Hvor er frægari: Elísabet drottning eða Annie Leibovitz?

Breska krúnan hefur gefið út nýja opinbera mynd af Elísabetu II bretadrottningu eftir stjörnuljósmyndarann Annie Leibovitz. Báðar eiga þær magnaðan feril að baki.

Elísabet bretadrottning og Filippus prins.
Elísabet bretadrottning og Filippus prins.
Auglýsing

Elísa­bet II breta­drottn­ing hefur fengið nýja emb­ætt­is­mynd. Annie Leibovitz var ráðin til verks­ins en sú hefur ljós­myndað frægt fólk í marga ára­tugi. En þó ekki jafn lengi og drottn­ingin hefur lifað því í ár fagnar hún 90 ára afmæli sínu og því að vera orðin lang­elsti ein­valdur í sögu breska kon­ungs­dæm­is­ins. Hún hefur einnig borið krún­una lengst allra eða í 64 ár, síðan 1952.

Emb­ætt­is­myndin sem Leibovitz tók er af þeim hjón­um, Elísa­betu og Fil­ippusi prins, sem hafa verið gift í nærri 69 ár. Þau brosa bæði örlítið og horfa hlý­lega í lins­una. Frægur og íburð­ar­mik­ill stíll Leibovitz nýtur sín í mynd­inni, þó hjónin séu klædd lát­laust. Næmni Leibovitz fyrir við­fangs­efni sínu skín í gegnum mynd­ina, eins og sjá má hér að ofan.

Auglýsing

Elísa­bet hefur verið drottn­ing síðan 1952 og þess vegna verið full­trúi valds­ins í langan tíma. Lista­menn hafa notað myndir af henni í verkum sín­um, eins og Andy War­hol sem not­aði hana og fleiri drottn­ingar í „popp­list“ sínaHér að neðan er mynd­band af opin­berri rás bresku krún­unnar sem sýnir 90 myndir í til­efni af 90 ára afmæli drottn­ing­ar.

Annie Leibovitz hefur á sínum langa ljós­mynd­ara­ferli myndað margar af mestu goð­sögnum síð­ari ára. Eitt fræg­asta dæmið er mögu­lega ein síð­asta ljós­myndin af John Lennon sem tekin var sama morgun og hann var skot­inn til bana í New York. Leibovitz heim­sótti Lennon og Yoko Ono með mynda­vél­ina á vegum Roll­ing Sto­ne-­tíma­rits­ins með það að mark­miði að fá mynd af Lennon einum eins og rit­stjór­inn hafði óskað eft­ir. Myndin af honum yrði að örugg­lega á for­síðu blaðs­ins. Hann vildi hins vegar ólmur hafa Ono með sér á mynd­inni. Úr varð ein fræg­asta mynd 20. ald­ar­inn­ar.

Lennon liggur nakinn í fósturstellingu, heldur utan um höfuð Ono og kissir hana á kynnina.„Það var svo áhuga­vert að hún bauðst til að fara úr að ofan en ég sagði: „Nei, vertu í öllu“ – án þess að hafa verið með fyr­ir­fram mót­aða skoðun á hvað ég vildi ger­a,“ sagði Leibovitz um hvernig ramm­inn varð til í sam­tali við Roll­ing Stone árið 2007. Hún hafði beðið Lennon að fara úr föt­un­um. „Hann hjúfraði sig svo upp að henni og þetta varð ofboðs­lega sterkt. Það var ekki laust við að mér finnd­ist að honum væri kalt; það var eins og hann héldi í hana dauða­taki.“

Eins og virð­ist oft vera til­hneig­ing hjá góðum ljós­mynd­urum þá leitar Leibovitz að augna­blik­unum eða stöð­unum sem aðrir ljós­mynd­arar eru ekki að mynda. Eitt besta dæmið um slíkt er þessi frá­bæra mynd hér að neðan sem tekin er dag­inn sem Ric­hard Nixon sagði af sér emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna árið 1974. Mynd­ina af Nixon sjálfum að veifa til ljós­mynd­ara áður en hann stígur um borð í þyrl­una þekkja all­ir. Það er svona augna­blik í sögu heims­ins sem margir ljós­mynd­arar geta státað sig af að hafa fest á filmu.

En þegar hinir ljós­mynd­ar­arnir voru ekki að horfa í gegnum kýraugað fór Leibovitz á stjá. „Ég var þarna á flöt­inni með starfs­fólki Hvíta húss­ins. Þegar þyrlan flaug í burtu og starfs­menn­irnir fóru að rúlla upp tepp­inu voru allir hættir að mynda. Þetta var ekki augna­blik sem allir hinir voru að fylgj­ast með, en ég hélt áfram að taka mynd­ir,“ segir hún. Þegar hún skil­aði mynd­unum sínum þóttu þær svo góðar að rit­stjórn Roll­ing Sto­ne-­tíma­rits­ins ákvað að kasta hönn­un­inni sem þegar var búið að vinna fyrir aðra ljós­mynd­ara og nota mynd­irnar henn­ar.

Marine One tekur á loft frá flötinni framan við Hvíta húsið 1974.Mynd Leibovitz af þyrl­unni er í stuttu máli geggj­uð. Mynd­málið er gríð­ar­lega sterkt. Þyt­ur­inn sem þyrlan skapar er hún tekst á loft veldur því að starfs­menn Hvíta húss­ins þurfta að grípa í kask­eitið á meðan þeir gera upp rauða dreg­il­inn. Þyt­ur­inn frá þyrl­unni er eins og storm­ur­inn í kringum brott­hvarf Nixon úr Hvíta hús­inu, starfs­menn­irnir full­trúar kerf­is­ins sem þurfa að ríg­halda í þann bún­ing sem kerf­inu var snið­inn og upprúll­aða teppið eins konar vottur um upp­hefð emb­ætt­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning
None