9 færslur fundust merktar „hvalveiði“

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
12. ágúst 2022
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.
5. ágúst 2022
Þessi langreyðartarfur var með alls fjóra sprengiskutla í sér, samkvæmt samtökunum Hard to Port. Á myndinni sjást þrír þeirra standa út úr dýrinu.
Fjórir sprengiskutlar notaðir til að granda einum langreyðartarfi
Hvalur 8, hvalveiðibátur Hvals hf., landaði í gær tveimur langreyðum í Hvalfirði. Annað dýrið var með hvorki fleiri né færri en fjóra sprengiskutla í sér við komuna til hafnar og hefur því líklega háð ansi langt dauðastríð.
2. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði fyrr í mánuðinum.
Skoða hvernig framfylgja megi dýravelferðarlögum „enn fastar“
Matvælastofnun er þessa dagana með það til skoðunar hvort, og þá hvernig, opinberir aðilar geti „enn fastar“ framfylgt ákvæðum laga um dýravelferð að óbreyttri löggjöf. Fundað var um viðbrögð við skotum sem geiga við hvalveiðar hjá stofnuninni á mánudag
28. júlí 2022
Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Hæfðu hvalkú í bægsli og skáru fóstur úr kviði hennar
Langreyðarkýr sem dregin var að landi í Hvalfirði í gær hafði verið skotin í bægsli og sprengiskutullinn því ekki sprungið. Öðrum skutli var skotið í kvið hennar. Er gert var að kúnni kom í ljós að hún var kelfd.
22. júlí 2022
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Skot hvalveiðimanna geigaði – aftur
Langreyður sem dregin var á land í Hvalfirði í gær var með ósprunginn skutulinn í sér. Það getur hafa lengt dauðastríð hennar. Dýraverndunarsamtök vilja að matvælaráðherra stöðvi veiðarnar svo rannsaka megi meint brot á lögum um hvalveiðar og velferð dýra
20. júlí 2022
Langreyðurin með ósprungin skutulinn í sér.
Skot hvalveiðimanna geigaði og dýrið dó ekki strax
Við veiðar á langreyði hér við land í síðustu viku geigaði skot er sprengiskutull sem á að aflífa hvalinn samstundis hæfði bein og sprakk því ekki. Þetta lengdi dauðastríð dýrsins.
17. júlí 2022
Vill að dýravelferðarfulltrúi verði í áhöfn hvalskipa sem taki veiðar upp á myndband
Matvælaráðuneytið hefur lagt til breytingu á reglugerð um hvalveiðar sem fela í sér að skipstjórum hvalveiðiskipa verði gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að velferð hvaða við veiðar.
7. júlí 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Ráðherra segir fátt rök­styðja heimild til hval­veiða
Sýna þarf fram á að það sé „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Nú­ver­andi veiðiheim­ild­ir gilda út árið 2023.
4. febrúar 2022