Uppgjör: Kannanir almennt nálægt úrslitunum og þessir náðu þingsæti
Kjarninn og Baldur Héðinsson gerðu allskyns spár í aðdraganda kosninga sem byggðu á niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem framkvæmdar voru. Hér eru þessar spár gerðar upp.
Þjóðarpúls Gallup komst næst kosningaúrslitunum, samkvæmt útreikningum Baldurs Héðinssonar stærðfræðings sem vinnur kosningaspár í samstarfi við Kjarnann. Meðalfrávik Þjóðarpúls Gallup sem framkvæmdur var 20-24. september, og vigtaði 28,8 prósent inn í síðustu kosningaspá Kjarnans, var 1,3 prósent samkvæmt útreikningum.
Baldur hefur reiknað meðalfrávik allra þeirra kannana sem voru hluti af lokaspá hans og Kjarnans fyrir nýliðnar kosningar fyrir níu stærstu framboðin.
Næst á eftir Gallup kom MMR sem birti sínar niðurstöður nú í samvinnu við Morgunblaðið og var gerð daganna 22-23. september, en meðalfrávik síðustu könnunar sem fyrirtækið gerði fyrir kosningarnar var 1,8 prósent frá kosningafylgi flokkanna, miðað við útreikninga Baldurs og ofangreindar forsendur. Síðasta MMR-könnunin vigtaði 18,3 prósent inn í lokaspá Kjarnans.
Kannanir almennt nálægt úrslitum
Skoðanakönnun Maskínu, sem var unnin í samstarfi við fjölmiðla Sýnar, mældist með 2,1 prósent í meðalfrávik og Netpanell Íslensku kosningarannsóknarinnar og Félagsvísindastofnunar mældist með 2,3 prósent í meðalfrávik. Lestina rak svo Prósent, sem vann sínar kannanir í samstarfi við Fréttablaðið, en meðalfrávik síðustu könnunar þess fyrirtækis var 3,2 prósent. Vert er þó að taka fram að síðasta könnun Prósents var gerð daganna 17-21. september, eða fyrr en hinar lokakannanirnar.
Af þessu má sjá að kannanir voru almennt nálægt kosningaúrslitum og mældu nokkuð skýrt hækkun á fylgi sem var að rísa síðustu daganna fyrir kosningar, sérstaklega hjá Framsóknarflokknum.
Í umfjöllun Gallup um niðurstöður kannana kemur fram að mælingar fyrirtækisins sýni að stórt hlutfall kjósenda ákveði á kjördag hvað það kýs, eða 26-29 prósent. „Það er því ljóst að breytingar geta orðið á viðhorfi fólks frá því síðasta könnun er gerð og þar til kosið er. Leiða má líkum að því að meiri breytingar geti orðið á hug kjósenda eftir því sem flokkar í framboði eru fleiri og liggja nær hver öðrum málefnalega.“
Í úttekt Baldurs kemur fram að sömu könnunaraðilar komust næstkosningaúrslitum nú og í Alþingiskosningum 2017. Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu könnunar Gallup frá úrslitinum 1,3 prósent og MMR 1,4 prósent.
Spár sem byggja á 100 þúsund sýndarkosningum
Kjarninn og Baldur framkvæmdu einnig þingmanna- og þingsætaspá í aðdraganda kosninga. Þær eru framkvæmd þannig að keyrðar eru 100 þúsund sýndarkosningar miðað við fylgi flokka í síðustu gerðu kosningaspá. Reiknilíkanið úthlutar svo kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.
Hér að neðan má svo sjá síðustu gerðu þingmannaspá Kjarnans og Baldurs. Appelsínugulur þríhyrningur er við mynd þeirra sem á endanum náðu þingsæti.
>99%Ingibjörg Ólöf Isaksen
87%Líneik Anna Sævarsdóttir
24%Þórarinn Ingi Pétusson
58%Eiríkur Björn Björgvinsson
4%Sigríður Ólafsdóttir
>99%Njáll Trausti Friðbertsson
82%Berglind Ósk Guðmundsdóttir
23%Berglind Harpa Svavarsdóttir
41%Jakob Frímann Magnússon
47%Haraldur Ingi Haraldsson
3%Margrét Pétursdóttir
70%Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
11%Anna Kolbrún Árnadóttir
71%Einar Brynjólfsson
11%Hrafndís Bára Einarsdóttir
93%Logi Már Einarsson
37%Hilda Jana Gísladóttir
2%Eydís Ásbjörnsdóttir
93%Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
38%Jódís Skúladóttir
3%Óli Halldórsson
Í Norðausturkjördæmi voru óvæntustu tíðindin þau að Þórarinn Ingi Pétursson, þriðji maður Framsóknarflokks, náði inn en Einar Brynjólfsson, fyrsti maður Pírata, ekki þrátt fyrir að síðasta þingmannaspá sýndi 71 prósent líkur hans á þingsæti.
>99%Stefán Vagn Stefánsson
65%Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
20%Halla Signý Kristjánsdóttir
40%Guðmundur Gunnarsson
1%Bjarney Bjarnadóttir
>99%Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
92%Haraldur Benediktsson
30%Teitur Björn Einarsson
47%Eyjólfur Ármansson
29%Helga Thorberg
57%Bergþór Ólason
3%Sigurður Páll Jónsson
83%Magnús Norðdahl
2%Gunnar Ingiberg Guðmundsson
93%Valgarður Lyngdal Jónsson
37%Jónína Björg Magnúsdóttir
79%Bjarni Jónsson
9%Lilja Rafney Magnúsdóttir
Framsóknarflokkurinn átti óvæntustu tíðindin í Norðvesturkjördæmi líka þar sem Halla Signý Kristjánsdóttir, þriðji maður á lista flokksins sem mældist með einungis fimm prósent líkur á þingsæti, flaug inn á þing. Valgarður Lyndal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, sat hins vegar eftir með sárt ennið þótt líkur hans á þingsæti hafi verið metnar á 93 prósent daginn fyrir kjördag.
72%Ásmundur Einar Daðason
11%Brynja Dan Gunnarsdóttir
93%Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
39%Jón Steindór Valdimarsson
3%Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
>99%Guðlaugur Þór Þórðarson
94%Diljá Mist Einarsdóttir
46%Brynjar Níelsson
>99%Kjartan Magnússon
44%Tómas A. Tómasson
69%Kolbrún Baldursdóttir
46%Gunnar Smári Egilsson
5%Laufey Líndal Ólafsdóttir
22%Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
1%Tómas Ellert Tómasson
98%Halldóra Mogensen
70%Andrés Ingi Jónsson
13%Lenya Rún Taha Karim
>99%Helga Vala Helgadóttir
83%Jóhann Páll Jóhannsson
22%Dagbjört Hákonardóttir
91%Katrín Jakobsdóttir
35%Steinunn Þóra Árnadóttir
2%Eva Dögg Davíðsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi norður fór meira og minna eins og við var að búast miðað við síðustu gerðu kosningaspá. Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokks hafði mælst með 46 prósent líkur á þingsæti líkt og Brynjar Níelsson, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokks, en Steinunn Þóra Árnadóttir, sem var í öðru sæti á lista Vinstri grænna, náði inn í þeirra stað þrátt fyrir að líkur hennar hefðu mælst aðeins lægri, eða 35 prósent.
78%Lilja Dögg Alfreðsdóttir
15%Aðalsteinn Haukur Sverrisson
96%Hanna Katrín Friðriksson
52%Daði Már Kristófersson
5%María Rut Kristinsdóttir
>99%Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
94%Hildur Sverrisdóttir
45%Birgir Ármannsson
35%Friðjón R. Friðjónsson
47%Inga Sæland
5%Wilhelm Wessman
52%katrín Baldursdóttir
7%Símon Vestarr
30%Fjóla Hrund Björnsdóttir
2%Danith Chan
95%Björn Leví Gunnarsson
53%Arndís Anna Gunnarsdóttir
6%Halldór Auðar Svansson
98%Kristrún Frostadóttir
60%Rósa Björk Brynjólfsdóttir
8%Viðar Eggertsson
94%Svandís Svavarsdóttir
47%Orri Páll Jóhannsson
4%Daníel E. Arnarson
Í hinu Reykjavíkurkjördæminu varð svipað upp á teningnum. Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, og Katrín Baldursdóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, höfðu bæði mælst með 52 prósent líkur á þingsæti en náðu hvorug inn. Uppbótarþingmennirnir í kjördæminu, Arndís Anna Gunnarsdóttir frá Pírötum og Orri Páll Jóhannesson frá Vinstri grænum, voru þó að mælast með svipaðar líkur og þau, eða 53 og 47 prósent.
>99%Sigurður Ingi Jóhannsson
87%Jóhann Friðrik Friðriksson
23%Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
64%Guðbrandur Einarsson
5%Þórunn Wolfram Pétursdóttir
>99%Guðrún Hafsteinsdóttir
94%Vilhjálmur Árnason
46%Ásmundur Friðriksson
5%Björgvin Jóhannesson
66%Ásthildur Lóa Þórsdóttir
9%Georg Eiður Arnarson
44%Guðmundur Auðunsson
3%Birna Eik Benediktsdóttir
58%Birgir Þórarinsson
6%Erna Bjarnadóttir
70%Álfheiður Eymarsdóttir
11%Linda Völundardóttir
86%Oddný G. Harðardóttir
24%Viktor Stefán Pálsson
79%Hólmfríður Árnadóttir
16%Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Líkt og í hinum landsbyggðarkjördæmunum kom Framsókn á óvart í Suðurkjördæmi með því að ná inn þriðja þingmanninum, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur. Hún hafði mælst með einungis 23 prósent líkur á þingsæti í síðustu gerðu þingmannaspá. Þá hafði Ásmundur Friðriksson, þriðji maður Sjálfstæðisflokks, mælst með 46 prósent líkur en hann flaug hins vegar inn á þing. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata (70 prósent líkur), og Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna (79 prósent), sátu hins vegar eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa mælst með góðar líkur á þingsæti.
95%Willum Þór Þórsson
55%Ágúst Bjarni Garðarsson
9%Anna Karen Svövudóttir
97%Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
64%Sigmar Guðmundsson
14%Elín Anna Gísladóttir
>99%Bjarni Benediktsson
>99%Jón Gunnarsson
94%Bryndís Haraldsdóttir
59%Óli Björn Kárason
16%Arnar Þór Jónsson
2%Sigþrúður Ármann
51%Guðmundur Ingi Kristinsson
10%Jónína Björk Óskarsdóttir
50%María Pétursdóttir
10%Þór Saari
52%Karl Gauti Hjaltason
11%Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
85%Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
36%Gísli Rafn Ólafsson
5%Eva Sjöfn Helgadóttir
93%Þórunn Sveinbjarnardóttir
52%Guðmundur Andri Thorsson
10%Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
85%Guðmundur Ingi Guðbrandsson
36%Una Hildardóttir
5%Ólafur Þór Gunnarsson
Líkt og í hinum þéttbýliskjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu fór flest eftir bókinni, eða réttara sagt spánni, í Kraganum. Það er helst að Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins, geti verið súr en hann var tilkynntur uppbótarþingmaður áður en talningarmistök í Norðvesturkjördæmi settu af stað hringekju breytinga síðdegis á sunnudag. Í hans stað mun Píratinn Gísli Rafn Ólafsson verða uppbótarþingmaður Suðvesturkjördæmis þrátt fyrir að líkur hans á þingsæti hafi einungis mælst 36 prósent í síðustu þingmannaspánni.
Lestu meira um komandi kosningar:
-
5. janúar 2023Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
-
3. janúar 2023Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
-
21. desember 202242,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
-
26. nóvember 2022Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
-
21. nóvember 2022Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga
-
19. nóvember 2022Samfylkingin hefur næstum tvöfaldað fylgið og andar ofan í hálsmálið á Sjálfstæðisflokki
-
27. október 2022Guðlaugur Þór horfir til þess að fella Bjarna
-
21. október 2022Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar
-
20. október 2022Píratar og Samfylkingin hafa samanlagt bætt við sig tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
-
16. október 2022Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð







































































































































