200 þungaðar konur með geðræn vandamál

Sérhæft teymi á Kleppi tekur á móti um 200 þunguðum konum ár hvert með geðræn vandamál. Elísabet Sigfúsdóttir leiðir teymið og segir hún hópinn afar veikan með mikla þörf fyrir hjálp. Við blasir enn frekari niðurskurður á starfseminni vegna fjárskorts.

Elísabet Sigfúsdóttir leiðir sérhæft teymi á Kleppi sem aðstoðar ófrískar konur með geðræn vandamál. Teymið hefur hjálpað um 200 konum á ári, en þarf líklega að draga úr starfseminni vegna niðurskurðar.
Elísabet Sigfúsdóttir leiðir sérhæft teymi á Kleppi sem aðstoðar ófrískar konur með geðræn vandamál. Teymið hefur hjálpað um 200 konum á ári, en þarf líklega að draga úr starfseminni vegna niðurskurðar.
Auglýsing

Sér­hæft teymi á Kleppi tekur árlega móti um 200 ófrískum konum og nýbök­uðum mæðrum sem eiga við geð­rænan vanda að stríða. Oft­ast er um að ræða konur sem glíma við alvar­legan geð­heilsu­vanda á með­göngu og/eða tengsla­vanda við barn sitt. 

Tíðni geð­sjúk­dóma eykst oft hjá konum á með­göngu og við fæð­ingu og talið er að um það bil fimm pró­sent fæð­andi kvenna glími við alvar­leg geð­ræn vanda­mál. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum í tengsla­myndun móður og barns og komið í veg fyrir flutn­ing vanda­mála frá einni kyn­slóð til ann­arr­ar. Á hverju ári fæð­ast á bil­inu 4.000 til 4.500 börn á Ísland­i. 

Mjög veikur hóp­ur 

Elísa­bet Sig­fús­dótt­ir, félags­ráð­gjafi og teym­is­stjóri FMB, segir þung­lyndi og kvíða algeng­ustu kvill­ana sem mæður glíma við, en einnig koma konur með alvar­lega geð­rofs­sjúk­dóma. Hluti kvenn­anna er með lang­vinnan geð­rænan vanda, koma úr erf­iðum félags­legum aðstæð­um, hafa orðið fyrir áföllum í æsku eins og nauðgun eða verið í neyslu. 

Auglýsing

Þessi hópur þarf oft fjöl­þætt inn­grip og því kemur fyrir að fjöl­skyldur eru með fleiri en einn með­ferð­ar­að­ila. Feður með þung­lyndi, kvíða og fíkni­vanda hafa einnig verið skjól­stæð­ing­ar, til að mynda eftir að maka þeirra hefur verið vísað í teymið. Einum föður hefur verið vísað í teymið án þess að maki hafi verið í með­ferð.

„Við erum með mjög veikan hóp. Þær koma oft úr inn­lögn og hafa verið lengi í með­ferð,” segir Elísa­bet. FMB býður upp á þjón­ustu við mæður og barn í um eitt og hálft ár, frá í kring um 20. viku með­göngu og svo allt fyrsta ár barns­ins. For­gangs­raðað er eftir hverju til­viki og tekið er til­lit til veik­inda mæðra og lengd með­göng­u. 

FMB teymið tekur á móti konum með mökum þeirra, en flestar konurnar koma þó einar í meðferðina. Móðurinni er fylgt eftir í eitt ár eftir að barnið fæðist.

Geð­rænir kvillar hefta tengsla­myndun

Skamm­stöf­unin FMB stendur fyrir „for­eldrar - með­ganga - barn“ og er teymið skil­greint sem þriðja stigs þjón­usta, sem þýðir síð­asta úrræði fyrir sjúk­linga. Kon­urnar sem koma í teymið eru því margar hverjar mjög veik­ar. Fyrsta stigs þjón­usta er heilsu­gæsla og annað stig er ítar­þjón­usta. 

Alvar­leg geð­ræn veik­indi hafa áhrif á hæfni móður til að sinna hlut­verki sínu og tengsla­myndun hennar við unga­barn­ið. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum í tengsla­myndun móður og barns og komið í veg fyrir flutn­ing vanda­mála frá einni kyn­slóð til ann­arr­ar.

Teymið hefur verið að taka við rúm­lega 200 konum og fjöl­skyldum á hverju ári, en í fyrra fækk­aði þeim niður í um 160 aðal­lega vegna þess að skil­grein­ingar á hópnum eru betri. Sé tekið mið af fjölda fæð­inga og fjölda til­vísanna í teymið árið 2015 má gera ráð fyrir að það sinni því hlut­falli vel, en ljóst er að það vantar upp á þjón­ustu sé miðað við árið 2014.

Draga þurfti úr tilvísunum í fyrra vegna niðurskurðar.

Flestar mæður koma einar

Teymið þjón­ustar konur frá öllu land­inu, en langstærsti hlut­inn er af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Einnig koma konur reglu­lega í með­ferð allt frá Borg­ar­firði og af Aust­ur­landi.  Erf­ið­ara er fyrir konur frá svæðum sem eru lengra í burtu að koma í reglu­lega með­ferð og að sögn Elísa­betar er frekar reynt að veita ráð­gjöf í þeirra umhverf­i. 

Aldur kvenn­anna er frá 18 og til fer­tugs. Allar með­ferð­irnar eru ein­stak­lings­með­ferð­ir, en teymið hefur einnig haft hóp­með­ferð­ar­starf. Flestar mæður koma einar í með­ferð­ina en um 20 pró­sent feðra koma líka alltaf með. Að sögn Elísa­betar koma sumir feður af og til, en um helm­ingur kvenn­anna eru alltaf ein­ar.

„Það er alltaf ákveðin hætta á að kona með geð­rofs­sjúk­dóma fari í geð­rof eftir fæð­ing­u,” segir Elísa­bet. „Ofsa­kvíða­mömmur geta líka farið í geð­rof eftir fæð­ing­u.” 

Kvíði mömmu yfir­fær­ist á barnið

Elísa­bet segir afar mik­il­vægt að koma í veg fyrir kyn­slóða­flutn­ing á erf­ið­leik­um, það er að segja að sjúk­dómar og félags­legir erf­ið­leikar móður haldi ekki áfram hjá barn­in­u. 

„Ef mamma er alltaf kvíðin eða hrædd, sér­stak­lega fyrstu tvö ár barns­ins, þá er barnið útsett fyrir yfir­færslu af líðan mömmu. Rann­sóknir sýna að ef barnið er baðað í stress­hór­mum á með­göngu aukast líkur á lík­am­legum sjúk­dóm­um,” segir hún. „Með­ferð­ar­vinnan okkar miðar að því að styrkja for­eldra í hlut­verki sínu og vinna með það sem for­eldr­arnir sjálfir koma úr. Til dæmis með því að sjá hvað þeir vilja bera áfram til barna sinna og hvað ekki.” 

Geta ekki sinnt öllum vegna fjár­skorts

FMB var stofnað sem gras­rót­arteymi árið 2009 og byrj­aði á göngu­deild Land­spít­al­ans. Anna María Jóns­dóttir geð­læknir átti hug­mynd­ina sem hún fékk að breskri fyr­ir­mynd. Í dag til­heyrir teymið undir göngu­deild geðsviðs en ekk­ert fjár­magn er eyrn­ar­merkt fyrir starf­sem­ina í ár. 

Stöðu­gildum fækk­aði árið 2015 og í kjöl­farið var nauð­syn­legt að þrengja sjúk­linga­hóp­inn tölu­vert með því að taka ekki á móti konum með alvar­legan fíkni­vanda. Er því fylgt skil­yrðum göngu­deildar með sex mán­aða edrú­mennsku.

„Um helm­ingur kvenn­anna er með sögu um fíkn eða mikla neyslu. Við höfum tekið konur inn sem hættu í neyslu eftir að þær átt­uðu sig á því að þær voru ófrískar, en þurftum að hætta því,” segir Elísa­bet. Brýnt sé að bæta við einu og hálfu stöðu­gildi á ný og eins væri rit­ari kær­komin við­bót. Þetta mundi kosta í kring um fimmtán millj­ónir á ári. 

„Það er bara fyrir vel­vilja og skiln­ing yfir­manna okkar að þetta teymi varð til, en síð­asti styrk­ur­inn rann út í fyrra. Við erum í ferli að reyna að finna fjár­magn því við erum ekki svo dýrt teymi en teljum að með vinnu okkar sparist fjár­magn í kerf­inu á móti. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt mál­efni sem nær yfir kyn­slóð­ir.” 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None