Stöðugleikaframlag getur sparað slitabúi Glitnis allt að 174 milljarða króna

18417154349_d2100abd45_b.jpg
Auglýsing

Slitabú Glitnis þarf að borga íslenska rík­inu allt að 173,9 millj­örðum krónum minna með því að greiða því stöð­ug­leika­fram­lag og sleppa þannig við álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts. Með því að greiða stöð­ug­leika­fram­lag áætlar Glitnir að búið þurfi að greiða rík­is­sjóði 205,4 til 254,4 millj­arða króna. Ef stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á búið myndi sú greiðsla hins vegar verða á bil­inu 329,3 til 379,3 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri Glitnis sem birt var fyrir helgi.

Stærstu kröfu­hafar Glitnis hafa þegar náð sam­komu­lagi við íslensk stjórn­völd um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum þeirra og greiða stöð­ug­leika­fram­lag. Það hafa stærstu kröfu­hafar slita­búa Kaup­þings og Lands­bank­ans einnig gert. Til­boð þeirra voru send inn klukku­tímum áður en við­hafn­ar­kynn­ing á áætlun stjórn­valda vegna losun fjár­magns­hafta fór fram í Hörpu. Í kynn­ing­unni var höf­uð­á­hersla lögð á að kynna útfærslu og áhrif stöð­ug­leika­skatts upp á 39 pró­sent, þrátt fyrir að sam­komu­lag lægi fyrir við stærstu slitabú föllnu bank­anna um að kom­ast hjá álagn­ingu hans.

Aðgerðir stjórnvalda vegna losun fjármagnshafta voru kynntar með viðhöfn í Hörpu 8. júní síðastliðinn. Þá lá þegar fyrir samkomulag við stærstu kröfuhafa föllnu bankanna um að mæta stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Aðgerðir stjórn­valda vegna losun fjár­magns­hafta voru kynntar með við­höfn í Hörpu 8. júní síð­ast­lið­inn. Þá lá þegar fyrir sam­komu­lag við stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda.

Auglýsing

Slita­búin hafa fram að ára­mótum til að ljúka slitum á búum sínum og greiða stöð­ug­leika­fram­lag sitt til rík­is­ins. Ger­ist það ekki á stöð­ug­leika­skatt­ur­inn að leggj­ast á.

Stöð­ug­leika­skatt þarf að greiða í reiðuféÍ hálfs­árs­upp­gjöri Glitn­is, sem var birt 28. ágúst síð­ast­lið­inn, er gerður sam­an­burður á áhrifum stöð­ug­leika­fram­lags og stöð­ug­leika­skatts. Þar segir að stöð­ug­leika­skattur myndi þýða að 34 til 39 pró­sent af eignum bús­ins, sem eru 981,1 millj­arður króna, myndu renna til íslenska rík­is­ins í reiðu­fé. Mun­ur­inn á pró­sentu­hlut­fall­inu fellst í því að Glitni stendur til boða að fjár­festa í ákveðnum íslensku fyr­ir­tækjum gegn því að skatt­pró­sentan lækki niður í 34 pró­sent ,fari svo að skatt­ur­inn falli á slita­bú­ið. Það þýðir að Glitnir þyrfti að greiða 329,3 til 379,3 millj­arða króna til íslenska rík­is­ins ef stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á búið.

Til sam­an­burðar býst slita­stjórn Glitnis við því að greiðsla stöð­ug­leika­fram­lags, í sam­ræmi við sam­komu­lag sem stærstu kröfu­hafar slita­bús­ins hafa gert við íslensk stjórn­völd, muni minnka eignir bús­ins um 21 til 28 pró­sent. Mun­ur­inn felist í því hvort það tak­ist að selja Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri eða ekki. Ef aðrir gjald­miðlar en íslensk króna fást fyrir bank­ann, miðað við bók­fært virði hans, fær slita­búið fær slita­búið 40 pró­sent af kaup­verð­inu og íslenska ríkið 60 pró­sent. Ef Íslands­banki verður hins vegar seldur fyrir íslenskar krónur rennur allt sölu­and­virðið til íslenska rík­is­ins. Þetta þýðir að slitabú Glitnis áætlar að mæt­ing stöð­ug­leika­skil­yrða muni kosta kröfu­hafa þess 205,4 til 254,4 millj­arða króna.

Í upp­gjör­inu kemur fram að kostir þess að greiða stöð­ug­leika­fram­lag felist einnig í því að það má að hluta til greiða með eignum og fjár­mála­gjörn­ingum sem eru ekki komnir á gjald­daga, en að stöð­ug­leika­skatt­inn þurfi að greiða í reiðu­fé.

Yfirlit úr hálfsársuppgjöri Glitnis þar sem afleiðingar álagningar stöðugleikaskatts eru bornar saman við greiðslu á stöðugleikaframlagi. Yfir­lit úr hálfs­árs­upp­gjöri Glitnis þar sem afleið­ingar álagn­ingar stöð­ug­leika­skatts eru bornar saman við greiðslu á stöð­ug­leika­fram­lag­i.

Vilja koma í veg fyrir nýja snjó­hengjuKjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að þegar kröfu­hafar Glitnis lögðu fram til­boð um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum íslenskra stjórn­valda, sem síðar var sam­þykkt, þá fól það til­boð meðal ann­ars í sér að Íslands­banki yrði seldur og ágóð­anum skipt milli kröfu­hafa Glitnis og rík­is­sjóðs. Mikla athygli vakti að í til­boð­inu er inn­byggður hvati fyrir Glitni að selja bank­ann til erlends aðila. Í ein­földu máli þá er bók­fært virði Íslands­banka um 119 millj­arðar króna og erlendir aðilar þyrftu að greiða sirka það verð fyrir hann. Inn­lendir aðilar þyrftu hins vegar að greiða allt að 200 millj­örðum króna.

Til við­bótar er ákvæði í til­boði kröfu­hafa Glitnis sem segir að erlendur kaup­andi bank­ans megi ekki selja hann aftur til inn­lends aðila í fimm ár eftir að gengið verður frá kaup­un­um.

Ýmsar ástæður eru fyrir því að stærstu kröfu­hafar Glitn­is, sem komu að samn­inga­við­ræðum við íslensk stjórn­völd, settu inn þessa hvata. Í fyrsta lagi feng­ist með því gjald­eyrir fyrir bank­ann sem nýst getur til að greiða niður skuld­ir. Íslenska ríkið fengi til að mynda 71 millj­arð króna í sinn hlut ef Íslands­banki yrði seldur útlend­ingum á bók­færðu virði, og gæti notað það fé til að minnka skuldir og vaxta­kostnað sinn veru­lega. Ef inn­lendir aðilar myndu kaupa bank­ann og nota til þess krónur væri illa hægt að nota þær krónur til að greiða niður inn­lendar skuld­ir. Það myndi auka á þenslu í hag­kerf­inu með til­heyr­andi verð­bólgu.

Gagn­rýnendur hafa bent á að Íslend­ingar eigi líka gjald­eyri sem hægt væri að nota til að kaupa bank­ann. Þar er mest horft til eigna líf­eyr­is­sjóða erlend­is. Þær eru hins vegar ein­ungis 23,5 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna og því var­huga­vert, með til­liti til áhættu­dreif­ingar í eign­ar­safni þeirra, að minnka það hlut­fall mik­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa líka verið að kalla eftir því að fá að fjár­festa meira erlend­is, frekar en að koma heim með pen­inga.

Vilja koma í veg fyrir nýja snjó­hengjuEn það eru fleiri ástæður fyrir því að kröfu­hafar Glitnis vilja frekar selja útlend­ingum en Íslend­ingum Íslands­banka. Á upp­gjörs­fundi hjá Íslands­banka á þriðju­dag sagði Jón Guðni Ómars­son, fjár­mála­stjóri Íslands­banka, að ein ástæða þess að erlent eign­ar­hald yrði bundið í fimm ár eftir sölu væri til að koma í veg fyrir að erlendur kaup­andi seldi Íslands­banka strax aftur til inn­lends aðila. Ef það myndi ger­ast þá væri strax komin ný snjó­hengja upp á 119 millj­arða króna. Vanda­málið sem áætlun stjórn­valda um losun hafta á að leysa yrði sam­stundis til á ný.

En er ástæða til að ótt­ast svona snún­ing? Miðað við stöðu Íslands­banka, sem á 187 millj­arða króna í eigið fé, hefur mikla mögu­leika til að vaxa, er með mikla mark­aðs­hlut­deild og það hversu mikil völd fylgja því að eiga banka á fákeppn­is­mark­aði á Íslandi, er ljóst að margir inn­lendir aðilar gætu hugsað sér að ráð­ast í slíkan snún­ing. Og sagan sýnir okkur líka að það yrði ekki í fyrsta sinn sem erlendur aðili yrði not­aður til að „leppa“ eign­ar­hald á banka til að tryggja inn­lendum fjár­festum yfir­ráð yfir hon­um. Það var gert þegar S-hóp­ur­inn svo­kall­aði keypti Bún­að­ar­bank­ann, með aðstoð hins þýska Hauck & Auf­hauser.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None