Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en hálft ár eru fleiri en allir sem búa á Akranesi

Þótt atvinnuleysi hafi dregist lítillega saman í síðasta mánuði hélt þeim sem hafa verið án vinnu í lengri tíma en sex mánuði áfram að fjölga. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár.

Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Auglýsing

Þeir sem hafa verið atvinnu­lausir að öllu leyti hér­lendis í meira en sex mán­uði voru 12.761 tals­ins um síð­ustu mán­aða­mót. Það fjölg­aði í hópnum um rúm­lega þús­und manns milli mán­aða og frá ára­mótum hefur fjöldin auk­ist um tæp­lega 1.900 manns. 

Ef horft er rúm­lega eitt ár aftur í tím­ann, til byrjun jan­ú­ar­mán­aðar 2020, þá voru alls 3.820 manns á land­inu öllu sem höfðu verið án atvinnu í sex mán­uði eða leng­ur. Síðan þá hefur fjölgað í þeim hópi um 8.941 manns. Það eru rúm­lega eitt þús­und fleiri en búa á Akra­nesi og næstum tvisvar sinnum allur sá fjöldi sem býr á Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Þetta kemur fram í við­bót­ar­upp­lýs­ingum sem Vinnu­mála­stofnun birtir um stöðu vinnu­mark­aðar á Íslandi í hverjum mán­uði.

Auglýsing
Þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár voru 4.719 í lok síð­asta mán­að­ar. Þeim hefur fjölgað um tæp­lega þrjú þús­und á rúmu ári. 

Atvinnu­lausum fækk­aði en lang­tíma­at­vinnu­lausum fjölg­aði

Heild­ar­at­vinnu­leysi dróst saman í síð­asta mán­uði. Almennt atvinnu­leysi mæld­ist 11,4 pró­sent og lækk­aði um 0,2 pró­sentu­stig milli mán­aða. Ástæða þessa er rakin að mestu til þess að sam­komu­tak­mark­anir voru rýmkaðar í febr­úar sem leiddi til þess að fleiri voru ráðnir til starfa í veit­inga­þjón­ustu og ferða­þjón­ustu. Þá var einnig fjölgun í sjáv­ar­út­vegi, að öllum lík­indum í tengslum við loðnu­ver­tíð, sem nú er að mestu afstað­in. 

Heild­ar­at­vinnu­leysið, þegar þeir sem nýta hluta­bóta­leið­ina eru með­tald­ir, mæld­ist 12,5 pró­sent. Alls fækk­aði þeim sem eru atvinnu­lausir að öllu leyti um 457 í þeim mán­uði. Það var í fyrsta sinn síðan því í maí í fyrra sem fjöldi atvinnu­lausra dróst saman milli mán­aða.  

Hlut­fall þeirra sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en sex mán­uði, af heild­ar­fjölda atvinnu­lausra, hefur hins vegar ekki verið hærra síðan í ágúst 2012 enda fjölg­aði þeim í síð­asta mán­uði. Þá voru 63 pró­sent allra atvinnu­lausra búnir að vera án vinnu í að minnsta kosti sex mán­uði en það hlut­fall er nú 60 pró­sent. Heild­ar­fjöldi atvinnu­lausra var hins vegar lægri þá, eða 8.346 alls. 

Rík­is­stjórnin ræðst í átak

Rík­is­stjórnin kynnti atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“ síð­ast­lið­inn föstu­dag þegar Ásmundur Einar Daða­­son félags- og barna­­mála­ráð­herra, fór yfir inni­hald þess á blaða­manna­fundi ásamt Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra. ­Mark­miðið er að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir er allt að fimm millj­­arðar króna.

Að meg­in­uppi­stöðu snýst átakið um að víkka út svo­kall­aða ráðn­ing­ar­styrki, sem kynntir voru til leiks sem COVID-19 úrræði haustið 2020. 

Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason á fundinum á föstudag. Mynd: Aðsend

Lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, munu geta sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Það mynd­­ast þannig hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu, en sá hópur hefur farið ört vax­andi í COVID-krepp­unni. Hverjum nýjum starfs­­manni mun fylgja allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur grunnatvinn­u­­leys­is­­bótum ef þau ráða starfs­­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­­ur. Styrk­­ur­inn með hverjum starfs­manni er til allt að sex mán­aða. Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur grunnatvinn­u­­leys­is­­bótum ef þau ráða starfs­­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­­ur. Styrk­­ur­inn með hverjum starfs­manni er til allt að sex mán­aða. Þetta úrræði er ekki nýtt heldur hefur staðið til boða frá því í fyrra­haust. 

Sér­stakar aðgerðir fyrir þá sem full­nýta bóta­rétt

Sér­­stakar aðgerðir eru fyrir þá eru við það að full­nýta bóta­rétt sinn í atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­kerf­inu.

Vinn­u­­mála­­stofnun greiðir ráðn­­inga­­styrk í allt að sex mán­uði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyrir ein­stak­l­inga með skerta starfs­­getu, vegna ráðn­­ingu ein­stak­l­inga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðn­­ing­­ar­­styrki sem nema fullum launum sam­­kvæmt kjara­­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð. Skil­yrði fyrir þessu er að ráð­inn sé ein­stak­l­ingur sem á sex mán­uði eða minna eftir af bóta­rétti.

Sveit­­ar­­fé­lögum er einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­l­inga sem full­nýttu bóta­rétt sinn innan atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­­ar­­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Félaga­­sam­tök geta fengið styrk fyrir tíma­bundna starfs­­krafta

Félaga­­sam­­tökum sem rekin eru til almanna­heilla og án hagn­að­­ar­­sjón­­ar­miða er gert kleift að stofna til tíma­bund­inna átaks­verk­efna í vor og sumar með ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur fullum launum sam­­kvæmt kjara­­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði auk 11,5 pró­­senta mót­fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð. Krafa er að þeir sem ráðnir eru til félaga­­sam­­taka hafi verið án atvinnu í meira en eitt ár.

Einnig verður greitt 25 pró­­sent álag til þess að standa straum af kostn­aði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, við­hald göng­u­­stíga, land­hreins­un, gróð­­ur­­setn­ingu, íþróttir og afþr­ey­ingu fyrir börn og ung­l­inga og fleira.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar