Hvernig bestum við jólin?

Eiríkur Ragnarsson rýnir í gögnin og reynir að finna leiðir fyrir íslenska neytendur til að besta jólin.

Auglýsing

Í versl­unum lands­ins er Hví­tölið komið í kæl­ana og jóla­daga­tölin í hill­urn­ar. Við vitum öll hvað það þýð­ir: jólin eru að koma. Ein­hverjir fussa, en flest erum við, svona þokka­lega spennt. Og þeir sem fussa og eru of svalir til þess að hlakka til hlakkar oft til í laumi. Í bland við til­hlökkun skynjar maður samt stund­um, því mið­ur, smá kvíða líka. Sér­stak­lega þá kvíða í tengslum við sliti á seg­ul­rönd eða tölvukubbi kredit­korts­ins. Jólin eru nefni­lega jafn dýr og þau eru skemmti­leg. Þess vegna datt mér í hug að kíkja í vopna­búr hag­fræð­innar og hlaða vopnin með gögnum frá hag­stof­unni til að sjá hvort ég gæti ekki fundið leið til þess að halda jólin á ódýr­ari máta og þar með bestað (e. optim­ise) þau.

Minna kjöt, færri egg og fleiri kart­öflur

Að með­al­tali und­an­farin frá árinu 2011 hefur verð­lag hækkað um 0,3% í des­em­ber (sam­an­borið við nóv­em­ber). Sumar vörur hækka mikið í verði, aðrar lækka í verði og margar hækka lít­il­lega. Gott dæmi um þetta má finna í upp­á­halds jóla­mat margra: ham­borg­ar­hrygg með brún­uðum kart­öfl­um, káli og nið­ur­soðnu græn­meti (baun­ir). Svína­kjöt á það til að hækka vel í des­em­ber á meðan kál og nið­ur­soðið græn­meti ásamt hrá­efn­unum sem fara í að útbúa brún­aðar kart­öflur eiga það til að lækka aðeins í verði.

Heimild: Hagstofa Íslands

Svip­aða sögu eru að segja þegar kemur að ómissandi eft­ir­rétt­um. Til að mynda lækka þrír af fjórum stærstu kostn­að­ar­liðum pip­arkaka – hveiti, sykur og smjör – umtals­vert rétt fyrir jól. En fjórði kostn­að­ar­lið­ur­inn, egg­in, eiga það til að taka smá kipp upp á við. Ís, ómissandi góm­sæti á mörgum heim­il­um, eins og egg­in, á það einnig til að hækka aðeins í verði í kringum jól­in.

Heimild: Hagstofa Íslands

Harðir pakka > mjúkir pakkar

Mjúkir pakkar lækka lít­il­lega í verði fyrir jólin á meðan harðir pakkar snar­lækka. Föt á karla og konur lækka minna en 0.5% á meðan barna­föt eiga það til að svo gott sem standa í stað. Þegar harðir pakkar eru skoð­aðir frekar kemur það í ljós að sjón­vörp lækka að öllu jöfnu um rúm­lega 3% fyrir jól og lítil heim­il­is­tæki lækka um tæp 3%. Borð­spil og bækur eru hins vegar ekki eins góður kost­ur. Þegar kemur að gjöfum handa yngri kyn­slóð­inni er það nokkuð ljóst að tölvu­leikir eru betri kostur en bæk­ur.

Heimild: Hagstofa Íslands

Hvernig bestar maður þá jól­in?

Það jákvæða við þetta allt saman er að það er ekk­ert sér­stak­lega mikil þörf á því að besta jól­in. Það er að segja, þeir sem hafa gaman af jól­unum eru að fá ágætis díl, alla­vega miðað við það ef þeir héldu heilög jól í nóv­em­ber. En, fyrir þá sem vilja spara, þá eru nokkrar aðgerðir sem þeir geta tekið til þess að besta jólin sín.

Auglýsing

Þegar kemur að mat er hægt að besta jólin með því að minnka svína­kjöt á disk­unum og skipta því út fyrir meiri brún­aðar kart­öfl­ur, nið­ur­soðnar baunir og kál. Að sama skapi má minnka aðeins eggja­fjöld­ann sem fer í pip­ar­kök­urnar (ef það er ekki höf­uð­synd bak­ar­ans) og sleppa ísnum eftir mat. Þetta sparar manni aðeins en alvöru tæki­færin liggja í pökk­un­um. Til að besta jólin væri ráð­legt að sleppa því að gefa föt og bækur og í stað­inn gefa krökk­unum kannski ein­hverja góða tölvu­leiki og kon­unni (eða karl­in­um) risa­stóran flat­skjá. Eða hræri­vél.

En er hægt að gera enn bet­ur?

Það er svo sann­ar­lega hægt að gera enn bet­ur. Því Jan­úar lækka verð heilan hell­ing í næstum öllum þessum flokk­um. Þess vegna er einnig mögu­leiki, fyrir þá sem eru ekk­ert of stress­aðir yfir því hvenær þeir halda jól­in, að halda þau bara í Jan­ú­ar. Í jan­úar lækka barna­föt um næstum því 18% í verði og sjón­vörp lækka enn frekar um 8%. Svína­kjöt lækkar um 0.5%. Kál og nið­ur­soðið græn­meti hækkar lít­il­lega í verði.

Heimild: Hagstofa Íslands

Þannig að fyrir þá sem vilja besta jólin er þrennt í boði:

  1. halda venju­leg jól í jan­ú­ar;
  2. halda harð-­pakka dósa-græn­metis jól í des­em­ber; eða
  3. halda jólin í des­em­ber en kaupa svína­kjöt, hveiti, ís, egg og spil í nóv­em­ber og rest­ina í des­em­ber.

Svo er það auð­vitað fjórði mögu­leik­inn. Það er að sjálf­sögðu hægt að sleppt því að pæla of mikið í þessu og borða og gefið bara það sem manni sýn­ist í des­em­ber. Er ekki góð­æri eftir allt sam­an?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics