Hvað er svona merkilegt við bardaga Mayweather og McGregor?

Einhver stærsti hnefaleikabardagi sögunnar verður háður í Las Vegas í nótt.

Floyd Mayweather og Connor McGregor mætast í hringnum í nótt.
Floyd Mayweather og Connor McGregor mætast í hringnum í nótt.
Auglýsing

Tvær stærstu stjörnur nútím­ans í bar­daga­heim­inum mæt­ast í hnefa­leika­bar­daga í nótt. Hinn banda­ríski Floyd Maywe­ather er marg­faldur meist­ari í hnefa­leik­um, er ósigr­aður í 49 bar­dögum í röð og snýr aftur í hring­inn eftir að hafa hætt hnefa­leikum fyrir tveimur árum. Hinn írski Connor McGregor er heitasta nafnið í blönd­uðum bar­daga­listum og hefur aldrei keppt í hnefa­leikum áður.

„Þetta er bók­staf­lega lang stærsti bar­dagi sem hefur verið stillt upp,“ segir Dana White, stofn­andi og eig­andi UFC-bar­daga­deild­ar­innar sem Gunnar Nel­son keppir meðal ann­ars í eins og Connor McGregor.

Aðdrag­and­inn og hug­myndin um bar­daga milli marg­falds sig­ur­vegar úr hnefa­leikum og kjaft­fors UFC-bar­daga­kappa hljómar frekar eins og við­fangs­efni Hollywood-­kvik­mynda. Kvik­myndir þar sem við­fangs­efnið er bar­átta tveggja hetja úr mis­mun­andi veru­leika hafa auð­vitað verið gerð­ar. Nægir að nefna Alien vs. Predator, Bat­man vs. Superman og Aven­ger­s-­mynd­irnar eins og þær leggja sig. Á Wikipediu má jafn­vel finna heilan flokk um slíkar kvik­myndir.

Bar­dag­inn hefst eftir mið­nætti aðfara­nótt sunnu­dags­ins 27. ágúst í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um. Gert er ráð fyrir að áhorf á bar­dag­ann í sjón­varpi muni slá öll met, enda virð­ast mörkin milli veru­leika og skáld­skapar nokkuð óljós í þessu öllu sam­an.

Bara fyrir þátt­töku í bar­dag­anum er búist við að hvor um sig þéni um 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða því sem nemur um það bil 11 millj­örðum íslenskra króna. Þannig að það eru í það minnsta tveir sem telja hug­mynd­ina um bar­dag­ann góða.



Box­regl­urnar

Bar­dag­inn verður háður með hnefa­leik­a­regl­um. Það þýðir að Connor McGregor þarf að binda á sig box­hanska, má ekki sparka, glíma eða kýla fyrir neðan belti. Bar­dag­inn verður háður í tólf þriggja mín­útna lot­um, í stað þriggja fimm mín­útna lota í UFC. Floyd Maywether er þess vegna á heima­velli, ef svo má segja.

Box­arar telja þess vegna McGregor ekki eiga eftir að eiga mik­inn séns í hinn ósigr­aða Maywe­ather. Þrátt fyrir að hafa ekki sigrað oft með rot­höggi í seinni tíð þá er Maywe­ather ein­hver tækni­leg­asti hnefa­leika­kappi allra tíma. Hann er þekktur fyrir að rann­saka bar­daga­stíl keppi­nauta sinna vel fyrir og í bar­daga, verj­ast og vinna á stiga­mun.

Þar telja stuðn­ings­menn McGregor sinn mann geta haft yfir­hönd­ina. McGregor hefur aldrei háð hnefa­leika­bar­daga svo það er lítið fyrir Maywe­ather að rann­saka fyrr en í hring­inn er kom­ið. McGregor er jafn­framt ell­efu árum yngri en Maywe­ather, sem færir Íranum auð­vitað örlítið for­skot.

Þess vegna telja sep­kúlantar að McGregor muni mæta nokkuð kröft­ug­lega til leiks og reyna að lenda rot­höggi á Maywe­ather áður en hnefa­leika­hetjan fær tæki­færi til þess að draga fram trompin sín. Bar­dag­inn mun þess vegna aðeins standa í fáeinar lot­ur, ef McGregor fær að ráða.

McGregor er einnig með stærri faðm, hann er hærri og þyngri.

Auglýsing

Und­ir­bún­ing­ur­inn

Bar­dag­inn hefur verið í und­ir­bún­ingi í marga mán­uði. Kapp­arnir hafa skipst á fúk­yrðum í fjöl­miðlum og samið um skipt­ingu þeirra pen­inga sem bar­dag­inn mun afla. Um leið hafa þeir æft að kappi enda verður þetta eflaust bar­dagi lífs þeirra.

Í það minnsta upp­lifir Connor McGregor þetta þannig.

Maywe­ather hefur látið sjá sig á skemmti­stöðum und­an­farið og látið eins og hann sé ekk­ert endi­lega að stressa sig mikið á þessu. Á sama tíma hefur McGregor ákveðið að ein­beita sér að eigin styrk­leikum og ákvað snemma í ferl­inu að ráða ekki hnefa­leika­þjálf­ara í teymið sitt.

„Ég er ekki hræddur við Connor McGregor,“ hefur Maywe­ather látið hafa eftir sér á meðan hann borðar ham­borg­ara frá Burger King. „Það hefur eng­inn fundið bar­daga­mann sem getur unnið mig.“

„Ég ætla að rota hann. Hann er bara of lít­ill. Ég veit að hann er hrað­ur, ég veit að hann er kvikur og ég veit að hann er reynd­ur. Mér er alveg sama. Ég slæ þig, þú fell­ur,“ hefur McGregor látið hafa eftir sér drekk­andi kaffi.

Hver vinn­ur?

Það er auð­vitað ómögu­legt að segja til hver muni standa uppi sem sig­ur­veg­ari eftir þennan bar­daga. Báðir hafa sína kosti og sína galla.

Í sér­stakri könnun sem Google fram­kvæmir nú meðal þeirra sem leita að upp­lýs­ingum um bar­dag­ann í leit­ar­vél­inni kemur fram að meiri­hluti net­verja telur McGregor eiga eftir að standa uppi sem sig­ur­veg­ara, eða 56 pró­sent. Veð­bankar telja Maywe­ather eiga eftir að vinna bar­dag­ann. Hann fær lík­urnar 2/9 á sigri. McGregor fær lík­urnar 10/3.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk