Listabræðsla á heimsenda

Eitthvað er að gerast á Hjalteyri, eitthvað sem er þess virði að sjá ... áður en það verður að einhverju öðru. Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um Verksmiðjuna.

Dyr að alþjóðlegri listamekku.
Dyr að alþjóðlegri listamekku.
Auglýsing

Öld­urnar sleikja varn­ar­garð­inn við gömlu síld­ar­verk­smiðju Thorsar­anna á Hjalt­eyri, ung­leg amma lætur sig fljóta í köldum sjónum eins og hún sé við Spán­ar­strendur og barna­börnin sleikja frost­p­inna í heitum potti skorð­uðum í fjöru­grjót­ið. Nokkrir ferða­menn í flot­bún­ingum kjaga eins og mör­gæsir í átt­ina að tré­báti til að fara í hvala­skoðun en skammt frá val­hoppar mynd­list­ar­mað­ur­inn Snorri Ásmunds­son í gleði sinni yfir að hafa séð hval, gljá­andi feitan og stór­an, stinga sér upp úr öld­un­um, nán­ast við fjöru­borð­ið. 

Glæfra­fyr­ir­tæki Thorsar­anna 

Stað­ur­inn gæti verið verk á sýn­ing­unni Hverf­ing (e. Shapes­hift­ing). 

Til­vera hans minnir á að miklar umbreyt­ingar geta átt sér stað án þess við veitum þeim athygli; ásýnd hlut­anna flöktir í takt við breytt hlut­verk þeirra svo eld­gam­all síld­ar­fnyk­ur­inn sest í verk lista­fólks sem er flest frá Íslandi og Banda­ríkj­unum en sýn­ing­ar­stjór­inn starfar einnig á Metropolit­an-safn­inu: Pari Stave, list­fræð­ingur í New York

Auglýsing

Stór­borg­ar­bragur Thorsar­anna er enn á sínum stað en í breyttri mynd, nýju sam­hengi, og þeir löngu farn­ir. Thors­ar­arnir svoköll­uðu (með Rík­harð Thors í far­ar­broddi, skilst mér) létu reisa verk­smiðj­una árið 1937 á met­tíma í níst­ings­kulda við erf­iðar aðstæður þegar félag þeirra Kveld­úlfur átti í nokkrum krögg­um. Sagt er að glæfra­fyr­ir­tækið hafi bjargað Kveld­úlfi – þó að það séu kannski ekki allir sam­mála því. Hvað sem því líður stendur Verksmiðjustjórinn Gústav Geir BollasonVerk­smiðj­an ennþá yst á eyr­inni, veðruð eins og kast­ali aft­ur­geng­ins fiski­kon­ungs, og bjargar ýmsu á ýmsan hátt en fyrst og fremst lista­líf­inu í nær­liggj­andi sveitum og þótt víðar væri leit­að.

Lista­bræðsla

Verk­smiðju­stjór­inn – eins og liggur bein­ast við að kalla Gústav Geir Bolla­son – hefur byggt upp núver­andi starf­semi í Verk­smiðj­unni, mynd­list­ar­rými sem er bæði hugsað fyrir sýn­ing­ar­hald og verk­efni. Síð­ustu árin hafa leitað þangað erlendir jafnt sem inn­lendir lista­menn og með því móti hefur lýs­is­bræðsla umbreyst í lista­bræðslu. 

Gústav býður mér upp á soðið kaffi í myrku geymslu­her­bergi sem liggur þvert í gegnum miðja verk­smiðj­una en vippar sér reglu­lega fram til að svara spurn­ingum gesta. Hann svarar ýmist á frönsku, ensku eða íslensku og gest­irnir kunna vel að meta safa­rík svör­in. 

Ein­hver spyr út í verk eftir hann sjálfan sem stikar létt­fættur í átt­ina að því. Verkið leiðir hug­ann að hringrás tím­ans. Jeppa­dekk sem hefur farið yfir land og jökla og látið á sjá, bæði lúið og veðr­að, en inni í því eru stórar gler­flöskur með sandi úr íslenskri eyði­mörk. Dekkið er inni í grind sem afmarkar tím­ann eins og nokk­urs konar ummál hans.

Tsunami 2015, Mary Ellen Croteau, mósaíkverk úr plasttöppum. Sonur minn fer sam­stundis að rúlla dekk­inu, upp­num­inn af því að geta stjórnað hraða tím­ans. Gústav fylgist með og seg­ir: Mér fannst fal­lega þver­sagna­kennt að setja dekk, sem er í sjálfu sér mek­anískur tími, saman við stunda­glas sem má tengja við jarð­sögu­leg lög­mál. Það er eitt­hvað mann­eskju­legt við stunda­glasið, þegar sand­ur­inn rennur úr einu glasi í annað stækkar gatið milli glerj­anna og sand­ur­inn rennur hraðar og hraðar og hraðar ... kannski eins og fólk upp­lifir síð­ara ævi­skeið sitt.

Umbreyt­ingar í lofts­lagi og valda­þróun

Skammt frá hangir kola­teikn­ing eftir Gústav á veðruðum verk­smiðju­veggn­um: búra­leg mann­vera með boga í rúst­unum af ein­hverju sem gæti hafa verið skúr og hún virð­ist spenna boga. Hann kallar þessar myndir skáld­skap og segir þær til­heyra hlið­ar­heimi. Í þeim býr til­finn­ing fyr­ir­ hræj­um, ham­förum, jafn­vel upp­hafi og enda­lokum sið­menn­ing­ar. Þær vekja upp óþægi­legar hug­renn­ingar um hugs­an­legar breyt­ingar í umhverf­inu.

En yfir­skrift sýn­ing­ar­innar er jú hug­takið Hverf­ing og í texta eftir banda­ríska sýn­ing­ar­stjór­ann, sem Hall­grímur Helga­son rit­höf­undur þýddi, seg­ir: Á íslensku þýðir orðið hverf­ing allt í senn: flóknar til­færslur í umhverfi sem og stökk­breyt­ing, snún­ing­ur, umsnún­ingur og brott­hvarf. Í enska orð­inu „shapes­hift­ing“ er falin hug­myndin um mynd­breyt­ingu eða ham­skipt­i, hvort tveggja hug­tök með goð­sögu­legar og ljóð­rænar rætur sem liggja í gegnum mörg menn­ing­ar­skeið allt aftur til forn­ald­ar. Verkin á sýn­ing­unni ávarpa öll þessi minni og setja þær í sam­hengi við ástand mála, þær hnatt­rænu umbreyt­ingar í lofts­lagi og valda­þróun sem nú eiga sér stað. 

Ísbjörn á leið­inni að éta okkur öll

Umbreyt­ing­arnar lúra allt um kring, líka í hús­inu þar sem ég stend og horfi út um gler­lausan glugga við hlið kola­mynd­ar­innar af mann­ver­unni með bog­ann og velti fyrir mér hvort sýn­ing­ar­gestir séu óhultir þarna inni ef ísbjörn skyldi reka á land í leit að fæði. Er þetta hvíta sem bær­ist alda eða ísbjörn?  Ég reyni að sjá hval en sjór­inn er úfinn og sólin skín í aug­un. Birtan skiptir litum á fjalls­hlíð­unum og landið andar í takt við ólg­andi hug­mynda­heima þarna inni. Verkin eru ólík, þrátt fyrir sam­eig­in­legan snerti­flöt, og þarna ægir saman skúlp­t­úrum, víd­eóinn­setn­ing­um, papp­írs­verkum og útskurði en öll hreyfa þau óþægi­lega vel við manni.

Til­raun til að lýsa nokkrum verkum

Ég er ekki list­fræð­ingur og það er illa gert að fjalla um þessa sýn­ingu án þess að fjalla um öll verkin en af því að þetta eru hvort sem er ábyrgð­ar­laus skrif full­trúa hins almenna fávísa sýn­ing­ar­gests má reyna að gefa mynd af nokkrum þeirra. 

Eitt verka Rúríar ber vott um vís­inda­lega nálg­un, korta­myndir af strand­lengjum eins og þær gætu litið út við hækkun yfir­borðs sjávar þegar hluti lands­ins er horf­inn. Annað verk hennar fikrar sig áfram eftir gólf­inu, búið til úr gler­í­lát­um, og táknar fólk á flótta frá heima­landi sínu í leit að skjóli. Eitt­hvað í tæru lát­leysi þess fær mann til að finna til sorg­ar.

Þannig tala sum verkin bein­skeytt við mann meðan önnur hræra upp í skynj­un­inni á óræð­ari hátt. Mér verður star­sýnt á verk eftir hina kanadísku Jessicu Stock­holder. Þetta eru fjölda­fram­leiddir hlut­ir, á borð við upp­þvotta­vél, elda­vél og lampa, sem hafa glatað upp­runa­legu hlut­verki sínu en umbreyst í lands­lag í rými Verk­smiðj­unnar og þannig öðl­ast fag­ur­fræði­legt gildi og nýja til­veru. Einn hlut­ur­inn er þó ekki fjölda­fram­leiddur nytja­hlutur en það er lands­lags­mál­verk sem liggur klesst undir þvotta­vél­inni.

Jessica Stocholder: Ladling warm landscape green onto efflorescenece in an effort to level the hammer headed shark, 2017.Þór­dís Alda Sig­urð­ar­dóttir minnir á afstæði tím­ans með leifum af fornu tré frá Hessi­an-­þjóð­garð­inum í Þýska­landi en ald­urs­hringirnir í trénu rekja upp­runa þess til árs­ins 1841 og þannig er það hluti af sögu sem er eldri en við öll og tákn þess sem býr í visku tím­ans. Gestum býðst að setj­ast á styrkan stól úr gömlum viði og allt um kring eru trjá­bútar sem virð­ast hvísla að okk­ur. 

Ham­far­ir Deborah Butt­erfi­eld gætu líka verið ábend­ing að hlusta á hvísl nátt­úr­unn­ar. Hún talar til okkar í gegnum hest, sem lítur út fyrir að hafa sprungið og splundr­ast yfir gólf­ið, sam­an­settur úr reka­viði og plast­rusli. En hann er hún, sjálfs­mynd henn­ar, og hún talar við okkur í gegnum hann.  Ekki er heldur allt sem sýn­ist í verki Ragn­hildar Stef­áns­dótt­ur: Í loft­inu er búið að varpa upp mynd af konu sem flýtur fal­lega í sól­glitr­andi vatni en þegar ég lít niður blasir við tæt­ings­leg dúkka, eins og Bar­bímúmía, í vatns­laug.

Eitt­hvað hvílir á fólki

Verk­smiðju­stjór­inn kveðst vera ánægður með hversu vel hefur tek­ist til í sýn­ing­ar­stjórn­un. Ég hef tekið eftir því að breiður hópur dregst að henni, nokkuð sem á ekki við allar sýn­ing­ar, segir hann. Mér finnst þessi sýn­ing tala til svo margra. Þetta eru auð­vitað umhverf­is­mál og þessi til­finn­ing, að allt sé á hverf­andi hveli. Eitt­hvað sem kannski hvílir á fólki, eitt­hvað liggur í loft­inu, eitt­hvað sem sýn­ingin virð­ist fanga. 

Sky Gyre, 2017, Anna Eyjólfsdóttir.Nóg er þarna úti til að fanga, hvarflar að mér meðan ég skrifa þessi orð fyrir net­miðil í gam­alli síld­ar­vinnslu, bless­un­ar­lega laus við netið og þar með stig­vax­andi spenn­una út af hót­un­um Trump og Kim Jong-un

Það er eins og vondu karl­arnir í klénni skrípa­mynd um Kalda stríðið hafi náð völd­um, segir Gústav meðan ég ham­ast við að vél­rita. Og það hefur auð­vitað áhrif á umhverf­is­mál­in, versta sem hægt er að gera er að setja þau á ís, segir hann meira við sjálfan sig. Kald­hæðn­is­legt orða­lag, hugsa ég og fatta sam­tímis að til­skildum orða­fjölda er löngu náð svo greinin má ekki vera lengri. Eitt þó að lok­um: Eitt­hvað er að ger­ast á Hjalt­eyri, eitt­hvað sem er þess virði að sjá ... áður en það verður að ein­hverju öðru. 

Um sýn­ing­una: 

Helstu skipu­leggj­endur sýn­ing­ar­innar eru Þór­dís Alda Sig­urð­ar­dótt­ir, Rúrí, Ragn­hildur Stef­áns­dóttir og Anna Eyj­ólfs­dóttir en þær fengu Pari Stave til að stýra sýn­ing­unn­i. 

Lista­menn:  Alex Czetwer­tynski, Anna Eyj­ólfs­dótt­ir, Deborah Butt­erfi­eld, Emma Ulen Klees, Gústav Geir Bolla­son, Hunter BuckJessica Stock­holder, John Buck, Kristín Reyn­is­dótt­ir, Mary Ellen Crot­eau, Pét­ur Thom­sen, Ragn­hildur Stef­áns­dótt­ir, Rúrí og Þór­dís Alda Sig­urð­ar­dótt­ir.

Sjá nánar hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk