Mynd: Skjáskot/Samherji

Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta

Fjórar blokkir orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir, sem samanstanda að útgerðum sem eru ekki allar skilgreindar sem tengdar samkvæmt lögum, á 58,6 prósent af öllum úthlutuðum kvóta.

Sam­an­lögð kvóta­staða tíu stærstu útgerða lands­ins innan afla­marks­kerf­is­ins dregst saman milli ára. Í nóv­em­ber 2021, þegar Fiski­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­ráð tengdra aðila yfir afla­hlut­deildum fari ekki umfram lög­bundið tólf pró­sent hámark, birti upp­lýs­ingar um sam­þjöppun afla­heim­ilda, héldu þær alls á 67,45 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Í nýjum töl­um, sem Fiski­stofa birti á mið­viku­dag, er það hlut­fall komið niður í 56 pró­sent. 

Það þýðir þó ekki að sam­þjöppun í grein­inni hafi dreg­ist sam­an. Það hefur hún alls ekki gert, líkt og margar stórar sam­ein­ingar eða yfir­tökur á und­an­förnu ári sýna. Breyt­ing­una má að nán­ast öllu leyti rekja til þess að loðnu­kvóti skrapp mikið saman milli ára. Síðla árs 2021 var úthlutað 904 þús­und tonn­um, en þá hafði ekki verið úthlutað kvóta í loðnu í tvö ár. Úthlut­unin var sú stærsta í tvo ára­tugi. Hún reynd­ist á end­­anum allt of umfangs­­mik­il, var skert og íslensku útgerð­­irnar veiddu 76 pró­­sent af því sem þeim var úthlut­að. Ráð­­gjöf Haf­rann­­­sókna­­­stofn­un­ar vegna yfir­­stand­andi loðn­u­ver­­tíðar nem­ur 218.400 tonn­um en tæp­­­lega 80 þús­und tonn­um af þessu renn­a til norskra, fær­eyskra og græn­­­lenskra skipa. Í hlut íslenskra útgerða féllu því tæp­­lega 132 þús­und tonn í stað þeirra 686 þús­und tonna í fyrra sem íslenskar útgerðir máttu veiða á fyrra fisk­veiði­ári eftir skerð­ing­­ar.

Tvö fyr­ir­tæki fengu 38,4 pró­­­­sent af þeim loðn­­­u­kvóta sem var úthlut­að 2021. Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja fékk mest, 19,99 pró­­­­sent. Síld­­­­ar­vinnslan og tengd félög komu þar á eftir með 18,5 pró­­­­sent. Sam­dráttur beinum afla­hlut­deildum þess­arra tveggja útgerða milli ára nam næstum átta pró­sentu­stig­um.

Stóru að stækka

Síld­ar­vinnslan, sem Sam­herji hf. á 30,06 pró­sent í, gekk frá kaupum á Vísi í Grinda­vík í byrjun síð­asta mán­að­ar. Auk þess á Síld­ar­vinnslan tvö dótt­ur­fé­lög í útgerð, Berg-Hug­inn og Berg ehf. Sam­an­lögð afla­hlut­deild þess­ara fjög­urra útgerða er 12,11 pró­sent og því rétt yfir lög­bundnu tólf pró­sent hámarki.

Brim, sem skráð er á markað og metið á 174,3 millj­arða króna, er sú ein­staka útgerð sem er með mesta afla­hlut­deild, eða 11,34 pró­sent. Fyr­ir­tækið er því rétt undir lög­bundnu hámarki og aðeins minni hlut­deild en Síld­ar­vinnslu­sam­stæð­an. Brim keypti kvóta og tog­­ara af Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­vík­­ur í nóv­­em­ber á 12,4 millj­­arða króna.

Sam­herji Ísland og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem bæði eru að fullu í eigu Sam­herja hf., koma þar næst með 8,77 pró­sent. kemur þar næst með 6,87 pró­sent. 

Ísfé­lag Vest­manna og Rammi, sem til­kynntu um sam­ein­ingu milli jóla og nýárs, koma þar næst með 8,14 pró­sent og FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­armur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er í fimmta sæti með 5,17 pró­sent. 

Til að veiða fisk í íslenskri lög­­­­­sögu þarf að kom­­­ast yfir úthlut­aðan kvóta sem úthlutað er í sam­ræmi við lög um stjórn fisk­veiða. Um­rædd lög eru skýr. Þau segja að eng­inn hópur tengdra aðila megi halda á meira en tólf pró­­­sent af heild­­­ar­afla. Þau mörk eiga að koma í veg fyrir of mikla sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­­ar­inn­­­ar. Til að telj­­ast tengdur aðili er þó gerð krafa um meiri­hluta­­­eign eða raun­veru­­­leg yfir­­­ráð. Í því felst að aðili þurfi að eiga meira en 50 pró­­­sent í öðrum aðila eða ráða yfir honum með öðrum hætti til að þeir séu taldir tengdir aðil­­­ar. Þau mörk hafa verið harð­­lega gagn­rýnd, enda mjög há í öllum sam­an­­burð­i. 

Í þessu sam­­­bandi hefur meðal ann­­ars verið bent á lög um skrán­ingu raun­veru­­­legra eig­enda. Í þeim er miðað við 25 pró­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­legur eig­and­i.

Raun­veru­­leg yfir­­ráð ekki könnuð

Í jan­úar árið 2019 skil­aði Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun svartri stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt um Fiski­­­stofu, sem á að hafa eft­ir­lit með fram­­kvæmd laga um úthlutun hans. Eitt þeirra atriða sem veru­­­legar athuga­­­semdir voru gerðar við, og vakti mikla athygli, var að Fiski­­­stofa kann­aði ekki hvort yfir­­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi yfir afla­hlut­­­deild­um, eða kvóta, væru í sam­ræmi við lög.

Skiptar skoð­­­anir hafa verið uppi um hvort það tak­­­mark hafi náðst. En skýrsla Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar ýtti málum aðeins áfram. Í henni var meðal ann­­­ars lagt til að ráð­­­ast í end­­­ur­­­skoðun á lögum um stjórn fisk­veiða sem snúa að yfir­­­ráðum yfir afla­heim­ildum og ákvæðum sem fjalla um tengsl aðila „svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­­­­­þjöppun afla­heim­ilda“. 

Fjórar blokkir gnæfa yfir aðrar í íslenskum sjávarútvegi.
Mynd: Skjáskot/Samherji

Í mars 2019 var skipuð verk­efna­­­stjórn sem falið var þetta verk­efni. Hún skil­að­i ­skrif­­­­lega af sér drögum 30. des­em­ber 2019 þar sem lagðar voru fram ýmsar til­­lögur til úrbóta.

Risa­nefnd skoðar áskor­anir og tæki­færi

Í maí í fyrra skip­aði Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra ein­a fjöl­­­­menn­­­­ustu nefnd Íslands­­­­­­­sög­unnar til að „greina áskor­­­­anir og tæki­­­­færi í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­veg­i“. Í starfs­hóp­um, verk­efna­­­­stjórn og sam­ráðs­­­­nefnd sitja á fimmta tug ein­stak­l­inga. Nefndin á að starfa út næsta ár. Vinna við kort­lagn­ingu á stjórn­­un­­ar- og eigna­­tengslum í sjá­v­­­ar­út­­­vegi er hluti af þeirri vinnu.

Fyr­ir­hug­aðar loka­af­­­urðir þessa starfs eru meðal ann­­­ars ný heild­­­ar­lög um stjórn fisk­veiða eða ný lög um auð­lindir hafs­ins og aðrar laga­breyt­ing­­­ar, verk­efni á sviði orku­­­skipta, nýsköp­un­­­ar, haf­rann­­­sókna og gagn­­­sæi og kort­lagn­ing eigna­­­tengsla í sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­i. 

Þegar til­­kynnt var um skipun hóps­ins var haft eftir Svandísi að í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi ríki djúp­­­stæð til­­­f­inn­ing meðal almenn­ings um órétt­­­læti. „Sú til­­­f­inn­ing tel ég að stafi aðal­­­­­lega af tvennu; sam­­­þjöppun veið­i­­heim­ilda og þeirri til­­­f­inn­ingu að ágóð­­­anum af sam­eig­in­­­legri auð­lind lands­­­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt. Mark­miðið með þess­­­ari vinnu er því hag­­­kvæm og sjálf­­­bær nýt­ing sjá­v­­­­ar­auð­linda í sátt við umhverfi og sam­­­fé­lag.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið kannar eigna­tengsl

Í októ­ber 2022 gerði mat­væla­ráðu­neytið samn­ing við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um að tryggja því fjár­­hags­­legt svig­­rúm til að stofn­unin geti ráð­ist í athugun á stjórn­­un­­ar- og eigna­­tengslum í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Sam­hliða er stefnt að auknu sam­­starfi stofn­ana á þessu sviði. Auk eft­ir­lits­ins er þar um að ræða Fiski­­stofu, Skatt­inn og Seðla­­banka Íslands. 

Í til­­kynn­ingu á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins vegna máls­ins segir að mark­mið kort­lagn­ing­­ar­innar sé að stuðla að gagn­­sæi í eign­­ar­haldi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja ásamt upp­­lýstri stefn­u­­mótun stjórn­­­valda um reglu­um­­gjörð sjá­v­­­ar­út­­­vegs og breyt­ingar á henni. Einnig á vinnan að stuðla að því að farið sé að lögum og reglum á þessu sviði og eft­ir­lits­­stofn­­anir geti sinnt hlut­verki sínu.

Kort­lagn­ingin verður sett fram í sér­­stakri skýrslu sem á að afhenda Svandísi Svav­­­ar­s­dóttur mat­væla­ráð­herra í síð­­asta lagi á 31. des­em­ber 2023, eða eftir tæpt ár. Skýrslan á því að nýt­­ast ráðu­­neyt­inu í þeirri umfangs­­mik­lu stefn­u­­mót­un­­ar­vinnu um sjá­v­­­ar­út­­­veg sem nú stendur yfir. 

Í athug­un­inni felst upp­­lýs­inga­­söfnun og kort­lagn­ing eigna­­tengsla sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi afla­heim­ilda og áhrifa­­valdi eig­enda sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja í gegnum beit­ingu atkvæð­is­réttar og stjórn­­­ar­­setu í fyr­ir­tækj­­um.

Frum­mat sýndi tengsl

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur áður kannað mög­u­­leg sam­eig­in­­leg yfir­­ráð aðila sem hafa ekki verið skil­­greindir sem tengdir í sjá­v­­­ar­út­­­veg­i. 

Í lok febr­­­úar 2021 birti ­eft­ir­litið ákvörðun vegna sam­runa dótt­­­ur­­­fé­lags Síld­­­ar­vinnsl­unnar og útgerð­­­ar­­­fé­lags­ins Bergs. Þótt eft­ir­litið hafi ekki gert athuga­­­semd við þann sam­runa eftir skoðun sína á honum var þar birt það frum­mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins „að til staðar séu vís­bend­ingar um yfir­­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­­leg yfir­­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­­ar­vinnsl­unni og að þær vís­bend­ingar hafi styrkst frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið fjall­aði um slík mög­u­­­leg yfir­­­ráð í ákvörðun nr. 10/2013.“

Í kjöl­farið var kallað eftir frek­­­ari upp­­­lýs­ingum og sjón­­­­­ar­miðum frá aðilum og fylgst með eign­­­ar­halds­­­breyt­ingum sem urðu í tengslum við skrán­ingu Síld­­­ar­vinnsl­unnar á mark­að 2021. Enn sem komið er hefur hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um frek­­­ari for­m­­­lega rann­­­sókn.

Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­­­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­­­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­mönnum í Síld­­­­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­­­­nesi. Einn þeirra er Þor­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­son, for­­­­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður Síld­­­­­ar­vinnsl­unn­­­­­ar.

Sam­herji stærsta blokkin

Þótt ýmsar stórar útgerðir séu ekki skil­greindar sem tengdir aðilar sam­kvæmt gild­andi lögum og túlkun eft­ir­lits­að­ila á þeim þá eru ýmis tengsl þeirra á milli. 

Stærstu eig­endur Síld­­­­­ar­vinnsl­unnar eru, líkt og áður sagði, Sam­herji og félagið Kjálka­­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, meðal ann­­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­ur.

Þegar talin er saman afla­hlut­deild Sam­herja Ísland, Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga, Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Vís­is, Gjög­urs og Bergs-Hug­inn og Bergs (sem eru báðar dótt­ur­fé­lög Síld­ar­vinnsl­unn­ar) þá heldur sú blokk á 23,39 pró­sent úthlut­aðra afla­heim­ilda. 

Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­ur, sem á 44,72 pró­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­ur­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 2,23 pró­­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­­um. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­­­i­­­­­stöðu í eigu Guð­­­­mundar Krist­jáns­­­­son­­­­ar, for­­­­stjóra Brims. Brim inn­lim­aði útgerð­ina Ögur­vík í fyrra. 

Þá eiga félögin KG Fisk­verkun og Stekkja­sal­ir, í eigu Hjálm­ars Krist­jáns­son­ar, bróður Guð­mund­ar, og sona hans, saman á 5,86 pró­sent hlut í Brimi. KG Fisk­verkun heldur einnig á eitt pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Þess blokk er því með 15,65 pró­sent af öllum kvóta. 

Tvær aðrar stórar blokkir

Fisk Seafood á á 32,9 pró­­­­­­­sent í Vinnslu­­­­­­­stöð­inni í Vest­­­­­­­manna­eyj­um. Þá á Vinnslu­­­­stöðin allt hlutafé í útgerð­­­­ar­­­­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­­­­manna­eyj­­um. FISK á til við­­­­bótar allt hlutafé í útgerð­inni Soff­an­­­­­­­ías Cecils­­­­­­­son. Saman heldur þessi blokk á 11,45 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Þann 30. des­em­ber til­kynntu Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin Ísfé­lagið í Vest­­manna­eyjum og Rammi, sem er með höf­uð­­stöðvar sínar í Fjalla­­byggð en landar einnig í Þor­láks­höfn, um sam­ein­ingu. Nýja félagið mun heita Ísfé­lagið hf. Stefán Frið­­riks­­son, núver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Ísfé­lags Vest­­manna­eyja hf., mun stýra því með aðsetur í Vest­­manna­eyjum og Ólafur H. Mart­eins­­son, núver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Ramma hf., verður aðstoð­­ar­fram­­kvæmda­­stjóri með aðsetur í Fjalla­­byggð. Til stendur að skrá sam­einað fyr­ir­tæki á mark­að. ­Sam­eig­in­leg afla­hlut­deild þeirra er 8,14 pró­sent sam­kvæmt tölum Fiski­stofu.

Því halda þessar fjórar blokkir, sem eru þó ekki að öllu leyti tengdar sam­kvæmt gild­andi lög­um, á sam­tals á 58,63 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta innan afla­marks­kerf­is­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar