Teikningin Salvator Mundi eftir Leonardo da Vinci, sem sagt er vera af kristi, var í gær selt fyrir 450 milljónir Bandaríkjadala á uppboði, eða sem nemur um 50 milljörðum króna. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir listaverk á uppboði í sögunni.
Uppboðið fór fram á vegum Christie's uppboðshússins í New York og var kaupandinn ekki gefinn upp, eftir að lokaboðið lá fyrir.
Teikninginn er yfir 500 ára gömul en Leonardo da Vinci lést árið 1519. Talið er að innan við 20 teikningar séu til eftir da Vinci og er Salvator Mundi talin ein sú þekktasta.
Sérfræðingar sembreska ríkisútvarpið hefur rætt við efast um að teikningin sé ekta. Engu að síður hélt Christie's því fram að myndin væri ekta og endurheimt hennar ein merkilegasta fundur í listasögu 20. aldarinnar.
Leonardo da Vinci's masterpiece Salvator Mundi achieves $450,312,500, a #worldauctionrecord for any work of art sold at auction. pic.twitter.com/snKxm7t3cb
— Christie's (@ChristiesInc) November 16, 2017
Rússneski milljarðamæringurinn Dmitry E. Rybolovlev var sá sem seldi verkið, en hann er sagður hafa keypt verkið í maí 2013.
Upphæðin sem fékkst fyrir teikninguna er sú hæsta í sögu listaverkauppboða, en fyrra metið átt verk eftir Picasso. Það fór á 160 milljónir Bandaríkjadala, eða um 18 milljarða króna.