Einleikjasaga Íslands

Elfar Logi Hannesson er heltekinn af einleikjum. Hann vill skrifa sögu íslenskra einleikja og safnar fyrir því á Karolina fund. Söfnuninni lýkur í næstu viku.

Sigurður Sigurjónsson í einleiknum Maður sem heitir Ove.
Sigurður Sigurjónsson í einleiknum Maður sem heitir Ove.
Auglýsing

Elfar Logi Hann­es­son, höf­undur Ein­leikja­sögu Íslands, hefur verið með ein­leiki á heil­anum allt frá því hann lenti óvænt í því að leika einn. Eftir að Elfar flutti aftur vestur eftir erf­iða sam­búð við Reykja­vík þá tók hann litla leik­húsið sitt með sér, Kómed­íu­leik­húsið og hugð­ist starf­rækja það þar vestra. En þegar þangað var komið komst hann að því að hann var eini atvinnu­leik­ar­inn búandi á Vest­fjörðum og því kom ekk­ert annað til greina en að setja upp ein­leik. 

Síðan hefur Elfar Logi nán­ast ávallt verið einn á svið­inu. Árið 2004 stofn­aði hann Act alone ein­leikja­há­tíð­ina sem hefur verið haldin árlega síðan og er nú orðin ein vin­sælasta lista­há­tíð lands­byggð­ar­inn­ar. Til­gangur hátíð­ar­innar er fyrst og fremst sá að kynna hið ein­staka ein­leikja­form fyrir land­anum sem og gestum er sækja okkur heim. Kómed­íu­leik­húsið er útgef­andi Ein­leikja­sögu Íslands og er fyrsta og eina atvinnu­leik­hús Vest­fjarða. Leik­húsið hefur sett upp um 40 leik­verk þeirra þekkt­ust eru Gísl­arn­ir t­veir, Gísli Súrs­son og Gísli á Upp­söl­um. Svo segja má að Kómedían sé í Gísla­töku og unnir því bara vel. Kjarn­inn hitti Elfar Loga og tók hann tali.

Auglýsing

Hvaða merk­ingu hefur það að skrá sögu ein­leikja á Íslandi?

„Ein­leik­ur­inn hefur sann­lega verið partur af hinum íslenska lista­lífi lík­lega bara alveg frá land­námi. Vissu­lega hefst ein­leikja­sagan íslenska strax þegar land byggð­ist því eins og við vitum þá er lífið ekki bara salt­fiskur og puð, eitt­hvað verður nú að hafa til skemmtan til að kom­ast í gegnum 24 stund­irn­ar. Þá sem nú var ávallt einn, ef ekki fleiri, sem var meira fyrir það að leika en að vinna. Féll það einmitt í hins leik­glaða að hafa ofan af fyrir blessuðu fólk­inu að ­dagstrit­i loknu segja þeim sög­ur, kvæði, syngja og spila. 

Með þessum hætti varð­veitt­ust einmitt Íslend­inga­sög­urn­ar, sagðar kyn­slóð fram af kyn­slóð, þar til þær voru loks skráðar á bók­fell. Þrátt fyrir langa og ein­staka sögu ein­leikja­list­ar­innar á Íslandi hefur ekki mikið fyrir henni farið og kannski einkum vegna þess að aðeins einn leik­ari er í hverju verki og fá því leik­irnir jafnan minna umtal og fjöl­miðla athygli en hinn mann­frek­ari leik­verk. 

Það var því ekk­ert annað að gera en að ein­leik­ari færi bara í það að skrá sög­una og hefur sú vinna staðið yfir í lík­lega ára­tug og er nú til­bú­in. Nú er bara að vona að við náum fullu húsi í Karol­ina fund söfnun okkar ann­ars náum við ekki að ­styðja og prenta og bókin fær ekki fæt­ur. En við lifum ekki bara í draumi heldur í von­inni og erum bjart­sýn.“

Eru til mis­mun­andi gerð­ir ein­leikja?

Kápa bókarinnar.„Ein­leik­ur­inn er sann­ar­lega fjöl­breytt list­form þó margir telji kannski í fyrstu þetta vera ein­hæft og ein­falt. Það er ein­leik­ur­inn akkúrat ekki. Eina reglan er að það sé aðeins einn leik­ari, lista­mað­ur, á sen­unni, allt hitt er opið. Þannig getur ein­leik­ur­inn verið ein­falt sögu­manns­verk yfir í það að vera uppi­stand og allt í hátækni­leg­t dramat­ískt verk. Inn í þetta getur flétt­ast dans, tón­list og ég veit ekki hvað. Mögu­leik­arnir eru svo margir það er bara að láta hug­ann fara á flug. Ef svo skemmti­lega vill til að ef Ein­leikja­sagan kemur út, nú vantar aðeins 53. pró­sent­ur uppá að ræsa prent­vél­ar, þ.e. þegar þessu er svar­að, þá má lesa hve fjöl­breyttur ein­leik­ur­inn er. Í bók­inni er sagt frá sagna­mönnum fyrstu ald­ar, frá föru­ein­leik­urum sem flökk­uðu á milli bæja og skemmtu fólki og fengu að launum mat og bedda. Einnig er sagt frá sýn­is­ein­leik­urum þ.e. lista­mönnum sem hafa verið til sýnis má þar nefna Jóhann risa Pét­urs­son og loks fer sagan inn í leik­húsið þar sem ein­leik­ur­inn hefur átt sífellt meiri vin­sælda að fagna einkum hin seinni ár.“

Að hvaða ­leyt­i er ein­leikur öðru­vísi sýn­ing en sú sem inni­heldur fleiri leik­ara?

„Þetta er sann­ar­lega góð spurn­ing. Mun­ur­inn felst í raun í nokkrum orðum svars­ins. Eini mun­ur­inn er sá að það er aðeins einn leik­ari á svið­inu í stað fleiri. Já, ég veit þetta er alveg ein­leikið en samt alveg satt.“

Hægt er að skoða verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk