Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en hálft ár eru fleiri en allir sem búa á Akranesi

Þótt atvinnuleysi hafi dregist lítillega saman í síðasta mánuði hélt þeim sem hafa verið án vinnu í lengri tíma en sex mánuði áfram að fjölga. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár.

Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Auglýsing

Þeir sem hafa verið atvinnulausir að öllu leyti hérlendis í meira en sex mánuði voru 12.761 talsins um síðustu mánaðamót. Það fjölgaði í hópnum um rúmlega þúsund manns milli mánaða og frá áramótum hefur fjöldin aukist um tæplega 1.900 manns. 

Ef horft er rúmlega eitt ár aftur í tímann, til byrjun janúarmánaðar 2020, þá voru alls 3.820 manns á landinu öllu sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Síðan þá hefur fjölgað í þeim hópi um 8.941 manns. Það eru rúmlega eitt þúsund fleiri en búa á Akranesi og næstum tvisvar sinnum allur sá fjöldi sem býr á Seltjarnarnesi. 

Þetta kemur fram í viðbótarupplýsingum sem Vinnumálastofnun birtir um stöðu vinnumarkaðar á Íslandi í hverjum mánuði.

Auglýsing
Þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en eitt ár voru 4.719 í lok síðasta mánaðar. Þeim hefur fjölgað um tæplega þrjú þúsund á rúmu ári. 

Atvinnulausum fækkaði en langtímaatvinnulausum fjölgaði

Heildaratvinnuleysi dróst saman í síðasta mánuði. Almennt atvinnuleysi mældist 11,4 prósent og lækkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. Ástæða þessa er rakin að mestu til þess að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar í febrúar sem leiddi til þess að fleiri voru ráðnir til starfa í veitingaþjónustu og ferðaþjónustu. Þá var einnig fjölgun í sjávarútvegi, að öllum líkindum í tengslum við loðnuvertíð, sem nú er að mestu afstaðin. 

Heildaratvinnuleysið, þegar þeir sem nýta hlutabótaleiðina eru meðtaldir, mældist 12,5 prósent. Alls fækkaði þeim sem eru atvinnulausir að öllu leyti um 457 í þeim mánuði. Það var í fyrsta sinn síðan því í maí í fyrra sem fjöldi atvinnulausra dróst saman milli mánaða.  

Hlutfall þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en sex mánuði, af heildarfjölda atvinnulausra, hefur hins vegar ekki verið hærra síðan í ágúst 2012 enda fjölgaði þeim í síðasta mánuði. Þá voru 63 prósent allra atvinnulausra búnir að vera án vinnu í að minnsta kosti sex mánuði en það hlutfall er nú 60 prósent. Heildarfjöldi atvinnulausra var hins vegar lægri þá, eða 8.346 alls. 

Ríkisstjórnin ræðst í átak

Ríkisstjórnin kynnti atvinnuátak undir yfirskriftinni „Hefjum störf“ síðastliðinn föstudag þegar Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra, fór yfir innihald þess á blaðamannafundi ásamt Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Mark­miðið er að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­fyr­ir­tækj­um, félaga­sam­tökum og hinu opin­bera. Áætl­aður kostn­aður við þessar aðgerðir er allt að fimm millj­arðar króna.

Að meginuppistöðu snýst átakið um að víkka út svokallaða ráðningarstyrki, sem kynntir voru til leiks sem COVID-19 úrræði haustið 2020. 

Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason á fundinum á föstudag. Mynd: Aðsend

Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­menn, munu geta sótt um ráðn­ing­ar­styrki til þess að ráða starfs­menn sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Það mynd­ast þannig hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu, en sá hópur hefur farið ört vax­andi í COVID-krepp­unni. Hverjum nýjum starfs­manni mun fylgja allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5 prósent fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­ing­ar­styrk sem nemur grunnatvinnu­leys­is­bótum ef þau ráða starfs­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur. Styrk­ur­inn með hverjum starfsmanni er til allt að sex mán­aða. Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­ing­ar­styrk sem nemur grunnatvinnu­leys­is­bótum ef þau ráða starfs­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur. Styrk­ur­inn með hverjum starfsmanni er til allt að sex mán­aða. Þetta úrræði er ekki nýtt heldur hefur staðið til boða frá því í fyrrahaust. 

Sérstakar aðgerðir fyrir þá sem fullnýta bótarétt

Sér­stakar aðgerðir eru fyrir þá eru við það að full­nýta bóta­rétt sinn í atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­inu.

Vinnu­mála­stofnun greiðir ráðn­inga­styrk í allt að sex mán­uði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyrir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðn­ingu ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðn­ing­ar­styrki sem nema fullum launum sam­kvæmt kjara­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Skil­yrði fyrir þessu er að ráð­inn sé ein­stak­lingur sem á sex mán­uði eða minna eftir af bóta­rétti.

Sveit­ar­fé­lögum er einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn innan atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Félaga­sam­tök geta fengið styrk fyrir tíma­bundna starfs­krafta

Félaga­sam­tökum sem rekin eru til almannaheilla og án hagn­að­ar­sjón­ar­miða er gert kleift að stofna til tíma­bund­inna átaks­verk­efna í vor og sumar með ráðn­ing­ar­styrk sem nemur fullum launum sam­kvæmt kjara­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði auk 11,5 pró­senta mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Krafa er að þeir sem ráðnir eru til félaga­sam­taka hafi verið án atvinnu í meira en eitt ár.

Einnig verður greitt 25 pró­sent álag til þess að standa straum af kostn­aði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, við­hald göngu­stíga, land­hreins­un, gróð­ur­setn­ingu, íþróttir og afþr­ey­ingu fyrir börn og ung­linga og fleira.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar