Fimm íslensk glæpamál sem yrðu frábærar kvikmyndir

fangelsi3.jpg
Auglýsing

Í októ­ber 2014 var sagt frá því að íslenskir aðilar ynnu að gerð kvik­myndar sem byggir á Lík­fund­ar­mál­in­u-svo­kall­aða. Mynd­in, sem Ari Alex­ander Ergis Magn­ús­son stendur að og á að heita „Undir Hala­stjörn­u“, fékk vil­yrði fyrir 80 milljón króna styrk úr Kvik­mynda­sjóði Íslands og á að fara í tökur vet­ur­inn 2016. 

Það telst til tíð­inda að gera myndir sem byggj­ast á raun­veru­legum íslenskum glæp­um. Und­an­tekn­ingar eru þó frá þeirri reglu. Í kvik­mynd­inni Svartur á leik eru aðal­sögu­hetj­urnar til dæmis látnar fremja glæpi sem eru eft­ir­lík­ing af raun­veru­­legum glæp­um. Auk þess hafa sjón­varps­þætt­irnir Sönn íslensk saka­mál fjallað um nokkuð mörg glæpa­mál með stakri prýði. Kjarn­inn tók saman fimm íslensk glæpa­mál sem eiga það öllu sam­eig­in­legt að hand­rit að kvik­mynd um þau myndi skrifa sig sjálft.

 

Auglýsing

5.Pól­stjörnu­mál­ið: Vafa­samasta Íslands­metiðpolstjarna

Í sept­em­ber 2007 sigldi löskuð seglskúta, Pól­stjarn­an, inn í Fáskrúðs­fjarð­ar­höfn. Um borð voru tveir menn, Guð­bjarni Trausta­son og Alvar Ósk­ars­son. Skömmu eftir að skútan lagð­ist við höfn­ina byrj­uðu sírenur að blikka, fjöldi sér­sveit­ar­manna stökk fram og hand­tóku menn­ina tvo ásamt þriðja mann­inum sem hafði komið til móts við þá á bíla­leigu­bíl. Síðar kom í ljós að lög­reglan á Íslandi hafði, í samt­arfi við lög­reglu­emb­ætti í öðrum lönd­um, fylgst með ferðum mann­anna og sam­starfs­manna þeirra frá því í lok árs 2006. Í skút­unni voru alls 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af MDMA dufti og 1.746 MDMA töflur um borð í henn­i.  Þetta var stærsta fíkni­efna­smygl Íslands­sög­unn­ar.

Skút­unni hafði verið siglt yfir Atl­ants­hafið af þeim Guð­bjarna og Alvari. Þeir voru þó ekki einir að verki. Auk þeirra voru Einar Jök­ull Ein­ars­son, sem var ákærður fyrir að skipu­leggja smygl­ið, Arnar Gúst­afs­son, Bjarni Hrafn­kels­son og Mar­ínó Einar Árna­son ákærðir fyrir að taka þátt í glæpn­um. Auk þess var einn maður hand­tek­inn og dæmdur í Fær­eyjum fyrir sína aðkomu að mál­inu. Grunur lék á um að annar höf­uð­paur hefði skipu­lagt og fjár­magnað inn­flutn­ing­inn, en Einar Jök­ull neit­aði að upp­lýsa um hver það væri. Í rétt­ar­höld­unum spurði dóm­ari máls­ins Einar Jökul að því hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lít­illi seglskútu út á opið haf í miðjum sept­em­ber? Einar Jök­ull sagði að það hefði ekki verið mikið mál. „Þetta þolir allan and­skot­ann“.

Menn­irnir voru dæmdir í 18 mán­aða til níu og hálfs árs fang­elsi. Einar Jök­ull fékk þyngsta dóm­inn.

4. Kio Briggs: ljóð­rænt rétt­lætikio 

Í sept­em­ber 1998 dúkk­aði risa­vax­inn breskur maður að nafni Kio Alex­ander Ayobam­bele Briggs upp í Leifs­stöð. Hann var að koma frá Benidorm og reynd­ist vera með 2.031 e-töflur í far­angri sín­um. Kio hélt því fram að íslenskur mað­ur, Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, hefði komið fíkni­efn­unum fyrir í tösk­unni án hans vit­neskju. Guð­mundur Ingi neit­aði því en við­ur­kenndi í vitna­stúku við aðal­með­ferð máls­ins að hafa hringt í lög­reglu­mann á Íslandi og greint honum frá upp­lýs­ingum um fíkni­efna­smyglið í þeirri von að fá ívilnun lög­regl­unnar í öðru máli sem að honum snéri. Þessi aðferð­ar­fræði Guð­mundar var reyndar sér­kenni­leg, þar sem þegar var fall­inn dómur í því máli.

Kio var dæmdur í sjö ára fang­elsi í mars 1999. Ann­markar voru hins­vegar á máls­með­ferð­inni og málið tekið upp aft­ur. Á meðan gekk Kio laus en sætti far­bann­i.  Hann var mjög áber­andi á Íslandi á þeim tíma. Fór í við­töl, var virkur í skemmt­anna­lífs­sen­unni og tók þátt í krafta­keppn­um. Kio var á end­anum sýkn­aður bæði af hér­aðs­dómi og hæsta­rétti og fagn­aði þeirri nið­ur­stöðu gríð­ar­lega. Í kjöl­farið fór hann í mál við íslenska ríkið og krafð­ist 27 millj­óna króna í skaða­bætur fyrir frels­is­svipt­inu. Áður en málið var dóm­tekið hafði Kio hins vegar verið hand­tek­inn á ný, nú í Dan­mörku, með um 800 e-töflur í fórum sín­um. Hann tap­aði mál­inu gegn íslenska rík­inu, var dæmdur til danskrar fang­els­is­vistar og ekk­ert hefur spurst til hans síð­an.

3. Græn­met­ismaf­íangraenmeti 

Á tíunda ára­tugnum var íslenskt við­skipta­líf ekki orðið jafn gos­legt og það varð á þeim fyrsta eftir alda­mót. Íslenskir kaup­sýslu­menn voru ekki orðnir jafn stór­huga í þeim leiðum sem þeir völdu til að kom­ast yfir meiri pen­inga og völd. Helstu brotin sem framin voru á þessum tíma voru sam­ráðs­brot. Og það fyndn­asta var græn­met­is­sam­ráð­ið.

Árið 1995 náðu Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna og tengd fyr­ir­tæki sam­komu­lagi við Ágæti og Mötu um víð­tækt ólög­mætt verð­sam­ráð og mark­aðs­skipt­ingu í við­skiptum sínum með græn­meti, kart­öflur og ávexti. Sam­keppn­is­yf­ir­völd komust síðar að þeirri nið­ur­stöðu að þessir aðilar hefðu myndað með sér nokk­urs konar ein­ok­un­ar­hring með það að mark­miði að draga úr sam­keppni sín á milli og hækka verð á þessum vör­um.

Meðal ann­ars hitt­ust Pálmi Har­alds­son, þá fram­kvæmda­stjóri Sölu­fé­lags­ins, og Gunnar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Mötu, á fundi í Öskju­hlíð­inni til að ræða fyr­ir­huguð kaup á sam­keppn­is­að­il­anum Ágæti. Vegna þessa fund­ar, sem var hald­inn á þessum sér­kenni­lega stað, voru stjórn­endur græn­met­is­geirans kall­aðir „Græn­met­is­ma­f­í­an“ í fjöl­miðl­um. Það er prýði­legt nafn á illa fjár­magn­aðri B-mynd sem myndi lík­ast til fara beint á spólu. Nokkuð ljóst er að Eric Roberts myndi leika Pálma Har­alds­son.

2. Byrg­ið: Jesús, ­pen­ing­ar, kyn­ferð­is­brot og kúreka­hatturbyrgid 

Guð­mundur Jóns­son, síðar ávallt kall­aður Guð­mundur í Byrg­inu, stofn­aði ásamt öðrum kristi­lega með­ferð­ferð­ar­heim­ilið Byrgið fyrir heim­il­is­lausa vímu­efna­sjúk­linga, spilaíkla og fólk með ýmsar per­sónu­leik­arask­anir í des­em­ber 1996. Guð­mundi gekk vel að ota Byrg­is­­tot­anum og fékk tölu­verða athygli, enda hafði hann sér­stakt útlit. Var með tagl og gekk iðu­lega um með kúreka­hatt.

Þessi elju­semi Guð­mundar leiddi til þess að Byrgið fékk aðstöðu undir starf­semi sína, meðal ann­ars í Rockville á Mið­nes­heiði og síðar á Efri­-Brú í Gríms­nesi. Auk þess unnu margir sjálf­boða­liðar fyrir Byrgið og miklir fjár­munir streymdu til þess frá bæði ein­stak­lingum og fyr­ir­­tækj­um. Auk þess styrkti rík­is­sjóður Byrgið um að minnsta kosti 226 millj­ónir króna. Vist­menn greiddu þess utan fyrir vist­ina. Fáa grun­aði að pottur væri brot­inn í starf­sem­inni. Hún var meðal ann­ars til­nefnd til Sam­fé­lags­verð­launa Frétta­blaðs­ins árið 2006 og fangar voru vistaðir þar.

Í des­em­ber 2006 var sendur út frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kompás um Byrgið og ásak­anir á hendur Guð­mundi um stór­fellt fjár­mála­mis­ferli og kyn­ferð­is­legt sam­neyti við vist­menn lagðar fram. Guð­mundur harð­neit­aði sök en mán­uði síðar skil­aði Rík­is­end­ur­skoðun úttekt sem sýndi fram á að fjár­munir hefðu sann­ar­lega verið not­aði til einka­út­gjalda. Sama dag var Byrg­inu lok­að. Þá höfðu nokkrar konur sem voru fyrr­ver­andi vist­menn í Byrg­inu kært Guð­mund fyrir kyn­ferð­is­lega mis­beit­ingu og nauðg­un. Hann neit­aði þeim ásök­unum einnig en um miðjan jan­úar 2007 lak á netið mynd­band sem sýndi Guð­mund og eina kvenn­anna í kyn­lífs­leikj­um. Við­brögð Guð­mundar voru að hóta því að kæra kon­una fyrir nauðg­un. Hann sagði hana hafa­byrlað sér smjör­sýru.

Guð­mundur var á end­anum dæmdur í þriggja ára fang­elsi fyrir kyn­ferð­is­brot í starfi. Hæsti­réttur mild­aði dóm­inn um hálft ár. Hann var einnig ákærður og dæmdur fyrir stór­felldan fjár­drátt og umboðs­svik.

1. Lík­fund­ar­mál­ið: Hin íslenska Fargolikfundarmalid 

Eitt mánu­dags­kvöld í febr­úar 2004 kom Vai­das Jucevicius til Íslands frá Lit­há­en, með milli­lend­ingu í Kaup­manna­höfn. Inn­vortis var hann með 61 pakkn­ingu af metam­fetamíni, alls 223,67 grömm, sem hann hafði gleypt áður en hann lagði af stað. Í Leifs­stöð ætl­uðu þrír menn: Jónas Ingi Ragn­ars­son, Grétar Sig­urðs­son og Tomas Mala­kauskas, að taka á móti hon­um. Þeir höfðu skipu­lagt smygl fíkni­efn­anna ásamt eit­ur­lyfja­hring í Lit­háen í nokkur tíma. Jónas hélt á spjaldi með nafni Vai­dasar í mót­töku­saln­um, en samt fóru þeir á mis. Vai­das kom sér til Reykja­víkur og hitti þar menn­ina, sem óku með hann í rólegt íbúða­hverfi í Kópa­vogi. Skömmu síðar veikt­ist Vai­das herfi­lega vegna þess að fíkni­efna­­pakkn­ing­arnar stifl­uðu mjó­girni hans og gengu ekki nið­ur. Fjórum dögum eftir að hann lenti í Kefla­vík var Vai­das lát­inn vegna þessa.

Atburða­rásin þar á eftir er ævin­týra­leg. Einn mann­anna stakk upp á því að fjar­lægja efnin úr lík­inu en hinir tóku það ekki í mál. Menn­irnir settu þá lík Vai­dasar í plast­poka, vöfðu það í teppi og þeir Jónas Ingi og Tomas óku síðan með það austur á Djúpa­vog í jeppa sem þeir höfðu leigt. Þar urðu þeir veð­ur­tepptir í tvo daga, með líkið í skott­inu. Ferð­inni var heitið á Norð­fjörð, þaðan sem Grétar er. Hann flaug þangað sjálf­ur. Þegar komið var til Norð­fjarðar var jörð frosin og engin leið að grafa lík­ið. Menn­irnir ákváðu því að kasta því í sjó­inn, en fyrst stungu þeir það fimm sinnum í þeirri von að líkið myndi sökkva. Þremur dögum síðar var kaf­ari fyrir til­viljun við störf við bryggj­una þar sem Vai­das lá í votri gröf. Skip hafði rek­ist á bryggj­una ein­hverju áður og kaf­ar­inn var að kanna skemmdir á henni. Fyrir algjöra til­viljun fann hann lík­ið.

Níu dögum eftir að líkið fannst voru Jónas Ingi, Grétar og Tomas hand­tekn­ir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fang­elsi hver fyrir inn­flutn­ing á fíkni­efn­um, fyrir að koma Vai­dasi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa með­ferð á lík­inu. Jónas komst aftur í frétt­irnar árið 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir að setja upp í sam­starfi við aðra eina full­komn­ustu amfetamín­verk­smiðju sem fund­ist hefur hér­lend­is.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None