Hefur gagnrýnt konungsveldið í 30 ár

Dennis Skinner hefur verið þingmaður í Bretlandi síðan 1970. Í nærri þrjá áratugi hefur hann gagnrýnt konungsveldið í Bretlandi og hefðirnar sem fylgja. Gagnrýni Skinners er á góðri leið með að verða jafn mikil hefð.

Dennis Skinner er harður í horn að taka. Hann er ósammála því að stjórnmál eigi að vera siðuð og róleg umræða. „Ég var ekki alinn þannig upp“, segir hann.
Dennis Skinner er harður í horn að taka. Hann er ósammála því að stjórnmál eigi að vera siðuð og róleg umræða. „Ég var ekki alinn þannig upp“, segir hann.
Auglýsing

Þegar gagn­rýni á hefð­irnar verður hluti af hefð­inni, tín­ist merk­ing gagn­rýn­innar með öllum hinum gleymdu merk­ingum hefð­anna.

Kjarn­inn greindi frá athöfn­inni í West­min­ster í lið­inni viku þegar Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing hóf þing­hald eftir kosn­ing­arnar í Bret­landi fyrr í þessum mán­uði. Drottn­ingin las þá upp stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórn­ar, eins og hefð er fyr­ir.

Athöfnin er hlaðin hefðum og form­reglum sem nær allar eiga að und­ir­strika sjálf­stæði breska þings­ins – og almenn­ings – frá breska kon­ungs­veld­inu; Drottn­ingin ríkir í umboði almenn­ings en ekki öfugt.

Bret­land hefur verið þing­bundið kon­ungs­ríki mörg hund­ruð ár og í gegnum tíð­ina hafa skap­ast hefð­ir. Breska lög­gjaf­ar­valdið er form­lega séð skipt í þrjár deild­ir. Krún­an, kon­ungs­vald­ið, skipar einn arm sem gegnir hlut­verki ráð­gjafa og sam­þykkir lög sem hinar deild­irnar ganga frá.

Drottn­ingin skipar lávarða­deild breska þings­ins eftir til­lögum for­sæt­is­ráð­herr­ans. Lávarða­deildin er skipuð aðal­mönnum og hefð­ar­klerkum og er þess vegna full­trúa­ráð æðri mátt­ar­valda.

Full­trúar almenn­ings sitja í neðri deild þings­ins. Í þessa deild er yfir­leitt kosið á fimm ára fresti, nema þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann telur mik­il­vægt að kjósa fyrr. Eins og Ther­esa May gerði í vor.

Auglýsing

Skellt í lás

Við upp­haf hvers nýs þings í Bret­landi er það drottn­ingin sem flytur stefnu­ræðu nýrrar rík­is­stjórn­ar. Drottn­ingin flytur þessa ræðu í þing­sal lávarða­deild­ar­inn­ar, enda er henni ekki leyfi­legt að koma í sal almenn­ings. Umsjón­ar­manni lávarða­deild­ar­inn­ar, kall­aður „Black rod“, er þess vegna skipað að kalla þing­menn neðri deild­ar­innar saman í hinum þingsaln­um.

Áður en „Black rod“ er hins vegar hleypt inn í þingsal­inn skella þing­verð­irnir í lás, þannig að sendi­maður drottn­ingar þarf að banka þrisvar áður en honum er hleypt inn.

Prins­inn má opna kebab-­stað

Dennis Skinn­er, þing­maður Verka­manna­flokks­ins í Bolsover í norð­an­verðu Englandi, er yfir­lýstur and­stæð­ingur kon­ungs­veld­is­ins í Bret­landi. „Það er ekki hægt að vera kon­ung­legur og alþýðu­maður á sama tíma,“ hefur hann látið hafa eftir sér um kon­ungs­fjöl­skyld­una sem hann segir hafa grafið undan rétt­mæti sínu á und­an­förnum ára­tug­um.

Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar eigi að segja kon­ungs­fjöl­skyld­unni upp störfum og finna þeim önnur störf: Drottn­ingin má sjá um hrossa­rækt krún­unn­ar, enda er það hennar ástríða, og eig­in­maður henn­ar, Fil­ipus prins, getur opnað kebab-­stað í Norð­ur­-London.

Sjálfur hefur Skinner aldrei beðið lægri hlut í kosn­ingum í kjör­dæmi sínu síðan hann bauð sig fyrst fram árið 1970. Eftir að hafa lokið grunn­skóla­prófi á fjórða ára­tugnum gerð­ist hann kola­námu­maður áður en hann gerð­ist opin­ber fígúra og fór að láta til sín taka á sviði stjórn­mál­anna. Síðan hefur hann verið kall­aður „The Beast of Bolsover“, sem ekki verður með góðu móti þýtt á íslensku.

Dennis Skinner á baráttufundi með kolanámumönnum árið 1992.

Árið 2014 lýsti Skinner því í við­tali að hann hefði aldrei á ævinni sent tölvu­póst. „Ég vil að póst­burð­ar­fólkið haldi vinn­unni sinn­i,“ sagði hann. Skinner heldur ekki með neinn Twitt­er-­reikn­ing, jafn­vel þó fjöl­margir reikn­ingar séu í hans nafni.

Skinner hefur notað tæki­færið við upp­haf nær allra nýrra þinga í Bret­landi síðan um miðjan níunda ára­tug­inn til að hrópa háðsk orð, hvort sem það er að sendi­boða drottn­ing­ar­innar eða til þing­heims­ins.

Það er kannski kald­hæðn­is­legt að köll Skinn­ers séu orðin að hefð, eins og þeim sem hann gagn­rýnir svo reglu­lega.

Í ár kall­aði hann „Get your skates on, first race is half past two!“ og vís­aði þar í veð­hlaupa­keppn­ina sem drottn­ingin ætl­aði að mæta á þann dag­inn.

Venju­lega upp­sker Skinner hlátur fyrir en stundum hefur hann hlotið ákúrur fyrir frá þing­mönn­unum hinu megin í saln­um.

En yfir­leitt eru glós­urnar fyndn­ar. Eins og þegar hann spurði hvort Helen Mir­ren, sem hafði farið með hlut­verk drottn­ing­ar­innar í kvik­mynd­inni The Queen sama ár, væri til­búin til að hlaupa í skarð­ið.

Stundum notar hann tæki­færið til þess að koma skoð­unum sínum á póli­tískum málum líð­andi stundar á fram­færi. Í fyrra var mikil umræða um stöðu breska rík­is­út­varps­ins og Skinner kall­aði:

Kastað úr þingsalnum

Skinner lætur ekki sitt eftir liggja í stjórn­ar­and­stöð­unni í Bret­landi og er kraft­mik­ill þing­mað­ur. Hann gengur stundum of langt og hefur marg­sinnis verið vísað úr þingsalnum fyrir rudda­legt orð­bragð og móðg­an­ir.

David Camer­on, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íhalds­flokks­ins í Bret­landi, fékk til dæmis við­ur­nefnið „Dodgy Dave“ frá Skinner eftir að ráð­herr­ann varð upp­vís af skattaund­anskot­um. Þrátt fyrir að hafa fengið tæki­færi til að draga ummæli sín til baka lét þing­mað­ur­inn sér ekki segjast:

George Osborne, fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Dav­ids Camer­on, fékk einnig að heyra það frá Skinn­er. Gula pressan í Bret­landi hafði þá fjallað um meinta kóka­ínn­eyslu Osborne á yngri árum. Skinner tók það óstinnt upp­... og var kastað út fyrir vik­ið.

Skinner var fæddur árið 1932 og man vel eftir hörm­ungum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Í upp­hafi árs­ins 2017, eftir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, bauð breska rík­is­stjórnin Trump í opin­bera heim­sókn til London. Skinner var ekki sáttur og líkti Trump við Hitler og Mous­sol­ini.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent