Súkkulaði, klósettpappír, kjúklingur og beikon

Hvað á til bragðs að taka ef ekki er vinnufriður fyrir lögreglu og dómstólum í Danmörku? Svarið vafðist ekki fyrir körlunum í Levakovic fjölskyldunni, þeir fluttu sig yfir sundið, til Svíþjóðar.

Gimi Levakovic og fjölskylda hans hafa ítrekað verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum.
Gimi Levakovic og fjölskylda hans hafa ítrekað verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum.
Auglýsing

Levakovic fjöl­skyldan er án efa ein þekktasta fjöl­skylda á sínu sér­sviði í Dan­mörku. Sér­sviðin eru reyndar fleiri en eitt: rán, inn­brot, ofbeldi og sér­stök færni í að lifa á dönsku bóta- og fram­færslu­kerfi.

Í dönskum fjöl­miðlum hefur á und­an­förnum árum margoft verið fjallað um þessa fjöl­skyldu, sem seg­ist vera sígaunar og fussar og sveiar ef ein­hver segir þau róma­fólk.

Auglýsing

Hér í Kjarn­anum hafa birst all­nokkrir pistlar um þessa fjöl­skyldu sem fyrst kom til Dan­merkur í byrjun átt­unda ára­tugar síð­ustu ald­ar. Frá Króa­tíu, sem þá var hluti Júgóslavíu og var með júgóslav­nesk vega­bréf. Fjöl­skyld­an, hjón með sex börn, kom til Dan­merkur á gömlum Opel bíl, með hrör­legt hjól­hýsi. Síðar bætt­ust við fjögur börn.

Vel tekið

Fjöl­skyld­unni var vel tekið í Kaup­manna­höfn og henni kynnt allt sem til­heyrði flutn­ingi til lands­ins. Þótt þau Levakovic, sem sett­ust að á Ama­ger, hafi tekið vel eftir upp­lýs­ingum varð­andi nýju búset­una var það, í ljósi sög­unn­ar, einkum það sem laut að reglum varð­andi fram­færslu­líf­eyri og opin­bera aðstoð sem fjöl­skyldan kynnti sér í þaula.

Minni áherslu kannski á ráð varð­andi atvinnu­leit, en til þess að gera langa sögu stutta hefur eng­inn úr fjöl­skyld­unni, sem nú telur vel á fimmta tug, fundið vinnu við hæfi heldur lifað á opin­berum fram­færslu­líf­eyri. Sam­an­lagt nemur sú upp­hæð frá upp­hafi jafn­gildi um tveggja millj­arða íslenskra króna. En sökum þess að fjöl­skyldan hefur tamið sér lífs­stíl sem útheimtir meira fé en dönsk stjórn­völd telja að dugi til fram­færslu hafa þau Levakovic árum saman stundað óhefð­bundna tekju­öfl­un, rán og grip­deild­ir.

Kölluð ill­ræmdasta fjöl­skylda Dan­merkur

Þau Levakovic hafa í dönskum fjöl­miðlum iðu­lega verið kölluð ill­ræmdasta fjöl­skylda Dan­merk­ur. Afskipti lög­regl­unnar af sjálfs­bjarg­ar­við­leitni fjöl­skyld­unnar hafa iðu­lega leitt til þess að ein­stakir fjöl­skyldu­með­limir hafa orðið að dvelja að heiman um lengri eða skemmri tíma. Ætt­ar­höf­uð­ið, Gimi Levokovic, sem flutti barn­ungur með for­eldrum sínum til Dan­merk­ur, hefur sam­tals mátt dúsa í grjót­inu í 6 ár og bræður hans, og bræðra­synir hafa margoft setið inni, um lengri eða skemmri tíma.

Gimi Levokovic hefur verið óspar á að veita viðtöl í gegnum tíðina. Skjáskot: TV2

Allir karl­menn í fjöl­skyld­unni 18 ára og eldri, og að minnsta kosti tvær kon­ur, hafa kom­ist í kast við lög­in. Í tveimur sjón­varps­þáttum sem danska sjón­varps­stöðin TV2 gerði um Levakovic fjöl­skyld­una lagði Gimi mikla áherslu á gildi fjöl­skyld­unnar og sam­stöðu henn­ar. „Sígaunar eru frið­sam­ir,“ sagði hann en lét hjá líða að nefna að hann barði fyrr­ver­andi konu sína til óbóta og keyrði síð­ar, eftir að þau skildu, á hana og stórslas­aði.

Eitt mál ætt­ar­höfð­ingj­ans fyrir Hæsta­rétt

Und­ir­réttur í Dan­mörku (lægsta dóm­stig af þrem­ur) hefur margoft úrskurðað að ein­stak­lingum úr fjöl­skyld­unni skuli vísað úr landi. Lands­réttur hefur í lang­flestum til­vikum snúið þeim dómum við. Mál ætt­ar­höfð­ingj­ans Gimi fór fyrir Hæsta­rétt árið 2016. Þá hafði Lands­réttur snúið við dómi Und­ir­réttar sem hafði úrskurðað að Gimi skyldi vísað úr landi. Hæsti­réttur stað­festi dóm und­ir­réttar og ætt­ar­höfð­ing­inn fékk áfram að vera í Dan­mörku.

Auglýsing

Danskur laga­pró­fessor sagði í blaða­við­tali að Hæsti­réttur hefði ber­sýni­lega valið að fylgja stefnu sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg hefði markað og nefndi sér­stak­lega að Gimi ætti ung börn og þótt hann væri ekki danskur rík­is­borg­ari (er með króat­ískt rík­is­fang) hafi hann nær alla ævi búið í Dan­mörku. Margir danskir stjórn­mála­menn lýstu undrun sinni og kröfð­ust þess að danska þing­ið, Fol­ket­in­get, setti lög um túlkun Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans, aðrir töldu Hæsta­rétt túlka lag­ara­mmann alltof veikt, brott­vísun rúm­að­ist innan hans. Þess má geta að ætt­ar­höfð­ing­inn Gimi hefur sam­tals 27 sinnum hlotið dóm fyrir ýmis konar afbrot.

Sex úr fjöl­skyld­unni hefur nú verið vísað úr landi

Ekki hafa allir úr Levakovic fjöl­skyld­unni verið jafn heppnir og ætt­ar­höfð­ing­inn Gimi. Nú hefur sam­tals 6 úr fjöl­skyld­unni verið vísað úr landi. Fyrir hálfum mán­uði fengu fjórir úr fjöl­skyld­unni þunga dóma og tveir þeirra jafn­framt brott­vísun úr landi að afplánun lok­inni. Þeir mega ekki koma til Dan­merkur í 9 ár. Tveimur úr fjöl­skyld­unni hafði þegar verið vísað úr landi, til Króa­tíu.

Gimi Levokovic hefur samtals 27 sinnum hlotið dóm fyrir ýmis brot en hann er langt í frá sá eini úr fjölskyldunni sem hefur komist í kast við lögin.

Skiptu Króa­tíu út fyrir Sví­þjóð

Fyrir nokkrum dögum greindi danska dag­blaðið B.T. frá því að 4 úr Levakovic fjöl­skyld­unni hefðu ekki farið langt þótt danskir dóm­stólar hefðu vísað þeim úr landi, til Króa­tíu, þar sem þeir hafa rík­is­fang. Þeir hefðu ein­fald­lega flutt sig yfir Eyr­ar­sundið til Sví­þjóð­ar. Nánar til­tekið Skán­ar. Og þar hefðu þeir tekið upp fyrri iðju en ekki sloppið við arm lag­anna.

B.T. hafði fengið aðgang að rétt­ar­gögnum þar sem fram kemur að fjór­menn­ing­arnir hefðu allir hlotið dóma fyrir ýmis konar afbrot. Í smá­bænum Bil­les­holm, skammt fyrir austan Hels­ingja­borg höfðu tveir úr Levakovic fjöl­skyld­unni stolið 350 súkkulað­i­plötum (Mara­bou) og 16 rúllum af sal­ern­is­pappír úr verslun í bæn­um.

Levokovic menn í ránsferð í verslun í Svíþjóð.

Á eft­ir­lits­mynda­vél í versl­un­ini sást hvar annar þjóf­anna hélt starfs­manni uppi á snakki meðan hinn fór út með inn­kaupa­körf­una. Í smá­bænum Bjuv, skammt frá Bil­les­holm stálu þeir kjúkling­um, skinku og beikoni. Góssið seldu þeir á spott­prís á svarta mark­aðn­um. Á eft­ir­lits­mynda­vélum sást enn­fremur þar sem þeir óku burt frá versl­un­unum en þeir eru báðir án öku­rétt­inda.

B.T. komst einnig að því að Jura Levakovic hlaut í fyrra mun þyngri dóm í Bæj­ar­rétti í Mal­mö, fyrir hót­an­ir, þjófn­aði og svindl. Jura er sagður sá for­hert­asti í fjöl­skyld­unni. Í sjón­varps­þátt­unum sem TV2 í Dan­mörku gerði um fjöl­skyld­una fyrir sjö árum sagði hann setn­ingu sem danskir fjöl­miðlar hentu á lofti. „Í öllum fjöl­skyldum er einn svartur sauður en í okkar fjöl­skyldu eru bara svartir sauð­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar