Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en hálft ár eru fleiri en allir sem búa á Akranesi

Þótt atvinnuleysi hafi dregist lítillega saman í síðasta mánuði hélt þeim sem hafa verið án vinnu í lengri tíma en sex mánuði áfram að fjölga. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár.

Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Auglýsing

Þeir sem hafa verið atvinnu­lausir að öllu leyti hér­lendis í meira en sex mán­uði voru 12.761 tals­ins um síð­ustu mán­aða­mót. Það fjölg­aði í hópnum um rúm­lega þús­und manns milli mán­aða og frá ára­mótum hefur fjöldin auk­ist um tæp­lega 1.900 manns. 

Ef horft er rúm­lega eitt ár aftur í tím­ann, til byrjun jan­ú­ar­mán­aðar 2020, þá voru alls 3.820 manns á land­inu öllu sem höfðu verið án atvinnu í sex mán­uði eða leng­ur. Síðan þá hefur fjölgað í þeim hópi um 8.941 manns. Það eru rúm­lega eitt þús­und fleiri en búa á Akra­nesi og næstum tvisvar sinnum allur sá fjöldi sem býr á Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Þetta kemur fram í við­bót­ar­upp­lýs­ingum sem Vinnu­mála­stofnun birtir um stöðu vinnu­mark­aðar á Íslandi í hverjum mán­uði.

Auglýsing
Þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár voru 4.719 í lok síð­asta mán­að­ar. Þeim hefur fjölgað um tæp­lega þrjú þús­und á rúmu ári. 

Atvinnu­lausum fækk­aði en lang­tíma­at­vinnu­lausum fjölg­aði

Heild­ar­at­vinnu­leysi dróst saman í síð­asta mán­uði. Almennt atvinnu­leysi mæld­ist 11,4 pró­sent og lækk­aði um 0,2 pró­sentu­stig milli mán­aða. Ástæða þessa er rakin að mestu til þess að sam­komu­tak­mark­anir voru rýmkaðar í febr­úar sem leiddi til þess að fleiri voru ráðnir til starfa í veit­inga­þjón­ustu og ferða­þjón­ustu. Þá var einnig fjölgun í sjáv­ar­út­vegi, að öllum lík­indum í tengslum við loðnu­ver­tíð, sem nú er að mestu afstað­in. 

Heild­ar­at­vinnu­leysið, þegar þeir sem nýta hluta­bóta­leið­ina eru með­tald­ir, mæld­ist 12,5 pró­sent. Alls fækk­aði þeim sem eru atvinnu­lausir að öllu leyti um 457 í þeim mán­uði. Það var í fyrsta sinn síðan því í maí í fyrra sem fjöldi atvinnu­lausra dróst saman milli mán­aða.  

Hlut­fall þeirra sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en sex mán­uði, af heild­ar­fjölda atvinnu­lausra, hefur hins vegar ekki verið hærra síðan í ágúst 2012 enda fjölg­aði þeim í síð­asta mán­uði. Þá voru 63 pró­sent allra atvinnu­lausra búnir að vera án vinnu í að minnsta kosti sex mán­uði en það hlut­fall er nú 60 pró­sent. Heild­ar­fjöldi atvinnu­lausra var hins vegar lægri þá, eða 8.346 alls. 

Rík­is­stjórnin ræðst í átak

Rík­is­stjórnin kynnti atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“ síð­ast­lið­inn föstu­dag þegar Ásmundur Einar Daða­­son félags- og barna­­mála­ráð­herra, fór yfir inni­hald þess á blaða­manna­fundi ásamt Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra. ­Mark­miðið er að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir er allt að fimm millj­­arðar króna.

Að meg­in­uppi­stöðu snýst átakið um að víkka út svo­kall­aða ráðn­ing­ar­styrki, sem kynntir voru til leiks sem COVID-19 úrræði haustið 2020. 

Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason á fundinum á föstudag. Mynd: Aðsend

Lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, munu geta sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Það mynd­­ast þannig hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu, en sá hópur hefur farið ört vax­andi í COVID-krepp­unni. Hverjum nýjum starfs­­manni mun fylgja allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur grunnatvinn­u­­leys­is­­bótum ef þau ráða starfs­­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­­ur. Styrk­­ur­inn með hverjum starfs­manni er til allt að sex mán­aða. Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur grunnatvinn­u­­leys­is­­bótum ef þau ráða starfs­­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­­ur. Styrk­­ur­inn með hverjum starfs­manni er til allt að sex mán­aða. Þetta úrræði er ekki nýtt heldur hefur staðið til boða frá því í fyrra­haust. 

Sér­stakar aðgerðir fyrir þá sem full­nýta bóta­rétt

Sér­­stakar aðgerðir eru fyrir þá eru við það að full­nýta bóta­rétt sinn í atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­kerf­inu.

Vinn­u­­mála­­stofnun greiðir ráðn­­inga­­styrk í allt að sex mán­uði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyrir ein­stak­l­inga með skerta starfs­­getu, vegna ráðn­­ingu ein­stak­l­inga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðn­­ing­­ar­­styrki sem nema fullum launum sam­­kvæmt kjara­­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð. Skil­yrði fyrir þessu er að ráð­inn sé ein­stak­l­ingur sem á sex mán­uði eða minna eftir af bóta­rétti.

Sveit­­ar­­fé­lögum er einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­l­inga sem full­nýttu bóta­rétt sinn innan atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­­ar­­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Félaga­­sam­tök geta fengið styrk fyrir tíma­bundna starfs­­krafta

Félaga­­sam­­tökum sem rekin eru til almanna­heilla og án hagn­að­­ar­­sjón­­ar­miða er gert kleift að stofna til tíma­bund­inna átaks­verk­efna í vor og sumar með ráðn­­ing­­ar­­styrk sem nemur fullum launum sam­­kvæmt kjara­­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði auk 11,5 pró­­senta mót­fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð. Krafa er að þeir sem ráðnir eru til félaga­­sam­­taka hafi verið án atvinnu í meira en eitt ár.

Einnig verður greitt 25 pró­­sent álag til þess að standa straum af kostn­aði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, við­hald göng­u­­stíga, land­hreins­un, gróð­­ur­­setn­ingu, íþróttir og afþr­ey­ingu fyrir börn og ung­l­inga og fleira.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar