Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur

Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.

Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Auglýsing

Fimmta maí síð­ast­lið­inn sýndi danska sjón­varps­stöðin TV2 heim­ilda­þátt­inn Her­lufs­holms Hemmelig­heder, Leynd­ar­mál Her­lufs­holms. Þátt­ur­inn vakti gríð­ar­lega athygli og skól­inn, og mál­efni hans, hafa síðan nán­ast dag­lega verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um.

Her­lufs­holm skól­inn er alda­gömul stofn­un, hann er elsti og stærsti heima­vist­ar­skóli í Dan­mörku og saga hans nær aftur til árs­ins 1565. Saga stað­ar­ins er þó mun eldri en árið 1135 var þar stofnað munka­klaust­ur. Árið 1140 gaf Eríkur III kon­ungur (Erik Lam) út sér­stakt bréf þar sem kveðið var á um ýmis konar rétt­indi til handa klaustr­inu, sem gekk undir nafn­inu Skovklost­er. Bréfið er enn til og er elsta varð­veitta hand­skrif­aða skjal sem vitað er um í Dan­mörku. Á tímum siða­skipt­anna 1536 lagði kóng­ur­inn, sem þá var Krist­ján III. undir sig klaustrið og land­ar­eign­ina. Munk­arnir fengu þó leyfi til að vera áfram í klaustr­inu en þeir síð­ustu fluttu burt árið 1559.

Auglýsing

Maka­skipti og stofnun skóla

Eftir að munk­arnir fluttu burtu bauð kóng­ur­inn, Frið­rik II hjón­unum Her­luf Trolle og Birgitte Gøye klaustrið í maka­skiptum fyrir Hill­erøds­holm, land­svæði á Norð­ur- Sjá­landi. Þar reis síðar höllin Frederiks­borg.

Hjónin Her­luf og Birgitte höfðu ákveðið að stofna skóla og eftir maka­skiptin við kóng­inn hófu þau und­ir­bún­ing. Skól­inn, sem fékk nafnið Her­lufs­holm, tók til starfa árið 1565 eins og áður sagði. Her­luf sem var yfir­for­ingi í flota dana­kon­ungs lést skömmu áður en skól­inn tók til starfa en hann hafði særst alvar­lega í sjóorr­ustu gegn Svíum á Eystra­salti fyrr á þessu sama ári. Birgitte varð fyrsti skóla­stjóri hins nýstofn­aða skóla, sem ætl­aður var „adelige og andre ærlige mænds børn“. Vel að merkja ein­ungis drengj­um.

Rúmt er um skól­ann og bygg­ing­arnar sem honum til­heyra en land­ar­eignin er um það bil 1050 hekt­ar­ar, mestur hluti þess svæðis skógi vax­inn.

Herlufsholm-skólinn samanstendur af fjölmörgum byggingum. Mynd: Wikipedia

Margt breytt en jafn­framt haldið í hefðir

Í upp­hafi var Her­lufs­holm ein­göngu heima­vist­ar­skóli, pilt­arnir bjuggu allir á heima­vist­inni. Í dag er skól­inn heima­vistar- og dag­skóli og nem­endur um 600. Um það bil helm­ingur þeirra býr á heima­vist­inni. Árið 1966, þegar skól­inn hafði starfað í rúm 400 ár, fengu stúlkur aðgang og árið 1985 fengu þær leyfi til að búa á heima­vist­inni.

Yngstu nem­endur eru 13 til 14 ára, sem sé enn í grunn­skóla en að loknu grunn­skóla­prófi geta þeir haldið áfram og lokið stúd­ents­prófi, að jafn­aði 18 ára gaml­ir.

Þótt margt hafi breyst frá því skól­inn hóf starf­semi er samt mörgum gömlum hefðum fylgt. Nem­endum er gert að klæð­ast skóla­bún­ing­um, lit­irnir eru tveir, dökk­blár og dökk­grár. Áður fyrr urðu piltar að vera í jökkum í kennslu­stundum og mat­sal, en það er ekki lengur skylda. Stúlkur geta valið um buxur eða pils og jakka eða peys­ur.

Herlufsholm-skólinn er til umfjöllunar í nýrri heimildarmynd TV2.

Við sér­stök tæki­færi, árs­há­tíð og þess háttar gilda strangar og ákveðnar reglur um klæða­burð

Meðal þess sem telst til gam­alla hefða við skól­ann eru hinir svo­nefndu svefnsal­ir, í hverjum skála sofa 20 – 30 nem­end­ur. Lang­flestir hafa reyndar lítið vinnu­her­bergi til einka­af­nota en þar má ekki sofa.

Skóli útval­inna og ríkra

Það hefur löngum þótt sér­stakur gæða- og virð­ing­ar­stimp­ill að hafa setið í Her­lufs­holm­skól­an­um. Þar hafa margir þekktir Dan­ir, af báðum kynjum stundað nám gegnum tíð­ina. Námið er dýrt, árlegt skóla­gjald fyrir nem­anda sem býr á heima­vist­inni sam­svarar um það bil 4,3 millj­ónum íslenskra króna og þar við bæt­ist ýmis kostn­að­ur.

Glans­myndir og skugga­hliðar

Á und­an­förnum árum hafa verið gerðir fjöl­margir sjón­varps- og útvarps­þættir um Her­lufs­holm og lífið þar. Sú mynd sem þar hefur verið dregin upp hefur lang oft­ast verið mjög jákvæð og það er jafn­framt sú ímynd sem skól­inn hefur almennt haft í hugum Dana. Þarna væri eft­ir­sókn­ar­vert að stunda nám, skóla­brag­ur­inn allur annar og betri en í flestum öðrum skól­um. Námið væri góð und­ir­staða hvaða leið sem nem­endur veldu.

En, engin er rós án þyrna og í heim­ilda­þætt­inum „Her­lufs­holms Hemmelig­heder“ var dregin upp önn­ur, og dekkri, mynd af líf­inu í þessum þekkta skóla.

Ekki er ofmælt að þátt­ur­inn hafi vakið mikla athygli í Dan­mörku. Þátta­gerð­ar­fólkið hafði kafað djúpt og lagt mikla vinnu í verk­ið, vit­andi að öllu skipti að farið væri rétt með og á bak við allt sem fram kæmi væru pott­þéttar upp­lýs­ing­ar. Það hefur enda sýnt sig að eng­inn hefur reynt að halda því fram að það sem fram kom í þætt­inum væri ekki allt sann­leik­anum sam­kvæmt.

Auglýsing

Ein­elti, kyn­ferð­is­leg áreitni og margs konar ofbeldi virð­ist hafa við­geng­ist í skól­anum um ára­bil, kannski um ald­ir. Svo virð­ist sem eng­inn af stjórn­endum skól­ans hafi hreyft hönd né fót til að sporna gegn því sem tíðk­að­ist í skól­an­um, þótt margir hafi vitað af ástand­inu. Eldri nem­endur und­ir­ok­uðu þá yngri og létu þá þjóna sér að vild.

Fyrst var rekt­or­inn lát­inn fjúka og svo stjórnin

Tveimur dögum eftir að fyrr­nefndur þáttur var sýndur í sjón­varpi var rekt­or­inn lát­inn fjúka. Sér­stök eft­ir­lits­nefnd sem starfar á vegum mennta­mála­yf­ir­valda hafði, fyrir mörgum mán­uð­um, fengið veður af gerð sjón­varps­þátt­ar­ins og hóf þá rann­sókn á skóla­starf­inu. Drög að skýrslu nefnd­ar­innar voru gerð opin­ber fyrir nokkrum dögum og þar var allt stað­fest sem komið hafði fram í sjón­varps­þætt­in­um. Í fram­haldi af þessu sagði skóla­nefndin af sér. Fram hefur komið að lík­legt sé að árlegur styrkur sem skól­inn hefur fengið frá rík­inu verði felldur nið­ur, að minnsta kosti tíma­bund­ið, en hann skiptir veru­legu máli fyrir rekst­ur­inn.

Nýr yfir­maður skól­ans er Jon Stok­holm, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari. Hann sagði í við­tali mikið verk fyrir höndum að vinna úr málum skól­ans og end­ur­reisa orð­spor hans. Hann nefndi sér­stak­lega svefn­skálana og að kannski væri rétt að leggja þá af. Það yrði skoðað nán­ar. Honum hefur verið falið að velja og skipa nýja skóla­nefnd.

Krón­prin­sparið hik­andi

Athygli danskra fjöl­miðla vegna þessa máls hefur ekki hvað síst beint að Frið­riki krón­prins og Mary. Elsta barn þeirra hjóna, Christ­ian (f. 2005) hóf nám í fyrsta bekk fram­halds­skól­ans á Her­lufs­holm haustið 2021 og áformað var að hann héldi þar áfram námi í haust. Til­kynnt hafði verið að systir hans Isa­bella (f. 2007) hæfi þar nám í haust. Fjöl­miðlar veltu því fyrir sér, strax eftir sýn­ingu þátt­ar­ins um leynd­ar­mál Her­lufs­holms, hvort Christ­ian yrði áfram í skól­anum og hvort Isa­bella myndi setj­ast þar á skóla­bekk í haust. Fjöl­miðlar rifj­uðu upp, trekk í trekk, að Mary krón­prinsessa hefði í orði og verki lagt mikla áherslu á mál­efni barna, einkum bar­áttu gegn ein­elti. Frið­rik og Mary voru fyrst í stað hik­andi og vildu ekki svara neinu varð­andi fram­tíð barna sinna á Her­lufs­holm. Sögðu að þetta væri sorg­legt mál og að breyt­ingar til úrbóta væru óhjá­kvæmi­leg­ar.

Christian Danaprins hóf nám í Herlufsholm-skólanum í fyrra. En næsta vetur fer hann í annan skóla. Mynd: Af vef dönsku konungsfjölskyldunnar

Fyrir viku, 26. júní til­kynntu þau Frið­rik og Mary að börn þeirra, þau Christ­ian og Isa­bella, myndu ekki setj­ast á skóla­bekk í Her­lufs­holm í haust. Einn danskur blaða­maður sagði ákvörð­un­ina óhjá­kvæmi­lega. Það væri enn­fremur gott fyrir þau Christ­ian og Isa­bellu að kynn­ast „venju­leg­um“ ung­ling­um, nem­endur á Her­lufs­holm væru ekki dæmi­gerðir danskir ung­ling­ar.

Ekk­ert hefur komið fram um það í hvaða skóla systk­inin fara í haust.

Þess má geta að hvorki Frið­rik krón­prins né Jóakim bróðir hans stund­uðu nám á Her­lufs­holm en Niko­laj elsta barn Jóakims (f.1999) stund­aði þar nám og útskrif­að­að­ist sem stúd­ent árið 2018.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar