Ítalski keppandinn Francesco Gabbani mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision-keppninni sem fram fer í Kænugarði í kvöld, ef eitthvað er að marka líkurnar sem veðmálafyrirtæki gefa atriðum kvöldsins.
Portúgal verður í öðru sæti, Búlgaría í þriðja og Belgía í fjórða.
Ísland komst ekki upp úr undanriðli sínum og verður ekki eitt þeirra 26 landa sem flytja atriði sín í kvöld. Svala Björgvinsdóttir fór fyrir Íslandi í ár með lagið sitt Paper.
Útsending frá Eurovision er í opinni dagskrá á RÚV 1 í kvöld og hefst klukkan 19. Gísli Marteinn Baldursson mun útskýra framvindu keppninnar fyrir sjónvarpsáhorfendum.
Auglýsing
Röð atriða í kvöld
- Ísrael
- Pólland
- Hvíta-Rússland
- Austurríki
- Armenía
- Holland
- Moldavía
- Ungverjaland
- Ítalía
- Danmörk
- Portúgal
- Aserbaídsjan
- Króatía
- Ástralía
- Grikkland
- Spánn
- Noregur
- Bretland
- Kýpur
- Rúmenía
- Þýskaland
- Úkraína
- Belgía
- Svíþjóð
- Búlgaría
- Frakkland