Þjóðaröryggisstefna Íslands – Óþörf her- og öryggisvæðing eða þarfar ráðstafanir?

15931886835_0471d58443_z.jpg
Auglýsing

Nýlega lagði Gunnar Bragi Sveins­son ut­an­­rík­­is­ráð­herra fyr­ir á Alþingi til­­lögu til þings­á­lykt­un­ar um þjóðar­ör­ygg­is­­stefnu fyr­ir Ísland. Til­­lag­an er byggð á skýrslu þing­­manna­­nefnd­­ar, sem Össur Skarp­héð­ins­son þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra kom á fót og skipuð var full­­trú­um allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síð­asta kjör­­tíma­bili. Hér verður ekki gerð tæm­andi grein fyrir inni­haldi til­lög­unnar heldur er athygl­inni beint að því sem helst er deilt um og vekur upp spurn­ing­ar.

En hvað er þjóðar­ör­yggi og þjóðar­ör­ygg­is­stefna – er það loft­varnir með orr­ustu­þotum eða áætl­anir um varnir gegn nátt­úru­ham­förum, netárásum og hryðju­verk­um? – Í stuttu máli getur það verið allt þetta og meira til því á und­an­förnum árum hefur skil­grein­ing á því hvað telst til örygg­is­mála verið að breyt­ast mjög og ná til æ fleiri þátta. Þetta getur líka verið breyti­legt eftir ríkjum og land­svæð­um, því land­lukt ríki þarf til að mynda ekki að ótt­ast mengun eða ágang sjávar og ótrygga sjó­flutn­inga—eitt­hvað sem gæti verið ofar­lega á list­anum hjá litlu eyríki.

Því má halda fram að óvissa og umræðu­hefð, með rætur í hugs­un­ar­hætti kalda stríðs­ins, hafi að ein­hverju leyti tor­veldað umræðu og stefnu­mörkun hvað varðar örygg­is- og varn­ar­mál á Íslandi. Með dálít­illi ein­földun má segja að umræðan hafi snú­ist um veru varn­ar­liðs á Kefla­vík­ur­flug­velli og hvort þar væru orr­ustu­þot­ur, á meðan víð­tæk og mark­viss stefnu­mótun í örygg­is­málum sat á hak­an­um.

Auglýsing

Byggir á áhættu­mats­skýrslu frá 2009



Eftir brott­för Banda­ríkja­manna árið 2006 fóru Íslend­ingar að stíga sjálf­stæð skref í örygg­is- og varn­ar­mál­um, meðal ann­ars með áhættu­mats­skýrsl­unni frá 2009 sem umrædd til­laga byggir á. Þar kemur fram að nýjar ógnir og hætt­ur, sem ekki virða landa­mæri, krefj­ist víð­ari skil­grein­ingar örygg­is­hug­taks­ins – og á tímum hnatt­væð­ingar geti ekk­ert ríki alfarið treyst á öryggi vegna land­fræði­legrar legu, fámennis eða frið­sam­legrar stefnu.

Hættum er skipt í þrjá flokka í til­lög­unni og í efsta flokki eru hættur sem setja ber í for­gang; umhverf­is­vá, netógnir og skemmd­ar­verk á innviðum sam­fé­lags­ins, auk slysa vegna auk­inna umsvifa á norð­ur­slóð­um; Í öðrum flokki lenda m.a. ógnir af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, fjár­mála- og efna­hags­ör­yggi, fæðu- og mat­væla­ör­yggi ásamt heil­brigð­is­ör­yggi og far­sótt­um, auk hryðju­verka—­sem færst hafa upp um flokk. Hern­að­arógnir lenda í þriðja og neðsta flokkn­um.

Bandaríski herinn sá um öryggis-og varnarmál á Íslandi áratugum saman í umboði NATO. Hann hvarf frá landinu árið 2006. Banda­ríski her­inn sá um örygg­is­-og varn­ar­mál á Íslandi ára­tugum saman í umboði NATO. Hann hvarf frá land­inu árið 2006.

Auk þess eru nefnd tíu áherslu­at­riði þar sem fremst er áréttað mik­il­vægi norð­ur­slóða, NATO-­sam­starfs­ins og varn­ar­samn­ings­ins við Banda­rík­in. Enn­fremur áhersla á efl­ingu nor­ræns sam­starfs um örygg­is­mál og að styrkja víð­tæka örygg­is­hags­muni Íslands með virku alþjóða­sam­starfi. Jafn­framt er lagt til að komið verði á fót þjóðar­ör­ygg­is­ráði, undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra, sem yrði sam­ráðs­vett­vangur fyrir þá fjöl­mörgu aðila sem að málum koma.

En eru ekki allir sáttir við að mótuð sé þjóðar­ör­ygg­is­stefna og öryggi lands og þjóðar tryggt? ­– Svarið við því er ekki ein­falt því þarna sem ann­ars staðar takast á póli­tísk sjón­ar­mið, pen­ingar og völd, jafn­vel byggða- og kynja­sjón­ar­mið. Því þarf að for­gangs­raða og vekur athygli að hryðju­verk eru færð upp um flokk, sem byggir á nýút­gefnu mati emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra um aukna hættu á hryðju­verk­um. Þetta vekur upp ákveðnar spurn­ing­ar, því hafa ber í huga að slík til­færsla mun vænt­an­lega þýða auknar fjár­veit­ingar til við­kom­andi emb­ætt­is. Hins vegar hafa óneit­an­lega komið upp til­felli hryðju­verka í nágranna­löndum okkar á síð­ustu miss­erum, sem yfir­völd íslenskra örygg­is­mála geta tæp­lega leitt hjá sér.

Umræður á alþingi – gagn­rýni á til­lög­una



Gagn­rýni sem kom fram í fyrri umræðu um til­lög­una á alþingi snérist í meg­in­at­riðum um tvennt. Þing­menn Vinstri grænna töldu hana þýða aukna her­væð­ingu örygg­is­mála, þar sem hern­að­ar­banda­lagið NATO væri enn í for­grunni, þrátt fyrir skýrar áherslur á hin mýkri, borg­ara­legu örygg­is­mál. Þetta mis­ræmi end­ur­speglar að svo virð­ist sem stefnan sé ekki alveg skýr og gagn­rýni VG að ein­hverju leyti rétt­mæt. Jafn­framt sem mik­il­vægt má telja að stað­inn sé vörður um Ísland sem her­laust ríki og fylgja ekki í blindni kröfum um aukin hern­að­ar­um­svif.

En að sama skapi verður ekki horft fram­hjá þeirri stað­reynd að Ísland er aðild­ar­ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og því fylgja skyldur og ábyrgð, sem ná lengra en ein­ungis að ystu mörkum loft- og land­helg­inn­ar. Íslensk stjórn­völd hafa einmitt gefið út yfir­lýs­ingar um aukin fram­lög Íslands til NATO – því það sam­starf gengur einnig út á fram­lag – meðal ann­ars til að bregð­ast við auk­inni hryðju­verkaógn.

En spyrja má hvort NATO aðild veiti skjól gegn þeim ógnum sem settar eru í efsta flokk, umhverf­is­vá, netógnum og skemmd­ar­verkum á innviðum sam­fé­lags­ins, auk slysa vegna auk­inna umsvifa á norð­ur­slóð­um? NATO hefur vissu­lega reynt að víkka út hlut­verk sitt á und­an­förnum árum og skil­greinir það nú þrí­þætt: sam­eig­in­legar varnir (collect­ive defen­se), áfalla­stjórnun (crisis mana­gement) og örygg­is­mála­samt­arf (cooper­ative security), en þetta gefur Íslandi aukna mögu­leika með sitt borg­ara­lega fram­lag. Þó ljóst sé að NATO aðild muni ekki full­nægja öllum varn­ar­þörfum Íslands má full­yrða að hún sé mjög hag­kvæm trygg­ing á því sviði.

Jens SToltenberg NATO Þó ljóst sé að NATO aðild muni ekki full­nægja öllum varn­ar­þörfum Íslands má full­yrða að hún sé mjög hag­kvæm trygg­ing á því sviði. Jens Stol­ten­berg er fram­kvæmda­stjóri NATO.

 

Flækir stjórn­sýslu að utan­rík­is­ráð­herra beri póli­tíska ábyrgð á mála­flokknum



Píratar settu helst spurn­inga­merki við hvort þátt­taka borg­ara­legra stofn­ana okkar Íslend­inga á vett­vangi NATO gæti kallað á aukna hættu – þar sem slíkar stofn­an­ir, sem alla jafna ættu ekki að blanda sér í hern­að­ar­leg mál­efni, gætu orðið skot­mörk. Jafn­framt að ekki sé ráð­legt að blanda borg­ara­legum stofn­unum við hern­að­ar­lega starf­semi, því milli­ríkja­sam­starf við­kom­andi stofn­ana gæti raskast þar sem hern­að­ar­leg starf­semi væri illa séð. Þetta er einnig rétt­mæt gagn­rýni og ein­hverju leyti í sam­ræmi við álit lög­reglu, bæði yfir­stjórnar og starfs­manna. Á móti má benda á að þekkt er að land­helg­is­gæsla starfi við svo­kallað tví­hatta kerfi, til að mynda í Nor­egi þar sem her­inn og strand­gæslan bland­ast að ein­hverju leyti sam­an. Í flestum vest­rænum ríkjum gegna herir líka virku hlut­verki í stuðn­ingi við almanna­varn­ir, meðal ann­ars vegna nátt­úru­ham­fara.

Varn­ar­mála­stofnun Íslands var komið á fót í kjöl­far brott­farar Banda­ríkja­hers árið 2006 og voru helstu rökin fyrir stofnun hennar einmitt þessi, að mynda fag­lega umgjörð um mál sem ekki hæfðu borg­ara­legum stofn­un­um. Örygg­is- og varn­ar­mál og sam­skiptin við NATO vegna aðgerða og æfinga voru þarna tekin út úr ráðu­neytum og færð í sér­staka stofn­un, skýrt afmark­aða með lögum frá hinum póli­tíska vett­vangi, þó varn­ar­málin hafi áfram heyrt – og heyri enn – undir utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.

Þegar Varn­ar­mála­stofnun var lögð niður var rök­stuðn­ingur meðal ann­ars að við tæki stofnun með borg­ara­leg gildi. Þetta beinir sjónum að því að ein­hverjir hafi litið á Varn­ar­mála­stofnun sem hern­að­ar­lega stofn­un, sem eru ákveðin merki um að stefnan hafi ekki verið alveg á hreinu. Jafn­framt hlýtur það að flækja alla stjórn­sýslu að póli­tísk ábyrgð á mála­flokknum heyrir undir utan­rík­is­ráð­herra, á meðan að fram­kvæmd varn­ar- og örygg­is­mála fer fram á vett­vangi und­ir­stofn­ana inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Landhelgisgæslan Land­helg­is­gæslan tók við þorra verk­efna Varn­ar­mála­stofn­unar þegar hún var lögð nið­ur­.

 

Einnig vakna mik­il­vægar spurn­ingar um hvort Ísland geti í raun verið laust við hern­að­ar­leg umsvif þrátt fyrir yfir­lýst her­leysi. Sem dæmi má segja að Land­helg­is­gæslan, sem tók við þorra verk­efna Varn­ar­mála­stofn­un­ar, hafi ákveðna hern­að­ar­lega teng­ingu því for­stjór­inn ber tit­il­inn „rear admiral“ þegar svo ber und­ir. Það er alþjóð­legur tit­ill með hern­að­ar­legan skýr­skotun til að geta tryggt sam­starf á hern­að­ar­legum grunni. Þetta kann að vera bæði nauð­syn­legt og eðli­legt, en beinir sjónum að mik­il­vægi þess að lög og reglur séu skýr og fram­kvæmd ekki háð geð­þótta.

Rík skylda til að skil­greina mögu­legar ógnir



Aukið sam­starf norð­ur­landa­þjóð­anna er einnig í for­grunni nýrrar stefnu og gjarnan nefnt sem mik­il­vægt atriði í örygg­is- og varn­ar­málum Íslend­inga—­meðal ann­ars í sam­hengi við hug­myndir um að á Íslandi verði alþjóð­leg björg­un­ar­mið­stöð vegna auk­inna umsvifa í norð­ur­höf­um. Þessar hug­myndir eru ótrú­verð­ugar – og í raun ákveðið aft­ur­hvarf til þess að Íslend­ingar létu land í skiptum fyrir varnir – því ekki verður séð hvað við höfum meira fram að færa. Ein­hver þekk­ing er til staðar og vissu­lega er hér aðstaða – sem vel að merkja er í eigu NATO. Hér eru skip og þyrlur sem duga þó tæp­lega til að tryggja öryggi í okkar eigin lög­sögu og Íslend­ingar hafa átt í mesta basli með rekstur á—hvað þá sem mark­vert inn­legg í alþjóð­lega björg­un­ar­mið­stöð á norð­ur­slóð­um.

Það heyr­ist gjarnan að stjórn­völd geri mikið úr hættum í ann­ar­legum til­gangi. Þannig geti þau aukið vald­heim­ildir gagn­vart borg­ur­un­um, allt í nafni auk­ins örygg­is. Þetta er mik­il­vægt sjón­ar­mið en jafn­framt verður að huga vel að þeirri ríku skyldu stjórn­valda að skil­greina vel mögu­legar ógnir svo bregð­ast megi við þeim með við­eig­andi og skipu­legum úrræð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None