Hvað er svona merkilegt við bardaga Mayweather og McGregor?

Einhver stærsti hnefaleikabardagi sögunnar verður háður í Las Vegas í nótt.

Floyd Mayweather og Connor McGregor mætast í hringnum í nótt.
Floyd Mayweather og Connor McGregor mætast í hringnum í nótt.
Auglýsing

Tvær stærstu stjörnur nútím­ans í bar­daga­heim­inum mæt­ast í hnefa­leika­bar­daga í nótt. Hinn banda­ríski Floyd Maywe­ather er marg­faldur meist­ari í hnefa­leik­um, er ósigr­aður í 49 bar­dögum í röð og snýr aftur í hring­inn eftir að hafa hætt hnefa­leikum fyrir tveimur árum. Hinn írski Connor McGregor er heitasta nafnið í blönd­uðum bar­daga­listum og hefur aldrei keppt í hnefa­leikum áður.

„Þetta er bók­staf­lega lang stærsti bar­dagi sem hefur verið stillt upp,“ segir Dana White, stofn­andi og eig­andi UFC-bar­daga­deild­ar­innar sem Gunnar Nel­son keppir meðal ann­ars í eins og Connor McGregor.

Aðdrag­and­inn og hug­myndin um bar­daga milli marg­falds sig­ur­vegar úr hnefa­leikum og kjaft­fors UFC-bar­daga­kappa hljómar frekar eins og við­fangs­efni Hollywood-­kvik­mynda. Kvik­myndir þar sem við­fangs­efnið er bar­átta tveggja hetja úr mis­mun­andi veru­leika hafa auð­vitað verið gerð­ar. Nægir að nefna Alien vs. Predator, Bat­man vs. Superman og Aven­ger­s-­mynd­irnar eins og þær leggja sig. Á Wikipediu má jafn­vel finna heilan flokk um slíkar kvik­myndir.

Bar­dag­inn hefst eftir mið­nætti aðfara­nótt sunnu­dags­ins 27. ágúst í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um. Gert er ráð fyrir að áhorf á bar­dag­ann í sjón­varpi muni slá öll met, enda virð­ast mörkin milli veru­leika og skáld­skapar nokkuð óljós í þessu öllu sam­an.

Bara fyrir þátt­töku í bar­dag­anum er búist við að hvor um sig þéni um 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða því sem nemur um það bil 11 millj­örðum íslenskra króna. Þannig að það eru í það minnsta tveir sem telja hug­mynd­ina um bar­dag­ann góða.Box­regl­urnar

Bar­dag­inn verður háður með hnefa­leik­a­regl­um. Það þýðir að Connor McGregor þarf að binda á sig box­hanska, má ekki sparka, glíma eða kýla fyrir neðan belti. Bar­dag­inn verður háður í tólf þriggja mín­útna lot­um, í stað þriggja fimm mín­útna lota í UFC. Floyd Maywether er þess vegna á heima­velli, ef svo má segja.

Box­arar telja þess vegna McGregor ekki eiga eftir að eiga mik­inn séns í hinn ósigr­aða Maywe­ather. Þrátt fyrir að hafa ekki sigrað oft með rot­höggi í seinni tíð þá er Maywe­ather ein­hver tækni­leg­asti hnefa­leika­kappi allra tíma. Hann er þekktur fyrir að rann­saka bar­daga­stíl keppi­nauta sinna vel fyrir og í bar­daga, verj­ast og vinna á stiga­mun.

Þar telja stuðn­ings­menn McGregor sinn mann geta haft yfir­hönd­ina. McGregor hefur aldrei háð hnefa­leika­bar­daga svo það er lítið fyrir Maywe­ather að rann­saka fyrr en í hring­inn er kom­ið. McGregor er jafn­framt ell­efu árum yngri en Maywe­ather, sem færir Íranum auð­vitað örlítið for­skot.

Þess vegna telja sep­kúlantar að McGregor muni mæta nokkuð kröft­ug­lega til leiks og reyna að lenda rot­höggi á Maywe­ather áður en hnefa­leika­hetjan fær tæki­færi til þess að draga fram trompin sín. Bar­dag­inn mun þess vegna aðeins standa í fáeinar lot­ur, ef McGregor fær að ráða.

McGregor er einnig með stærri faðm, hann er hærri og þyngri.

Auglýsing

Und­ir­bún­ing­ur­inn

Bar­dag­inn hefur verið í und­ir­bún­ingi í marga mán­uði. Kapp­arnir hafa skipst á fúk­yrðum í fjöl­miðlum og samið um skipt­ingu þeirra pen­inga sem bar­dag­inn mun afla. Um leið hafa þeir æft að kappi enda verður þetta eflaust bar­dagi lífs þeirra.

Í það minnsta upp­lifir Connor McGregor þetta þannig.

Maywe­ather hefur látið sjá sig á skemmti­stöðum und­an­farið og látið eins og hann sé ekk­ert endi­lega að stressa sig mikið á þessu. Á sama tíma hefur McGregor ákveðið að ein­beita sér að eigin styrk­leikum og ákvað snemma í ferl­inu að ráða ekki hnefa­leika­þjálf­ara í teymið sitt.

„Ég er ekki hræddur við Connor McGregor,“ hefur Maywe­ather látið hafa eftir sér á meðan hann borðar ham­borg­ara frá Burger King. „Það hefur eng­inn fundið bar­daga­mann sem getur unnið mig.“

„Ég ætla að rota hann. Hann er bara of lít­ill. Ég veit að hann er hrað­ur, ég veit að hann er kvikur og ég veit að hann er reynd­ur. Mér er alveg sama. Ég slæ þig, þú fell­ur,“ hefur McGregor látið hafa eftir sér drekk­andi kaffi.

Hver vinn­ur?

Það er auð­vitað ómögu­legt að segja til hver muni standa uppi sem sig­ur­veg­ari eftir þennan bar­daga. Báðir hafa sína kosti og sína galla.

Í sér­stakri könnun sem Google fram­kvæmir nú meðal þeirra sem leita að upp­lýs­ingum um bar­dag­ann í leit­ar­vél­inni kemur fram að meiri­hluti net­verja telur McGregor eiga eftir að standa uppi sem sig­ur­veg­ara, eða 56 pró­sent. Veð­bankar telja Maywe­ather eiga eftir að vinna bar­dag­ann. Hann fær lík­urnar 2/9 á sigri. McGregor fær lík­urnar 10/3.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFólk