Stöðugleikaframlögin fóru ekki öll í embættismenn og alþingismenn

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Guðmundar Franklín Jónssonar um að stöðugleikaframlögin hafi öll farið í hækkun á kostnaði við rekstur embættis- og þingmanna.

Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Fleipur

Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn hefur hið gamla slag­orð „báknið burt“ á stefnu­skrá sinni. Í því felst meðal ann­ars sam­kvæmt útskýr­ingu flokks­ins, að öllum rík­is­stofn­unum verði gert að skila inn sparn­að­ar­til­lögum fyrir næstu ára­mót. Þá vill flokk­ur­inn leggja af styrki til stjórn­mála­flokka sem hann kallar spill­ingu af hæstu gráðu, sjálftöku og búi til rík­is­rekið stjórn­mála­bákn. 

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, for­maður flokks­ins, ræddi þessi mál í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi.

Auglýsing

Þar sagði hann meðal ann­ars að rík­is­út­gjöld hefðu hækkað um 25 pró­sent á verð­lagi árs­ins 2016. Síðan sagði Guð­mundur Frank­lín: „Stöð­ug­leika­sátt­mál­inn sem var gerður við erlendu bank­anna. hann er horf­inn. Þetta fór allt í hækkun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna.“ Í kjöl­farið sagði hann: „Stjórn­mála­menn. Millj­arðar á ári. Allir komnir með aðstoð­ar­menn.“

Stöð­ug­leika­fram­lögin skil­uðu að minnsta kosti 460 millj­örðum

Í skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun gerði um félagið Lind­ar­hvol, sem sá um umsýslu, fulln­ustu og sölu á eignum sem rík­is­sjóður fékk afhent vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna við slitabú föllnu bank­anna, og var birt í fyrra kom fram að stöð­ug­leika­fram­lagið hefði skilað 460 millj­örðum króna í rík­is­sjóð, eða 76 millj­örðum króna meira en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað eitt­hvað síðan þá, í ljósi þess að ein eign­anna sem ríkið fékk við gerð stöð­ug­leika­samn­ing­anna var Íslands­banki, sem var skráður á markað fyrr á þessu ári og hefur hækkað mikið í virð­i. 

Þorri þeirra fjár­muna sem komu inn vegna sölu stöð­ug­leika­eigna var nýttur í að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs og lækka með því vaxta­kostnað hans. Skuldir rík­is­sjóðs voru 65 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2009 en fóru undir 30 pró­sent árið 2019 og áætl­anir gera ráð fyrir að þær verði um 60 pró­sent árið 2025. 

Kostn­aður hefur hækk­að, en ekki um 460 millj­arða

Rík­is­út­gjöld hafa hækkað um 21 pró­sent á verð­lagi árs­ins 2016, frá árinu 2016. Sú full­yrð­ing Guð­mundar Frank­líns er því á réttri leið, þótt hún sé ekki rétt. Á því tíma­bili hækk­uðu rík­is­út­gjöldin úr 840 millj­örðum króna í 1.013 millj­arða króna á verð­lagi áður­nefnds árs. Upp­safn­aður við­bót­ar­kostn­aður í krónum talið er um 174 millj­arðar króna, eða um 38 pró­sent af þeim fjár­munum sem stöð­ug­leika­samn­ing­arnir skil­uðu sam­kvæmt því sem fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar í fyrra, og er hóf­leg.

Launa­kostn­aður rík­is­sjóðs hefur auk­ist um 67 millj­arða króna frá árinu 2016, eða um 44 millj­arða króna á verð­lagi þess árs. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að í byrjun sum­ars 2016 hafi grunn­laun þing­manna á Íslandi verið 712.030 krónur á mán­uði. Nú, fimm árum síð­ar, eru þau 1.285.411 krónur á mán­uði. Þau hafa því hækkað um 573.381 krónur á tíma­bil­inu, eða um rúm­lega 80 pró­sent.  Grunn­laun ráð­herra hækk­uðu enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemm­sum­ars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mán­uði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tíma­bil­inu, eða um 70 pró­sent. 

Rekstur rík­is­stjórnar Íslands, sem í fel­ast launa­greiðslur ráð­herra og allra aðstoð­ar­manna þeirra, er áætl­aður 681,3 millj­ónir króna á þessu ári, sam­kvæmt fjár­lögum fyrir árið 2021 sem sam­þykkt voru í fyrra. Það er 48 pró­sent aukn­ing frá áætl­uðum kostn­aði á árinu 2018, sem var fyrsta heila ár rík­is­stjórn­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, en kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra átti þá að vera 461 millj­ónir króna sam­kvæmt sam­þykktum fjár­lög­um. 

Hann reynd­ist hins vegar verða 597 millj­ónir króna á árinu 2018. Árið 2019 var hann svo undir áætlun en hækk­aði samt milli ára í 605 millj­ónir króna. 

Í fyrra var hann áætl­aður 660 millj­ónir króna á fjár­lögum og í ár er hann, líkt og áður sagði, áætl­aður 681,3 millj­ónir króna. 

Stjórn­mála­flokk­arnir átta sem eiga full­trúa á Alþingi munu fá sam­tals rúm­lega 2,8 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili fyrir að vera til. Það er 127 pró­sent hærri upp­hæð en þeir hefðu fengið ef til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka á árinu 2018 hefði ekki verið sam­þykkt í árs­lok 2017.

Nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar

Það er nið­ur­staða Stað­reynda­vaktar Kjarn­ans að Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hafi farið með fleipur í For­ystu­sæt­inu á RÚV þegar hann sagði: „Stöð­ug­leika­sátt­mál­inn sem var gerður við erlendu bank­anna. hann er horf­inn. Þetta fór allt í hækkun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna.“ 

Þótt laun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna, og ýmis annar kostn­aður í kringum rekstur rík­is­sjóðs, hafi auk­ist umtals­vert þá liggur fyrir að sá kostn­aður er ekki nálægt þeim 460 millj­örðum króna sem stöð­ug­leika­fram­lögin skil­uðu í rík­is­sjóð, hvernig sem á það er lit­ið. Það er hins vegar rétt hjá Guð­mundi að allir þessir kostn­að­ar­liðir hafa hækkað umtals­vert á því tíma­bili sem hann nefndi í við­tal­inu og því er full­yrð­ingin ekki hauga­lyg­i.  

Á skalanum haugalygi til dagsatt fór Guðmundur Franklín með fleipur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin