5 færslur fundust merktar „landspítalinn“

Upplifði „allskonar tilfinningar“ í byrjun faraldursins
„Það eru allir í hálfgerðri sóttkví heima á milli vakta,“ segir Hafdís E. Bjarnadóttir sjúkraliði um starfsfólk Landspítalans. Hún sinnir því mikilvæga starfi að sótthreinsa skurðstofur og tæki og tól sem notuð eru í aðgerðum.
1. maí 2020
Líður eins og íþróttamanni með stuðningsmenn á hliðarlínunni
Hún var enn þrútin í andliti eftir kvöldvaktina er hún setti grímuna á sig í morgun. Gríman gerir það líka að verkum að sjúklingarnir sjá ekki brosið hennar svo hún límdi mynd af sér á hlífðargallann. Sjúkraliðar á Landspítala hugsa í lausnum.
18. apríl 2020
Veikindi virðast minnka þegar samfélagið róast
Þegar ró færist yfir samfélagið vegna bankahruns eða samkomubanns virðast færri veikjast alvarlega. Mikið álag hefur verið á gjörgæslum Landspítala vegna COVID-19 og þó að farið sé að draga úr því mun starfsfólk ekki kveðja varnarbúningana í bráð.
16. apríl 2020
Tók U-beygju í lífinu eftir örmögnun en er komin aftur „heim“ á gjörgæsluna
„Ég stend á öxlum risa,“ segir Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur um endurkomu sína á gjörgæsludeildina og hið færa fagfólk sem þar starfar. Laufey er í bakvarðasveitinni. „Ég hlustaði á hjarta mitt sem er minn besti vegvísir.“
13. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
10. apríl 2020