Jimmy Salinas flutti hingað fyrir 11 árum sem flóttamaður frá Kólumbíu. Nú er hann nemi við Kvikmyndaskóla Íslands og stefnir á að gera metnaðarfulla mynd að nafni Human Love.
Myndin fjallar um White Wolf, indíána sem finnur ástina í röðum víkinga en báðir þjóðflokkarnir taka illa í það og hefst þá ævintýri þar sem White Wolf þarf að berjast fyrir sínum heittelskaða. Ferð hennar mun taka hana úr hinum veraldlega heimi yfir í þann andlega, allt fyrir ástina.
En hann gerir þetta verkefni ekki einn því annar Kólumbíumaður, Juan Camilo, er með honum í því ferli að skapa myndina. Einnig hafa vinir hans innan og utan skólans fylkst liði til að aðstoða við gerð hennar svo draumur Jimmys um þessa mynd verði að veruleika.
Kjarninn hitti Jimmy til að ræða um myndina og sýn sína á kvikmyndagerð.
Um hvað fjallar stuttmyndin Human Love?
„Human Love fjallar um ástina sem er milli fólks og hvernig við sem manneskjur verðmetum og virðum aðra útfrá uppruna þeirra, tungumáls og útlits. Hér er á ferð ættbálkur frá suðurhveli jarðar sem uppgötvar nýjan þjóðflokk í heiminum og hvernig þeirra upplifun er í þessum aðstæðum. Við þekkjum öll Vínlandssögu og hvernig fór fyrir þeim samskiptum. Við hræðumst alltaf það sem er óþekkt. Karakterarnir í myndinni munu koma því skila hversu erfitt það er stundum að treysta á aðra sem og að treystu sjálfum okkur og okkar eigin fólki.
Heimurinn er mjög sundraður og myndin er gerð til þess að benda á hvernig við getum unnið í okkar málum til þess að vera á betri stað andlega og líkamlega og aðalinnihaldið í þeirri uppskrift er ást.“
Hvað telur þú vera mikilvægast varðandi söguna?
„Í sögunni erum við að reyna að skapa ástarsamband milli tveggja manneskja frá ólíkum heimum og þeirra samband er ekki bara í lifandi lífi heldur einnig í dauðanum þegar hinn heittelskaði fellur frá. Því ást er ekki bara til í líkamlegu formi, við viljum túlka þetta í gegnum fantasíu heim þar sem allt er leyfilegt og það væri hægt að segja að þetta sé ráðgáta því það er ekki allt alveg raunverulegt í myndinni.
Þetta samband milli þeirra er saga hjartans og markmiðið er að sýna dæmi um ómögulega ást.
Einnig að ástin er eitthvað sem sameinar okkur öll, sama frá hvaða samfélagi við erum. Við elskum börnin okkar rétt eins og fólk í Asíu eða Afríku elskar sín börn. Færnin til þess að elska er það sem sameinar okkur öll.“
Hvaða karakter í myndinni tengir þú best við?
„Meira og minna White Wolf sem er aðalkarakterinn sem er mjög mikið byggður á minni eigin reynslu sem innflytjandi í þessum heimi og hvernig ég hef komist að því að kynnast öðrum og uppgötva ástina sem verður á milli einstaklinga við þær aðstæður. Við erum flest í þeim sporum sem gengur um víðan völl og allan heiminn með þessa spurning í brjóstinu, hvern elska ég eða þekki ég ástina? Hvað er það sem við erum tilbúin að fórna, gera eða deyja fyrir?
White Wolf er sá karakter sem veit að það er eitthvað sem passar ekki alveg í þennan raunveruleika en þarf ástina til átta sig á því að hvað um þetta allt snýst.
Því hver kannast ekki við að vera í þeim aðstæðum að hugsa aftur og segja, ég vildi að ég hefði getað verið ákveðnari þegar þetta gerðist og barist meira fyrir þessari manneskju eða þessari vináttu sem ég átti þegar ég var ungur. White Wolf eltir innsæi sitt og gerir allt sem hún getur til að láta drauma sína verða að veruleika að áttað sig meira um hvað allt snýst.“
Verkefnið er að finna hér.