Hefur gagnrýnt konungsveldið í 30 ár

Dennis Skinner hefur verið þingmaður í Bretlandi síðan 1970. Í nærri þrjá áratugi hefur hann gagnrýnt konungsveldið í Bretlandi og hefðirnar sem fylgja. Gagnrýni Skinners er á góðri leið með að verða jafn mikil hefð.

Dennis Skinner er harður í horn að taka. Hann er ósammála því að stjórnmál eigi að vera siðuð og róleg umræða. „Ég var ekki alinn þannig upp“, segir hann.
Dennis Skinner er harður í horn að taka. Hann er ósammála því að stjórnmál eigi að vera siðuð og róleg umræða. „Ég var ekki alinn þannig upp“, segir hann.
Auglýsing

Þegar gagn­rýni á hefð­irnar verður hluti af hefð­inni, tín­ist merk­ing gagn­rýn­innar með öllum hinum gleymdu merk­ingum hefð­anna.

Kjarn­inn greindi frá athöfn­inni í West­min­ster í lið­inni viku þegar Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing hóf þing­hald eftir kosn­ing­arnar í Bret­landi fyrr í þessum mán­uði. Drottn­ingin las þá upp stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórn­ar, eins og hefð er fyr­ir.

Athöfnin er hlaðin hefðum og form­reglum sem nær allar eiga að und­ir­strika sjálf­stæði breska þings­ins – og almenn­ings – frá breska kon­ungs­veld­inu; Drottn­ingin ríkir í umboði almenn­ings en ekki öfugt.

Bret­land hefur verið þing­bundið kon­ungs­ríki mörg hund­ruð ár og í gegnum tíð­ina hafa skap­ast hefð­ir. Breska lög­gjaf­ar­valdið er form­lega séð skipt í þrjár deild­ir. Krún­an, kon­ungs­vald­ið, skipar einn arm sem gegnir hlut­verki ráð­gjafa og sam­þykkir lög sem hinar deild­irnar ganga frá.

Drottn­ingin skipar lávarða­deild breska þings­ins eftir til­lögum for­sæt­is­ráð­herr­ans. Lávarða­deildin er skipuð aðal­mönnum og hefð­ar­klerkum og er þess vegna full­trúa­ráð æðri mátt­ar­valda.

Full­trúar almenn­ings sitja í neðri deild þings­ins. Í þessa deild er yfir­leitt kosið á fimm ára fresti, nema þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann telur mik­il­vægt að kjósa fyrr. Eins og Ther­esa May gerði í vor.

Auglýsing

Skellt í lás

Við upp­haf hvers nýs þings í Bret­landi er það drottn­ingin sem flytur stefnu­ræðu nýrrar rík­is­stjórn­ar. Drottn­ingin flytur þessa ræðu í þing­sal lávarða­deild­ar­inn­ar, enda er henni ekki leyfi­legt að koma í sal almenn­ings. Umsjón­ar­manni lávarða­deild­ar­inn­ar, kall­aður „Black rod“, er þess vegna skipað að kalla þing­menn neðri deild­ar­innar saman í hinum þingsaln­um.

Áður en „Black rod“ er hins vegar hleypt inn í þingsal­inn skella þing­verð­irnir í lás, þannig að sendi­maður drottn­ingar þarf að banka þrisvar áður en honum er hleypt inn.

Prins­inn má opna kebab-­stað

Dennis Skinn­er, þing­maður Verka­manna­flokks­ins í Bolsover í norð­an­verðu Englandi, er yfir­lýstur and­stæð­ingur kon­ungs­veld­is­ins í Bret­landi. „Það er ekki hægt að vera kon­ung­legur og alþýðu­maður á sama tíma,“ hefur hann látið hafa eftir sér um kon­ungs­fjöl­skyld­una sem hann segir hafa grafið undan rétt­mæti sínu á und­an­förnum ára­tug­um.

Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar eigi að segja kon­ungs­fjöl­skyld­unni upp störfum og finna þeim önnur störf: Drottn­ingin má sjá um hrossa­rækt krún­unn­ar, enda er það hennar ástríða, og eig­in­maður henn­ar, Fil­ipus prins, getur opnað kebab-­stað í Norð­ur­-London.

Sjálfur hefur Skinner aldrei beðið lægri hlut í kosn­ingum í kjör­dæmi sínu síðan hann bauð sig fyrst fram árið 1970. Eftir að hafa lokið grunn­skóla­prófi á fjórða ára­tugnum gerð­ist hann kola­námu­maður áður en hann gerð­ist opin­ber fígúra og fór að láta til sín taka á sviði stjórn­mál­anna. Síðan hefur hann verið kall­aður „The Beast of Bolsover“, sem ekki verður með góðu móti þýtt á íslensku.

Dennis Skinner á baráttufundi með kolanámumönnum árið 1992.

Árið 2014 lýsti Skinner því í við­tali að hann hefði aldrei á ævinni sent tölvu­póst. „Ég vil að póst­burð­ar­fólkið haldi vinn­unni sinn­i,“ sagði hann. Skinner heldur ekki með neinn Twitt­er-­reikn­ing, jafn­vel þó fjöl­margir reikn­ingar séu í hans nafni.

Skinner hefur notað tæki­færið við upp­haf nær allra nýrra þinga í Bret­landi síðan um miðjan níunda ára­tug­inn til að hrópa háðsk orð, hvort sem það er að sendi­boða drottn­ing­ar­innar eða til þing­heims­ins.

Það er kannski kald­hæðn­is­legt að köll Skinn­ers séu orðin að hefð, eins og þeim sem hann gagn­rýnir svo reglu­lega.

Í ár kall­aði hann „Get your skates on, first race is half past two!“ og vís­aði þar í veð­hlaupa­keppn­ina sem drottn­ingin ætl­aði að mæta á þann dag­inn.

Venju­lega upp­sker Skinner hlátur fyrir en stundum hefur hann hlotið ákúrur fyrir frá þing­mönn­unum hinu megin í saln­um.

En yfir­leitt eru glós­urnar fyndn­ar. Eins og þegar hann spurði hvort Helen Mir­ren, sem hafði farið með hlut­verk drottn­ing­ar­innar í kvik­mynd­inni The Queen sama ár, væri til­búin til að hlaupa í skarð­ið.

Stundum notar hann tæki­færið til þess að koma skoð­unum sínum á póli­tískum málum líð­andi stundar á fram­færi. Í fyrra var mikil umræða um stöðu breska rík­is­út­varps­ins og Skinner kall­aði:

Kastað úr þingsalnum

Skinner lætur ekki sitt eftir liggja í stjórn­ar­and­stöð­unni í Bret­landi og er kraft­mik­ill þing­mað­ur. Hann gengur stundum of langt og hefur marg­sinnis verið vísað úr þingsalnum fyrir rudda­legt orð­bragð og móðg­an­ir.

David Camer­on, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íhalds­flokks­ins í Bret­landi, fékk til dæmis við­ur­nefnið „Dodgy Dave“ frá Skinner eftir að ráð­herr­ann varð upp­vís af skattaund­anskot­um. Þrátt fyrir að hafa fengið tæki­færi til að draga ummæli sín til baka lét þing­mað­ur­inn sér ekki segjast:

George Osborne, fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Dav­ids Camer­on, fékk einnig að heyra það frá Skinn­er. Gula pressan í Bret­landi hafði þá fjallað um meinta kóka­ínn­eyslu Osborne á yngri árum. Skinner tók það óstinnt upp­... og var kastað út fyrir vik­ið.

Skinner var fæddur árið 1932 og man vel eftir hörm­ungum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Í upp­hafi árs­ins 2017, eftir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, bauð breska rík­is­stjórnin Trump í opin­bera heim­sókn til London. Skinner var ekki sáttur og líkti Trump við Hitler og Mous­sol­ini.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent