Þungarokk, skemmtilegheit og „matarhimnaríki“

Stefán Magnússon ætlar sér að búa til skemmtilegasta veitingastað landsins í Iðuhúsinu þar sem Hard Rock Café opnar innan tíðar. Reynslan úr þungarokkinu kemur að góðum notum í því verkefni.

Stefán Magnússon
Auglýsing

Stefán Magn­ús­son, íþrótta­kenn­ari, þung­arokk­ari, frum­kvöð­ull­inn að baki Eistna­flugi, veit­inga­maður og nú síð­ast fram­kvæmda­stjóri Hard Rock Café á Íslandi, stendur í ströngu þessa dag­ana. Stefnt er að opnun Hard Rock Café um mán­að­ar­mót­in, áður en Iceland Airwa­ves hátíðin skellur á í mið­borg Reykja­vík­ur. Hátíðin fer fram 2. til 6. nóv­em­ber. 

Þegar Kjarn­inn hafði sam­band við Stefán var aug­ljós­lega mikið að gera, enda stóra augna­blikið framund­an: opnun stað­ar­ins með öllu sem því fylgir, 30. októ­ber.

Til­kynnt var um ráðn­ingu Stef­áns í ágúst síð­ast­liðnum og greindi Nútím­inn frá því að Stefán hefði verið búinn að skipu­leggja fjar­nám við Háskól­ann á Bif­röst og sund­kennslu við Rétt­ar­holts­skóla og Foss­vogs­skóla þegar tæki­færið kom. „Ég fór í nokkur við­töl og end­aði þetta allt saman á því að ég var ráð­inn og er kom­inn í HRC hóp­inn sem er algjör­lega frá­bær. Allir sem eru ráðnir á HRC fara í þjálfun og ég tek næstu fimm vikur á HRC staðnum í Flór­ens á Ítal­íu,“ sagði Stefán við Nútím­ann, þegar ráðn­ingin var kunn­gjörð, í ágúst síð­ast­liðn­um. Nú er hann kom­inn heim frá Ítal­íu, og loka­sprett­ur­inn í und­ir­bún­ingi fyrir opnun er framund­an.

Auglýsing

Skúli og Birgir í Dimmu

Á innan við tveimur mán­uðum má segja að Stefán hafi gengið í gegnum ákveð­inn hreins­un­ar­eld, til að móta sig inn í nýtt starf. Hann seg­ist vera með skýrt mark­mið fyrir Hard Rock Café í Reykja­vík. Þetta á að vera skemmti­leg­asti veit­inga­staður í borg­inni og fólk á að vilja koma aft­ur.

Við skulum byrja á byrj­un­inni, þung­arokk­inu. Er það þung­arokkið sem opn­aði leið­ina inn í veit­inga­bransann?

Já þar byrj­aði þetta ævin­týri,“ segir Stef­án. „Ég tek að mér að vera rekstr­ar­stjóri á Skúla Craft Bar og það var allt Birgi Jóns­syni Trommara í Dimmu að kenna. Hann aug­lýsti eftir rekstr­ar­stjóra og ég sagði honum að þetta væri ég til í að skoða og það end­aði svo með því að ég var ráð­inn og við tók frá­bær tími. Ég fékk frá­bært starfs­fólk til að vinna á Skúla með mér og það var alveg ægi­lega gaman að vinna með þessum snill­ing­um. Svo var líka svo skemmti­legt fólk sem kom á stað­inn þannig að það var aldrei leið­in­legt í vinn­unn­i,“ segir Stef­án.

Þung­arokkið á Aust­ur­landi

Inn­koma Stef­áns inn í veit­inga­geir­ann er rök­rétt að þessu leyti; í gegnum trommara í þung­arokks­hljóm­sveit. Þung­arokkið hefur verið stór hluti af lífi hans eftir að hann hóf að skipu­leggja þung­arokks­há­tíð­ina Eistna­flug, sem fer fram í byrjun júlí ár hvert í Nes­kaups­stað á Aust­fjörð­um. Hátíðin er þekkt fyrir gleði, mikið þung­arokk og kannski ekki síst frið­sam­lega fram­komu, þrátt fyrir mikið rokk og ról. Fyrir liggur að Eistna­flug mun hætta ef það koma upp kyn­ferð­is­brot á hátíð­inni, og er það yfir­lýst stefna. Aldrei hafa komið upp kyn­ferð­is­brot á hátíð­inni frá því hún hóf göngu sína árið 2005, og ofbeld­is­mál hafa verið sárafá og engin alvar­leg. Slag­orðið „ekki vera fáviti“ hefur kom­ist vel til gesta, sem koma fyrst og fremst til að skemmta sér og hlusta á góða tón­list á fal­legum stað. Hátíðin þykir mikil bæj­ar­prýði og hefur gott orð­spor hennar orðið til­efni til rann­sókna við Háskóla Íslands.

Þetta hefur verið mikið ævin­týri hjá þér með Eistna­flug, og er orðið að föstum lið á hverju ári í íslensku tón­list­ar­lífi. Sérðu fyrir þér að það stækki og eflist, eða viltu kannski ekki að það verði of stórt?

„Há­tíðin í sumar var sú stærsta og skemmti­leg­asta í langan tíma að mínu mati. Það var gott veður og mikil gleði svo ég var strax til í annað Eistna­flug. Þetta var svo hel­víti hressandi vika. Við komum ekk­ert mikið fleirum á hátíð­ina og gaman að sjá hvað íþrótta­húsið kemur vel út og hvað tón­leik­arnir eru glæsi­legir í þessu húsi. En ég sakna samt alltaf Egils­búð­ar, þar gerð­ust hlutir sem ég er stoltur af og stór kafli í rokk­sögu Íslands byrj­að­i,“ segir Stef­án, en Egils­búð var hefur lengst af verið heima­völlur hátíð­ar­inn­ar, sem nú er farin að trekkja að gesti og hljóm­sveitir erlendis frá. Hún fer fram 5. til 8. júlí á næsta ári og eru þegar fimmtán hljóm­sveitir skráðar til leiks. „Við erum alltaf að stækka en hversu mikið í við­bót veit ég ekki. Við erum orðin þekkt hátíð hjá erlendum hljóm­sveitum og lítið mál að fá stórar og þekktar hljóm­sveitir til að spila en það kostar alltaf tals­vert af pen­ingum sem við eigum ekki mikið af,“ segir Stef­án.

Hvað er að fara ger­ast á Hard Rock?

Nú ertu kom­inn með járn í eld­inn hjá Hard Rock. Hvernig leggst þetta í þig, og hvernig staður verður Hard Rock með þig með þræð­ina í hönd­un­um?

Þetta leggst rosa­lega vel í mig og þessir tæpu þrír mán­uðireru búnir að vera mikið ævin­týri. Ég var sendur til Flór­ens í þjálfun og var þar í sex vikur og núna er allt að smella hjá okkur og ætlum við að opna 30. októ­ber, eins og áður sagði. Hard Rock Café Reykja­vík verður mjög skemmti­legur staður og fal­leg­ur. Hér verður hægt að borða góðan mat, fara á tón­leika í kjall­ar­anum og svo skoða memora­bili­una á veggj­unum sem er alltaf spenn­andi og skemmti­legt. Mitt verk­efni er að við­halda góðri stemmn­ingu og góðu and­rúms­lofti á staðn­um. Það verður að vera gaman og það gaman að þig langar að koma aft­ur,“ segir Stef­án. Þetta er grund­vall­ar­at­riði í hans huga. Að búa til skemmti­legt and­rúms­loft og þar með góðar minn­ingar við­skipta­vina.

Hard Rock hluti af alþjóð­legri keðju

Staðir undir merkjum Hard Rock eru nú í um sex­tíu löndum um allan heim, en hót­el­starf­semi er einnig umfangs­mikil undir merkjum þessa þekkta vöru­merk­is, en segja má að Banda­ríkin sé heima­völlur þess, þó fleiri mark­aðir séu einnig mik­il­væg­ir. 

Verður eitt­hvað sér­ís­lenskt við stað­inn hjá ykk­ur?

Já vita­skuld, við verðum með eins mikið íslenskt og við get­um. Þetta er íslenskur Hard Rock Café staður og við fáum eins mikið að hrá­efni héðan og hægt er en við verðum alltaf að fá ein­hver hrá­efni að utan. Svo verðum við með “local Burger“ sem er algjör troðsla, hann er svo góð­ur,“ segir Stef­án. „En fyrir utan mat­inn þá verðum við með mikið úrval af bragð­góðum drykkjum sem þú ættir að skoða og ég skal skála við þig hvenær sem er,“ bætir hann við.

Þurfum að taka vel á móti fólki

Hard Rock verður stað­sett í hjarta ferða­þjón­ust­unnar í Reykja­vík, í Iðu­hús­inu. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ustu hefur gjör­breytt rekstr­ar­um­hverfi veit­inga­staða í Reykja­vík og eru erlendir ferða­menn stór hluti við­skipta­vina á þeim flest­um. Búist er við því að ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland muni fjölga um 500 þús­und á næsta ári, og verði um 2,2 millj­ón­ir. Á þessu eru bendir flest til þess að þeir verði um 1,7 millj­ón­ir.

Stefán seg­ist líta svo á að ferða­þjón­ustan sem atvinnu­grein sé að standa sig vel, en það aug­ljós­lega sjá­ist merki þess að inn­við­ina þurfi að styrkja. Læra megi af reynsl­unni í öðrum atvinnu­grein­um, og þannig megi hugsa sér erlenda ferða­menn eins og „þorska“. Þeir séu verð­mætir og það þurfi að bera virð­ingu fyrir þeim. „Mér finnst ferða­þjón­ustan virki­lega vera að standa sig, en mér finnst fárán­legt að við séum ekki betur til­búin fyrir alla þessa ferða­menn. Að það sé til dæmis ekki almenni­leg sal­ern­is­að­staða á okkar vin­sæl­ustu stöð­um, og að það séu ekki settir nægir pen­ingar til að við­halda þessum stöðum sem verða fyrir miklu álagi, það ein­fald­lega gengur ekki. Ferða­menn setja virki­lega skemmti­legan svip á borg­ina og gaman að sjá svona mikið líf hérna í mið­borg­inni alla daga vik­unn­ar. Það er klárt að ferða­mað­ur­inn er nýi þorsk­ur­inn okk­ar,“ segir Stef­án.

Ferða­menn eru stór hluti gesta á veit­inga­stöðum í Reykja­vík, og lík­legt að svo verði áfram. Hefur þú ein­hverjar áhyggjur af ofvexti í grein­inni?

Nei en við þurfum að vera fljót að aðlaga okkur og vera til­búin fyrir allt þetta fal­lega fólk. Það er ekki nóg að byggja bara hot­el. Það þarf að laga veg­ina, vara við alls­konar hættum svo við séum ekki að „strá­fella“ fólkið þegar það mætir í heim­sókn á fal­legu eyj­una okk­ar,“ segir Stef­án, og leggur áherslu á að ein­falda reglan eigi að vera sú að taka vel á móti fólki í því felst meðal ann­ars að tryggja öryggi og bjóða upp á góða áreið­an­lega þjón­ustu. Þetta ætli hann að hafa bak við eyrað á Hard Rock.

Mat­ar­himna­ríki

Þú nefndir að þú hefðir farið til Flór­ens á Ítalíu á dög­un­um, eins og sjá mátti á Face­book hjá þér. Þar virt­ist þú vera að fá reynslu og læra nýja hluti. Hvernig reynsla var það og hvað er það helst sem þú tekur með þér heim úr þeirri reisu?

Það var frá­bær tími, rosa­leg vinna og mik­ill lær­dóm­ur. Ég var á 10 tíma vöktum og vann á öllum stöðum og reyndi að læra allt sem var verið að reyna að koma inn í haus­inn á mér. Svo eftir vakt þá var Hard Rock skóli á net­inu sem var auka vinna í fjóra tíma á dag. En þetta var rosa­lega gaman og ég eign­að­ist góða vini sem ég sakna nú þeg­ar. Það er nefni­lega gaman að geta hlegið í vinn­unni og haft gaman og ég gerði það í 6 vik­ur. Það var líka magnað að fá að sökkva sér í Ítalska mat­ar­gerð. Ítalskur matur er alveg ótrú­lega góður en þá er ég líka að tala um eitt­hvað annað en bara pizzuna. Því­lík og önnur eins flóra af mat og drykk, ég var bara í mat­ar­himna­ríki. Svo ofan á það þá var það hluti af minni þjálfun að ég varð að smakka allt sem var á mat­seðl­inum á Hard Rock Café svo ég var mjög sjaldan svangur í þessar sex vik­ur.“

Stefán Magnússon í góðra vina hópi á Ítalíu, þar sem hann kynnti sér hvernig Hard Rock Café keðjan virkar.

Hvaða mark­mið ertu búinn að setja þér fyrir kom­andi tíma hjá Hard Rock, eða ger­irðu kannski ekki slíkt?

Ég er auð­vitað með mark­mið ann­ars ger­ist ekki neitt. Ég ætla að gera Hard Rock Café að skemmti­leg­asta veit­inga­stað Íslands. Er það ekki frá­bært mark­mið?“ segir Stefán að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiViðtal
None