Í þá tíð… Milljónir fórust í flóðum í Gulafljóti

Gulafljót er oft kallað vagga kínverskrar menningar. Flóð í Gulafljóti hafa þó valdið ómældum skaða í gegnum tíðina, en aldrei í líkingu við það sem gerðist í þremur flóðum á um hálfrar aldar tímabili frá 1887 til 1938 þegar milljónir manna létust.

Flóðin 1931 höfðu í för með sér skelfilegar hörmungar fyrir tugi milljóna Kínverja. Hundruð þúsunda drukknuðu þegar vatnselgurinn flæddi yfir Mið-Kína og á næstu mánuðum létust hátt í fjórar milljónir manna vegna sjúkdóma og vannæringar.
Flóðin 1931 höfðu í för með sér skelfilegar hörmungar fyrir tugi milljóna Kínverja. Hundruð þúsunda drukknuðu þegar vatnselgurinn flæddi yfir Mið-Kína og á næstu mánuðum létust hátt í fjórar milljónir manna vegna sjúkdóma og vannæringar.
Auglýsing

Skammt er stórra högga á milli í nátt­úru­ham­förum um allan heim þessa dag­ana. Skemmst er að minn­ast felli­bylj­anna Irmu og Har­veys sem hafa valdið gríð­ar­legri eyði­legg­ingu við Mexík­óflóa og í Karí­ba­hafi, og jarð­skjálft­ans sem skók Mexíkó. Í öllum þessum til­fellum hafa tugir látið lífið og millj­ónir hafa hrak­ist frá heim­ilum sín­um.

Þrátt fyrir að ótækt sé að tala niður þá harm­leiki og þján­ingar sem fórn­ar­lömb síð­ustu vikna hafa lið­ið, þá bliknar mann­fallið engu að síður í sam­an­burði við mann­skæð­ustu atvik sög­unn­ar.

Auglýsing
Þar trjóna á toppi, merki­legt nok, tvö flóð í Gulafljóti í Kína sem gætu hafa kostað millj­ónir manna líf­ið.

Vagga kín­verskrar menn­ingar

Gulafljót (Huang He) er annað lengsta fljót Kína, á eft­ir Jangtse (Bláá). Það á upp­tök sín á háslétt­um Tíbet og liggur svo um tæp­lega 5.500 km leið niður í Gula­haf í norð­ur­hluta lands­ins.

Fljótið dregur nafn sitt af gul­leitum fram­burði þess, sem nemur um 1,6 millj­arði tonna árlega, en líkt og Níl í Egypta­landi hefur Gulafljót oft verið kallað „vagga kín­verskrar menn­ing­ar“ þar sem sam­fé­lög mynd­uð­ust víða eftir far­vegi þess í fyrnd­inni. Nú séð það á annað hund­rað millj­ónum manna fyrir vatni og á vatna­svæði fljóts­ins búa um 400 millj­ónir manna. 

Gulafljót og Jangtse sjá hundruðum milljóna Kínverja fyrir vatni og við bakka fljótanna miklu er talið að kínverska menning eigi upptök sín.Fljót­inu hefur um aldir alda verið hætt við flóðum með til­heyr­andi ógnum við menn, mann­virki og rækt­ar­land og hafa íbúar og stjórn­völd lagt mikið í að byggja upp stífl­ur, skurði og flóð­garða til að koma böndum á þetta mikla ólík­inda­tól.

Þær aðgerð­ir, og raunar hinn gríð­ar­legi fram­burður sem byggir upp nátt­úru­lega garða, hefur hins vegar haft þær afleið­ingar að víða stendur fljótið upp fyrir nær­liggj­andi land­svæði, sem býður flóða­hætt­unni enn frekar heim. Gulafljót gengur enda stundum undir nafn­inu „Sorg­ar­fljót­ið“, sem er skilj­an­legt miðað við hvað hefur gengið á.

Þrjú ham­fara­flóð á um hálfri öld

Saga Gulafljóts gerir ráð fyrir um það bil einu ham­fara­flóði á öld, en árin frá 1887 til 1938 voru sér­lega slæm að þessu leyti þar sem ekki færri en þrjú meiri­háttar flóð áttu sér stað með gríð­ar­lega alvar­legum afleið­ing­um.

Hið fyrsta af þessum þremur átti sér stað í sept­em­ber árið 1887. Þá hafði mikil úrkoma orðið þess vald­andi að miklir vatna­vextir urðu í fljót­inu. Eins og svo oft áður, rofn­aði flóð­garð­ur, að þessu sinni nálægt borg­inni Sjengsú í Hen­an-hér­aði. Vatnið og aur­inn sem því fylgdi, dreifð­ust fljótt um nær­liggj­andi svæði, alls um 130.000 fer­kíló­metra, sem er tals­vert meira en Ísland að flat­ar­máli. Millj­ónir manna misstu heim­ili sín og um 900.000 lét­ust. Enn fleiri fór­ust á næstu mán­uð­um, þar sem rækt­ar­land skemmd­ist og far­sótt­ir ­geisuðu.

Flóðið 1938 var að öðrum meiði þar sem það var af manna völd­um. Jap­anski her­inn réð­ist inn í Kína árið 1937 og lagði fljótt undir sig stór Gulafljót er afar illviðráðanlegt vegna mikils framburðar og í gegnum aldirnar hafa orðið þar mikil hamfaraflóð.land­svæði. Yfir­völd, undir stjórn Chi­ang Kai-s­hek, afréðu að rjúfa flóð­garð Gulafljóts (aftur nálægt Sjengsú) til að hamla yfir­reið inn­rás­ar­hers­ins. Afleið­ing­arnar voru fyr­ir­séð­ar, tugs­þús­undir fer­metra rækt­ar­lands fóru undir vatn, millj­ónir hrökt­ust frá heim­ilum sínum og gríð­ar­legur fjöldi fólks lést. Að vísu ber heim­ildum ekki saman um hversu margir lét­ust þar sem komm­ún­ista­stjórnin sem síðar tók við, vildi meina að um 800-900.000 hefðu lát­ist, en lík­legra er að talan hafði verið nokkru lægri, e.t.v. um 400-500.000 manns, sem er engu að síður með verri ham­förum síð­ustu ald­ar. Þessi aðgerð hafði ann­ars lítil áhrif á fram­gang Jap­ana, en varð aldeilis vatn á myllu komm­ún­ista sem nýttu sér óánægju íbúa með stjórn­völd sem fórn­uðu lífum fjöl­skyldu­með­lima og nágranna, og fundu mál­stað sínum auð­ugan jarð­veg á flóða­svæð­unum með vel kunnum afleið­ing­um.

Versta flóðið varð þó árið 1931.

Aðstæður voru hinar verstu í aðdrag­and­an­um. Í tvö ár hafði ríkt mik­ill þurrkur um ger­vallt Kína og far­vegir stærstu ánna höfðu þornað upp að miklu leyti. Þá gengu yfir stór­kost­legar rign­ingar á upp­töku­svæðum þriggja stærstu fljót­anna í Kína, Jangtse, Gulafljóts og Huaí, og vatna­vextir voru for­dæma­laus­ir. Flóð­garðar rofn­uðu víða og vatn og aur­fram­burður flæddi yfir mik­inn hluta Mið-Kína Flóðin rén­uðu hins vegar ekki í marga mán­uði þannig að búsetu­svæði um 50 millj­óna manna, sem jafn­gilti um 170.000 fer­kíló­metrum, voru meira eða minna undir vatni.

Eins og gefur að skilja er erfitt að henda reiður á hversu margir lét­ust í þessum hörm­ung­um, meðal ann­ars þar sem átök ­geisuð­u milli komm­ún­ista og stjórn­valda, en áætlað er að í flóð­unum hafi á fjórðu milljón manna látið lífið þetta sum­ar, og líf tug millj­óna ­fór úr skorð­um.

Í dag er Gulafljóti og hinum stórfljótunum í Kína haldið í skefjum með stóreflis mannvirkjum eins og þessum stíflugörðum sen krefjast stöðugs viðhalds og vinnu. Eftir að borg­ara­styrj­öld­inni í Kína lauk með sigri komm­ún­ista og stöð­ug­leiki komst á stjórn lands­ins var loks lagt í umbætur á flóða­vörnum við Gulafljót og hafa því ekki orðið nein meiri­háttar mann­skæð flóð síð­ustu ára­tug­ina. Þó er aldrei hægt að úti­loka að meiri­háttar ofan­koma og flóð geti valdið usla, og allan árs­ins hring er unnið að því að hreinsa fram­burð Gulafljót til að fyr­ir­byggja upp­söfnum þess og þær hörm­ungar sem gætu fylgt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk