tæki sem mun horfa á afkom­una í árs­fjórð­ungs­legum takti og tala um fjár­fest­ing­ar, tekjur og kostnað eins og hvert annað fyr­ir­tæki.



Það fyr­ir­tæki snýst um aug­lýs­ingar og hug­vit og er í sjálfu sér ekk­ert bylt­ing­ar­kennt utan þess að hafa svaka­lega sterka mark­aðs­stöðu. Sagan segir að það hafi hvatt Page til aðgerða nú að Pichai hafi verið boðið að taka við sem for­stjóri Twitter og Page hafi alls ekki viljað missa hann eins og Marissa Mayer hjá Yahoo eða Sheryl Sand­berg hjá Face­book,“ segir Björg­vin Ingi, sem hefur verið virkur í umræðum um tíð­indin frá Google á Twitter aðgangi sín­um.

Miklar breyt­ingar á lífi fólks



Líkt og þegar Google kom eins og storm­sveipur inn í líf fólks í tölv­um, árið 1998, þá bendir margt til þess að vöru­þróun fyr­ir­tæk­is­ins nú, einkum á sviði sjálfa­kandi bíla og gervi­greind­ar, meðal ann­ars í gegnum dótt­ur­fé­lagið Boston Dyna­mics, geti breytt lifn­að­ar­háttum eins og við þekkjum þá tölu­vert. Jafn­vel þó mörg önnur fyr­ir­tæki í heim­inum séu að þróa lausnir sem munu ýta undir breyt­ingar á þessum fyrr­nefndu þáttum þá er Google að leiða þró­un­ina. Eða það er það sem fyr­ir­tækið vill gera, helst alltaf á sem flestum víg­stöð­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=T­sa­ES--OTzM

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None