Nico Rosberg vann þá bestu og vill ekki meira

Nico Rosberg, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, er hættur í kappakstri. Ákvörðun hans kom öllum að óvörum.

Nico Rosberg fagnaði heimsmeistaratitlinum á verðlaunaafhendingu FIA í Vín í gær.
Nico Rosberg fagnaði heimsmeistaratitlinum á verðlaunaafhendingu FIA í Vín í gær.
Auglýsing

Nico Ros­berg bað­aði sig í kampa­víni og kast­ljós­inu í síð­ustu viku eftir að hafa lagt Bret­ann Lewis Hamilton, einn besta öku­þór allra tíma, að velli í heims­meist­ara­ein­vígi þeirra í Abu Dhabi-­kappakstr­inum um síð­ustu helgi. Það var síð­asta mót árs­ins en einnig síð­asta mót Ros­bergs sem kom öllum á óvart við verð­launa­af­hend­ing­una í gær og til­kynnti að hann væri hættur kappakstri.

Með brott­hvarfi sínu bindur Ros­berg enda á bar­áttu sína við Hamilton sem báðir hafa ekið Mercedes-bílum í For­múlu 1 síðan árið 2013. Einu sinni voru þeir bestu vin­ir, hjálp­uðu hvor öðrum að kom­ast lengra í sport­inu og ræddu hvað það yrði gaman ef þeir gætu báðir orðið heims­meist­arar í For­múlu 1. Hamilton hefur þrisvar unnið heims­meist­ara­tit­il­inn og ætl­aði að sækja sinn fjórða í ár.

Ros­berg var krýndur heims­meist­ari í For­múlu 1 í fyrsta sinn á 25 ára ferli sínum í kappakstri í gær. Þjóð­verj­inn Ros­berg seg­ist aðeins hafa verið að hlusta á hjarta sitt þegar hann ákvað að hætta. Mark­mið­inu hafi verið náð með því að hreppa tit­il­inn í For­múlu 1. Ros­berg er aðeins 31 ára og hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hann hygg­ist gera nú þegar kappakst­urs­ferl­inum er lok­ið.

Auglýsing

Upp úr stendur að Nico Ros­berg átti flottan feril í kappakstri og hann lýkur honum á tind­in­um. Hann hefur lagt tvo þekkta heims­meist­ara af velli í inn­byrðis bar­áttu liðs­fé­laga og sannað gildi þrot­lausrar vinnu og metn­að­ar.

„Þegar ég var sex ára að byrja í kappakstri þá var draum­ur­inn alltaf aug­ljós: Að verða heims­meist­ari í For­múlu 1. Það er það sem ég hef verið að elt­ast við allan þennan tíma. Því verk­efni er lok­ið. Draum­ur­inn er upp­fyllt­ur.“





Hvernig hefur maður dreka und­ir?

Frá því að leiðir bestu vin­anna Nico og Lewis skildu í upp­hafi síð­asta ára­tugs höfðu þeir báðir kom­ist alla leið í For­múlu 1 en höfuð þroskast í mjög ólíka öku­menn.

Lewis Hamilton gekk til liðs við Mercedes-liðið fyrir keppn­is­tíma­bilið 2013 og þótti það nokkuð aug­ljóst hver skyldi verða aðal í lið­inu. Nico Ros­berg var þar fyrir og var fyr­ir­fram dæmdur af fjöl­miðlum og spek­úlöntum til þess að lúta í lægra haldi fyrir stjörnu­stráknum Lewis Hamilton.

Hamilton hafði þá unnið heims­meist­ara­tit­il­inn á sínu öðru ári í For­múlu 1 2008 og verið nærri því að verða meist­ari á sínu fyrsta ári. Eftir nokkur mögur ár hjá McL­aren ákvað hann að yfir­gefa upp­eld­is­stöðv­arnar og gerði samn­ing við Mercedes. Hamilton var mikið í sviðs­ljósi slúð­ur­blaða, hefur gaman af því að skemmta sér með stór­stjörnum í Banda­ríkj­unum og var í storma­sömu ást­ar­sam­bandi með heims­þekktri popp­söng­konu.

Ros­berg hafði þá þegar ekið fyrir Mercedes í þrjú ár og sam­an­lagt haft betur en liðs­fé­lag­inn Mich­ael Schumacher sem snúið hafði aftur í For­múlu 1 árið 2010. Schumacher er eins og flestum er kunn­ugt sjö­faldur heims­meist­ari í For­múlu 1, hefur unnið tit­il­inn lang oft­ast allra og á lang flesta sigra að baki.

Bæði sem öku­þór hjá Willi­ams og Mercedes vann Ros­berg sér orð­spor sem flug­gáf­aður öku­þór. Hann var hár­ná­kvæmur í öllu því sem tengd­ist upp­setn­ingu bíls­ins, vann vel með vél­virkj­unum og var sér­stak­lega vel lið­inn meðal yfir­manna sinna vegna þess hversu rólegur og jarð­bund­inn hann er. Honum þykir ekk­ert sér­stak­lega gaman af því að vera í sviðs­ljós­inu, en er samt tryggur sínum stuðn­ings­mönnum á sam­fé­lags­miðl­um.

Það voru því ólíkir öku­menn sem mætt­ust hjá Mercedes árið 2013.

Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru liðsfélagar hjá Merceds. Rosberg tókst að lokum að leggja Hamilton að velli.

Sagt er að ekki sé til betri sam­an­burður á hæfi­leikum og getu öku­manna en að setja þá til höf­uðs hvor öðrum í sama keppn­islið­inu. Þannig fái maður raun­veru­legan sam­an­burð. Fyrstu þrjú árin hafði Hamilton yfir­hönd­ina og vann tvo heims­meist­aratitla árin 2014 og 2015. Hvað sem Ros­berg reyndi þá hafði Hamilton yfir­hönd­ina, jafn­vel þó vinnu­fram­lag þess breska væri mun minna en Ros­bergs.

Ros­berg seg­ist hafa tví­elfst við tapið í fyrra; þegar Hamilton hreppti heims­meist­ara­tit­il­inn þegar enn voru nokkur mót eftir af ver­tíð­inni. Ros­berg lagði sig enn meira fram, gerði samn­ing við fjöl­skyldu sína um þær fórnir sem hann þyrfti að færa til þess að geta látið draum­inn sinn verða að veru­leika.

Honum tókst í upp­hafi tíma­bils­ins sem lauk um síð­ustu helgi að vinna nokkur mót í röð og búa til gott stiga­for­skot. Hamilton náði hins vegar að sækja á og náði yfir­hönd­inni um mitt tíma­bilið en bil­anir og óheppni gerðu það að verkum að Hamilton náði ekki að halda efsta sæt­inu í tit­il­bar­átt­unni. Ros­berg varð­ist svo stór­kos­lega í lok árs­ins og hélt sönsum undir gríð­ar­legri pressu frá liðs­fé­laga sínum og fjöl­miðlum í haust.

Afrekið er ótví­rætt. Það verður eng­inn heims­meist­ari eftir bar­áttu við Lewis Hamilton án þess að leggja allt und­ir. „Ég er bara ekki til­bú­inn að gera það aft­ur,“ segir Ros­berg um ákvörðun sína að hætta á toppn­um.

Spurður hvort hann hafi verið búinn að ákveða að hætta fyrir löngu síðan svar­aði hann: „Ég gefst aldrei upp. Ef ég hefði orðið annar á eftir Hamilton þá hefði ég haldið áfram.“

„Þetta tíma­bil er búið að vera rosa­legt. Ákefðin og til­finn­ing­arnar voru á allt öðru og hærra stigi en ég hef áður upp­lif­að. Í síð­ustu fjórum mótum árs­ins var þetta nán­ast óbæri­legt því þá var verk­efnið að halda for­skot­inu og tryggja tit­il­inn. Síð­asta mótið í Abu Dhabi var and­lega það erf­ið­asta sem ég hef á ævinni gert, fyrir utan að fylgj­ast með kon­unni minni, Vivi­an, fæða dóttur okk­ar.“

„Ég vil þakka Lewis sér­stak­lega. Þú hefur verið ótrú­legur keppi­nautur í öll þessi ár og frá­bær öku­maður – örugg­lega sá besti allra tíma – og það gerir heims­meist­ara­tit­il­inn minn miklu sæt­ari; að ræna honum frá Lew­is.“

Vivian og Nico Rosberg. Þrátt fyrir að hafa hlotið elítuuppeldi í Mónakó er Nico jarðbundinn fjölskyldumaður. Hann átti sér draum sem hann er nú búinn að uppfylla.

Mómentið var núna

Á næsta ári taka í gildi miklar reglu­breyt­ingar í For­múlu 1. Reglu­breyt­ingar á borð við þessar eru gerðar reglu­lega til þess að hrista upp í tækni­þróun í kappakstr­inum og jafna keppn­ina. Und­an­farin ár hefur Mercedes-liðið haft yfir­hönd­ina enda hafði bíla­fram­leið­and­inn þýski eytt gríð­ar­legum fjár­munum í þróun og smíði nýrrar vél­tækni sem var fyrst notuð keppn­is­tíma­bilið 2014.

Þar áður hafði Red Bull-liðið með Sebast­ian Vettel í for­ystu haft gríð­ar­lega yfir­burði. Vettel vann heims­meist­ara­tit­il­inn fjórum sinnum í röð á árunum 2010 til 2013.

Nýjar reglu­breyt­ingar sem taka gildi á næsta ári munu færa tækni­þró­un­ar­stríðið á nýjan vett­vang loftafls­fræði heldur en vél­þró­un­ar. Það er því ekki endi­lega hægt að gera ráð fyrir því að Mercedes muni vera með eins mikla yfir­burði og liðið hefur notið und­an­farin ár. Það má þess vegna líta á það þannig að Ros­berg hafi átt sinn síð­asta séns í ár, ef hann ætl­aði að verða heims­meist­ari í For­múlu 1.

Tíma­setn­ingin á brott­hvarfi Ros­bergs er því eflaust ágæt þegar litið er til óvissunnar sem fram undan er.

33 heims­meist­arar

Bik­ar­inn skartar nú 33 nöfnum en þar á meðal er nafn föður Nico Ros­berg; Keke Ros­berg varð heims­meist­ari í For­múlu 1 árið 1982. Alls hafa meira en 800 ein­stak­lingar spreytt sig í þess­ari efstu deild kappakst­urs í heim­in­um.

Jafn­vel þó til­kynn­ing Ros­bergs hafi komið á óvart er þetta ekki í fyrsta sinn sem ríkj­andi heims­meist­ari hættir keppni. Alain Prost lauk ferli sínum í annað sinn í lok árs 1993 en þá hafði hann snúið aftur í For­múlu 1 eftir að hafa hætt í lok árs 1991. Nigel Mansell hætti einnig í For­múlu 1 í lok árs­ins 1992 til þess að keppa í Banda­ríkj­un­um. Báðir óku fyrir Willi­ams-liðið og höfðu átt langan og far­sælan feril í kappakstri.

Allir heims­meist­arar í For­múlu 1

Öku­þór Fjöldi titla Tit­ilár
Mich­ael Schumacher 7 1994, 1995, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004
Juan Manuel Fangio 5 1951, 1954, 1955, 1956, 1957
Alain Prost 4 1985, 1986, 1989, 1993
Sebast­ian Vettel 4 2010, 2011, 2012, 2013
Jack Brabham 3 1959, 1960, 1966
Jackie Stewart 3 1969, 1971, 1973
Niki Lauda 3 1975, 1977, 1984
Nel­son Piquet 3 1981, 1983, 1987
Ayrton Senna 3 1988, 1990, 1991
Lewis Hamilton 3 2008, 2014, 2015
Alberto Ascari 2 1952, 1953
Gra­ham Hill 2 1962, 1968
Jim Clark 2 1963, 1965
Emer­son Fittipaldi 2 1972, 1974
Mika Häkkinen 2 1998, 1999
Fern­ando Alonso 2 2005, 2006
Giuseppe Far­ina 1 1950
Mike Hawt­horn 1 1958
Phil Hill 1 1961
John Sur­tees 1 1964
Denny Hulme 1 1967
Jochen Rindt 1 1970
James Hunt 1 1976
Mario Andretti 1 1978
Jody Scheckter 1 1979
Alan Jones 1 1980
Keke Ros­berg 1 1982
Nigel Mansell 1 1992
Damon Hill 1 1996
Jacques Vil­leneuve 1 1997
Kimi Räikkönen 1 2007
Jen­son Button 1 2009
Nico Ros­berg 1 2016

Nöfn Lewis Hamilton og Nico Ros­berg eru lit­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None