wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Nú eru liðin rúm­lega átta ár frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi, neyð­ar­laga­setn­ingu og laga­setn­ingu sem fól í sér fjár­magns­höft. Ísland var inn í hinum full­komna stormi eftir mikið upp­gangs­tíma­bil eftir að fjár­mála­kerfið á Ísland var einka­vætt á árunum 1998 til 2003. Krónan var svo sett á flot - alveg án stuðn­ings og hjálpar - árið 2001. 

Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig þetta tíma­bil end­aði. Hér varð hrun, er frasi sem fastur er við dag­ana í októ­ber 2008, og ekki af ástæðu­lausu. Á ein­ungis þremur dögum hrundu þrír íslenskir bankar, Glitn­ir, Kaup­þing og Lands­bank­inn, og er fall þeirra allra á listum yfir stærstu gjald­þrot sög­unn­ar. Hvorki meira né minna. Mich­ael Lewis, verð­laun­aður blaða­maður og rit­höf­undur sem skrifar reglu­lega í Vanity Fair, sagði í grein sinni, Wall Street on The Tundra, að Ísland hefði verið rekið eins og vog­un­ar­sjóður án þess að ráða­menn eða aðrir hefðu áttað sig á því. Það er svo kannski tákn­rænt að spjótin fóru loks að bein­ast að sjóð­unum þegar sviðin jörð blasti við og kröf­urnar í höndum þeirra. Eins og svangir úlfar við mátt­vana bráð.

En hvernig gerð­ist þetta? Hver voru hin alþjóð­legu ein­kenni þess­ara vanda­mála?

Auglýsing

Heim­ild­ar­myndin Ransacked eftir Pétur Ein­ars­son, fyrr­ver­andi banka­mann, þrí­þraut­ar­kappa og nú kvik­mynd­ar­gerð­ar­mann, fékk á dög­unum verð­laun á Foyle Film Festi­val á Norð­ur­-Ír­landi og hefur fengið góðar við­tökur hjá áhorf­end­um, bæði hér á landi og víða um heim. Hún tekst á við þessar fram­an­greindu spurn­ingar í ljósi reynslu Íslend­inga. Hún var frum­sýnd 1. októ­ber á RIFF kvik­mynda­há­tíð­inni hafa gagn­rýnendur lofað hana. 

Myndin er góð og nær vel utan um vanda­málin sem tengj­ast alþjóða­væddum heimi banka­starf­sem­innar og hvernig hel­sjúk ein­kenni hennar birt­ust hér á landi. Í raun er ótrú­legt til þess að hugsa núna, að nokkrum hafi dottið það í hug að reka héðan umfangs­mikla alþjóð­lega banka­starf­semi - á grunni íslensku krón­unnar í örrík­inu Íslandi - en það er ekki aðal­at­riðið í mynd­inni. Heldur frekar það fjár­hættu­spil sem fjár­mála­kerfi nútím­ans er fyrir hinn almanna borg­ara, eins og sorg­ar­saga við­skipta­vinar bank­anna - sem rætt er við í mynd­inni - sýnir glögg­lega. Almenn­ingur er varn­ar­laus en leggur til sparnað sinn í fjár­hættu­spil­ið. 

Í ljósi þess hvernig fór á Íslandi er með ólík­indum að stjórn­mála­menn hafi ekki náð sam­stöðu um að skilja að við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi. Það hefur ekki gerst enn og það er sýnt í Ransacked, með sann­fær­andi hætti, að þetta býður ekki aðeins hætt­unni heim heldur bein­línis býr til áhættu­sama stöðu fyrir hinn almanna borg­ara. Sér­hæfðir sjóðir sem starfa þvert á landa­mæri - og fyrir utan hefð­bund­inn ramma reglu­verks­ins, eins og fram köm glögg­lega hjá við­mæl­endum - nýta sér þetta og eru alltaf skrefi á undan og fyrstir frá borði ef eitt­hvað slæmt ger­ist. 

Ransacked dregur fram þessa „blekk­ingu“ sem fjár­mála­kerfið byggir á. Simon John­son, fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur IMF og pró­fessor í rekstr­ar­hag­fræði við MIT, hélt frá­bært erindi um þetta mál­efni á ráð­stefnu í Hörp­u­nni 27. októ­ber 2011. Þar sagði hann marga stærstu banka heims rekast áfram af „blekk­ingu“ rík­is­á­byrgðar sem væri að baki fífldjörfu fjár­hættu­spili. Almenn­ingur um allan heim væri með allt und­ir, án þess að vita það eða vilja.



Nú þegar árinu lýkur senn er mik­il­vægt að rifja boð­skap­inn í þess­ari fínu mynd Pét­urs upp. Ætlum við að byggja fjár­mála­kerfið upp með þessum mein­semdum á nýjan leik? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. 

Þó reglu­verkið hafi tekið breyt­ingum þá eiga stóru spurn­ing­arnar jafn mikið við og áður. Bankar eru ennþá of stórir til að falla, um allan heim, og vanda­málin hafa víða verið færð inn í efna­hags­reikn­inga seðla­banka, þó segja megi að Ísland hafi nú gengið í gegnum ákveð­inn hreins­un­ar­eld hvað þetta varð­ar. 

Einkum og sér í lagi vegna neyð­ar­rétt­ar­ins sem beitt var á ögur­stundu og síðan upp­gjörs slita­búa föllnu bank­anna. Ef bank­arnir verða seldar á nýjan leik - að hluta eða öllu leyti - þá er mik­il­vægt að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn og rýna sög­una og mis­tök­in. Þau mega ekki end­ur­taka sig.

Það er ekki sjálf­gefið að almenn­ingur þurfi að vera þátt­tak­andi í fjár­hættu­spili fjár­festa út í heimi, og von­andi verður Ransacked til þess að opna augu fólks fyrir þessu mik­il­væga við­fangs­efni. Nóg af spurn­ingum á eftir að svara ennþá og von­andi gefur Pétur sér tíma til að svara þeim í fleiri kvik­mynda­verk­efn­um, því myndin á brýnt erindi - á Íslandi sem og ann­ars staðar - í ljósi bit­urrar reynslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None